Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR ÁnaBgðar en þreyttar fjölskyldur gleðjast yfir endurfundum síðdegis í gær. Frá v: Hjörtur faðir Gunnars, María móðir Ingu ln9a °9 Gunnar og Gígja móðir hans. Mynd -EO: Erfitl að þakka leitaimönnum „í’að starf sem björgunar- sveitirnar hafa unnið er ómetan- legt og verður aldrei fullþakkað“, sögðu þau Hjörtur Guðbjartsson og Gigja Arnadóttir foreldrar Gunnars Hjartarsonar sem ásamt unnustu sinni og starfsfélaga var bjargað eftir tveggja nátta vist á {jöllum. Blómasendingar streymdu að heimili þeirra Hjartar og Gígju frá vinum og vandamönnum þeg- ar Þjóðviljamenn litu inn til að samgleðjast heimilisfólkinu í gær. Hjörtur var á leitarsvæðinu í fyrrinótt og kom með jeppabif- reið sonarins í bæinn eftir að björgunarsveitarmönnum hafði tekist að brjóta sér leið upp á Miðdalsfjall. „Maður þakkar guði almáttug- um fyrir að heimta bömin úr helju og það er erfitt að fullþakka það gífurlega mikla og óeigin- gjama starf sem björgunarmenn hafa lagt á sig. Því varð maður svo sannarlega vitni að í gær“, sagði Hjörtur. „Þetta em allt þrekmiklir krakkar og vön útivist og ferða- lögum og ég vissi að þau vom með álpoka, áttavita og kort á sér. Hins vegar leist mér ekki á blikuna þegar á leið en nú hefur þetta snúist svona algerlega við á gleðilegan hátt og maður er enn að reyna að átta sig á þessu öllu“, sagði Gígja. -*g- Leitarmenn Aðstæður allar mjög erfiðar að sem einkenndi þessa leit fyrst og fremst voru aðstæð- urnar, það var bókstaflega með ólíkindum hvað erfltt var að kom- ast yflr og sukku menn stundum upp undir hendur í krapableytu, sagði Einar Sigurjónsson í mið- stöð leitarmanna í barnaskólan- um á Laugarvatni í samtali við Þjóðvfljann. „Ég reikna með að eitthvað yfír 450 manns hafí tekið þátt í leitinni að unglingunum og hygg ég að hún sé ein sú umsvifamesta sem dæmi em til um. Það sem er auðvitað efst í huga okkar allra núna er ánægjan yfir þessum endalokum því ég verð að segja eins og er að maður var orðinn ansi svartsýnn á að þremenning- arnir fyndust heil á húfí“, sagði Einar að lokum. -v Bifreiðin sem flutti þremenningana til byggða. Ljósm. Torfi Erfiður biðta'mi „Þetta er stærsti happdrættis- vinningur á ævi minni að fá þess- ar góðu fréttir. Þetta var búinn að vera ægilega erflður biðtími og maður hefur ekki geflð sér tíma til að gráta fyrr en nú eftir að maður hefur heyrt þessar gieði- fréttir“, sagði María Ingvarsson móðir Ingu Bjarkar þegar Þjóð- viljinn leit við á heimili þeirra skömmu eftir að gleðitíðindin spurðust út í gær. „Ég er búin að vaka nær allan þennan tíma og þetta hefur verið geysileg lífsreynsla, en ég vissi að stelpan er þaulvön útivist og ég trúði því alltaf að þau myndu bjarga sér. Inga á þrjá hesta og hún hefur sinnt þeim í hvaða veðri sem er svo ég vissi hvaða dugur býr í henni. Eg hafði líka þá trú að þau myndu aldrei gera neina vitleysu og vissi að þau fóm vel klædd að heiman." „Ég vil koma á framfæri inni- legu þakklæti til þeirra sem lögðu á sig mikið erfiði við þessa leit. Björgunarsveitarmenn gáfu aldrei upp vonina“, sagði María. Hreint krafta- verk Varlafarin að átta okkur ennþá, sögðu foreldrar Þrastar Þetta eru svo stórkostleg tíðindi að maður er varla farinn að átta sig á þeim ennþá. Kraftaverk er eina orðið sem getur skýrt þessi málalok, sagði Guðni Kristjáns- son faðir Þrastar Guðnasonar skömmu eftir að honum hafði borist tíðindin um að þremenn- ingarnir væru fundnir heilir á húfl. „ Við fómm að verða hrædd um kl. 10 á sunnudagskvöldið þegar krakkamir vom ekki komnir fram og fljótlega eftir miðnættið var hafist handa um leit. Þegar tvær nætur vom liðnar og ekkert hafði spurst til þeirra vorum við orðin úrkula vonar um að heimta þau úr helju. Veðrið var líka þannig og allar aðstæður hrein- lega buðu upp á að krakkarnir hefðu þetta ekki af. En sem betur fer getum við glaðst að lokum“, sagði Guðni í samtali við Þjóð- viljann skömmu eftir hádegið í Unglingarnir Bjuggu til snjóskýli „Þökkum innilega öllum þeim sem tóku þátt í leitinni“ Ólympíuskákmótið Jafnt gegn Rúmenum að kom vissulega til umræðu hjá okkur að halda kyrru fyrir í bflnum eftir að hann gafst upp, en eftir stutta stund ákváðum við að reyna að komast til byggða því við vfldum ekki valda foreldrum okkar of miklum áhyggjum, sagði Þröstur Guðnason Laufvangi 2 í Hafnarfirði, einn þremenning- anna sem fundust heil á húfl í gær. „Framan af gekk okkur eins og í sögu og gátum við fylgt veginum en þegar við áttuðum okkur á að við vorum orðin villt ákváðum við að láta fyrir berast og bíða björgunar", sagði Þröstur enn- fremur. „Þarna var ekki mikill snjór en þó nægjanlega mikill undir rofabörðum til að hylja okkur. Slagviðrið var það versta því maður varð eins blautur og hægt er að verða en við gátum breitt yfir okkur álpoka sem skýldi okkur verulega“. „Nei, ekki get ég sagt að við gæfum upp vonina um björgun en vissulega var manni hætt að lítast á blikuna. Það sem er efst í huga núna er þakklæti til allra þeirra sem lögðu á sig þetta mikla erfiði til að bjarga okkur“, sagði Þröstur að síðustu og kvaðst tala fyrir munn félaga sinna, þeirra Gunnars og Ingu Bjarkar. -v. I' slenska karlasvcitin á Ólympíu- skákmótinu í Grikklandi gerði jafntefli við Rúmena í gær og eru báðar þjóðirnar nú í 6.-7. sæti með 20 vinninga. Guðmundur Sigurjónsson gerði sér lítið fyrir og sigraði ör- ugglega á 4. borði í aðeins 25 leikjum. Margeir tapaði hins veg- ar á 1. borði og þeir Jóhann og Jón L. gerðu báðir jafntefli. Sovétmenn eru nú sem fyrr í efsta sæti með 23Yi vinning og 2 biðskákir. Ungverjar og Júgó- slavar og Englendingar eru með 20 Vi vinning og Svíar í 5. sæti með 20 vinninga og 2 biðskákir. Kvennasveitin tapaði fyrir Grikkjum í gær 1-2. Sigurlaug vann á 3. borði en Guðlaug og Ólöf töpuðu sínum skákum. -*g- Miðvlkudagur 28. nóvember 1984 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.