Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.11.1984, Blaðsíða 9
Hanna Guðjónsdóttir Fœdd 16. maí 1904 — Dáin 18. nóv. 1984 Við andlát Hönnu Guðjóns- dóttur, húsfreyju og píanókenn- ara í Reykjavík, koma í hug mér endurminningar frá liðnum dögum um þessa góðu konu, sem ég kynntist í bernsku. Hún var þá nýgift Stefáni Kristinssyni, starfs- manni hjá tollstjóra í Reykjavík. Þau hjón höfðu tekið á leigu íbúð á Laufásvegi 25 í húsi afa míns, Einars Arnórssonar, og bjuggu þar í hálfan annan áratug, 1932- 1947, lengi vel með eina barni sínu, Fjölni, sem varð æskuvinur minn og félagi allatíð síðan. Þessi kynni urðu því nánari, þar sem foreldrar mínir bjuggu þá á efri hæð hússins, en Hanna, Stefán og Fjölnir á neðri hæð, höfðu sama forstofuinngang og innangengt milli íbúða. Þetta var því fremur óvenjulegt sambýli miðað við nútímaaðstæður. En þröngt máttu sáttir sitja á krepp- uárum, og sú varð svo sannarlega raunin með þetta fólk. Það er sammæli foreldra minna, að ekki hafí getið betra sambýlisfólk en Hönnu og Stefán; þann nærfellt áratug, sem þau bjuggu saman með þessum hætti, bar aldrei neinn skugga á, þvert á móti, milli þeirra fór aldrei annað en gott orð og úr þvf þróaðist gagn- kvæm vinátta. Sama máli gegndi um samskiptin við húsráðendur, afa minn og ömmu, eins og hin langa vera þeirra Hönnu og Stef- áns í þessu húsi bar vott um. Það var því að vonum, að ég ætti oft leið um heimili Hönnu og Stefáns á þessum árum og fengi góð kynni af fjölskyldunni á neðri hæðinni, þegar við Fjölnir fórum að blanda geði í leikjum æskunnar. Félagar einkasonarins voru ávallt velkomnir og þeim tekið eins og þeir væru hluti af fjölskyldunni. Vinsemd Hönnu, eðlislæg góðvild hennar ásamt léttri lund, er mér einlægt í sinni frá þessum æskudögum. Það reyndist því góð viðbót við vin- áttu við soninn að fá tækifæri til að njóta návistar þessara skemmtilegu foreldra hans. Þó að þau hjón, Hanna og Stef- án, flyttust um síðir frá Laufás- vegi, hélzt vináttan áfram, og ég varð tíður gestur á nýju heimili þeirra í Skaftahlíð um árabil, naut þar gestrisni þeirra og sam- veru með Fjölni og systkinum hans, sem bætzt höfðu í hópinn. Þarna hitti maður ættingja þeirra og aðra vini, enda var þetta löngum fjölsótt heimili með gest- aboði, blandið sérstakri stemmn- ingu og hollum áhrifum;þar ólg- aði oft allt af lífí og æskufjöri samhentrar fjölskyldu, og for- eldrarnir gáfu börnum sínum ekkert eftir í slíku lundarfari. Ekki var ótítt, að þar rækist mað- ur á listamenn og listunnendur, sem gaman var að kynnast, en Hanna og Stefán voru óvenju list- elsk og kunnu þar að greina kjarnann frá hisminu. Lággróður á því sviði fannst ekki innan veggja þessa heimilis, hvort sem var á sviði tónlistar, bókmennta eða málaralistar. Þar var leitað á mið hins bezta og fullkomnasta, sem kostur var á. Sérstaklega var tónlistin þeim hjónum í blóð bor- in, bæði voru þau einstaklega músíkölsk. Hanna hafði lagt stund á píanónám í Þýzkalandi, og varð síðan virkur þátttakandi í tónlistarlífi Reykjavíkur, í kór- starfí, undirleik og leiðbeiningu í söng, og síðar píanókennslu fram á efri ár, bæði í skólum og einka- kennslu. Stefán, maður hennar, var einn af „postulunum“, sem unnu brautryðjendastarf í ís- lenzku tónlistarlífí með stofnun