Þjóðviljinn - 08.12.1984, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.12.1984, Síða 5
Þekking er forsenda iýðræðis og frelsis. Upplýsingar eru vörn gegn valdi. Leyndin er óvinur sannleikans. Hún er vopn kerfis- herra sem vilja drottna yfir fólk- inu. Andstæður milii frjálsrar þekkingarleitar og feluleiks með staðreyndir eru hvergi skýrari en á vettvangi vígbúnaðarins. Fræðimaðurinn og herforinginn eru fulltrúar ólíkra hagsmuna. Annar þjónar fólkinu og opnum umræðum. Hinn er gæslumaður drottnunartækja sem ógnað geta heilum ríkjum. í löndum einræðis og alræðis er fræðimaðurinn lagður í einelti en herforingjanum hampað á helstu hátíðisdögum. í samfélagi lýð- ræðis er hinn óháði fræðimaður mikilvægur hornsteinn frelsisins en skrautbúnir byssumenn með orðumhlaðin brjóst ætíð undir smásjá. Þegar hagsmunir herfor- ingja og fræðimanns rekast á reynir því á þolrifin í hollvinum lýðræðisins. Heimsók Williams Arkins til íslands hefur skapað slíkan próf- stein. Morgunblaðið kappkostar að ala á tortryggni gegn hinum virta fræðimanni og undirbýr jarðveginn fyrir vörn herforingj- anna. Þingmenn allra flokka á Alþingi hafa hins vegar ákveðið að taka upplýsingum Arkins af fullri alvöru. Jafnvel Geir Hall- gríinsson neitar að fylgja Morg- unblaði í ófrægingarherferðinni gegn Arkin. Utanríkisráðherra hefur síð- ustu daga sýnt að hann skilur mikilvægi þess að sjálfsforræðis þjóðarinnar sé gætt í hvívetna og viðvaranir fræðimanna hafðar að leiðarljósi. Björn Bjarnason sem ritstýrir skrifum Morgunblaðsins um heimsókn Arkins hefur hins vegar afhjúpað sig sem þjón her- foringjanna. Hann kýs frekar að níða fræðimanninn en gera kröf- ur um sannleikann á hendur Bandaríkjastjórn. Hann hefur glatað skilningnum á sjálfstæðan rétt íslendinga. Kjarnorkuvopn á íslandi Þegar forystumenn þjóða fóru að gera sér grein fyrir tortíming- argetu kjarnorkuvopna voru sett- ar skýrar reglur um flutning þeirra til annarra landa. Grund- vallarforsendan var að stjórnvöld sjálfstæðra ríkja fóru með óskorað ákvörðunarvald í þess- um efnum. Þessvegnahafakjarn- orkuveldin ætíð þurft að leita for- mlegs samþykkis þegar áætlanir hafa verið gerðar um flutning kjarnorkuvopna til annarra landa. Allir utanríkisráðherrar íslands hafa í aldarfjórðung ítr- ekað þessa afstöðu. Upplýsingarnar sem William Arkin færði fslendingum fela þess vegna í sér staðfestingu á al- varlegu broti. Arkin lagði á borð forsætisráðherra og utanríkisráð- herra ljósrit af áætlun sem for- setar Bandaríkjanna hafa undir- ritað árlega um árabil. Sam- kvæmt henni á að flvtja 48 kjarn- orkudjúpsprengjur til íslands á stríðstímum. ísland er hér sett á bekk með Puerto Rico, Azor- eyjum og öðrum landsvæðum sem ekki eru sjálfstæð ríki. Slíkt segir stóra sögu um viðhorf stjórnvalda í Bandaríkjunum til íslendinga. ísland er eina Evrópulandið í áætluninni. Þar eru hvorki Dan- mörk né Noregur. Engin ákvæði eru um að leita þurfi samþykkis íslenskra stjórnvalda þótt slíkt sé tekið fram um Bermunda sem til- heyrir Bretum. Allt þetta sýnir að forseti Bandaríkjanna og her- ráðið umgangast ísland eins og ómerkilega nýlendu þar sem herraþjóðin geti gert öll sín plön án þess að hirða um vilja lands- manna. Upplýsingar Arkins marka því þáttaskil ísamskiptum íslendinga og Bandaríkjanna. Annað hvort spyrna íslensk stjórnvöld við fót- um og segja með formlegum og afdráttarlausum hætti að allt slíkt athæfi bandaríska hersins sé al- gerlega bannað eða yfirvöld í Bandaríkjunum styrkjast í þeirri trú sinni að á íslandi geti þeir framfylgt hernaðarvilja sínum til hins ítrasta. Þrefalt brot Þegar Geir Hallgrímsson var spurður á þriðjudagskvöld um yf- irlýsingar Arkins í viðtali við Kastljós sjónvarpsins voru fyrstu viðbrögð utanríkisráðherra skæt- ingur og útúrsnúningar. A mið- vikudagsmorgun átti utanríkis- ráðherra síðan langan fund með