Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 13
menn til að gæta kastalafrúarinn- ar og barna hennar svo að þau yrðu ekki fyrir hnjaski þegar upp- reisnarmenn færu að ræna og rupla og drekka upp öl staðarins. Jens Kofoed sendi boð til Frið- riks kóngs um að Borgundar- hólmur væri aftur danskt land og tók við yfirstjórn í Hamarshúsi. Hann átti enn eftir að snúa á Svía. Þann 27. desember kom sænskt skip til eyjarinnar. Um borð voru um það bil þrjátíu ridd- arar sem áttu að efla sænska set- uliðið á eynni. Jens Kofoed sendi báta út til skipsins og tókst að lokka skipsstjórnarmenn frá borði og síðan hvern riddarann af öðrum : voru þeir allir hand- teknir þegar í land kom. Enginn týndi lífi. Sænsku skytturnar áttu svo illa vist um veturinn í ráðhús- kjallaranum í Rönne, en allvel var farið með ekkju Printzen- skjölds og aðra Svía - að undan- skildum nokkrum hermönnum sem voru á ferð um eyna í skatt- heimtu og bændur drápu að eigin frumkvæði. Þjóðhetjan Jens Kýrfótur, sem var af gam- alli höfðingjaætt úr Holstein, var reyndar enginn engiil. Til dæmis hafði hann árið 1655 lent í slagsmálum við ungan mann og drepið hann og nokkru fyrr hafði hann hellt fóstru sína fulla og fengið hana í vitna viðurvist til að játa á sig galdur. Fóstran var brennd og þrjár konur aðrar, sem hún vísaði á í þesu galdrafári, týndu einnig lífi. En semsagt: Upp frá þessu var Jens Kofoed þjóðhetja á Borgundarhólmi. Hann fékk ýmis metorð hjá Friðriki konungi, þeim sama og kom á einveldinu - einnig lofaði konungur því, að hann mundi aldrei framar semja um að af- henda Borgundarhólm erlendu ríki - fyrr skyldu aðrar lendur fjúka. Jens Kofoed lést árið 1661 og lét eftir sig meira en 20 börn. Ættin hefur víða komið við sögu og sýnist til dæmis eiga fjórða hvert leiði í kirkjugörðum Borg- undarhólms. Margír innan henn- ar vildu gjarna telja sig aðals- menn og settu de eða von fyrir framan ættarnafnið. En það var samt ekki fyrr en árið 1903, að aðalsbréf var gefið út til handa þrem bræðrum af Kýrfótarætt í Kaupmannahöfn - voru þeir komnir beint af Jens Kofoed í fimmta lið. ÁB Sænska setuliðið sat í kastalanum Hamarshús FRÁSÖGUR UM FORNALDARLEIFAR ÚTGÁFU ANNAÐIST DR. SVEINBJÖRN RAFNSSON í riti þessu er fróðleikur um íslenskar fornminjar, kirkjugripi, örnefni, þjóðtrú og sagnir, ásamt þjóðsögum. Bókaútgöfa /VIENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7 • REYKJAVÍK • SÍMI 6218 22 JÓLABLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13 S0B teiknistofa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.