Tónlistarfélagsins, Tónlistarskól- ans og rekstri Hljómsveitar Reykjavíkur. Hann var sérstakur áhugamaður um framgang sí- gildrar tónlistar á íslandi, átti ávallt mikið plötusafn og hinn fullkomnasta hljómbúnað, sem þá þekktist. Þau hjónin voru því sem einn maður í áhuga sínum og þekkingu á þessu listasviði. Fyrir kom, að þau lánuðu heimili sitt til æfinga fyrir erlenda listamenn, sem hér dvöldust, og er mér í minni, þegar sá ágæti danski lista- maður, Wilhelm Lanzky-Otto, þeytti horn á heimili þeirra á síð- kvöldum! í öllu öðru virtust þau Hanna og Stefán sem einn maður, sam- stillt í aðdáunarverðu heimilislífi, enda minnist ég þess, að heimilis- vinur þeirra, Ragnar í Smára, komst svo að orði í afmælisgrein um Stefán, að þau hjónin hafi alla daga verið eins og nýtrúlofuð, - og það voru þau allt til þess, að Stefán lézt hálfníræður árið 1982. Það var eftirsjá í þeim skemmti- lega manni, og það er eftirsjá í Hönnu, þessari listelsku, líflegu dugnaðarkonu, sem mér verður einlægt hugstæð allt frá því ég varð daglegur gestur á heimili hennar ungur drengur fyrir mörg- um árum. Þess vegna vill þessi heimilis- vinur nú að leiðarlokum tjá þakk- ir sínar til hennar Hönnu- fyrir einlæga vináttu í hans garð og hans fólks um áratugi. Þegar gestaboði á því heimili er lokið, er söknuður meðal vina hennar, en mestur þó hjá börnunum, Fjölni og Árna Erlendi og dætr- unum Hönnu Kristínu, Elínu og Sigríði. Ég sendi þeim og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Einar Laxness Elsku frænka mín, það var sem skugga bæri yfír um hábjartan dag, þegar ég frétti látið þitt. Það var líkt og bjart ljós hefði slokkn- að, ljós sem ég vildi og hugði, að lengur lifði. Þú skilur eftir minningar, margar og bjartar, sem nú leita á hugann og þá fyrst frá Stóru- Mörk. Þar dvaldir þú stundum lengri eða skemmri tíma á sumrin með elstu bömin þín, til þess að þau gætu notið góða loftsins í sveitinni. Eitt sinn hafðir þú farið með okkur systrunum og yngstu krökkunum í stutta gönguför. Þá var vor og sólskin. Við höfðum sest í græna grasbrekku. Þú hafð- ir bmgðið töfraljóma á Stórhól, Fjárhúshól og Löngugróf með lýsingu þinni á því sem fyrir augu þín bar. Þú sást alls staðar fegurð, í lautum, hólum, grösum og blómum. Svo allt í einu fórst þú að tala um ljóðið hans Steingríms Thorsteinssonar, Svanasöng á heiði, og síðan söngst þú kvæðið til þess að láta okkur heyra hve lagið var fagurt. Þetta er ó- gleymanleg stund. Aldrei höfð- um við heyrt þetta sungið svo fallega. Þannig var Hanna Guðjóns, með henni í för vom ávallt gleði og sönglist. Síðan þetta gerðist er Uðin hart nær hálf öld. En með Hönnu hefur alltaf verið jafn gott að vera. Með henni kom í sveitina til okkar ferskur og frjálslegur blær. Hún sjálf aðhæfðist mannlífinu eins og hún hefði átt þar heima lengi og varð góður kunningi ná- grannanna. Hanna Guðjónsdóttir var fædd í Hafnarfirði 16. maí 1904. Móðir hennar var Kristín Ólafsdóttir frá Stóm-Mörk undir Eyjafjöllum. Föðurafí Kristínar var Jón Ólafs- son, sonur Helgu, yngstu dóttur Jóns Steingrímssonar, sem kall- aður hefur verið eldprestur. Móðir Kristínar var Guðlaug Ól- afsdóttir, bónda í Stóra-Mörk. Hún var síðari kona Ólafs Jóns- sonar. Kristín var elst þeirra systkina en faðir minn yngstur. Faðir Hönnu var Guðjón