Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 8
NYJAR B/EKUR Forvitnilegar bœkur frá Iðunni Útgáfustefna bókaforlagsins Iðunnar verður sú sama og verið hefur þrátt fyrir nokkrar breytingar á yfirstjórn fyrir- tækisins, sagði Anna Valdi- marsdóttir á blaðamanna- fundifyrirskömmu þarsem kynntarvoru útgáfubækurnar í ár og höfundar þeirra. Anna hefur nú tekið við stjórn fyrir- tækisins að hluta en Valdimar Jóhannsson verður áfram að- aiforstjóri þess. Þá hefur Ing- unn Ásgeirsdóttir með sjálfa bókaverslunina að gera. Bækur Iðunnar eru færri í ár en undanfarin ár en engu að síður eru titlarnir nálægt 50 ef með eru taldar endurprentanir á eldri bókum svo sem ýmsum náms- bókum. Meðal helstu útgáfubóka Ið- unnar nú fyrir þessi jól eru eftir- farandi: Alfreðs saga og Loftleiða eftir Jakob F. Ásgeirsson. í þessari bók rekur Alfreð Elíasson per- sónulegar endurminningar sfnar og greinir frá tilurð Loftleiða, hvemig fyrirtækið óx úr nánast engu upp í að verða stórveldi á íslenskan mælikvarða. Fjallað er um íslenska flugsögu sem nær hápunkti með sameiningu Flugfélags fslands og Loftleiða, sem sumir vilja kalla „stuld aldar- innar“. Þá eru endurminningar Péturs Karlssonar Kidson er nefnast Ja, þessi heimur, skráðar af Þorgeiri Þorgeirssyni en um þá bók hefur þegar verið fjallað í blaðinu. Ljóðasafn Þorsteins frá Hamri kemur út í flokki Iðunnar af ljóðasöfnum helstu samtíðar- skálda. Þá kemur út fyrsta saga ungrar íslenskrar konu sem býr í Kaup- mannahöfn og heitir Agnesjóna Maitsland. Bókin heitir Lykkju- fall. Gestur heitir fyrsta bindi safnrits sem flytur þjóðlegan fróðleik, gamlan og nýjan, sem Gils Guðmundsson hefur tekið saman. Misskipt er manna lán er annað bindi heimildaþátta Hannesar Péturssonar skálds sem nú kemur út. Þá endurútgefur Iðunn að þessu sinni íslenskt mannlíf I-IV eftir Jón Helgason ritstjóra. Meðal annarra bóka má nefna Foreldrahandbókina eftir Miri- am Stoppard, Vertu þú sjálfur eftir sálfræðinginn Wayne W. Dyer, Gagnavinnsla og tölvu- kynni eftir Stefán Briem menntaskólakennara og Nokkrar hugmyndir um móðurmáls- kennslu fyrir byrjendur. Nokkrar spennusögur gefur Iðunn út að venju og fjölda barnabóka. Meðal barnabók- anna eru nokkrar nýjar eftir ís- Ienska höfunda. Langafi prakk- ari heitir ný bók eftir Sigrúnu Eldjám, Elías í vanda heitir önnur eftir Auði Haralds með myndum eftir Brian Pilkington, Dagur í lífi drengs eftir Jóhönnu Álfheiði Steingrímsdóttur frá Nesi í Aðaldal og Hattur ogfattur bregða á leik eftir Ólaf Hauk Símonarson með myndum eftir Sigrúnu Eldjárn. -GFr Bœkkelund Norski píanóleikarinn Kjell Bækkelund, sem oft hefur komið hér áður, hélt tónleika í Norræna húsinu þ. 20. þ.m.. Á efnissk- ránni voru verk eftir norsk tón- skáld og amerísk. Fyrst voru fjór- ar Húmoreskur op. 6 eftir Edward Grieg. í þessum smást- ykkjum kom fram í fyrsta sinn persónulegar stíll Griegs, sem hann átti eftir að þroska meira þegar tímar liðu og sem gerði hann frægan um allan hinn siðm- enntaða heim. Það var verulega gaman að heyra þessi verk, sem sjaldan heyrast í tónleikum nú til dags. Bækkeiund var virkilega í essinu sínu í þessum skemmtilegu æskuverkum tónskáldsins. Hann spilaði þau í anda Griegs með krafti og mýkt eftir því sem við átti og sýndi að hann getur verið litbrigðaríkur píanisti ef honum býður svo við að horfa. Það sama má segja um tvö næstu verk sem voru á efnis- skránni. Það voru verk eftir yngri norsk tónskáld, Sparre-Olsen (1903-1984): Tilbrigði við norskt þjóðlag, op. 5, og Johan Kvandal (f.1919): 3 Sláttefantasier. Bæði þessi verk eru í þjóðlegum anda, byggð á þjóðvísum og dönsum og eru verulega falleg og vel gerð verk. Bækkelund lék aðdáanlega vel og gerði verkunum hin bestu skil. Tvö síðustu verkin á efnis- skránni voru Sónata í einum þætti eftir Antonio Bibalo, sem er af ítölskum ættum en búsettur í Noregi, og Sónata (Concord) Forráðamenn Iðunnar og nokkrir höfundar sem forlagið gefur nú bækur út eftir. A myndinni eru f.v. Anna Valdimarsdóttir, Gils Guðmundsson, Þorsteinn frá Hamri, Sigrún Eldjárn, Stefán Briem, Ingunn Ásgeirsdóttir, Hannes Pétursson, Þorgeir Þorgeirsson, Jakob F. Ásgeirsson og Valdimar Jóhannsson. Ljósm.: Svala. TÓNLIST í Norrœna húsinu er eins og maðurinn sjálfur, þétt lesning og þægileg. Vertu þú sjálfur Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá, sér bókina, „VERTU ÞÚ SJÁLFUR", eftir bandaríska sál- fræðinginn, WAYNE W. DYER. