Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 7
LEIKLIST Tröllum helga fjallabyggð Þjóðleikhúsið sýnir SKUGGA SVEIN eflir Matthías Jochumsson Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Tónlist: Jón Asgeirsson Útilegumenn eru líklega hin eina sanna þjóðargoðsögn fs- lendinga. Útlegðarminnið er eitt hið sérkennilegasta í fomsögum okkar, síðan tekur við rótgróin og þaulsætin þjóðtrú á útilegu- mannabyggðir, yfirskyggða staði og áradali, þarnæst kemur Fjalla- Eyvindur, sem er eini maðurinn sem við höfum órækar sannanir fyrir að hafi legið úti á fjöllum svo um munaði. Það er hægt að láta sér detta í hug a.m.k. tvær ástæð- ur fyrir því að íslendingar eru svona hugfangnir af útilegu- mönnum. Önnur er sú að þeir hafi frá öndverðu undirniðri fundist þeir vera útlagar frá heimsbyggðinni, þótt það vera hálfgerð útlegð að hírast hér á þessu skeri langt frá þeim pörtum jarðarkringlunnar þar sem menn- ingin dafnar og stórmerkin ger- ast, enda lögðust þeir snemma í ferðalög. Hin ástæðan kann að vera sú að hinn ógnvekjandi en heillandi öræfadýrð landsins hafi orkað svo sterkt á ímyndunarafl íslendinga að þeim hafi verið nauðsyn að skapa sér goðsögn um persónur sem lifðu í nánd og sambýli við ótamin og kynngi- mögnuð náttúröflin. Það er því áreiðanlega engin tilviljun að útilegumennska er uppistaðan í þeim tveim leikrit- um íslenskum sem einna helst má kalla klassísk, Skugga-Sveini og Fjalla-Eyvindi, né heldur að raunverulegt upphaf íslenskrar leikritunar megi rekja til sýning- arinnar á langalofti Lærða skólans árið 1862. Þarna hafði Matthías fest hendur á raunveru- legu íslensku efni, og þó að auðvitað mori af erlendum áhrif- um í verkinu er kjami þess alís- lenskur. Skugga-Sveinn Matthí- asar er næstum ofurmannleg per- sóna, meira í ætt við hin ólmu og grimmu náttúruöfl en venjulega mennska menn. Hann er hinn of- ursterki einstaklingur, útskúfað- ur úr mannlegu félagi en þar með um leið frjáls undan því oki og ofríki sem flestir mega þar við búa, svo og hafinn yfir þann ves- aldóm og þá dusilmennsku sem í byggðum nkir. Margt hefur verið á sveimi í hugskoti Matthíasar þegar hann setti þessa persónu saman: hillingaljóminn sem staf- aði af hinni íslensku gullöld, of- urmannlegar hetjur á borð við Gretti sterka (sem er frumgerð hins íslenska útlaga), óttablandin dýrkun á óvistlegri náttúru ís- lands, hatur á aldalangri kúgun íslenskrar alþýðu af hálfu Dana og íslenskra yfirvalda, og löngun eftir hinu fagra sanna og góða sveitalífi, lausu við kúgun. Það mannlíf sem Skugga- Sveinn hefur hafnað og sagt stríð á hendur er hinsvegar hvorki sér- lega fagurt né gott. Allur almenn- ingur er hrakinn, hræddur, fávís og kúgaður, en yfirvöldin eru hrokafull og harðneskjuleg. Þó að fagnað sé frelsun Ögmundar og Haralds undan ofríki Skugga og að þeir skuli vera teknir í sátt af mannfélaginu, er sú gleði ekki með öllu fölskvalaus þegar skoð- aðar eru ýmsir þættir þess samfé- lags sem þeir ganga inn í. í þeirri sýningu sem Brynja Benediktsdóttir stýrir nú í Þjóð- leikhúsinu er lögð höfuðáhersla á að draga fram og skerpa þessar höfuðandstæður verksins. Hand- hafar valdsins í verkinu, Sigurður í Dal og Lárentíus sýslumaður, eru sýndir sem skammsýnir, skilningslitlir og hrokafullir kúg- arar og þung áhersla lögð á