Þjóðviljinn - 13.12.1984, Síða 8

Þjóðviljinn - 13.12.1984, Síða 8
Fiskverð Framhald af bls. 7 hækkun á sínum hlut í samræmi við þær launahækkanir sem fólk í landi hefur fengið samkvæmt kjarasamningum, og það er út af fyrir sig næg ástæða til fiskverðs- hækkunar. En það að binda fisk- verð í svo langan tíma sem frum- varpið getur um er áreiðanlega ekki til hagsbóta fyrir sjómenn, síst af öllu nú þegar ljóst er að flest sjómannafélög í landinu hafa sagt upp samningum og undirbúa baráttu sína fyrir leiðréttingum á launakjörum sjó- manna sem hafa verið skert um- fram launakjör annarra lágl- aunastétta og þá er mikið sagt. Pað er eðlilegt að menn spyrji sig hvort þessi uppsögn samninga hafi eitthvað með lengd verðtím- abils fiskverðs að gera. Hvers vegna er þessi ákvörðunarréttur tekinn frá Verðlagsráði sjávarút- vegsins einmitt núna? Það skyldi þó aldrei vera að það væri til þess að gera sjómönnum erfiðara fyrir í þeim samningum sem framund- an eru? Ef ástæðan er ekki sú, þá mælir ekkert á móti því að fara að vilja sjómanna og láta Verð- lagsráð sjávarútvegsins um ákvörðun varðandi lengd verð- tímabils. Allt tal um að auðvelt sé að fiskverð gildi til 31. ágúst 1985 í stíl við þá kjarasamninga sem gerðir voru nú s.l. haust er út í hött. Fiskverð verður og hlýtur að taka mið af fleiru en kjara- samningum sem gerðir eru. Ótvíræður vilji sjómanna Pað er fátítt að sjómenn eigi hér á Alþingi fulltrúa úr sínum hópi. Þrátt fyrir það eru fáar stéttir sem ráðskast er meira með með lagaboðum og bönnum en sjómenn. Hér er ein slík lögð til. Við erum sammála um að ákvörðun um nýtt fiskverð frá 21. nóv. er af hinu góða sjómönnum til hagsbóta, en að Alþingi ákveði verðtímabil fiskverðs í stað Verð- lagsráðs sjávarútvegsins, því get ég ekki greitt atkvæði mitt. Fyrst og fremst vegna þess að það er ekki vilji sjómanna að Alþingi taki þessa ákvörðun og líka vegna þess og ekki síður að ég óttast að binding fiskverðs til svo langs tíma sé sjómönnum ekki til hags- bóta í komandi kjarabaráttu þeirra. Þessvegna get ég ekki stutt þetta frumvarp en legg hér fram breytingartillögu sem er í fullu samræmi við vilja fulltrúa sjómanna og kemur skýrt fram í bréfi, sem við Karvel Pálmason höfum fengið og ég les hér upp meðleyfi forseta: „10. desember 1984. Á fundi framkvæmdastjórnar Sjómannasambands íslands er haldinn var 3. des. s.l. var fjallað um frv. til breyt. á 1. nr. 81 23. júlí 1974 um Verðlagsráð sjávarút- vegsins. Framkvæmdastjórn Sjómannasambands fslands er síður en svo á móti því að fiskverð sé opnað með þeim hætti er frum- varpið gerir ráð fyrir, en mótmæl- ir því harðlega að löggjafinn skuli ætla sér að binda verðtímabilið til 31. ágúst 1985. Framkvæmda- stjórn Sjómannasambands ís- lands telur ótvírætt að það sé hlutverk Verðlagsráðs að ákvarða verðtímabil en ekki lög- gjafans“. Undir þetta skrifar Hafþór Rósmundsson. Og í viðtali við Þjóðviljann 5. des. s.l. segir Óskar Vigfússon með leyfi forseta: „Ég tel það óráð hið mesta og raunar alveg fráleitt að binda fiskverð með lögum um verð- tímabil. Þótt fiskverði gildi vana- lega frá 1. jan. til 1. júní, þá er það uppsegjanlegt af okkar hálfu. Nú verður ekki svo“. Hér er vilji sjómanna ótví- ræður og ekkert hefur hér fram komið sem mælir gegn því að í þessu máli sé hann virtur". -óg ÞJÓÐMÁL ÞJÓÐMÁL / Utvarp Við eigum að stýra þroúninni - ekki hún okkur Afnám einkaréttar Ríkis- útvarpsins gæti haft í för með sér menningarlegt og þjóðernislegt stórslys. Ég tel, að með því yrði hvorki um að ræða skref f ram á við né aftur á bak, heldur reik út úr götu, sem