Þjóðviljinn - 01.12.1984, Blaðsíða 13
LEIKLIST
Shakespeare á Selfossi
Leikfélag Selfoss sýnir
SEM YÐUR ÞÓKNAST
eftir William Shakespeare
Leikstjórn: Arnar Jónsson
Þýðing: Helgi Hálfdanarson
Blessaður karlinn hann Vil-
hjálmur hefur hingað til notið
furðu lftillar alþýðuhylli á fs-
landi. f>að hefur eiginlega aldrei
tekist að fá stóra hópa af venju-
legum leikhúsgestum til að koma
að sjá þegar stórskáldið birtir
andagift sína á fjölunum. Vant er
að segja til um hvernig á þessu
stendur, en líklega hefur orðið
rótgróin sú skoðun að Shakespe-
are sé eitthvert menningarlegt
torf sem enginn skilji nema
vangafölir spekingar, og hafa
kannski ýmsar hérlendar sýning-
ar á verkum hans ýtt undir slíka
skoðun. Þetta er heldur leiðin-
legur misskilningur, því að fáir
höfundar eru alþýðlegri og
skemmtilegri, og svo eigum við
öll helstu verk hans í þessum líka
meistaralegu þýðingum Helga
Hálfdanarsonar.
Það er mín skoðun að íslend-
ingar ættu að leika meira Shak-
espeare, og það var þess vegna
mikil ánægja að fá að vera við-
staddur frumsýningu á Sem yður
þóknast í Selfossbíói á sunnudag-
inn. Þar var þessi glettni og indæli
leikur fluttur af sannri gleði og
góðum tilþrifum, og áhorfendur
tóku honum af óvenjulegum inni-
leik og skemmtu sér konunglega.
Hér var allt í einu komið það
rétta samband við Shakespeare
sem mér hefur oft fundist skorta á
í atvinnuleikhúsunum, þar sem
manni finnst stundum að bæði
leikarar og áhorfendur séu stadd-
ir af hálfgerðri skyldurækni. Hér
var fólk að leika Shakespeare af
því það hafði gaman af því og
áhorfendur komu til að skemmta
sér og gerðu það ótæpilega, flest-
ir sjálfsagt án þess að hugsa mikið
útí hver þessi Shakespeare eigin-
lega er, og er ekki nema gott eitt
um það að segja. En gleðilegt að
verða vitni að því að skáldið
gengi rakleitt inn í hjörtu leik-
enda og áhorfenda.
Sem yður þóknast er einna létt-
lyndastur gamanleikja Shakespe-
ares, að mestu laus við þá dökku
undirtóna sem þeir búa yfirleitt
yfir. Það er mikill þokki yfir lýs-
ingunni á hinu áhyggjulausa lífi í
Ardenskógi og þeim margvíslegu
ástum sem þar blómgast; hér hef-
ur skáldið skapað sér óskaveröld
arkadíska þar sem enginn napur
næðingur kemst að. Sú vonska
sem lengi vel hrjáir Friðrik her-
toga og Olíver Rólandsson hverf-
ur undir leikslok einsog dögg
fyrir sólu á mátulega trúverðugan
hátt, og hefur skáldið eflaust
hlegið dátt yfir þeim leikslokum.
Leikurinn býr einnig yfir mörg-
um frábærum manngerðum, svo
sem þeim þunglynda Jakob,
Adam hinum dygga þjóni, svo og
þeim stöllum Rósalind og Selju
sem eru með þekkilegustu og
vöskustu kvenpersónum
Shakespeares.
Arnar Jónsson á mikinn heiður
skillinn fyrir að hafa leitt þessa
sýningu ffam til sigurs. Handar-
verk hans eru mjög sýnileg á leik
og túlkun þessa áhugafólks og
greinilegt að hann hefur lagt sig
fram af natni og dundað við smá-
atriði. Sýningin er einnig uppfull
af skemmtilegum hugmyndum
hans, svo sem einsog að láta Jak-
ob tönnlast hvað eftir annað á
margtugginni ræðu sinni um það
að öll veröldin sé leiksvið
o.s.frv., einnig er meðferð hans á
hinum söngglaða Amiens for-
kostuieg, og góð var sú hugmynd
að hafa hertogann landflótta á
hestbaki. Öll sýningin iðar af lífi
og leikgleði.
Það segir sig hins vegar sjálft að
í jafn fjölmennu og kröfuhörðu
verki híýtur mismunandi reynsla
og geta leikaranna að verða
nokkuð áberandi, og það varð
hún vissulega hér, þó óvíða þann-
ig að mikill bagi hlytist af. í hópn-
um eru svo auðvitað nokkrir
gamalreyndir og þrautþjálfaðir
leikarar, sem ekki mundu skera
sig úr í hópi atvinnumanna, svo
sem Sigríður Karlsdóttir sem lék
Selju af skemmtilegri kankvísi,
Sigurgeir H. Friðþjófsson sem
varð kostulega leiðinlegur og
fyndinn í hlutverki Jakobs og
Halldór Hafsteinsson sem sýndi
óvenjulega hlýju og svipbrigða-
tækni bæði sem Adam gamli og
sem smalamaður. Margir fleiri
gerðu vel, t.d. var Gylfi Þ. Gísla-
son heiðríkur og hraustlegur í
betra lagi sem elskhuginn mikli
Orlando, og Kristín Steinþórs-
dóttir fór fallega með hlutverk
Rósalindar. Rúnar Lund gerði
margt skoplega sem Prófsteinn.
