Þjóðviljinn - 13.12.1984, Side 7
Fiskverð
Ráðskast með
sjómenn með
boðum og bönnum
Margrét Frímannsdóttir: Ekki vilji sjómanna að al-
þingi taki ákvörðun um fast fiskverð til 31. ágúst á
nœsta ári. Margrét og Karvel Pálmason með tillögu
gegn ríkisstjórninni.
Það er fátítt að sjómenn eigi
fulitrúa á alþingi, þrátt fyrir það
er ráðskast með fáar stéttir meira
með með lagaboðum og bönnum
en sjómenn, sagði Margrét Frí-
mannsdóttir þegar hún mælti
fyrir breytingatillögu sem hún
flytur ásamt Karvel Pálmasyni
um að Verðlagsráð sjávarútvegs-
ins ákvarði sjálft lengd fiskverðs-
tímabilsins í stað þess að fastsetja
það til 31. ágúst 1985 einsog gert
er ráð fyrir í stjórnarfrumvarpi
ríkisstjórnarinnar. Sjómanna-
samtökin hafa mótmælt þessari
fyrirætlan ríkisstjórnarinnar og
lýst yfir stuðningi við breytinga-
tillöguna.
í meðförum sjávarútvegs-
nefndar neðri deildar lýsti Guð-
mundur Einarsson fulltrúi
Bandalags jafnaðarmanna sig
andvígan hvers konar afskiptum
ríkisvaldsins af þessum málum en
kvaðst mundu sitja hjá við at-
kvæðagreiðslu um málið.
MargrétFrímannsdóttir sagði í
umræðunni í Neðri deild alþingis:
„Þessi breytingartillaga er hér
flutt í samræmi við þau sjónarmið
sem fram hafa komið frá for-
mönnum Sjómannasambandsins
og Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins,sem mættu á fundsjáv-
arútvegsnefndar þegar hún fjal-
laði um frumvarp ríkisstjórnar-
innar um fiskverðsákvörðun. Á
þeim fundi kom fram frá áðurn-
efndum fulltrúum sjómanna, að
þörf á nýju fiskverði væri augljós
og þeir hefðu ekkert við það að
athuga síður en svo, að nýtt fisk-
verð tæki gildi frá 21. nóv. En
þeir lýstu sig hins vegar mjög óá-
nægða með þann vilja
stjórnvalda að færa völd Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins til þess
að ákvarða verðlagstímabil fisk-
verðs yfir til Alþingis þrátt fyrir
áðurnefnd ákvæði í lögum um
Verðlagsráð.
Þeir formenn sögðust ekki
heldur fallast á það að þegar um
svo langt verðtímabil væri að
ræða eins og umgeturþ.e. frá21.
nóv. 1984 til 31. ágúst 1985 sé
óheimilt að segja fiskverði upp
fyrr en eftir 1. júní 1985. Yfirleitt
hefur fiskverð gilt frá 1. jan. til 1.
Binding fiskverðs til langs tíma er ekki sjómönnum til hagsbóta í komandi
kjarabaráttu þeirra, segir Margrét Frímannsdóttir.
júní og þá með uppsagnarheimild
í mars. Þeir Óskar Vigfússon og
Guðjón Kristjánsson kváðust
hafa gengið á fund sjávarútvegs-
ráðherra og kynnt honum þessi
sjónarmið sín.
Það er ekkert vafamál að flest
mælir með því að nýtt fiskverð
verði tekið uppfrá21. nóv. s.l. þó
ekki lægju aðrar ástæður að baki
en þær að sjómenn fá einhverja
Framhald á bls. 8
Náttúruvernd
Uppstokkun í umhverfismálum
Nokkrirþingmenn Alþýðubandalagsins leggja til viðamiklar úrbœtur á náttúruverndarmálum.
