Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Konur -1985 nálgast Miöstöðin minnir allar konur á undirbúning vegna loka kvennaára- tugsins 1985. Fimm opnir hópar hafa hafið störf á vegum '85 nefndarinnar, sem 23 samtök kvenna standa að. Hóparnir eru: Gönguhópur, Listahátíðarhópur, Alþjóðahópur, Fræðsluhóp- ur, Atvinnumálahópur. Skráið ykkur til starfa strax. Allar upplýsingar um fundartíma og starf hópanna fást hjá Jafnréttisráði, síminn er 27420. - Kvennafylkingin. AB Kópavogi Bæjarmálaráð boðar til fundar miðvikudaginn 28. nóvember kl. 17.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Tómstunda- og íþróttamál. 2) Byggingar íbúða fyrir aldraða. Stjórnin AB Selfossi Almennur félagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7 Selfossi, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Fluttar fréttir af flokksráðsfundi, rætt um kvennamál, vinstra samstarf o.fl. Fulltrúi frá kvennafylkingu kemur á fundinn. - Stjórnln. AB Hafnarfirði Fundi frestað Almenni félagsfundurinn sem vera átti fimmtudaginn 29. nóvem- ber kl. 20.30 í Skálanum Strandgötu 41 er frestað til fimmtudagsins 6. desember á sama tíma og sama stað með óbreyttri dagskrá vegna útvarpsumræðna um álmálið. Guðrún Sveinn Kristín AB Akranesi Fullveldisvaka 1. desember verður haldin fullveldisvaka í Rein og hefst hún kl. 20.30. Guörún Helgadóttir alþingismaður flytur ræðu. Kristín Ól- afsdóttir syngur við undirleik Valgarðs Skagfjörð. Sveinn Kristins- son flytur frumsamið efni. Léttar veitingar. Félagsmenn og stuðn- ingsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnin AB Reykjavík Opið hús Bókmenntir verða kynntar í opnu húsi hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík á fimmtudagskvöld, 29., og hefst kynningin hálf níu. . , . .. .»„ Þórarinn Ingibjorg Þórarinn Eldjárn les úr nýrri Ijóðabók sinni og einnig úr Jólaórat- óríunni eftir Göran Tunström. Ingibjörg Haraldsdóttir les úr þýðingu sinni á Glæpi og refsingu eftir Dostojeskí. Kaffi og meðlæti á boðstólum. ABR ABR Borgarmála ráð heldur fund miðvikudaginn 28. nóv. að Hverfisgötu 105 og hefst hann kl. 17.00. Dagskrá: 1) Málefni Hitaveitu Reykjavíkur, 2) önnur mál. Allir velkomnir. - Stjórnin. ABR Breiðholti 1. desember - List á laugardegi Samkoma haldin í Gerðubergi laugardaginn 1. desember og hefst hún kl. 14.30. Dagskrá: 1) Fiðlukvartett nemenda úr Tónlistarskóla Sigursveins leikur. 2) Árni Bergmann les úr nýrri skáldsögu sinni, með kveðju frá Dublin. 3) Edda Andrésdóttir les úr bók sinni og Auðar Laxness, Á Gljúfrasteini. 4) Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir flytja innlendar og erlendar söngvísur. Kynnir er Vernharður Linnet. Kaffistofan opin. Aðgangseyrir 50 kr. fyrir fullorðna. ABR Breiðholti. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN ÆFAB Fræðslu og útgáfunefnd Miðvikudaginn 28. nóv. verður haldin að Hverfisgötu 105 kl. 20.30 stofnfundur í Fræðslu og útgáfunefnd. Á fundunum verður starfs- áætlunin rædd. Mætum öll íðilhress. Kaffi og molasykur. Ábyrgðarmaður. Framhald af bls. 9 með sinni frábæru frásagnar- og samræðulist. Þær stundir voru alltaf of fljótar að líða. Ekki var síður ánægjulegt að koma til þeirra, hvort heldur var á hátíð- astundum í lífi þeirra eða í annan tíma. Á heimili þeirra nú um langt árabil á Kjartansgötu 2, áttum við systurnar frá Stóru-Mörk margar ógleymanlegar ánægju- stundir. Hanna frænka mín var mér svo óendanlega góð, þegar ég kom fyrst til dvalar í Reykja- vík, svo barnalega fávís í þessu framandi umhverfi. Þá leiðbeindi hún mér um svo margt á sinn háttvísa og glaðværa máta. Fyrir það og alla tryggð og góðvild við mig og mína gegnum árin vildi ég þakka með þessum fátæklegu orðum. Hanna var ung í anda og útliti til hins síðasta, svo að það gleymdist að hennar degi var tekið að halla. Hún var ævinlega hörð við sjálfa sig og heimtaði meira af sér en öðrum. Hún átti við erfiðan sjúkdóm að stríða, áður en yfir lauk, en hún bar sig eins og hetja. Hún var líka um- vafin ástúð og umhyggju barna sinna og