bág- indi og áþján þeirra sem minna mega sín - hér er komin sú „kveifarskapar horuð öld“ sem Skugga-Sveinn kveður um. Þessi einkenni eru dregin fram í ótal- mörgum smellnum smáatriðum - hér má nefna sem dæmi þegar Gvendur smali tínir upp munntóbakshráka Jóns sterka, eða þegar sá hinn sami Gvendur er nýbúinn að raula sultarbænina sína og húsbóndi hans kemur út með skyrtuna flakandi frá vel- sældarlegri ýstru. Við hlið þessa þrautpínda fólks er okkur svo sýnd sjálfumgleði og nautnasýki valdsmannanna, sem skýrast og skemmtilegast kemur fram í sam- tali sýslumanns og lögréttumans í öðru atriði. Brynja og Sigurjón leikmynda- hönnuður hafa lagt upp með skýra hugmynd og túlkunarað- ferð að leiðarljósi og tekist að út- færa hana það vel að ég hygg að þessi sýning geti opnað áhorfend- um nýjan og aukinn skilning á leikritinu. Kúgunarþemað birtist í óteljandi myndum, t.d. í sam- skiptum stúdentanna þar sem öll Skugga Sveinn (Erlingur Gíslason) og Ketill (Ketill Larsen) áhersla er lögð á yfirburði Helga yfir Grím, í meðferð Galdra- Héðins á bændaræflunum, í hundslegri þjónkun Ketils við Svein o.s.frv.. Þessi sýning er SVERRIR HÓLMARSSON óvenjulega vel hugsuð út í gegn. Slíkt ætti auðvitað að vera sjálf- sagt mál þegar um er að ræða uppfærslu á klassísku verki - að það sé tekið til túlkunar og end- urmats í samræmi við kröfur hvers tíma - en því miður verður hér oft misbrestur á og þess vegna gleðiefni þegar svona vel er að verki staðið. Það er að flestu leyti fallegur heildarblær yfir sýningunni. Leikmyndir Sigurjóns eru glæsi- legar og skemmtilegar, og þær gera skiptingar hraðar og auðveldar. Utisviðsmyndirnar minna allmikið á leikmyndir Sig- urjóns í Smalastúlkunni og úti- legumönnunum, en það gerir ekki annað en minna áhorfand- ann skemmtilega á hinn mikla skyldleika þessara verka. Jón Ás- geirsson hefur samið ný lög við flesta ljóðatextana í verkinu. Það er að vísu ákveðinn sjarmi yfir því stflgumsi sem hingað til hefur verið sungið, en óneitanlega var það mjög sitt úr hvorri áttinni, og Kuhlau hljómaði dálítið ankann- anlega uppi á reginfjöllum. Lög Jóns og útsetningar eru í sönnum þjóðlagastfl og hæfa verkinu vel. Hins vegar voru söngvarnir mis- jafnlega vel fluttir og hefðu sumir mátt missa sín, t.d. hefði verið sjálfsagt og eðlilegt að sleppa söng Ögmundar. Sumir af söngvunum eru meðal þess sem með köflum hægir á þessari sýningu og dregur hana óþarflega á langinn. Hún byrjar mjög vel, fyrstu atriðin renna hratt og fjörlega áfram, það er haldið uppi góðum dampi. Síðan kemur eitt og annað sem dregur úr spennu og hraða, og á enda- num verður sýningin of löng, það teygist um of úr lopanum. Þó að ég hafi kallað verk Matthíasar klassík þýðir það ekki að það sé gallalaust. Skugga Sveinn er um margt óhönduglega samið verk. Brynja og Sigurjón hafa reynt að berja í brestina með því að leiðrétta nokkrar verstu veilurn- ar úr seinni leikgerð Matthíasar, en að mínu viti hefðu þau átt að- skera textann töluvert niður. Eitt atriði í seinni leikgerð Matthíasar get ég t.d. aldrei sætt mig við, en það er innbrot Sveins hjá sýslu- manni. Að vísu notast það ágæt- lega í þessari sýningu til að af- hjúpa sýslumann, en er hægt að sætta sig við að heljarmennið og frumkrafturinn Skugga-Sveinn gerist ómerkilegur innbrotsþjóf- ur? Mér