gæti hæglega leitt út í kviksyndi inn- lendrar og erlendrar lág- menningar, spákaup- mennskj og auk þess til verulegrar aukningar á mjög einhliða og hlutdræg- um fréttaflutningi. Margir telja að hin öra tækni- þróun í þessum efnum valdi því, að sjálfsagt sé að afnema einka- rétt Ríkisútvarpsins. Því er ég ó- sammála. Ég get hins vegar verið sammála mönnum um það, að þessi þróun knýi á um nýskipan útvarpsmála. En ég get ómögu- lega fallist á að það þurfi endilega að afnema einkaréttinn til þess. Ég held nefnilega, að öll sú ný- skipan, sem kynni að vera æskileg fyrir þjóðarheildina, - hana sé langauðveldast að fram- kvæma á vegum Ríkisútvarpsins. Ef menn bara vilja það - og geta unnt Ríkisútvarpinu þess. Lýðræðið og „kröfur tímans“ Þegar talað er um „frjálst út- varp“ sem einhverja andstæðu við Ríkisútvarpið, þá lít ég á það sem öfugmæli, ómeðvituð eða vísvitandi. Það er álíka gáfulegt og þegar talað var um frjálsar kartöflur og frjáls egg hér fyrr á árinu. Svonefndir „frjálsir fjölmiðl- ar“ eru yfirleitt hnepptir í fjötra fjármagnseigenda, hvort heldur sem það fjármagn berst þeim í formi auglýsinga eða sem bein framlög. Og það er barnaskapur að halda, að viðhorf og smekkur fjármagnseigendanna skipti engu máli. Hvað Ríkisútvarpið snertir, þá hafa flestir eitthvað út á það að setja og ég ekki síður en aðrir. Samt sem áður efast ég um, að það séu í reynd margir lýðræðis- legri fjölmiðlar til í víðri veröld. Flestum finnst auðvitað, að sínum sjónarmiðum og sínutn smekk sé ekki gert nógu hátt undir höfði í Ríkisútvarpinu. Ekkert er mannlegra og eðli- legra En jafnvel þótt finna mætti einstök dæmi um einhvers konar valdníðslu í Ríkisútvarpinu í hálfraraldar sögu þess,þá komast menn þar yfirleitt ekki svo glatt upp með eins hamslausa ein- stefnu í menningarmálum eða fréttaflutningi og víða gerist í ein- veldisstöðvum, hvort heldur sem þær eru á vegum auðfélaga eða valdstjórna í einræðisríkjum. Þetta frelsi og tiltölulega mikla fjölræði í Ríkisútvar >inu er með- al annars að þakka iiinum svo- kölluðu „pólitísku varðhundum“, sem sitja í útvarpsráði hverju sinni - þrátt fyrir allt. Engu að síður mætti enn auka lýðræðið til dæmis með því að starfsmenn ættu meiri hlutdeild í stefnumörkun varðandi dagskrá og rekstur. Ég hef hvergi í greinargerð með frumvarpinu né nokkurs staðar í umræðum eða skrifum varðandi þessi mál fundið nokk- urn einasta rökstuðning sem marktækur sé fyrir þeirri þörf að afnema einkaréttinn. Hið eina, sem sést eða heyrist í þá átt, er innantómt glamur um „kröfu tímans“ eða „þróunarinnar“ og svokallaðan „vilja fólksins“. Ég veit ekki til að tíminn geri í sjálfu sér neinar kröfur, og þróuninni eigum við að stýra sjálf, en ekki hún okkur. Allt það sem gæti stuðlað að betri þjónustu við almenning og nefnt hefur verið, svo sem lands- hlutaútvarp, skólaútvarp, útvarp til sjómanna, fjölbreyttari dag- skrá, fleiri rásir og svo framvegis, þetta getur allt gerst innan ramma Ríkisú tvarpsins, et Alþingi einungis vill veita því fjárhagslegt bolmagn til að framkvæma það. Þörfin til að afnema einkarétt- inn hlýtur að eiga sér einhverjar aðrar hvatir. Annars vegar virðist vera hópur manna, sem langar af- skaplega mikið í útvarpsleik, og hins vegar fjársterkir aðilar, sem vilja fá aukin tækifæri til að efla áróðursstöðu sína í þjóðfélaginu um allan helming. Um afstöðu hins almenna neytanda eða „vilja fólksins" nægir að vitna í Stephan G. Stephansson: hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám. Auglysingar og næringargildi í útvarpslagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því, að