Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Ökumenn Sjóvá: tjónlaus ökumaður eftir fimm ár fær 55% bónus, eftir tíu ár 65%. Samvinnutryggingar: það sama og ellefta árið frítt. Hagtrygging: þrjú ár tjónlaus sama sem 50% bónus, fímm ár 55%, tíu ár 65% og ellefta árið frítt. Þetta kemur fram í nýlegum auglýsingum. Verðstríð þjá bif- reiðatryggjendum? Já, en önnur félög auglýsa líka og segja að þetta sé ekkert að marka, útkoman úr dæminu sé óþekkt fyrren Tryggingaeftirlit og samráðsnefnd tryggingafélaga hafa ákveðið grunniðgjald og bónusflokkakerfi á næsta ári. Ástæða skæruhemaðar trygging- afélaganna í dagblöðum uppá síðkastið: uppsagnarfrestur bif- reiðatryggingar er fyrsti desemb- er næstkomandi. Undanfarin ár hefur verið fremur rólegt á þessum vígstöðv- um. Tjónlausir ökumenn hafa á nokkrum árum unnið sig uppí 50% bónus (þ.e. borga helming iðgjalds) og haldið sér í honum. Tryggingafélög í skæruhemaói Keppst um bestu bílstjórana fyrir uppsagnardag bifreiðatrygginga, 1. des. Tryggingaeftirlit: engin mótmœli, engin afstaða fyrren seinna. Úrslitin gætu orðið nýtt bónuskerfi nœsta ár, en hver borgar? Einu afbrigðin eru að til Ábyrgð- boðið 65% bónus (þ.e. 35% ið- leiti þeir eftir. ar, félags bindindismanna, borga gjalds borgað) eftir tíunda árið og Nú reið Sjóvá á vaðið með of- menn lægri iðgjöld og Samvinn- hefur þetta verið látið óátalið. Þó angreind kjör og önnur trygg- utryggingar hafa boðið ókeypis mun hafa tíðkast að ökumenn fái ingafélög í kjölfarið. Þar á móti tryggingu á ellefta tjónlausu ári. ellefta árið frítt hjá öðrum fé- auglýsa keppinautar að tómt mál Ábyrgð hefur vegna þess tilboðs lögum en Samvinnutryggingum sé að bera saman kjörin fyrren á næsta ári og minna á að þótt upp- sagnarfrestur sé um mánaða- mótin geti ökumenn beðið ró- legir til 1. mars með að skipta um félag. Forstöðumaður Tryggingaeft- irlitsins, Erlendur Lárusson, sagði Þjóðviljanum að engin af- staða hefði enn verið tekin til þess hvernig málum yrði háttað 1985. Eftirlitið hefur ekki mót- mælt auglýsingunum. Hann taldi ekki ósennilegt að leitað yrði eftir kerfisbreytingum í kjölfar auglýs- ingastríðsins, en það yrði ekki ljóst fyrren heildardæmið í ár yrði reiknað - tjón á móti iðgjöldum. Hinsvegar væri ljóst að ef breytingar yrðu gerðar til þeirrar áttar sem nú er talað um yrði að dreifa kostnaðinum á aðra en þessa allra öruggustu ökumenn. Munurinn á þeim sem nú borga lægst iðgjöld og þeim sem borga hæst er sjöfaldur. Meðaliðgjald án bónuss eða maluss (refsi- greiðslu) á venjulegan einkabíl er nú um 9.000 á ári. -m Soda Stream Bannað að gefa Fiat Sól hf er ekki rekið sem happdrætti, segir lögfrœðingur Verð- lagsráðs Verðlagsráði þykir Ijóst að þessi gjöf til eigenda Soda Stream tækja, sem kostar um 270.000 krónur, hljóti að þýða hærra verð á tækjunum og þar með sé obbi kaupenda tækjanna að greiða fyrir þau hærra verð en þeir ella þyrftu, sagði Gísli ísleifs- son lögfræðingur Verðlagsráðs er hann var að því spurður hvers vegna ráðið hefði bannað Sól hf að gefa einhverjum eiganda Soda Stream tækja Fiat Uno. „Það má segja að hér sé á ferð- inni sama hugsun og er hjá happdrættunum, þ.e. að fá marga til að vonast eftir einum og sama vinningnum. Happdrætti starfa eftir mjög ströngum lögum og Sól hf rekur ekki happdrætti", sagði Gísli ennfremur. Hann minnti á að fýrir nokkrum árum hefði tiltekinn pylsusali boðið de- mant í pylsuenda í því skyni að örva söluna og hefði hann hætt þeim leik eftir að úrskurður Verðlagsráðs féll þess efnis að slíkt væri ólögmætt. Davíð Sche- ving TTiorsteinsson eigandi Sólar hf mun hins vegar ætla sér að láta tilmæli Verðlagsráðs sem vind um eyru þjóta. Nú vantar ekki sex-ið hjá ASÍI Einn starfshópa á landráðstefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga að störfum. Ljósm. eik. Samtök herstöðvaandstœðinga Aldrei aftur Hírósíma Á næst ári verða 40 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hirósíma og Nagasakí. Þessa verður minnst af friðarhreyfíngum víða um heim á næsta ári. Samtök her- stöðvaandstæðinga hafa ákveðið að nota þetta tækifæri til að leggja sérstaka áherslu á barátt- una fyrir kjarnorkufriðlýsingu íslands og kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd undir