finnst það ekki falla sam- an við þá mynd sem annars er dregin upp af Sveini í sýningunni. Erlingur Gíslason er voldugur og tilþrifamikill í hlutverki Sveins. Honum tekst víðast hvar að stækka þessa persónu upp úr eðlilegri stærð, gefa henni goð- sögulega vídd. Gerfið hjálpar til við þessa túlkun, þar sem maður- inn er nær algerlega falinn undir viðamiklum hrosshúðum og ólg- andi skeggi. Hár og skegg var kannski í umfangsmesta lagi, minnti einum um of á biblíu- myndir af Móse. En raddbeiting Erlings var sterk og leikur hans heilsteyptur. Sem fulltrúar valdsins áttu Borgar Garðarsson og Pétur Ein- arsson afar góðan leik. Borgar sýndi á ísmeygilegan og mein- fyndinn hátt hinn nautnasjúka og einfalda stórbónda, og Pétur fór á miklum kostum við að gera óborganlega grínriddarafígúru úr sýslumanninum. Stúdentunum var vel borgið í höndum Pálma Gestssonar og Karls Á. Úlfs- sonar: þeir glímdu og sungu af hjartans lyst og voru mátulega hrokafullir og stórir uppá sig, einkum Pálmi. Ástfólgnustu persónur þessa verks eru fulltrúar alþýðunnar, og þær voru í góðum höndum í þessari sýningu. Grasa-Gudda, þessi holdtekning þrautseigjunn- ar og trúmennskunnar, var glæsi- lega túlkuð af Árna Tryggvasyni, sem lagði meiri rækt við mann- eskjulegar hliðar hennar en vant er og tókst að vekja innilega sam- úð með henni. Sama er raunar að segja um Randver Þorláksson, sem gerði Gvend smala að öðru og meira en hálfvita til að hlæja að: hann varð sá lægsti af öllum lágum, sá sem allir geta sparkað í, og Randver lék hann af innileik og nærfærni. Jón sterki, almúga- maðurinn kúgaði sem lifir í draumórum um að vera hetja og mikilmenni, varð sömuleiðis bæði fyndinn og manneskjulegur í meðförum Hákonar Waage. Erfiðustu hlutverk leikritsins í meðförum eru vafalaust Ásta í Dal og Haraldur. Þau eru svo skelfing góð og einföld að þau verða auðveldlega vandræðaleg. Mér þótti Sigrún Edda ekki ná nægilega góðum tökum á Ástu. Einfeldni hennar og gæska var á- reynslukennd, og ekki bætti úr skák að meðferð hennar á söngv- unum var ekki góð. Hins vegar fór Örn Árnason á kostum sem Haraldur, hann náði að gera bamslega einfeldni hans skemmtilega og einlæga með óþvinguðum og eðlilegum hreyf- ingum og tali og miklum sviðs- þokka. Of langt yrði upp að telja alla leikendur, en geta ber þess að Baldvin Halldórsson gerði Galdra-Héðin að magnaðri en um leið aumkunarverðri per- sónu, Ása Svavarsdóttir var jarð- bundin, glettin og hressileg Manga og Ketill Larsen einkar hundslegur í hlutverki nafna síns. __________________KVIKMYNDIR____ Egóflipp stórstjörnunnar Yentl Bandaríkin, 1983 Framleiðandi og stjórnandi: Barbra Streisand Handrit: Jack Rosenthal og Barbra Streisand, byggt á sögunni „Yentl, the Yeshiva Boy“ eftir Isaac Bashevis Singer Tónlist: Michel Legrand Kvikmyndun: Peter MacDonald Leikendur: Barbra Steisand, Mandy Patinkin, Amy Irving Sýnd í Bíóhöllinni. Isaac Bashevis Singer er eins og allir vita merkur rithöfundur og saga hans um Yeshiva- strákinn Yentl er áreiðanlega góð. Hugmyndin er a.m.k. ágæt: Yentl er ung stúlka sem elst upp hjá föður sínum, ekkjumanni og lærdómsmanni sem kennir henni fræði sín og brýtur þar með öll boðorð og siðareglur Gyðinga - kona sem kann fyrir sér í Talmúd er djöfull samkvæmt þeim kokk- abókum. Þegar