Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 1
ASÍ-þingið MENNING Allt er gott þegar endirinn er góður. Foreldrar Gunnars Hjartarsonar, þau Gígja Árnadóttir og Hjörtur Guðbjartsson fagna syni sínum heimtum úr helju. Inga Björk er til hægri á myndinni og hefur brugðið lambúshettu yfir höfuð sór enda óvön blaðaljósmyndurum. Ljósm. EO Björgunaraðgerðir „Fólkið fundið - leit lokið“ Ungmennin þrjú fundust í gœr heil á húfi eftir tveggja nátta vist á fjöllum. 450 manns tóku þátt í leitinni. remenningarnir ungu sem leitað hefur verið síðan á að- fararnótt mánudags fundust um kl. 11.20 f gær, heil á húfi. Það var deild Slysavarnafélagsins á Hvolsvelli sem fann unga fólkið við Prestvatn norðan til í Efsta- dalsfjalli og um 5 kflómetra frá þeim stað sem bifreið þeirra fannst sólarhring áður. „Fólkið fundið - leit Iokið“. Þannig hljóðuðu fyrirskipanir til leitarmanna eftir að unga fólkið var fundið. Þar með var lokið einni umfangsmestu leit sem framkvæmd hefur verið hér á landi. „Kraftaverk, ekkert annað en kraftaverk" sagði Guðni Krist- jánsson faðir Þrastar, annars pilt- anna. „Maður þakkar guði al- máttugum fyrir að heimta börnin úr helju“, sögðu Hjörtur Guð- bjartsson og Gígja Ámadóttir, foreldrar Gunnars félaga Þrastar. Og móðir Ingu Bjarkar, stúlk- unnar í hópnum sagði við blaða- mann Þjóðviljans: „Þetta er stærsti happdrættisvinningurinn á ævi minni“. Inni í blaðinu eru viðtöl við einn þremenninganna, foreldra þeirra og björgunarfólk. -v. Sjá bls 3 Alusuisse-samningurinn ASÍ þing 80 miljóna ■■■■■■ SC r uM m ■ r u u Fjolgað i miostjommni skattaafsláttur Varaforsetar ASÍ verða tveir í stað eins áður Breytt ákvæði í nýja samningn- um við Alusuis.se um heimild til að leggja 20% af nettótekjum í skattfrjálsan varasjóð hefðu sparað ísal 1 miljón dollara eða um 40 mifjónir króna í skatt- greiðslum til ríkissjóðs á árinu 1980. Breyttar afskriftareglur á hreinsibúnaði í nýja samningnum hefðu sparað fyrirtækinu álíka upphæð í skattgreiðslum á sama tfma. Þetta kom fram í greinargerð sem ríkisendurskoðandi lagði fram fyrir iðnaðarnefnd Neðri- deildar Alþingis að beiðni Hjör- leifs Guttormssonar. Þetta eru tvö af fjölmörgum götum í hinum nýja samningi sem afhjúpuð hafa verið á fundum nefndarinnar undanfarna daga, þar sem ber- lega hefur komið í ljós að samn- ingurinn er keyptur mun dýrara verði en jafnvel stuðningsmenn hans hafa gert sér grein fyrir. Önnur umræða í Neðrideild um samninginn fer fram í dag, en þriðja umræða fer væntanlega fram seinni part vikunnar, og verður henni útvarpað að kröfu Alþýðubandalagsins. ólg Hinar mjög svo umdeildu breytingar á lögum ASÍ um að fjölga um sex manns í miðstjórn sambandsins og að varaforsetar ASÍ verði tveir í stað eins áður voru samþykktar á ASI þinginu i gærkveldi. Miklar umræður áttu sér stað um þessi mál við 2. um- ræðu um lagabreytinguna. Oft á tíðum urðu umræður nokkuð heitar og það kom fyrir að gullkorn flugu af vörum manna í umræðunum. Til þess að lagabreyting nái fram að ganga þarf 2/3 hluta at- kvæða og vitað var að mjög naumt væri á því að tilskilinn at- kvæðafjöldi fengist til að koma breytingunum í gegn. Enda kom það í ljós þegar fyrst var kosið um það hvort varaforsetar ættu að verða tveir, eða hvort einn væri látinn duga áfram. Þetta var þó samþykkt en munurinn var að- eins brot úr prósenti. Já sögðu 36.475 - nei sögðu 17.375. í þessum tölum kemur fram hið svo kallaða vægi at- kvæða, en fulltrúar á þinginu vega misþungt í kosningum, og fer það eftir því hve margir fé- lagar eru á bak við fulltrúa félag- anna. í þessari kosningu skiluðu 400 vægiatkvæði auðu og 125 voru ógild. Þegar þetta lá fyrir þóttust menn nokkuð öruggir um að fjölgun fulltrúa í miðstjóm myndi verða samþykkt, enda fór svo og sögðu þá 43.550 Já, en 10.875 sögðu nei. Þama er munurinn miklu meiri. í dag verður svo kosið í mið- stjórn, sem og forseti og tveir varaforsetar. Þess má geta, að Karl Steinar sagði í samtali vð Þjóðviljann í gær, að ef ekki hefði verið fjölgað í miðstjóm, hefðu Alþýðuflokks- menn og Alþýðubandalagsmenn ætlað að snúa bökum saman við miðstjómarkjör í dag. -S.dór/ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.