kjörorðunum Aldrei aftur Hírósíma - Aldrei aftur Nagasakí. Vilja Samtökin að kjarnorkufriðlýsing íslands verði tryggð með stjórnarskrár- grein, en friðlýsing Norðurlanda verði framkvæmd á grundvelli þeirra tillagna sem norrænu frið- arhreyfíngarnar samþykktu í Reykjavík í aprfl 1983. Þetta kom fram á Landsráð- stefnu Samtaka herstöðvaand- stæðinga sem haldin var í Reykja- vík 25. nóvember s.l. í ályktun ráðstefnunnar segir að andófið gegn eflingu og ný- sköpun hemaðarmannvirkja Bandaríkjanna á íslandi sé tengd þessari baráttu órofa böndum, því ratsjárstöðvum hersins fyrir norðan og austan sé ætiað að vera augu og eym þess kjamorkuher- afla, sem sveimar um norðurhöf og er reiðubúinn nótt sem dag að fremja ný voðaverk eins og í Hírósíma og Nagasakí. Á ráðstefnunni var samþykkt starfsáætlun, og er meðal annars gert ráð fyrir Keflavíkurgöngu á Hírósíma-daginn í byrjun ág- ústmánaðar. Kosin var 12 manna miðnefnd samtakanna og mun hún skipta með sér verkum á starfsárinu. ólg. BHM Slóreignaskattar í stað neysluskatta Á 6. þingi Bandalags Háskóla- Mmanna sem haldið var um helgina var m.a. samþykkt tillaga frá Stefáni Ólafssyni formanni launamálaráðs ríkisstarfsmanna innan BHM um að tekjutapi rík- issjóðs vegna niðurfellingar tekjuskatts af launatekjum verði mætt með sköttum á eignir um- fram eðlilegar þarfír fjölskyldu og eignir einkafyrirtækja, félaga og stofnana. Einnig verði vaxta- tekjur umfram verðtryggingu höfuðstóls skattlagðar. „Meginmarkmiðið með þess- ari stefnu er að hafna neyslu- sköttum sem mótvægi gegn niðurfellingu tekjuskatts. Ef virðisaukaskattur á að koma í staðinn þá yrði útkoman verri fyrir lágtekjufólk og miðtekju- fólk. Þessi leið sem þarna var samþykkt er mikilvægt kjaraatr- iði fyrir meginþorra launafólks. Með henni er lagt til að verðbólg- ugróði undanfarinna ára verði skattlagður og um leið viðbrögð við þeim ógöngum sem þjóðfé- lagið er komið í vegna offjárfest- ingar félaga og fyrirtækja í óarð- bærum eignum og eignum sem engin þörf er á. Þetta er því þýð- ingarmikil stefnumörkun", sagði Stefán Ólafsson á fundi sem for- ystumenn innan BHM efndu til í gær. Gunnar G. Schram var endur- kjörinn formaður bandalagsins til tveggja ára á aðalfundinum. í ræðu hans við setningu þingsins kom m.a. fram að launakjör háskólakennara hafa dregist saman um nær helming á síðustu 12 árum. Mikil óánægja er með stöðu kjaramála hjá opinberum starfsmönnum innan BHM en samningar við ríkið eru lausir í lok febrúar n.k. -Ig 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlövikudagur 28. nóvember 1984 Gamla kompaníið fákk Gerðuberg íslensk skrifstofuhús- gögn í bókasafnið Á fundi Innkaupastofnunar Reykjavíkur í fyrradag var ákveðið að taka tilboði Gamla kompanísins um skrifstofuhluta innbús í bókasafninu í Gerðu- bergi, menningarmiðstöð breið- hyltinga. Tvö tilboð bárust, hitt frá Kristjáni Siggeirssyni hf. Tæknimenn athuguðu tilboðin og mæltu að lokum með boði Gamla kompanísins uppá tæpar 780 þúsund krónur. Skrifstofu- húsgögn í bókasafninu verða að miklum meirihluta heimasmíð- uð, en eins og einu sinni var í fréttum er innbú í Gerðubergi að öðru leyti harla erlent að upp- runa. Stjóm Borgarbókasafnsins mun hafa verið áfram um að taka innlenda smíð frammyfir erlenda ef kostur væri. Smíði innbús í safnið var boðin út í tveimur hlutum. Hinn þáttur- inn eru innanstokksmunir sér- stakir fyrir bókasöfn, og verða þau tilboð opnuð 11. desember. Nokkur norræn fyrirtæki em ásamt Kristjáni Siggeirssyni hf. talin standa sterkast að vígi um þann hluta. I því útboði er vitnað til fram- leiðslu ákveðins dansks fyrir- tækis. Elva Björk Gunnarsdóttir borgarbókavörður og aðrir að- standendur útboðsins segja frá- leita þá sögu að með þvf sé verið að hygla fyrirtækinu danska eða umboðsmönnum þess hér. Hefur Þjóðviljinn fengið staðfest eftir öðmm leiðum að útboðið er á engan hátt óvenjulegt. -m Loðna Loðnu- ævintýri Allt svart í sjónum Loðnukvótinn var í gær aukinn um 300 þús. lestir miðað við 20. nóvember sl. en þá lauk stofn- mælingum rannsóknarskipa Haf- rannsóknastofnunar á loðnu- stofninum. Mælingar meta stærð stofnsins um 1 miljón lesta, þar af um 720 þús. tonn af hrygningarloðnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.