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Dr. Wayne W. Dyer er víð- kunnur bandarískur sálfræðingur og hafa bækur hans orðið miklar metsölubækur í Bandaríkjunum og víðar. í fyrra kom út á íslensku bók hans „Elskaðu sjálfan þig“ sem hlaut mjög góðar viðtökur íslenskra lesenda. Með „Vertu þú sjálfur“ kemur Dr. Dyer enn til liðs við þá lesendur sem vilja stunda sjálfskönnun, efla sjálfs- traust sitt og auðvelda sér listina að lifa og njóta þess. Ágúst á Brúnastöðum Hjá Erni og örlygi er komin út bókin ÁGÚST Á BRÚNASTÖÐ- UM bóndi og fyrrum alþingis- maður lítur yfir farinn veg í samfylgd Halldórs Kristjáns- sonar. Á bókarkápu segir m.a.: „Flestir íslendingar sem komnir eru til vits og ára munu kannast við nafn Ágústs Þorvaldssonar á Brúnastöðum, bónda og fyrrum alþingismanns. í hugann kemur mynd af stórum og stæðilegum manni, þéttum á velli og þéttum í lund, gildum bónda og góðum félagsmálamanni. Af því sem á undan er sagt mætti ætla að Ágúst hefði fæðst með silfurskeið í munni og verið borinn til efna og áhrifa í skjóli ríkra foreldra. Sú er þó ekki raunin. Ágúst var ráðstafað af hreppsnefnd Eyrarbakka til upp- eldis hjá sveitarómögum og mátti una því fyrstu árin að vera nefnd- ur urðarköttur og flokkast af krökkunum á Bakkanum til óæðri stiga mannfélagsins og verða fyrir árásum og áreitni þeirra. Saga Brúnastaðabóndans eftir furðufuglinn ameríska Char- les Ives. Ég held að það hafi ekki verið heppilegt að stilla þessum tveim sónötum saman (að vísu var hléið á milli verkanna). Þær drógu áhrifin hvor frá annarri því báðar eru þær á „harðari kantin- um“ tónlega séð. Sónatan eftir Bibalo, sem er tileinkuð Bække- lund, hefði mín vegna mátt heita Sónata martellato, því hún var svo harkalega leikin, að ég hefi sjaldan heyrt annað eins. Var ástæða til að berja píanóið eins og væri það hinn versti óvinur? En þrátt fyrir þetta var spennandi framvinda í verkinu og mætti segja mér, að með því að draga úr þessu harða forte gæti sónatan orðið hin áheyrilegasta. Tækni- lega séð lék Bækkelund þetta erf- iða verk með yfirburðum og var alveg ótrúlega afslappaður í allri barsmíðinni. Síðasta verki á efnisskránni var Sónata nr. 2 (Concord-sónatan) eftir Charles Ives. Þetta tónskáld Kjeld Bækkelund. sem hefir löngum þótt „enfant terrible“ meðal ameríksra tón- skálda fór eigin leiðir á tón- skáldaférli sínum, sem hann stundaði í hjáverkum. Aðalstarf hans var að reka tryggingarfyrir- tæki. Hann byrjaði snemma að stunda tónlistarnám, fyrst hjá föður sínum og síðan hjá öðrum kennurum, m.a. H. Parker. Hér er ekki rúm til að ræða æfiferil Ives en það var tími til kominn að Sónata nr. 2 væri flutt hér á landi. Sónatan er ein allsherjar blanda af því mannlífi sem Ives upplifði í Bandaríkjunum. Þar ægir saman sálmum, mörsum, dægurtónlist, atonal- og tonal músik. Þetta verður einn hrærigrautur sem reynir mjög á þolrifin hjá áheyrendum. En það er ýmislegt í sónötunni sem vekur áhuga manns og virðingu fyrir þessu sér- stæða ameríska tónskáldi. Bækkelund sparaði ekki heldur kraftana í þessu makalausa verki, en nú komu betri litbrigði í ljós og tæknin var sem fyrr í stakasta lagi. í verkinu léku Helga Þórar- insdóttir á Iágfiðlu og Bernharð- ur Wilkinson á flautu, stuttar hendingar og gerðu það ágæt- lega. RÍKULEG ÁVQXTUN KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS | RÍKISSJÓÐURISLANDS 1 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Ml&vikudagur 28. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.