gamli maðurinn deyr klæðist Yentl karlmannsföt- um og strýkur að heiman, kemst á skóla þar sem Talmúd er kennt (slíkir skólar heita Yeshiva) og fer að læra fræðin í alvöru. Henni gengur námið afbragðsvel, en þegar hún verður ástfangin af skólabróður sínum upphefjast vandræði sem ekki verða rakin hér af tillitssemi við þá sem eiga eftir að sjá myndina. Skemmtileg saga, sem býður upp á ýmsa möguleika. Og nú kemur Barbra Steisand til skjal- anna. Hún skrifar handrit í sam- vinnu við Jack Rosenthal, hún stjórnar myndinni, framleiðir hana og leikur aðalhlutverkið, Yentl. Ekki nóg með það, heldur fær hún Michel Legrand til að semja tónlist og Alan og Marilyn Bergman til að semja texta við lögin sem hún syngur öll sjálf. Útkoman er rómatískur söng- leikur, eða réttara sagt einsöngs- leikur, þar sem nærmyndir af Barbara Steisand eru ríkjandi. Hún er afar sjarmerandi kona og tekur sig vel út í stákafötum og syngur fallega, en því verður ekki neitað að egóflipp á borð við þetta eru dálítið þreytandi. Tón- listin stingur talsvert í stúf við austur-evrópskt umhverfi í byrj- un aldarinnar - þetta er dæmi- Nawmyndir af Barböru Streisand eru ríkjandi gerð Hollywoodtónlist og Michel Legrand fékk Óskarsverðlaun fyrir hana í apríl s.l. - en hún á einkar vel við rödd söngkonunn- ar, sem er að sjálfsögðu aðalat- riðið, frá sjónarhóli leikstjórans. Tveir aðrir leikarar fá stundum að sjást í nærmynd - þau Amy Irving og Mandy Patinkin. Bæði mjög falleg, með sterka út- geislun. Það er margt fallegt í þessari mynd - rómatískt um- hverfið, búningarnir, fólkið... Oft er hún hreinasta augnayndi. Söngleikir eru í eðli sínu róm- atískt form og fáránlegt að gera kröfur um annað - raunsæi á ekki heima í söngleik. Þess vegna hlýtur maður að fyrirgefa ýmis- legt, eins og t.d. að ekki skuli gerð nein grein fyrir því hvernig í ósköpunum Yentl hafði efni á að fara í skóla - það kemur okkur auðvitað ekkert við. Á sama hátt verður maður að kyngja því að skynsöm stúlka eins og Yentl skuli finna svör við öllum sínum spumingum í Talmúd og ekki setja nein spumingamerki við spekina sem flæðir út úr skóla- bræðmm hennar og kennara og virðist helst snúast um blaðsíðu- tal í Talmúd. Manni dettur í hug að konum hafi verið haldið frá þessum lærdómi vegna þess að þær væm vísar til að hlæja að honum, en Yentl er ekki hlátur í hug. Sem söngleikur er Yentl heldur einhæfur og ófrumlegur. Það hefði sennilega gefist betur að veita fleira fólki tækifæri til að opna munninn en aðalleikkon- unni. Vissulega á Barbra Steisand sér marga aðdáendur og þeir hljóta að kunna að meta myndina, en mér persónulega hundleiðist þessi tónlist, þótt ég sé fús til að viðurkenna að Barbra hefur góða rödd. Sem kvikmynduð útgáfa á sögu eftir Isaac Bashevis Singer er Yentl sorglega yfirborðsleg, þrátt fyrir sæmilega spretti, einkum í umhverfislýsingunni, andrúms- loftinu. Sem fmmraun Barbra Steisand á sviði leikstjórnar er Yentl varla marktæk nema að litlu leyti. Annar leikstjóri hefði e.t.v. reynt að hafa svolítið meira jafnvægi milli aðalleik- og söngkonunnar og annarra leikara. Eflaust getur Barbra Steisand stjómað kvik- myndum, en hún ætti að prófa að gera það án þess að leika aðal- hlutverkið sjálf. Mi&vikudagur 28. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.