tengdabarna, sem gerðu allt sem í mannlegu valdi stóð til að létta henni þessi.erfiðu spor. Það sagði hún mér sjálf, og að sér liði svo vel á kvöldin, af því að dóttir hennar faðmaði hana svo blítt að sér um leið og hún byði góða nótt. Og nú er hún horfin yfir móðuna miklu til sólskins- landsins þar sem sönglist og feg- urð eiga heima. Við hjónin, dóttir okkar, dótt- ursonur og systur mínar allar kveðjum hana með virðingu, trega og innilegasta þakklæti fyrir alla hennar góðvild í okkar garð og ógleymanleg kynni, sem aldrei bar skugga á. Við vottum börn- um hennar og þeirra fjölskyldum okkar hjartanlegustu samúðar- kveðjur. „Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini, sem aldrei svíkja. “ (D. St.). Blessuð sé minning Hönnu Guðjónsdóttur. Sigurbjörg Guðjónsdóttir. í dag verður Hanna Guðjóns- dóttir til moldar borin. Hún fæddist í Hafnarfirði árið 1904, dóttir Kristínar Ólafsdóttur og Guðjóns Jónssonar; var sjöunda barn þeirra hjóna af níu sem þau eignuðust alls. Foreldrar Hönnu voru bæði ættuð undan Eyjafjöll- um, voru fyrst í vinnumennsku í Stóru-Mörk en fluttust aldamóta- árið suður á Seltjarnarnes. Þau rötuðu þannig þá leið sem mörgu fátæku fólki var fyrirhuguð á þessum umbrotatímum, sneru baki við armóði sveitarinnar í tví- sýnni von um betri afkomu „á mölinni". Afkoma þessarar stóru fjölskyldu var því ótryggari sem heimilisfaðirinn var heilsuveill; að sama skapi reyndi meira á dugnað móðurinnar, Kristínar, og atfylgi systkinanna, einkum hinna yngri sem dvöldust í heima- húsi meðan hin eldri voru að heiman að leita sér lífsbjargar til sjós eða lands. Hanna sleit barnsskónum í Hafnarfirði fram að sjö ára aldri; þá fluttist fjölskyldan til Reykja- víkur og þar ól Hanna aldur sinn alla tíð síðan. Hún varð með tím- anum Reykvíkingur í húð og hár, gerðist virkur hluttakandi í lífi þessa bæjar sem var óðum að breytast úr frumstæðu sjávar- og verslunarplássi í eitthvað sem líktist nútímalegri borg. En þó Hanna væri þannig ósvikin borg- arkona átti Eyjafjallasveitin ætíð sterk ítök í henni. Þegar hún var upp komin leitaði hún gjarnan á sumrin með börn sín smá til ætt- ingja í Stóru-Mörk; þar átti hún víst athvarf og skjól fyrir hávaða MINNING heimsins, einkum þegar börnin voru að vaxa úr grasi. Og á elli- árum var henni fátt kærara en halda á glöðum sumardegi á for- eldraslóðir og virða fyrir sér hið fágæta málverk náttúrunnar sem forðum blés skáldinu í brjóst „Gunnarshólma“. í æsku naut Hanna ekki ann- arrar skólamenntunar en tilskil- innar barnafræðslu (í Miðbæjar- skólanum). Þegar á unglingsár- um fór hún að vinna fyrir sér, í ísafoldarprentsmiðju og síðan í hljóðfæraverslun. Fátæk alþýðu- stúlka átti ekki margra kosta völ í upphafi þessarar aldar til að rækta hæfileika sína. Það varð Hönnu því mikið lán að komast á bamsaldri í kynni við lítið orgel sem eldri systir hennar hafði eignast og hún fékk lítils háttar tilsögn hjá. „Þá fór ég að blómstra", var hún vön að segja síðar. í tvö ár, eftir tólf ára aldur, sótti hún tíma í orgelleik hjá Þórði Sigtryggssyni, æskuvini Er- lendar í Unuhúsi. Upp frá þessu varð tónlistin henni ástríða sem hún helgaði hverja stund er hún mátti. Mannanna börn eru merkileg en sum eru óneitanlega merki- legri en önnur. Við fráfall Hönnu tengdamóður verður mér hugsað til þess hve hún var í raun einstæð manneskja. Mér verður starsýn- ast á þrennt í fari hennar: lífsgleð- ina, listhneigðina og manngæsk- una. Þetta þrennt var svo sam- slungið persónuleika hennar að eitt verður naumast aðgreint frá öðru. Þetta er til marks um hve Hanna var óvanalega heilsteypt manneskja. Ég kynntist Hönnu ekki fyrr en hún var komin nálægt fimmtugu - og fannst mér hún þó vera langt- um yngri en aldurinn sagði til um. A.m.k. minntist ég þá ekki að hafa heyrt konur gefa sig hlátrin- um jafn-skilyrðislaust á vald. Þessi ríka gleði orkaði einstak- lega heillandi á sveitamann, kannski vegna þess að hún var Sör andhverfa píetískrar arf- 3ar í íslenskri sveitamenn- akademíu. Erlend dáði hún öðr- um mönnum