Framlög til Náttúruverndarráðs og landgrœðsluácetlunar skert um helming að krónutölu
ífjárlagafrumvarpinu, - aðeins 13 miljónir, en voru 26.4 miljónir á fjárlögum yfirstandandi árs
Lögð hefur verið fram þings-
ályktunartillaga á alþingi þarsem
lagt er til að alþingi feli ríkis-
stjórninni að undirbúa og fram-
kvæma fjölmörg atriði sem brýn-
ust eru talin á sviði umhverfis- og
náttúruverndarmála og móta
áætlun um aðgerðir til næstu 10
ára. í greinargerð kemur fram að
eftir mikla vakningu í umhverf-
ismálum hafi þau lent í nokkrum
öldudal, sem birtist m.a. í því að
framlög til Náttúruverndarráðs
og til landgræðsluáætlunar eru
skert um helming að krónutölu í
fjárlagafrumvarpi 1985, í 13 milj-
ónir króna í stað 26.4 miljóna
króna á fjárlögum ársins 1984.
Flutningsmenn þessarar viða-
miklu tillögu eru Hjörleifur Gutt-
ormsson, Helgi Seljan, Stein-
grímur J. Sigfússon og Svavar
Gcstsson.
Tillaga þeirra félaga er svo-
hljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að sjá til þess að undir-
búin verði og framkvæmd eftir-
farandi atriði til úrbóta í um-
hverfismálum og náttúruvernd:
1. í tengslum við endurskoðun
laga um Stjórnarráð Islands
verði yfirstjórn helstu mála-
flokka á sviði umhverfis-
verndar sameinuð í einu
ráðuneyti ekki síðar en í árs-
lok 1985.
2. Undirbúin verði löggjöf um
umhverfismál sem sérstak-
lega taki til mengunarvarna á
landi, í sjó og lofti, svo og
framkvæmdaáætlun um að
draga úr mengun frá frá-
rennsli og verksmiðjum.
3. Endurskoðuð verði lög nr.
50/1981, um hollustuhætti og
heilbrigðiseftirlit, m.a. til
samræmis við nýja löggjöf
um mengunarvarnir (skv. 2.
lið) og breytta yfirstjórn um-
hverfismála (skv. 1. lið).
4. Lagt verði fyrir yfirstandandi
Alþingi frumvarp til nýrra
laga um náttúruvernd sem
undirbúið hefur verið á veg-
um Náttúruverndarráðs og
stjórnvalda.
5. Gripið verði til samræmdra
aðgerða til verndar gróðri
með friðun og hóflegri nýt-
ingu eftir því sem við á og
komið á virkri stjórn og eftir-
liti í þessu skyni. Næsta
landgræðsluáætlun (1968-
1990) verði mótuð með hlið-
sjón af slíku endurmati og
nýjum viðhorfum.
6. Auknar verði rannsóknir á
dýrastofnum á landi og í sjó
við ísland og tryggt að við
nýtingu þeirra og verndun sé
tekið mið af vistfræðilegum
sjónarmiðum.
7. Gerð verði átak í skipulags-
málum með lagabótum og
með langtímasjónarmið í
huga og tekið tillit til þess að
landið allt er skipulagsskylt.
Bætt verði hið fyrsta úr
vöntun á kortum og öðrum
grunnforendum, svo að unnt
sé að koma við nútímalegum
vinnuaðferðum við undir-
búning og gerð skipulagstil-
lagna.
8. Náttúruverndarráð undirbúi
í samráði við yfirvöld orku-
mála áætlun um verndun
vatnsfalla og jarðhitasvæða,
fossa og hvera. Slík áætlun
verði lögð fyrir Alþingi til
kynningar og staðfestingar.
9. Mótuð verði opinber stefna f
ferðamálum sem feli í sér
nauðsynlegar verndarað-
gerðir fyrir náttúru landsins
með tilliti til breyttra sam-
gönguhátta og aukins ferð-
amannastraums.
10. Aukin verði fræðsla um ís-
lenska náttúru, umhverfi-
svernd og auðlindir í fjöl-
miðlum og skólum, m.a. með
því að nýta söfn, friðlýst
svæði og náttúrulegt um-
hverfi við þéttbýli með skipu-
legum hætti í þessu augna-
miði.
Ríkisstjórnin láti gera
framkvæmda- og kostnaðaráætl-
un til næstu 10 ára um æskilegar
úrbætur samkvæmt ofangreindu
og leggi hana fyrir næsta reglulegt
Alþingi til að auðvelda stefnu-
mörkun og fjáröflun í þessu
skyni.