aðrar stöðv- ar en Ríkisútvarpið geti aflað fjár til dagskrárgerðar með auglýs- ingum. Það er hinn eðlilegi tilgangur og hlutverk auglýsinga að ná til sem allra flesta. Til þess má beita hvaða ráðum sem er, svo fremi að þau brjóti ekki í bága við lög eða „almennt velsæmi“, sem svo er kallað. Útvarpsstöð, sem byggir afkomu sína fyrst og fremst á auglýsingum, híýtur því að reyna að þóknast væntanlegum auglýs- endum með því að velja dag- skrárefni, sem nær til „fjöldans" á sem fljótvirkastan fyrirhafnar- minnstan og hagkvæmastan hátt. Þetta er einfalt markaðslögmál. Hversu menningarlega sinnaðir sem stjórnendur slíkra stöðva kynnu að vera í einkalífinu, þá gætu þeir blátt áfram ekki gengið þvert á þetta lögmál. Þeir hafa ekkert tóm til að byggja upp ein- hverja langtíma menningar- stefnu, jafnvel þótt þeir vildu. Afleiðingin er sú, að dagskrá slíkra stöðva verður nær eintómt þunnmeti. Nái slík stöð hinsvegar hylli auglýsenda, getur hún orðið mjög sterk fjárhagslega, jafnvel þótt dagskrá hennar sé nauða- ómerkileg.í krafti þess getur hún síðan boðið bæði tæknimönnum, dagskrárgerðarmönnum og fréttamönnum betri kjör en aðr- ir, þar á meðal ríkisfjölmiðillinn, sem oft er beint eða óbeint bund- inn af viðhorfum í ríkisfjármálum og launamálum á hverjum tíma, auk þess sem hann þarf að rækja ýmsar þjónustuskyldur við al- menning, sem ekki gefa allar mikið í aðra hönd. Þetta fjárhagslega bolmagn getur hæglega leitt til þess, að eft- irlætisstöð auglýsenda hafi brátt tök á að matreiða sitt þunnmeti á tæknilega mun fullkomnari hátt en til dæmis ríkisfjölmiðillinn getur framreitt sitt efni, hversu næringargott sem það annars kynni að vera. Og tæknibrellur geta verið mjög áhrifamiklar fyrir stóran hóp. Það er því miður mis- skilningur, að gæðin ein ráði því, hvað best gengur út. Með þessu getur auglýsinga- stöðin enn aukið forskot sitt og m.a. dregið auglýsingar verulega frá Ríkisútvarpinu. Nú skilst mér, að svo sé komið, að nær tveir þriðju af tekjum hljóðvarps komi frá auglýsingum og nálega einn þriðji af tekjum sjónvarps. Mér finnst þetta að vísu mjög ó- æskileg hlutföll í sjálfu sér, en Verði heimildir til útvarpsrekstrar rýmkaðar á að hafa afnotagjöld og ekki auglýsingar, segir Árni Björnsson útvarpsmaður. Nýskipan út- varpsmála er auðveldust ávegum ríkisútvarps- ins, efmenn bara vilja Álit Árna Björnssonar útvarpsráðsmanns um nýtt frumvarp til laga um útvarp. Stytting og millifyrirsagnir eru Þjóðviljans. aau sýna engu að síður, hversu njög útvarpsgjald þyrfti að hækka til að halda í við verulegan auglýsingamissi og halda þó sínu, án þess að fara út í að keppa um auglýsingar með því að lækka menningarstaðalinn á dag- skránni. Ég er mjög uggandi um, að annaðhvort muni gerast: að Ríkisútvarpið lendi í fjársvelti og geti af þeim sökum ekki haldið fullri reisn í dagskrárgerð, eða það neyðist til að lækka sinn menningarstaðal til að verða ekki undir í samkeppni um auglýsing- ar. Innræting: dæmi Mogga Önnur hlið þessa máls snýr að fréttaflutningi og ýmiskonar innrætingu. Mér sýnist, að þetta fyrirbæri, sem ég hef kallað eftir- lætisstöð eða óskabörn auglýs- enda, gæti hæglega orðið annað Morgunblað, einungis á öldum ljósvakans, sem þá myndi meðal annars velja fréttir, meta fréttir og útskýra fréttir frá álíka sjónar- horni. Þessi samlíking er ekki út í hött. Það má rifja það upp í þessu samhengi, að fyrir 65 árum neyddu kaupmenn í Reykjavík Vilhjálm Finsen til að selja sér Morgunblaðið. Þeir vildu eignast pólitískt málgagn, og þeir hótuðu Vilhjálmi að stofna sitt eigið