Þjóðviljinn - 01.12.1984, Blaðsíða 15
NYJAR B>€KUR
íslenskar
smásögur
5. bindi
Bókaklúbbur Almenna bókafé-
lagsins hefur sent frá sér 5. bindi
af íslenskum smásögum. Eru
þetta þýddar smásögur eftir höf-
unda heimsbókmenntanna sem
rituðu á fyrri hluta þessarar
aldar.
Af þeim 4 bindum sem áður
eru komin í þessum flokki eru 1,-
3. bindi með smásögum eftir ís-
lenska höfunda frá 1847-1974, en
með 4. bindi hefst úrval þýddra
sagna. Þýddu sögumar verða 3
bindi (4.-6. bindi í flokknum) og
kemur það síðasta út snemma á
næsta ári.
Kristján Karlsson er ritstjóri
þessa safns og hefur annast val
smásagnanna.
Þessar smásögur eru í hinu ný-
útkomna bindi:
Anton Tsjekhov: Maður í
hulstri. Geir Kristjánsson þýddi,
Karel Capek: Eyjan. Kristján Al-
bertsson þýddi, Hamlin Garland:
Frú Ripley tekst ferð á hendur.
Ragnhildur Jónsdóttir þýddi,
W.W. Jacobs: Apaloppan. Jónas
Kristjánsson þýddi, Rudyard
Kipling: Hvíti selurinn. Helgi
Pjeturss þýddi, John
Galsworthy: Maður af Forsyte-
ættinni kemst í kynni við almúg-
ann. Gísli Guðmundsson þýddi,
Ivan Bunin: Bastskórnir. Jón Sig-
urðsson frá Kaldaðarnesi þýddi,
Theodore Dreiser: Týnda konan.
Einar H. Kvaran þýddi, Johann-
es V. Jensen: í eyðimörkinni. Jón
Sigurðsson frá Kaldaðarnesi
þýddi, W. Somerset Maugham:
Regn. Þórarinn Guðnason þýddi,
Sherwood Anderson: Óvæntur
atburður. Ásmundur Jónsson
þýddi, Thomas Mann: Tobias
Mindernickel. Ingólfur Pálmason
þýddi, Horacio Quiroga: Hita-
slagið. Þórhallur Þorgilsson
þýddi, James Joyce: Afrit. Geir
Kristjánsson þýddi, D.H. Lawr-
ence: Páfugl í snjó. Jón Helgason
þýddi, Karen Blixen: Sagan af
perlunni. Amheiður Sigurðar-
dóttir Þýddi, Katherine
Mansfield: Sæla. Anna María
Þórisdóttir þýddi, Arnulf Över-
land: Draumurinn. Helgi
Sæmundsson þýddi, Pár Lager-
kvist: Kjallaraherbergið. Jón
Óskar þýddi, Tom Kristensen:
Palmýra gamla. Karl ísfeld
þýddi, Ernst Toller: Júlla. Hall-
dór Stefánsson þýddi, F. Scott
Fitzgerald: Aðfaranótt orrust-
unnar við Chancellorville. Ind-
riði G. Þorsteinsson þýddi, Wil-
liam Faulkner: Wash. Kristján
Karlsson þýddi.
Karl
Blómkvist
og
Rasmus
Þriðja og síðasta bókin um
leynilögreglumanninn Karl
Biómkvist eftir Astrid Lindgren
er komin út hjá Máli og menn-
ingu. Húnheitir KarlBlómkvist og
Rasmus, Skeggi Ásbjarnarson
þýddi.
í þessari sögu fást Kalli Blóm-
kvist og vinir hans við
mannræningja: Rasmusi litla er
rænt vegna þess að pabbi hans
hefur gert vísindalega uppgötvun
sem óprúttnir menn vilja koma
höndum yfir. Það hefði líka verið
einfalt dæmi fyrir þá ef liðsmenn
Hvítu rósarinnar settu ekki strik í
reikninginn.
Glœpur
og refsing
komin á íslensku
Gltepur og refsing, frægasta bók
rússneska meistarans Dostojev-
skís, er komin út hjá Máli og
menningu í röð heimsbókmennta.
Það er Ingibjörg Haraldsdóttir
sem þýðir verkið úr frummálinu.
Einkatölvur
Bókaklúbbur Almenna bókafél-
agsins hefur sent frá sér mikla
bók um tölvur og tölvunotkun
eftir enska tölvusérfræðinginn
Peter Rodwell, en þýðandi er
Björn Jónsson. Bókin ber heitið
Einkatölvur.
í kynningu forlagsins á bókinni
segir á þessa leið:
Einkatölvur er afar handhæg
og glögg handbók um örtölvur,
val þeirra og notkun. Höfundur-
inn er einn af virtustu sérfræðing-
unum í örtölvutækninni. Bókin
er auðveld byrjendum og leiðir
þá langt fram á leið í þekkingu á
samsetningu og eiginleikum tölv-
anna og hvernig er unnt að hag-
nýta sér þá til gagns og til leikja.
Skipulag bókarinnar er
sveigjanlegt þannig að lesandinn
getur haft sinn hátt á við notkun
hennar. Hann þarf ekki að lesa
hana alla í striklotu, heldur getur
notað hana sem uppflettirit til
fræðslu um þau atriði sem hann
vanhagar um hverju sinni. Hið
sérhæfða tölvumál sem ekki
verður hjá komist getur virst óað-
gengilegt í fyrstu, en lærist fljótt
og eru orðaskýringarnar aftast í
bókinni mikils virði til skilnings á
því.
Svið þessarar miklu skáldsögu
er Pétursborg um 1860, ört vax-
andi stórborg, iðandi af litríku
mannlífi. Lesendur kynnast emb-
ættismönnum og flækingum, rík-
ismönnum og skækjum, morð-
ingjum og heilögum mönnum, en
í miðju sögunnar er einfarinn
Raskolnikof, tötrum búinn stúd-
ent með stórmennskudrauma,
sem hann vill fyrir hvern mun
gera að veruleika. Spennan,
mannlýsingarnar og heimssýnin
sameinast um að gera Glæp og
refsingu að einhverri eftirminnil-
egustu skáldsögu síðari tíma.
Bókin er gefin út með styrk úr
Þýðingarsjóði. Hún er 469 bls.
Kápumynd gerði Robert Guille-
mette.
Tónlistar-
kross-
gátan
nr. 12
Lausnir sendist til:
Ríkisútvarpsins RÁS 2
Hvassaleiti 60
108 Reykjavík
Merkt TónlistarkrossgcUan.
Útsending sunnudaginn 2. des. kl.
15.00 á Rás 2.
JÓLABASAR
Jafnframt
sölusýningu okkar höldum við jólabasar,
nú um helgina, á glerblástursverkstœðinu.
Þar verða seldir
lítið útlitsgallaðir glermunir
(II. sortering) á niðursettu verði.
Verkstceðið
er opið frá kl. 10—18,
laugardag og sunnudag.
Verið velkomin
Sigrún & Sören
Bergvík 2, Kjalarnesi 270 Vanná, símar 666038 og 667067.
CANNON-VÖRURNAR
STUÐLA AÐ VELFERÐ
BARNSINS
Skoðið CANNON-barnavörurnar
í næstu.lyfjaverslun.
(smmmd