framar. Þegar hún svo kynntist starfsbróður Er- lendar, Stefáni, og gekk að eiga hann, þá var ekki að sökum að spyrja: Hanna hafði hitt þar fyrir mann sem var enginn eftirbátur hennar í listnautninni. Heimili þeirra varð fljótlega griðastaður þeirrar tónlistarmenningar sem var smám saman að skjóta rótum í höfuðborginni. Það hýsti jafn- framt verk eftir nokkra ágætustu listmálara og myndhöggvara landsins, verk sem þau Hanna og Stefán sóttust eftir áður en þau höfðu hlotið viðurkenningu sam- félagsins og voru orðin álitleg söluvara í augum broddborgar- anna. í sameiginlegri þjónustu þeirra hjóna við listina hélt Hann þannig áfram að blómstra. Hún lét sig ekki muna um að ala fimm börn í heiminn; við uppeldi þeirra lagði hún sömu alúð og hvað annað sem hún tók sér fyrir hendur. Og á henni sannaðist að sá sem hefur mætur á hinu fagra er líklegur til að leggja rækt við hið góða. Allir þeir mörgu sem höfðu náin kynni af Hönnu, fyrr eða síðar, trúi ég að hafi orðið aðnjót- andi manngæsku hennar. Hanna elskaði náungann í verki og þurfti því aldrei að bera kærleikann á torg. Hún var umburðarlynd gagnvart flestu öðru en mann- legri neyð, hvort sem hún var sprottin af einstaklingsbundnum aðstæðum eða þjóðfélagslegu ranglæti. Hjarta hennar sló alla tíð í takt við hugsjón félagslegs réttlætis. Nú þegar Hanna er öll er okk- ur, sem vorum henni nákomin, efst í huga hve lánsöm við höfum verið að hafa átt hana að, sem móður, ömmu eða tengdamóður. Með lífi sínu og starfi hefur hún gefið okkur gjöf sem ekki firnist. Því fylgjum við henni til grafar fullviss þess að aðrir munu upp skera svo sem hún hefur til sáð. Loftur Guttormsson. ingu. Við nánari kynni komst ég að raun um að í hlátrinum káta hennar Hönnu birtist það sem setti öðru fremur mark á lífsvið- horf hennar - gleðin að vera til, að deila með öðrum, að ganga heils hugar til verks. Þetta við- horf eyddi með nokkrum hætti mörkunum milli hins skuld- bundna og frjálsa í verkinu: hún gekk j afnan að því af hlífðarlausri atorku sem leitaði ekki umbunar í öðru en sjálfri framkvæmdinni. Lífsþróttur þessarar fíngerðu konu var með ólíkindum snda af- köst hennar eftir því. Lífið var henni dýrmætara en svo að hún léti stundarkorn líða hjá án þess að það öðlaðist augljósan tilgang, hvort sem hún tókst ein á við verkið eða deildi því með öðrum. Þessi lífsorka entist Hönnu fram undir hið síðasta þótt langvarandi sjúkleiki væri á undan genginn. Ég sé hana fyrir mér þar sem hún sat fyrir fáeinum vikum á rúm- stokknum heima við að auka listi- legum sporum í veggteppi: henni er þorrinn þróttur til að hlæja en hún lofsyngur lífið í verkinu. Það var ekki síst í listiðkun og listneyslu sem Hanna veitti lífs- gleði sinni útrás. Þráin eftir hinu fagra gerði hana að alhliða listneytanda og fjölhæfum listtúlkanda. Og á strjálum stundum sem gáfust frá heimilis- störfum og píanókennslu urðu til af hendi hennar sérstæð og hug- myndarík listaverk eins og nokk- ur veggteppi bera vitni um. Eftir þeim hefur verið sóst til kynning- ar og hefur eitt þeirra verið sýnt á alþjóðlegri sýningu. Manni verður spurn hvaðan Hönnu kom þessi óforbetranlega listaárátta en verður fátt um svör. Hún settist ung við orgelið og síð- an píanóið sem hún kenndi á í sex áratugi, varð snemma eftirsóttur þátttakandi í tónlistarlífi borgar- innar og gerðist heimagangur í Unuhúsi, þeirri kostulegu lista- SKILVRÐI Þau krefjast réttra viöbragöa ökumanna. Þeirsemaöjafnaöi aka á vegum með bundnu slit- lagi þurfa tíma til þess að venjast malarvegum og eiga því að aka á hæfilegum hraða. Skilin þar sem malarvegur tekur við af bundnu slitlagi hafa reynst mörgum hættuleg. UMFERÐAR RÁÐ SJGKÚS SIGURMJARTARSON Mirmingarkortin eru ul sölu á eftirlöldurn stöðum: Bókabúö Máls og menningar Skrifstofu Alþýðubandalagsins Skrifstofu Pjódviljans Munið söfnunarátak í Sigfúsarsjóð vegna flokksmiðstöðvar A Iþ ýðubandalagsins rrrn' ^ _ 10 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Miðvikudagur 28. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.