Þjóðviljinn - 08.12.1984, Page 8
BÓKMENNTIR
Vitskerðing og viturleiki
Jón Óskar á sýningu sem nú er á verkum Sölva Helgasonar í Þjóðminjasafninu í tilefni af útkomu bókarinnar. Ljósm.:
-eik.
Jón Óskar:
Sðlvi Helgason - listamaður á hrakn-
ingi. Isafold 1984.
Jón Óskar hefur víða leitað
fanga til að setja saman þessa
myndarlegu ævisögu kynja-
mannsins Sölva Helgasonar.
Stundum finnst lesandanum að
höfundur hefði mátt gæta meiri
sparsemi í notkun heimilda -
einkum í fyrri hlutanum þar sem
segir frá harkalegum viðbrögðum
yfirvaldsins við fremur mein-
lausum brellum Sölva (eins og
„yfirnáttúrulegum reisupassa“
sem hann skrifaði handa sjálfum
sér í nafni sýslumannsteturs
nyrðra) og flakki hans um landið.
En á hitt er að líta, að með taf-
samri nákvæmni Jóns er því ræki-
lega til skila haldið hve ótrúlega
smásmugulega þolinmótt rétt-
arkerfi aldarinnar er við að gera
hinum sérstæða og listelskandi
farandmanni sem flest til miska.
Síðari hluti bókarinnar lýsir
illri vist Sölva í dönsku fangelsi og
á fátækrastofnun, heimkomu
hans, flakki um landið, nýjum
málarekstri hans vegna og einnig
frá handritum hans og myndum
stórmerkilegum. Og freistast þá
lesandinn miklu síður en áður til
að kvarta yfir ofgnótt efnis: hér
fer saman heimildarýni og túlkun
af því tagi sem vel er við hæfi í
bókum þessarar ættar.
Jón Óskar telur að Sölvi
Helgason hafi ekki notið
sannmælis. í eftirmála segir hann
meðal annars:
„Tilgangur minn... er að flytja
almenningi sannari sögu af ævi-
ferli Sölva Helgasonar en gert
hafði verið til þessa dags, leiða
fram sannleikann um það hver
hann var þessi margstraffaði og
margníddi förumaður, sem
jafnvel skáldin höfðu ekki getað
skrifað eða ort um nema með
undirgefni við rógmælgi þjóðsög-
unnar“. (248).
J>að er í þessu ljósi, sem Jón
Óskar Iýsir Sölva ekki sem „kyn-
legum kvisti" fyrst og fremst,
heldur sem efni í listamann,
máski snilling, sem harðneskja
tímans lék meira en grátt. Bestan
samherja í þessari viðleitni á Jón
Óskar sér í myndum Sölva, en
ailmargar þeirra eru prýðilega lit-
prentaðar í bókinni, einkenni-
lega seiðsterkar myndir, hvort
sem þær eru skrautlist eða þá
fantasíur um sjálfan Andskotann
á íslandsferð að heimsækja vini
sína. Það er líka merkileg upp-
lifun að lesa ýmsa þá texta eftir
Sölva sjálfan sem höfundur til-
færir, eins og t.d. bréf til Jóns
Sigurðssonar, þar sem Sölvi bið-
ur um aðstoð til að ná bók sem
hann skrifaði í fangelsinu.
„um ...grimmdina þar og guð-
leysið höfðingjanna yfir hegning-
arstaðnum og meðferð þeirra
hina skelfilegu á aumingjunum,
sem varnað er réttar síns, og eru
þó bornir til frelsis og sannleiks
og friðar, ekki minna en þeir
þverhöfðarnir sálarlausu rang-
lætisins og grimmdarinnar. Ham-
ramir þjónar syndarinnar, móður
anskotans!“ (bls. 139).
Jón Óskar er öðru hvoru
fullkappsamur við að rétta við
mannorð Sölva. Til dæmis í kafla
þar sem fjallað er um bókahnupl
og útkoman verður helst sú, að
engu er líkara en að sýslumaður-
inn í Þingeyjarsýslu hafi lagt sér-
staka gildru fyrir bókamanninn
Sölva að hann félli í freistni og
það „tækist að losa þjóðina í bili
við einn af snillingum sínum". En
þegar á heildina er litið er máls-
vörn Jóns Óskars drengileg og
finnur sér fróðleg rök. Til stað-
festingar á því skal hér vitnað til
túlkunar hans á því „mikilmenns-
kuæði“ Sölva að hlaða á sig
nöfnum stórmenna og ímynduð-
um afrekum:
„En í huga hans var vitundin
um skyldleika við andansmenn
veraldar það sem hélt honum
ofan við dýrið, svo að hann yfir-
bugaðist ekki í þrengingunum, en
hefði nægilegan styrk til að
brynja sig gegn algerðri brjál-
semi, um leið og andi hans beið
varanlegan skaða. Þetta felur í
sér bæði vitskerðingu og vitur-
leik: draumhugmynd til að lifa af,
samræming brjálsemi og skyn-
semi, einskonar vörn andans
gegn blindu ofstæki grimmdar og
heimsku samtímans."
Þaö er sitthvað til í þessu, eins
þótt Jón Óskar sé kominn með
skilning okkar tíma á furðum sál-
arlífsins fulllangt inn í vitund
Sölva Helgasonar.
Bókin er hin vandaðasta að
frágangi.
Otti og öryggisleysi
Fríða Á. Sigurðardóttir
Við giuggann
smásögur
Skuggsjá 1984.