Arkin þar sem hinn bandaríski sérfræðingur lagði gögnin á borð- ið og rökstuddi mál sitt ítarlega. Á þeim fundi mun Geir Hall- grímsson hafa áttað sig á því að hér væri á ferðinni hið alvarleg- asta deiluefni milli fslands og Bandaríkjanna. Að fundinum loknum var kominn nýr tónn í málflutning ráðherrans. Hann sýndi Arkin fulla virðingu og til- kynnti fjölmiðlum og síðan Al- þingi að fulltrúi Bandaríkjafor- seta á íslandi hefði þegar verið krafinn um skýringar. Utanríkisráðherra veit að hon- um ber að gæta sjálfsforræðis ís- lendinga í utanríkismálum. Hann ber ábyrgð á því að tryggja að samningar séu ekki brotnir á þjóðinni með yfirgangi erlendra valdsmanna. Hann á að tryggja að yfirlýsingar íslenskra stjórn- valda séu virtar á alþjóðavett- vangi. í samræmi við þessar embættis- skyldur hefur Geir Hallgrímsson lýst því yfir að áætlun Banda- ríkjaforseta um að flytja 48 kjarnorkusprengjur til íslands sé þrefallt brot á alþjóðlegum rétti íslendinga. Hún sé í fyrsta lagi brot á varnarsamningi Islands og Bandaríkjanna en samkvæmt honum þarf ísland að samþykkja með hvaða hætti hernaðarað- staðan á fslandi sé hagnýtt. Hún sé í öðru lagi brot á yfirlýsingum NATO um að staðsetning kjarn- orkuvopna og fyrirkomulag á notkun þeirra sé háð samþykki allra þeirra ríkja sem hlut eiga að máli. Þessa yfirlýsingu NATO hafi Bandaríkin svo sérstaklega ítrekað gagnvart íslandi að beiðni Ólafs Jóhannessonar 11. ágúst 1980. Áætlunin sé svo í þriðja lagi brot gegn yfirlýsingum allra íslenskra utanríkisráðherra í aldarfjórðung um bann við stað- setningu kjarnorkuvopna á fs- landi. Heildarmyndin f fyrirlestri í Háskóla fslands og í viðræðum við fulltrúa þing- flokka og Öryggismálanefnd benti William Arkin á að meginá- stæðan fyrir því hvers vegna Bandaríkin ætluðu að flytja kjarnorkusprengjur til íslands en ekki til Noregs og Danmerkur væri fólgin í þeirri uppbyggingu sem átt hefði sér stað í herstöð- inni á íslandi og þeim viðbótum sem áformaðar væru í framtíð- inni. Herstöð Bandaríkjanna á íslandi væri orðin .nikilvægasta stjórnstöð bandarískra hernaðar- umsvifa í okkar heimshluta. Hér væru flugvélar sem búnar væru tækjum til að flytja kjarnorku- sprengjurnar. Hér væru sérþjálf- aðir hermenn og tæknimenn á þessu sviði. Hér væru stjórn- tækin, fjarskiptabúnaðurinn og radarstöðvarnar sem nauðsyn- legar væru til að geta beitt kjarn- orkusprengjunum á árang- ursríkan hátt. Þessa aðstöðu hefðu Bandaríkin hvorki í Noregi né Danmörku. Þess vegna væri ísland orðið fórnarlamb í kjarn- orkukapphlaupinu en Noregur og Danmörk slyppu. William Arkin lagði ríka áherslu á nauðsyn þess að skilja samhengið í allri starfsemi her- stöðvarinnar á íslandi og átta sig á hvernig birgðastöðin í Helgu- vík, radarstöðvarnar, stjórnstöð- in og kröfur um nýjar flugbrautir sem koma myndu fram á næstu árum féllu inn í heildarmyndina. Öll þessi atriði sýndu að herstöð- in væri smátt og smátt að breyta um eðli. Áður hefðu gagnkaf- bátahernaðurinn og lofthernað- urinn í kringum ísland verið meg- inþættirnir í starfsemi bandaríska hersins á íslandi. Nú væri verið að festa þriðja hlutverkið í sessi. Það tengdist á skýran hátt hern- aðarstefnu Reaganstjórnarinnar. Herstöðin á íslandi yrði lykil- hlekkur í árásaraðgerðum. Varn- arhlutverkið viki fyrir árásaað- stöðunni. Stuðningsstöð við árásaraðgerðir Meginkeppikefli Reagan- stjórnarinnar hefur verið að veita Bandaríkjunum yfirburði á sviði sjóhernaðar. f þessu skyni er nú verið að stækka flotann og gera honum kleift að bera sigur úr bý- tum í árásaraðgerðum. Þessi upp- bygging árásargetunnar á að tryggja að Bandaríkin geti hafið árás á Sovétríkin þar sem Sovét- ríkin eiga erfiðast með að koma vörnum við. Vegna legu Sovét- ríkjanna og aðgangs Bandaríkj- anna að herstöðum í eyríkjum í námunda við Sovétríkin telja hernaðaryfirvöld í Washington að efling