dag- blað, hætta að auglýsa í Morgun- blaðinu og setja það þar með á hausinn, ef hann ekki vildi selja. (Vilhjálmur Finsen, Alltaf á heimleið, Rvík 1953, bls. 276- 79). En eftir kaupin fékk Morgun- blaðið fyrst þann verulega for- gang á auglýsingamarkaðinum, sem það hefur enn í dag. Fyrir bragðið varð það fjárhagslega sterkara en önnur blöð á sama tíma og gat leyft sér ýmsan meiri íburð, meira efni, fleiri myndir, meiri kostnað við fréttaöflun, án þess þó að verða dýrara en hin smáblöðin, sem þá komu út í Reykjavík. Og fyrir bragðið vildu auðvitað fleiri kaupa þetta blað. Og enn fleiri vildu þá auðvitað auglýsa í því, auk þess sem fleiri kaupendur styrktu stöðu þess, svo að það gat gert efnið enn fjöl- breytilegra. Og svona gekk það koll af kolli. Það sem ég vildi vekja athygli á með þessari upprifjun, er að frumorsökin fyrir uppgangi Morgunblaðsins var ekki sú, að það hafi verið betur skrifað en til dæmis Alþýðublaðið á sama tíma eða flutt meira efni, heldur ein- faldlega sú, að það fékk margfalt meiri tekjur frá eigendum sínum, og þær gerðu því smám saman kleift að bjóða fram meira og fjölbreyttara efni. Nú hefur það oft sýnt sig, að I áhrifamáttur Morgunblaðsins er þrátt fyrir allt ekki nærri eins mikill og stærð þess og útbreiðsla gæti gefið til kynna. Sá hefur til dæmis ævinlega verið kosinn forseti lýðveldisins almennum kosningum á fslandi, sem Morg- unblaðið hefur helst haft á móti. Og manni hefur oft virst sem svonefndir frjálshyggjumenn kenndu ekki síst hinu tiltölulega hlutlæga Ríkisútvarpi um það, að mat og skilningur Morgunblaðs- ins á mönnum og málefnum skuli ekki vera allsráðandi á íslandi. Þess vegna beri brýna nauðsyn til að fá eins konar aukaútgáfu af Morgunblaðinu á öldur ljósvak- ans til mótvægis við Ríkisútvarp- ið. Einkastöðvar til reynslu Meginniðurstöður mínar eru þessar: 1. Það er alger óþarfi að afnema einkarétt Ríkisútvarpsins. Miklu nær væri að stórefla það, svo að það gæti sinnt sem fjölbreytilegustum óskum neytenda. 2. Eigi samt sem áður að rýmka um einkaréttinn, ætti það að skorðast við sveitarfélög eða viðlíka aðila. Að minnsta kosti ætti allt dreifikerfi þeirra að vera í opinberri eigu, en slíkt ákvæði virðist vanta í frumvarpið. 3. Verði einkaaðilum eigi að síður veitt leyfi til rekstrar út- varpsstöðva, ættu þær ekki að hafa leyfi til að afla fjár til dag- skrárgerðar með auglýsing- um, hvorki beinum né óbeinum. Auglýsingaútvarp í höndum einkaaðila gæti vald- ið verulega skertum tekjum hjá Ríkisútvarpi eða lækk- un á menningarstaðli útvarps á íslandi. Auk þess er hætt við, að fjársterkustu aðilar fengju með því móti enn aukið svigrúm til að brengla hlutlægt fréttamat meðal þjóðarinnar. 4. Þrátt fyrir þessa neikvæðu af- stöðu til frumvarpsins tel ég koma til greina að heimila einkastöðvar í tilraunaskyni í nokkur ár, svo að áhugamenn um dagskrárgerð fengju færi á að spreyta sig og keppa um hylli hlustenda án þess að vera á nokkurn hátt upp á auglýs- tngar komnir. Hlustendur gætu þá kosið að styðja eina eða fleiri slíkar stöðvar með afnotagjöldum, og Ríkisút- varpið gæti meira að segja að- stoðað þær við innheimtu gegnum sitt kerfi meðan „lykl- aðar“ stöðvar eru ekki komn- ar í gagnið. En ég tel vægast sagt mjög varhugavert að lög- festa þetta frumvarp óbreytt og lágmarksskilyrði sé, að ein- hver slíkur reynslutími fari á undan. Arni Björnsson Útvarpsmálin Notendarað í steð útvaipsraðs Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hefur lagtframfrumvarp til nýrra útvarpslaga. Embœtti yfirstjóra lögð niður en starfsmenn gerðir ábyrgir. Rás 3 til afnota