Hér eru níu sögur af ráðvilltum
Reykvíkingum. Sögusviðið er yf-
irleitt hversdagslegt og grátt, af-
markað og þröngt, fólk talast vart
við nema með einhverjum ónot-
um, hugsanir þess fara í fábreyti-
lega hringi, flestum líður illa;
sumar persónur lenda í stórslys-
um, aðrar tærast upp í ekki síður
skelfilegum leiðindum hvunn-
dagsins. Iðulega eru þetta þol-
endur sem sjaldan skilja eigin
vanda að fullu. Oftast eru þetta
konur.
Hér er eiginkona þumbaralegs
húsbyggjanda (Ópið), eiginkona
framhjáhaldara (Dans), fráskilin
kona sem fantur hefur nauðgað
(Dagsskíma), stelpa sem á tætara
fyrir litla bróður (Stökkið), kona
sem fer heim af balli með ókunn-
ugum (Eitthvað), kona sem er
kannski elt um nótt (Samfylgd).
Þrjár sögur hafa sjónarhorn karl-
manns, en fjalla engu að síður um
konur, nema helst sagan Þetta
kvöld. Þessar konur allar eiga
sameiginlegan óttann og öryggis-
leysið sem birtist í ýmsum mynd-
um. Þær eru einmana, það er
enginn sem skilur þær, enginn
sem hlustar og samskipti þeirra
við karlmenn hafa fært þeim lítið
lán.
Félagslegur bakgrunnur er ó-
ljós og skiptir ekki máli. Sú vel
tilhafða kona sem fer í utanlands-
ferð er alveg jafnt smáð og hin
sem þarf að láta sér nægja að fara
á ball. Eiginmaður pelsklæddu
konunnar er sami þögli fautinn
og hinnar sem býr í blokk. Líf
þeirrar konu sem vinnur úti hálf-
an daginn er ekki vitund
inntaksmeira en þeirrar sem
flögrar um íbúð sína eins og fugl.
Sögurnar snúast um tilfinningar
og tilfinningar ráðast ekki af
stéttarstöðu. í þeim snýst hlut-
skipti konunnar um ást oghatur-
löngun hennar stendur til hlýju,
vemdar og faðmlags, en hún fær
einungis kulda, vernd og í mesta
lagi bak að hjúfra sig að.
En þessi ófullnægja tekur á sig
ýmsar myndir. í fyrstu sögunni
heyrir konan nístandi óp sem vís-
ast er hennar og bakvið öskrar
Bubbi Morthens „Sieg heil!“ -
hún bregst ekki við með neinum
ósköpum heldur fer aðeins að
suða í eiginmannsdrumbinum
sem fellst á að vera heima eftir
mikið þras sem satt að segja
reynir töluvert á þolrifin í les-
anda. Sagan fjarar þannig út og
er Iengi að því. í öðrum sögum
taka konur málin í sínar hendur
og útvega sér stegg en hefðu bet-
ur látið það eiga sig. í Dansi
lendir konan í myrkviðum Afríku
þegar hún fer að dansa við tvo
svarta menn og ræður að sjálf-
sögðu ekkert við það sem þá losn-
ar úr læðingi með henni sjálfri, og
leitar ásjár hjá eiginmanninum
sem er úti í horni að kyssa annan
kvenmann. í Dagsskímu er frá-
skilin kona að reyna að vera
sjálfstæð og neitar að taka aftur
við eiginmanninum; hún hefur
einhvern leppalúða heim með sér
af balli og hún er vængbrotinn
fugl og hann köttur sem ræðst á
hana. Sagan endar á því að hún
hringir í eiginmanninn. f
Eitthvað fer söguhetja heim af
balli með manni sem hefur falleg
augu, þau fara upp í rúm en hann
er svo fullur og ekki verður neitt
úr neinu - í sögunni er gefið í skyn
að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem
svona fer, það sem dregur hana
að þessum auðnuleysingjum er
eitthvað...
Flestar eru þessar sögur vel
gerðar, nema mér leiddist Stiginn
þar sem einhver fullur náungi
rausar þar til viðmælandi hans
sofnar, sem er raunsætt. Fríða
kann vel að fara með ramma-
formið og má í því sambandi
nefna sögurnar Dans og Eitthvað
sem eru listavel ofnar. I Dansi er
hún með þrjú tímaplön sem sífellt
skarast í framvindunni - aðal-
sagan er endurlit og við fáum á
tilfinninguna að þetta eigi allt
saman eftir að endurtaka sig.
Fríða Á. Sigurðardóttir verður
ekki sökuð um tilgerð í stfl eða
óþarfa skreytni. Stfll hennar er
fremur hófstilltur, orðin vekja
ekki athygli á sjálfum sér því þau
eru sjaldan óvænt og líkingamál-
ið fær engan til að falla í stafi.
Setningamar hjá henni em yfir-
leitt stuttar og styttast eftir því
sem á líður sögurnar og hugrenn-
ingarnar verða ruglingslegri.
Langoftast er lýst inn í eina per-
sónu og hugsuðu tali er skeytt inn
í frásögnina með þeim hætti að
samskeyti sjást varla. Þetta hugs-
aða tal og viðleitni til raunsæis -
að sögumar séu trúverðugar,
„eins og lífið er í rauninni" -
hvort tveggja veldur því að málið
á sögunum er ekki auðugt, eins
og bókarkápuhöfundur segir,
heldur ber mest á talmáli þar sem
hið sérkennilega og persónulega
víkur fyrir því almenna: einhvers
konar almennri hugmynd ís-
Ienskra raunsæishöfunda um það
hvemig alþýðan talar.
Sögur Fríðu em all einhæfar í
framsetningu og stfl, þar er nán-
ast ekkert um húmor, persónurn-
ar eru lausar við þau smáskrýtnu
sérkenni sem gerir einstakling að
einstakling - en á móti kemur að
þær em mjög vandvirknislega
unnar og höfða án nokkurs vafa
til margra.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. desember 1984