Þjóðviljinn - 01.12.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.12.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Tvísýna í Nicaragua í gær bárust þær fréttir aö fulltrúar vinstrifylk- ingar og skæruliöa í El Salvador væru aö setjast að samningaborði meö fulltrúum stjórnar Duart- es í erlendu sendiráði í höfuðborg landsins. Sú fregn vekur upp vonir um að menn séu nú nokkru nær pólitískri lausn mála í því landi en áður. Enn sem fyrr er fasísk grimmd svonefndra dauðasveita, sem eiga margskonar aðgang að valdakerfinu og að bandarískri leyniþjónustu, stærst hindrun á vegi pólitísks samkomulags, en sæmilega innrættir menn hljóta að vona að einangra megi það lið með einhverjum hætti. Þessar jákvæðu fregnir um sáttaumleitanir í El Salvador koma skömmu eftir alvarleg tíðindi frá grannríkinu Nicaragua sem minna á það, að eftir sigur í forsetakosningunum heldur stjórn Reagans áfram taugastríði gegn þessu Mið- Ameríkuríki með „ískyggilegu kappi“ eins og biaðið New York Times kemst að orði í nýlegum leiðara. Taugastríði sem ekki aðeins stjórn Sandinista í landinu heldur og mikill fjöldi á- hyggjufullra granna óttast, að kynni að Ijúka ef ekki með beinni innrás þá í meiriháttarflughern- aði gegn Nicaragua. Eins og menn rekur minni til voru fregnir um góða framkvæmd forsetakosninga í Nicaragua í byrjun máðarins kæfðar með stórum upphróp- unum frá Washington, um að bandarísk njósna- tækni hefði misst sjónar á sovéskum MIG- þotum innpökkuðum. Var því ítrekað haldið fram að orustuþotur þessar væru á leið til Nicar- agua með sovésku flutningaskipi, og mundu þoturnar skapa hættu nágrönnum Nicaragua. Eftir nokkra hríð urðu Bandaríkjamenn að viður- kenna að fregnin um þoturnar væri úr lausu lofti gripin og fyrrgreint bandarískt stórblað, New York Times, sagði að þau sovésk vopn sem í raun kæmu nú til Nicaragua gæfu „ekki ástæðu til undrunar eða uggs“, ef tekið er mið af þeim hernaði, styrtkum af Bandaríkjamönnum, sem nú er rekinn er frá grannríkjum Sandinista. Ráðamenn í Washington sögðu, að fréttin falska væri byggð á „glæpsamlegum leka“ frá bandarískum njósnaþjónustum - en um leið var Ijóst, að þeir voru látunum fegnir. Liðsoddar Reagans halda áfram að hamra á því, að hvort sem MIG-þotur koma til Nicaragua eða ekki, þá sé landið að verða sovésk bækistöð, háskaleg öryggi nágrannanna og Bandaríkjanna sjálfra. Það er haft hátt um bandarískar heræfingar í kringum Nicaragua og að kannski verði flotinn látinn stöðva sovésk skip á leið til landsins og að það sé ekki hægt að útiloka loftárásir á Nic- aragua. Það er ekki gott að vita hve alvarlegar þessar hótanir eru. Enginn sem man langa sögu yfir- gangs hins bandaríska „hákarls" í „sardínu- heirni" ríkja Mið-Ameríku, getur útilokað að Re- aganstjórnin fitji upp á enn einu hernaðarævin- týri. Að minnsta kosti er hert á taugastríðinu til að skapa í almenningsáliti réttlætingu fyrir því, að auka stuðning við málaliða þá gagnbyltingarsinnaða, sem herja á Nicaragua frá Honduras og Costa Rica. Til að reyna að kyrkja Nicarauga efnahagslega, stöðva um- bótastarf í landinu og skapa það pólitískt ástand innanlands sem tæki fyrir viðleitni Sandinista til að forðast einsflokkskerfi annarra byltíngarr- íkja. Við þessum háskalega leik bandarískra stjórnvalda eru til ýmis svör. Eitt þeirra mátti heyra í útvarpsviðtali í fyrrakvöld við forseta Alþýðusambandsins norska, sem hefur veitt Nicaragua ýmislega þróunaraðstoð. Hann sagði sem svo: Nicaragua á fyllilega skilið að fá þróunaraðstoð og ef Sandinistar fá aðstoð frá aðilum á borð við norsk launamannasamtök, þá eru meiri líkur en ella á því, að þeir geti sneitt hjá háska valdaeinokunar, að þeir geti treyst sína byltingu með frelsi. Kvennnabyltingin gengin í garð. Konurnar á myndinni voru fulltrúar á þingi ASÍ. Þær eru á leiðinni upp stigann að Súlnasal Hótel Sögu, þarsem ASf þingið var haldið í síðustu viku. Að sjálfsögðu eru þær glaðar og reifar, enda að koma af „samráðsfundi" sem jafnréttisráð bauð til í Rúgbrauðsgerðinni. Hvað þær eru að syngja? Auðvitað „Kátir voru karlar!“ Mynd: eik. DJÖÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéöinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guömundsson. Fróttastjórl: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friöriksson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Möröur Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víöir Sigurösson (íþróttir). Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýaingastjóri: Ragnheiöur Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guömundsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmœöur: Bergljót Guöjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innbeimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsíngar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.