Um texta Helga Hálfdanar-
sonar er óþarft að segja margt,
hann er dvergasmíð að skýrleik
og blæbrigðum og lét vel í eyrum
þetta kvöld, þó svo að finna
mætti að framsögn allvíða.
_____________BOKMENNTIR_______
Allt í skralli hjá Kötu
Agnesjóna Maitsland:
Lykkjufall.
Iðunn 1984.
Þessi stutta skáldsaga segir frá
Kötu, sjómannskonu um þrítugt,
sem hefur farið heldur betur dap-
urlega út úr viðskiptum sínum við
karlpening. Einu sinni bjó hún
með dekruðum pabbastrák sem
lét hana eyða fóstri og fór með
hana eins og tusku og rak hana út
þegar hún varð ólétt aftur. Það er
líka rifjað upp, að hún hefur í
ölvunarkæruleysi lagst undir
mann ágætrar vinkonu sinnar.
Og núna jrarf hún að standa í því
að reka einn drullusokkinn enn
út úr húsi áður en maðurinn
hennar, sá gæflyndi Þórður, kem-
ur heim úr siglingu. Og ekki
nema von hún kvíði fyrir: hún er
ólétt að þriðja barni og eftir
hvem skyldi það vera?
Sjómannskonan, Kata heitir
hún, segir snemma í sögunni, að
hún skilji það varla sjálf hvers
vegna hún lætur elskhugann
unga, sem er sestur upp hjá
henni, komast upp með yfir-
þyrmandi frekju og dólgshátt.
Það er ekki nema von að hún segi
svo, því bæði í því dæmi og ýms-
um öðrum sýnist Kata fyrst og
fremst sjálfri sér verst. Og vantar
svo sem ekki að menn heyri úr
daglegu lífi dæmi sem þessu eru
skyld. En hitt er svo lakara, að í
sögunni tekst ekki að varpa um-
talsverðu skilningsljósi á lífs-
hlaup manneskju eins og Kötu.
Ekkert líklegra en lesandinn fari
sjálfur að sækja í einhverjar klisj-
ur um „sjálfseyðingarhvöt" eða
„meðvitundarleysi“ kvenna, eða
réttara sagt - sumra kvenna.
Agnesjóna Maitsland hefur fest á
blað ýmislegt úr lífsstríði Kötu
sem kemur kunnuglega fyrir
sjónir sem fýrr segir. Og frásagan
vindur sig áfram sæmilega lipur-
lega. Mikið lengra kemst hún
ekki. Og henni hættir til að falla
fyrir formúlum um tilfinningar
sem eru ekki langt frá Sönnum
reynslusögum af ýmsu tagi. „Ég
hvorki elska né hata Magga“
segir Kata um aðaldrullusokk-
inn. „Ég hafði kastað perlum
fyrir svín með því að eyða ást
minni og hatri á þessa lítilmót-
legu persónu" segir hún um sinn'
fyrsta karl.
Mestan næmleika sýnir höf-
undur í lýsingunni á sambandi
móður og tveggja bama hennar,
sem em, þrátt fyrir allt, hérumbil
einu málsaðilar sem vonarglætu
má tengja við. _AB
Ekki alls
fyrir löngu
Kristján frá Djúpalæk: Á varinhell-
unni. Bemskumyndir frá Langanes-
ströndum. Skjaldborg 1984.
Kristján skáld frá Djúpalæk
hefur bætt bók við það mikla safn
bemskuminninga, sem minna ís-
lendinga rækilega á það, hve stutt
er síðan þeir gengu í gegnum sína
byltingu, lífskjarabyltinguna.
Sögusviðið er „nyrstu strendur“
og tíminn er þriðji áratugur ald-
arinnar. Og enn er það þrúgandi
fátækt sem fyrst og sfðast vakir
yfir lífi drengs sem er að feta sig
áfram út í tilveruna. Bókin
geymir ýmsar elskulegar og ljóð-
rænar myndir eins og títt er um
bemskuminningar: „flestir sjá
bemsku sína gegnum lituð gler-
augu“, segir þar. En samt verður
ekki sagt, að í bókinni sé fegrað
það mannlíf sem var - um það má
vísa til kafla eins og „Ljósaskipti"
þar sem segir frá „ómældu sálar-
stríði“ sem fátæktin veldur og svo
því hvemig hún „lítillækkar
hverja persónu".
Vissulega em endurminningar
Kristjáns frá Djúpalæk um margt
keimlíkar minningabókum sem
fjalla um svipaða tíma og aðstæð-
ur. Ungur drengur er að kynnast
ýmsum undmm veraldar, hann
lærir sambúð við dýr og menn,
ljós og myrkur. Sérkenni bókar-
innar em svo helst þau, að fróð-
leikssamtíningi er haldið í
skefjum en meir stunduð ljóðræn
samþjöppun. Stundum er vikið
að spaugilegum tíðindum eins og
þegar sprittunnu rekur og sveitin
öll fer á hvolf í miðju vínbanni.
Viðfelldna glettni er líka að finna
í þeirri sjálfsmynd af orðhvötum
strák sem höfundur kallar „svart-
an sauð“ í sinni fjölskyldu.
Á.B.
Öryggi i umferðinni hyggist á mörgum
atriðum. Eitt þcirra cr að hafa góða yfirsýn
yfir veginn í myrkri og misjöfnum vcðrum.
Halogcn bílaperan frá Ring gcfur tvöfalt
betri lýsingu en venjuleg
bílapera og eykur þvi
öryggi þitt verulega.
við boðið halogcn
pcruna frá Ring
HEKLAHF
Laugardagur 1. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13