fyrir hagsmunahópa, félög og einstaklinga Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra útvarpslaga þar sem lögð er til meiri háttar uppstokkun á núverandi útvarps- lögum. Lagt er til í frumvarpinu að út- varpsráð í núverandi mynd og staða útvarpsstjóra verði lögð niður. í staðinn komi svonefnt notendaráð skipað 7 konum og 7 körlum valið með tilviljunarúr- taki og sitji ráðið til tveggja ára í senn. Daglegum rekstri útvarps- ins stjórni framkvæmdaráð skipað þrem mönnum völdum af starfsmönnum stofnunarinnar. í greinargerð með frumvarp- tnu segir Sigríður Dúna að reynslan hafi sýnt að meiri hluti útvarpsráðs hafi vald og aðstæður til að þjóna flokkshagsmunum fremur en að gæta hlutleysis,- skyldu sem á stofnuninni hvílir Aibert og félagar í ríkisstjórninni vilja skjóta hlutabréfum undan skatti en hækka söluskattinn. (Mynd: Helgi J. Hauksson I Fríðindi Aukinn frádráttur vegna hlutabréfakaupa Framlag til hjálpar- starfs? Hyggst ríkisstjórnin láta fé af hendi rakna til hjálparstarfs á þurrka- og hungur-svæðunum í Eþíópíu? Þannig hljóðar fyrir- spurn frá Eiði Guðnasyni til for- sætisráðherra, sem lögð hefur verið fram á alþingi. -óg samkvæmt lögum. Það sé því ó- æskilegt. Hlutverk notendaráðs sé að móta dagskrárramma út- varpsstöðvanna en að öðru leyti skipti ráðið sér ekki af dagskrár- gerð né framkvæmd dagskrár, heldur gagnrýni hana eftir á. Með þessari aðferð sé gerð tilraun til valddreifingar í Ríkisútvarpinu þár sem hver starfsmaður er gerður ábyrgur í starfi og honum gefinn kostur á að nýta hæfileika sína betur. Nýmæli í frumvarpi Sigríðar Dúnu er að helmingur útsends efnis hverrar stöðvar skuli vera íslenskur en Ríkisútvarpið skuli senda út til alls landsins a.m.k. þrjár hljóðvarpsdagskrár og a.m.k. eina sjónvarpsdagskrá. Þriðja útvarpsrásin skuli senda út efni frá félagssamtökum, hagsmunahópum og einstak- lingum og verða útsendingartíma úthlutað af dagskrármönnum rásarinnar í samráði við notend- aráð. -*g Það er á allra vitorði að ríkis- stjórnin hefur veitt lúxusklúbbn- um í þjóðfélaginu mikil skattfríð- indi, sagði Svavar Gestsson í um- ræðu sem Albert Guðmundsson hóf á alþingi á mánudaginn um aukinn frádrátt vegna kaupa fólks á hlutabréfum. Svavar spurði ráðherra hve margir hefðu nýtt sér þessi fríð- indi á þessu ári og hversu háar upphæðir væri hér um að ræða. Albert kvaðst engar tölur hafa um upphæðirnar eða fjöldann, því engar slíkar tölur yrðu tilbún- ar fyrir áramótauppgjör. Svavar minnti á að við afgreiðslu alþingis á þessum skattfríðindum sl. vetur hefði verið boðað að um reynsl- una yrði spurt þegar málið kæmi aftur til kasta þingsins. Engin ástæða væri því til að hraða af- greiðslu þingsins á málinu fyrri en þessar upplýsingar lægju fyrir eftir áramót, þannig að þing- menn vissu hvað þeir væru að fjalla um. Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson gagrýndu í þess- ari umræðu ríkisstjórnina harka- lega fyrir fyrirhugaða söluskatts- hækkun og kváðu allt á sömu bók ístjórnarherbúðunum. Þeir veltu báðir upp hugmyndum um hert skattaeftirlit á tekjuskatti og söluskatti og hugsanlegt aðhald við skattheimtu. Albert Guð- mundsson karpaði við Jón Bald- vin nokkra hríð á persónulegu nótunum, og kvaðst halda að fall- ið úr háloftunum yrði stórt og mikið þegar vindurinn færi úr loftbelgnum. -óg 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1984 Kosta Boda Aðventuskál úr kristal frá Kosta Boda. Leiðbeining- ar um skreytingu skálarinnar fylgja. Verð kr. 695,- Kosta Boda Bankastræti 10. Sími13122.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.