árásargetu með sam- vinnu flota og flughers sé algert forgangsverkefni. William Arkin benti á að ný- hafnar framkvæmdir Bandaríkj- anna í Helguvík og áform um við- bætur í hernaðarstöðu þeirra á næstu árum væru mikilvægir hlekkir í þessari árásastefnu. Ætlunin væri að flugvélamóður- skip hagnýttu sér aðstöðuna í Helguvík og eldsneytisflugvélai* ættu að þjónusta sprengjuflugél- arnar sem eru hluti af kjarnorku- heraflanum. AWACS flugvél- arnar, nýja sprengjuhelda stjórn- stöðin og aðrar kröfur Bandaríkj- anna um viðbótar aðstöðu á ís- landi féllu einnig inn í þessa heildarmynd. Þess vegna taldi hinn bandaríski fræðimaður að hlutverk herstöðvarinnar væri nú þríþætt. í fyrsta lagi gagnkafbáta- hernaður og ættu þær 48 kjarn- orkusprengjur sem væru í áætlun Bandaríkjaforseta að tengjast því hlutverki. í öðru lagi væri upp- bygging stuðningsaðstöðu fynr árásaraðgerðir. I þriðja og síð- asta lagi - og væri það fyrirferða- minnst - starfsemi sem mætti flokka undir eins konar „varnir fslands". Þessar upplýsingar Arkins eru reyndar ekki síður athyglisverðar en afhjúpunin á áætluninni um kjarnorkusprengjurnar. íslenskir ráðherrar hafa ætíð sagt að á ís- landi yrði aldrei aðstaða sem nota mætti til árása á annað ríki. Hér ætti bara að vera varnarstöð. Nú hefur William Arkin sýnt fram á það með ítarlegum rökum, bæði í fyrirlestri við Háskóla íslands og í viðræðum við Öryggismála- nefnd, þingmenn og væntanlega einnig á fundum með forsætisráð- herra og utanríkisráðherra, að þessi stefna íslands hefur einnig verið hundsuð. Bandaríkin stefni nú þegar markvisst að því að nota aðstöðuna á íslandi til að geta háð árangursríkt árásastríð. Þess vegna er nauðsynlegt að stjórnvöld og aðrir ábyrgir aðilar taki einnig þennan þátt í upplýs- ingum Arkins til rækilegrar at- hugunar. Morgunblaðið og Björn Björn Bjarnason sem nú hefur fengið ritstjórnarverkefni á Morgunblaðinu beitir blaðinu óspart til að gera Arkin tortryggi- legan. Það er engu líkara en Morgunblaðið sé sérstakt mál- gagn Ronalds Reagans en ekki íslenskur fjölmiðill sem fyrst hugsi um hagsmuni þjóðarinnar. Björn Bjarnason skrifaði langan kafla í síðasta Reykjavíkurbréfi til að vara landsmenn við Arkin áður en hann kæmi til landsins. Síðustu daga hefur svo verið margendurtekið að Arkin starfi við rannsóknastofnun í Banda- ríkjunum sem sé „vinstra megin við miðju“ og þá forðast að skýra frá því að vinstrið í USA er varla rauðara en frjálslyndi armurinn í Sjálfstæðisflokknum! Nafnlaus viðmælandi er látinn fara hnjóðs- yrðum um för Arkins til Hol- lands. Hvað eftir annað er gert lítið úr áætluninni um flutning kjarnorkuvopna til íslands með því að segja hana „illa fengið skjal“ og það komi íslendingum ekki við hvað stendur í slíkum plöggum, - „er það vandamál bandarískra stjórnvalda ef trún- aðarskjöl með fyrirmælum for- seta til flots liggja á glámbekk", segir Björn Bjarnason í Stak- steinum Morgunblaðsins í gær. Þegar Morgunblaðið átti stór- afmæli á liðnum vetri var á leiðara Þjóðviljans borin fram sú ósk að stærsta blað íslensku þjóð- arinnar bæri gæfu til að rækja hlutverk sitt á sómasamlegan hátt og í samræmi við hið besta í arf- leifð og sögu íslendinga. Sú ósk er ítrekuð nú og ritstjórarnir Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen beðnir að taka meira mark á alvarlegum yfirlýs- ingum Geirs Hallgrímssonar en áróðursofforsinu úr Birni Bjarnasyni. Sómi og málefna- heiður Morgunblaðsins eru í veði. Það væri synd að fórna heilu blaði á altari hins blinda ofstækis. Eða er nú svo komið að rödd rannsakandans er minna metin við Aðalstræti en hagsmunir herforingjanna? Er þekkingin komin í lægri sess en vígvélarnar? Eru Matthías og Styrmir hættir að virða einstaklinginn sem í nafni frjálsra upplýsinga býður valdsmönnum birginn? Olafur Ragnar ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.