Þjóðviljinn - 01.12.1984, Blaðsíða 5
INN
k
Stjómarandstaða og samvinna
Það var glaumur á Hádegis-
barnum á Hótel Borg laugardag-
inn fyrir viku. Fyllibytturnar
sungu íslensk tregalög við undir-
leik glasagjalls en handan við þil-
ið sat félagshyggjufólk allra
flokka og engra og reyndi af
veikum burðum að hlusta á fram-
sögumenn á fundi sem var hald-
inn til að ræða: hvað vill félags-
hyggjufólk?
Fundurinn var kannski ekki
ýkja fjölmennur, hátt í hundrað
manns borguðu fimmtíukallinn
sinn, en hann var góðmennur.
Við úr Alþýðubandalaginu vor-
um nokkur og með ágætan félags-
hyggjuþingmann að norðan,
Steingrím Sigfússón, í broddi
fylkingar. Kvennaframboðið
skartaði líka þingmanni, Kristínu
Ástgeirsdóttur og borgarfulltrú-
um. Flokkur mannsins hafði hins
vegar hvorki borgarfulltrúa né
þingmenn, en bauð uppá engil-
hreinar ásjónur þeirra sem loks-
ins hafa brýnt bátum sínum í
naustum paradísar.
Framsóknarmenn? Nei, þeir
voru fáir. Aftur á móti var flokk-
ur útlagans með mann á staðn-
um, Ragnar Stefánsson. Eldar
byltingarinnar loga enn í honum
og honum tekst stundum að
kveikja í hinum kratísku smásál-
um okkar hinna með ræðum sem
eru gjarnan magnaðri en jarð-
skjálftamir sem hann er að rann-
saka hjá Veðurstofunni.
Svo voru auðvitað alvörukrat-
ar úr Bandalagi Jafnaðarmanna
og Alþýðuflokki. Ég heyrði ekki
framsögurnar svo nokkru næmi,
því ég sat aftast við þilið sem
nötraði undan hinum alkóhólís-
eraða fjöldasöng Hádegisbars-
ins. En flestir vom hressir með
fundinn nema kannski þeir sem
vom í Flokki mannsins, og sáu
náttúrlega kerfiskall og -kellingu
í öllum okkar hinna.
Torg skoðana-
skipta
En það sem mér fannst í sjálfu
sér merkilegast við fundinn vom
ekki spakar framsöguræður
þeirra þekkingarbrekkna sem til
vom kvaddar, heldur hitt, að
þarna var fólk úr hinum ýmsu
kimum vinstri kantsins komið
saman til að ræða samvinnu. Það
var enginn með ólund, enginn
með úrdrátt, enginn sagði: þetta
gengur aldrei!
Þess í stað var fólk jákvætt,
settist niður og ræddi hrein-
skilnislega hvað stendur í vegi
þess að félagshyggjufólk samein-
ist um að mynda nýjan valkost
við núverandi kjararánsstjórn.
Og til að finna framhaldinu á-
kveðinn vettvang bmgðu menn á
það kjörráð að stofna málfund-
afélag félagshyggjufólks, sem í
nánustu framtíð verður hið
breiða torg skoðanaskipta fólks
með samvinnuhugmyndir. Það er
auðvitað lofsvert framtak.
Orð eru til alls fyrst. Að sjálf-
sögðu mun talsmönnum sam-
vinnu mæta ákveðið torleiði, það
eru mismunandi áherslur í utan-
ríkismálum og jafnframt er til
staðar sögulegur ágreiningur sem
veldur því að til að mynda vissar
kynslóðir krata og Alþýðubanda-
lagsins eiga erfitt með samvinnu.
En byrjunin lofar góðu.
Veikburða
hækjur
Það leikur enginn vafi á því að
um þessar mundir blása stríðir
vindar byr í segl þeirra sem vilja
efla samvinnu félagshyggjufólks.
Innan verkalýðshreyfingarinnar
og meðal fólks í samtölum á
vinstri kanti stjómmála eru menn
sem óðast að skynja að það verð-
ur á einhvern hátt að ná samstöðu
um valkost við núverandi ríkis-
stjórn.
Léiftursóknin, hugmyndafræði
Verslunarráðsins og nýfrjáls-
hyggjusinnanna í Sjálfstæðis-
flokknum hefur farið eins og lok
yfir akur. Hún myndar hug-
myndalegan grunn núverandi
ríkisstjómar, sem hefur látið ís-
lensku þjóðina sæta grimmilegri
kjaraskerðingu en þekkist í sögu
lýðveldisins. Yfirlýsingar for-
ystumanna stjórnarinnar að
íoknum kjarasamningum og
gengisfellingin fyrir tæpum
tveimur vikum hafa jafnframt
fært mönnum heim sanninn um
að það mun ekkert lát verða á
atlögum ríkisstjórnarinnar gegn
launafólki.
Öllu félagshuggjufólki hlýtur
að vera orðið það dagljóst, að
þeim flokkum sem nú mynda rík-
isstjórn er ekki hægt að treysta til
að gæta hagsmuna þeirra sem afla
sér viðurværis í sveita síns andlits,
hvort heldur þeir eru saman eða
með öðrum flokkum. Það er
jafnljóst, að allir þeir flokkar sem
eru í stjórnarandstöðu gætu við
núverandi aðstæður aldrei orðið
annað en veikburða hækjur færu
þeir í stjórnarfaðmlög með öðr-
um hvorum eða báðum stjórnar-
flokkanna.
