Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. tUÓÐVIUINN Mlðvikudagur 28. nóvember 1984 23ó. tölublað 49. örgangur Fjárlagafrumvarpið Rekstrarhallinn miljón á dag Ragnar Arnalds: niðurskurður á framlögum til hafna, heilsugœslustöðva, skóla og dagvistarstofnana. Skattar áfyrirtœki hafa verið lœkkaðir. Samkvæmt endurskoðuðu fjár- lagafrumvarpi verður rek- strarhallinn 365 miljónir eða miljón á dag, sagði Ragnar Arn- aids þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins og fyrrverandi fjár- málaráðherra í umræðunni um hið endurskoðaða fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar sem Al- bert Guðmundsson mælti fyrir á alþingi í gær. Eitt helsta einkenni frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1985 er mikill niðurskurður á framkvæmda- framlögum til sveitarfélaga, m.a. til. hafna, heilsugæslustöðva, skóla og dagvistarstofnana, svo og niðurskurður á framlögum til mennta- og heilbrigðismála, t.d. til Lánasjóðs námsmanna og Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Þessi niðurskurður á fram- lögum ríkissjóðs til ýmissa nauðsynja mála leiðir þó ekki til jafnvægis í ríkisfjármálum eins og hefði mátt vænta vegna þess að skattar á fyrirtæki og banka hafa samtímis verið verulega lækkað- ir. Það er einmitt annað aðal- einkenni frumvarpsins, að ríkis- sjóður er áfram rekinn með mikl- um halla. Aðhaldsstefna frum- varpsins, sem m.a. felur í sér frá- hvarf frá byggðastefnu, vaxandi misrétti námsmanna og verulega seinkun framkvæmda í þágu fatl- aðra, kemur að litlu haldi, því að skattívilnanir fyrirtækja, fjárfest- ingaraðila, hlutabréfaeigenda og banka slétta sparnaðinn út. Þótt prósentutölur sem reikna má út frá þessu frumvarpi til marks um breytingar milli ára séu flestar lágar og margar í mínus, þá á það ekki við um allar hundr- aðstölur frumvarpsins. Hækkun rekstrarhalla frá seinustu fjárlögum og hækkun á erlendum lántökum í ríkisrekst- urinn eru þær prósentur í frum- Fjárlög Tekjur hækka meira en gjöld Albert: Peningar frá ÁTVR Tekjur ríkissjóðs hækka um 13.2% og verða sem næst 24.9 miljarða króna, en gjöldin hækka um 12.2% og verða nálægt 25.3 mijjarðar króna, sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í fjárlagaræðu sinni á alþingi í gær. Albert sagði að á tekjuhlið frumvarpsins væri gert ráð fyrir almennri tekjuhækkun ríkissjóðs vegna verðlags og veltubreytinga að fjárhæð 2290 miljónir króna. Gert væri ráð fyrir 300 miljón króna hagnaði ÁTVR og af vöxt- um. Halli ríkissjóðs 1985 væri áætlaður 365 miljónir sem væri nokkur lækkun frá ráðgerðum halla í fjárlagafrumvarpinu, sem var 531 miljón króna. í máli fjármálaráðherra kom m.a. fram að til greiðslu rekstrar- gjalda og Iauna verði varið 8.396 miljónum króna sem er aðeins um 15.2% hærri fjárhæð en talið er að verði 1984. -óg varpinu eins og það var lagt fram sem hækka hvað mest. Það segir sína sögu. Samkvæmt endur- skoðuðu frumvarpi verður rekstrarhallinn 365 millj. kr. eða miljjón á dag. Önnur helsta ástæða rekstrar- hallans eru miklar greiðslur af al- mannafé til að mæta ábyrgðum útgerðarmanna sem ekki hafa greitt skuldir sínar og þeim er mætt með erlendri skuldasöfnun ríkissjóðs. Það þarf því engan að undra, að skuldahlutfall þjóðarbúsins út á við fari jafnt og þétt hækkandi í tíð þessara stjóma þrátt fyrir há- tíðleg loforð hennar um hið gagn- stæða, sagði Ragnar Arnalds. -óg ÞRIGGJA STJORNU REIRNINGUR ALÞÝÐUBANKANS ER AFGERANDI FYRIR SPARIFJÁREIGENDUR ÞETTA ERU AFBRAGÐSKJÖR SEM HVORKIAÐRIR BANKAR NÉ RÍKISSJÓÐUR BJÓÐA UPP Á Priggja stjörnu reikningur Alþýðubankans er afgerandi fyrir spariQáreigendur. Við bjóðum einstaklingum, félagasamtökum og sjóðum upp á fulla verðtryggingu og 9% vexti. Og hjá okkur er binditíminn aðeins tvö ár. Alþýðubankinn býður bestl Alþýðubankinn hf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.