Jóns- son, fæddur á Mið-Skála undir Eyjafjöllum. Jón, faðir hans, var bróðir Þuríðar, móður Þorsteins Erlingssonar, skálds. Þau Er- lingur bjuggu í Stóm-Mörk. Þar hefur lengst af verið þríbýli. Hanna átti því rætur sínar í Stóm-Mörk. Og frá fyrstu veru sinni þar tók hún órofa tryggð við þann stað. í sumar fór hún þang- að sína síðustu ferð og hafði mikla ánægju af, þótt hún gengi þá ekki heil til skógar. Erfitt er að lýsa Hönnu Guð- jóns. Hún hafði svo margt til að bera. Oft minnti hún mig á hinar glaðværu, töfrandi persónur í sögunum hennar Selmu Lager- löf. Hanna var fríð kona, gáfuð og mikilhæf, skemmtileg svo af bar og hafði næmt fegurðarskyn. Hún var jafnvíg á matargerð sem saumaskap. Öll hennar vinnu- brögð voru vönduð. Listræn var hún líka, um það bera m.a. vitni veggteppin sem hún saumaði handa bömum sínum. Þar birtist list hennar í litum og höfðaletri, enda var beðið um eitt þeirra til sýningar í Lundúnaborg. En umfram allt lifði hún og hrærðist í heimi tónlistarinnar. Hún fór til Þýskalands að mennta sig í þeirri grein og kenndi svo píanóleik árum saman, mátti segja til hinstu stundar. Margvís- leg önnur störf vann hún í tónlist- arheiminum. Þar kunna aðrir betur frá að segja en ég. Hitt veit ég, að margir nutu góðs af kunn- áttu hennar þar, því hún var fús að fórna tíma sínum og kröftum á þessu sviði. Tónlistin var hennar helgidóm- ur, þangað sótti hún mikla ánægju og styrk. Margar yndis- stundir áttu þau hjónin saman á þeim vettvangi. Það var mér vel kunnugt um. Hanna giftist 1930 Stefáni Kristinssyni, miklum ágætis- manni. Þau voru samhent og samhuga og áttu mörg sameigin- leg áhuga- og hugsjónamál. Hvar sem þau áttu heima var heimili þeirra fallegt og hlýlegt og bar vott um góðan bókmennta- og listasmekk. Hanna og Stefán eignuðust fimm börn. Þau eru Fjölnir, tón- skáld og skólastjóri Tónlistar- skólans í Kópavogi, Hanna Kristín, kennari í Reykjavík, Elín, kennari í Árósum, Sigríður, fóstra í Breiðholtinu, og Árni Er- lendur, viðskiptafræðingur. Þau eru öll framúrskarandi góðum gáfum gædd, hjartahlý og vel menntuð. Og það er gæfan mesta að eiga slíkt barnalán. Þau eru líka uppalin á kærleiksríku menn- ingarheimili. Stefán lést 1982. Hanna harmaði hann mjög sárt. Þau voru hvort öðru svo styrk stoð. Þegar Hanna og Stefán komu í heimsókn til okkar hjóna var ævinlega hátíð á heimilinu. Þau voru svo elskuleg og skemmtileg Miðvikudagur 28. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Framhald á bls. 10 Auglýsing um innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóös E ogF flokkar 1974 Hinn 3. desember hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í E og F flokkum 1974, (litur: E fl. ljósbrúnn og F fl. rauðbrúnn). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000, nú kr. 20,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1974 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs í ureindum tveimur flokkum er kr. 841,60 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innleyst í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík. Peir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu framfærslukostnaðar. Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 1. desember 1984. Reykjavík, nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.