Allir dansa
kónga
Verkefni dagsins er því þetta:
það þarf að vinna að því sem óð-
ast að kanna, hvort hægt sé að
mynda fylkingu framsækinna
stjórnarandstöðuafla, sem gætu
orðið valkostur við Framsókn og
íhald. Yfirlýst markmið slíkrar
samvinnu yrði að breyta pólitísk-
um valdahlutföllum í landinu,
mynda lýðræðislegt bandalag
sem ynni að því að takast stjórn
landsins á herðar.
Núna er lag, eins og fyrr er
sagt. Til dæmis var á flokksráðs-
fundi Alþýðubandalagsins sam-
þykkt ályktun þar sem bent var á,
að brýnasta verkefni dagsins væri
að efla á margvíslegan hátt sam-
stöðu allra þeirra sem hafna leið
ríkisstjómarinnar. Innan Alþýð-
uflokksins eru líka sterkari raddir
en áður sem vilja hefja samstarf
með öðrum félagshyggjuöflum.
Og hvað sem hver segir, þá er það
einfaldlega staðreynd að það
virðast ekki ýkja skörp skil milli
viðhorfa almennra Alþýðu-
flokks- og Alþýðubandalags-
manna til innanlandsmála.
En komi félagshyggjuöflin sér
saman um það á annað borð að
dansa samvinnukónga, þá verða
því líka að fylgja afdráttarlausar
yfirlýsingar frá þeim samtökum
sem taka þátt í dansinum, um að
þau muni ekki ganga til stjórnar-
samstarfs við Framsókn eða
íhald að kosningum loknum!!
Einungis þannig er hægt að ná
tiltrú almennings og vekja upp
raunverulegan valkost við núver-
andi ástand.
Gleymum því ekki heldur að
fólk er dauðleitt og langþreytt á
ríkisstjórninni, og áróðurslega er
því mjög sterkt að koma sam-
vinnuhugmyndinni af stað ein-
mitt um þessar mundir.
Samvinna stjórn-
arandstæðinga
Vilji stjórnarandstæðinga úr
ólíkum flokkum til að vinna sam-
an kom mjög ljóslega fram á ASÍ
þinginu sem lauk í gær. Þar óx
fram ákveðinn samhugur meðal
baráttufólks úr mörgum lands-
hlutum. Straumurinn lá mjög
glögglega í átt til aukinnar sam-
vinnu stjórnarandstæðinga úr ól-
íkum áttum. Þetta speglaðist
meðal annars í því að forystu-
menn úr bæði Alþýðubandalagi
og Alþýðuflokki ásamt „gráu“
deildinni báru sameiginlega fram
róttæka tillögu, sem hvatti til þess
að samtök sem aðhyllast hug-
sjónir félagshyggju tækju hönd-
um saman við verkalýðshreyfing-
una til að mynda vísi að nýju
landstjómarafli.
Það er einmitt þessi samvinnu-
andi sem þarf að rækta. Það er í
rauninni fráleitt annað en undir
kringumstæðum eins og núna -
þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í
1 forystu fyrir hverri atlögunni að
launafólki á fætur annarrri - þá sé
reynt að treysta samstarfið milli
verkalýðsflokkanna innan hreyf-
ingarinnar sem allra best. Þessir
flokkar þurfa að taka höndum
saman í verkalýðshreyfingunni,
ryðja burt gömlum væringum, og
undirbúa saman þá baráttu sem
er að öllum líkindum framundan
á næsta ári.
Einungis með samstarfi verka-
lýðsflokkanna innan hreyfingar-
innar getur hún stappað það
sterklega niður fæti að meira að
segja sú herskáa stjórn sem situr
við völd í dag hugsi sig um tvisvar
áður en hún lætur höggið ríða enn
á ný. Einungis með víðtækri sam-
stöðu stjórnarandstæðinga mun
verkalýðshreyfingunni takast að
verða það baráttutæki sem bítur
þegar samningar verða lausir
næsta haust. Og hún þarf að láta
til sín heyra svo engum blandist
hugur um að fólkið í landinu ætl-
ar ekki að taka fleiri kveðjum úr
Stjórnarráðinu. Svo notuð séu
orð Svavars Gestssonar: „Verka-
lýðshreyfing sem ekki skorar
afturhaldið og fjármagnsöflin á
hólm breytist úr baráttutæki í
máttlaust slytti“.
Óvissu-
ástand
Það mátti finna á ASÍ þinginu
að það var gífurlegur urgur og
uppsöfnuð reiði í fólki. Komi
nícisstjórnin með fleiri kjara-
skerðingar á silfurfati sínu handa
mönnum þá má búast við að
undiraldan sem er til staðar brjót-
ist fram í holskeflu. Óánægjan er
alls staðar. Það er næstum öruggt
að samningum ASÍ og BSRB
verður sagt upp á sumri komanda
og ótrúlegt annað en fætumir
undir sessi stjómarinnar gerist þá
veikburða.
Jafnframt má minna á endur-
tekna leka úr herbúðum stjómar-
innar um sambúðarerfiðleika,
sem fyrr en síðar gætu leitt til
stjórnarrofs.
Einmitt vegna þessa óvissuá-
stands skiptir miklu að félags-
hyggjufólk hafi sitt á þurm - nái
saman um valkost við núverandi
stjórn sem fyrst.
„It’s a long way to Tipperary"
sungu byttumar handan við þilið
á Hádegisbarnum og þar var rétt.
En við náum þangað að lokum.
Össur Skarphéðinsson.
Laugardagur 1. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5