Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 11
Oft var slegið upp sjóorustu við Borgundarhólm hér áður fyrr Heyrt og séð sumarleyfi eftir Árna Bergmann Kannski gerist hér aldrei neitt nema að síld er reykt? honum lítill drengur sem sagði: Berstu fyrir lífi þínu! Jep var áður venjulegur strigakjaftur og brennivínshundur, en gerðist nú helgur maður, prédikari og hjálp- arhella sjúkra og fátækra. Síðast gerði mannkynssagan Borgundarhólmurum rúmrusk þegar komið var að því að þýska setuliðið á eynni ætti að gefast upp vorið 1945. Þýski herstjórinn vildi ekki gefast upp fyrir Rússum og voru þá gerðar loftárásir á Rönne og Nexö og eyðilagðist um þriðjungur húsanna í þeim plássum. Út af fyrir sig Sérhver eyþjóð hefur til- hneigingu til að hafa þjóðernis- stefnu út af fyrir sig og Borgund- arhólmarar eru engin undantekn- ing. Þeir hafa líka úr ýmsu að moða. Þeir er nokkuð fleiri en Færeyingar, svo dæmi sé tekið. Þeir eiga kirkjurnar merkilegu og síldina reyktu. Þeir eiga sér sér- staka þjóðtrú á einskonar huldu- fólk sem hefur reyndar til- hneigingu til að haga sér ósköp svipað og okkar huldufðlk. Þetta „undirheimafólk" er heiðarlegt en viðsjárvert ef á hluta þess er gengið og það stundar þá ósvinnu að skipta um sín börn og manna- börn - ef menn svo vildu Josna við þessa „bytijna" áttu þeir að fara illa með umskiptingana og gera sig líklega til að kasta þeim í ofn- inn. Borgundarhólmarar eiga sér líka sérstaka mállýsku og hafa notað hana tH að skrifa endur- minningar, ættjarðarkvæði og re- víur. Þeir segja djorra en ekki göre, koss er kjöss, pibel erstúlka og horra erpiltur. Þeir hafa sömu málvenju um „síld og fisk" og fs- lendingar. Og þeir ku varast að taka sterkt til máls um tilfinning- ar - það var t.d. ekki siður að segja „ég elska þig" eða eitthvað þessháttar. Það var alveg nóg að segja , ja' mener om dai". Það gerðist reyndar þessa daga meðan við vorum á Borgundar- hólmi að út kom skáldsaga eftir Jacob Ludvigsen, sem á heima í Svaneke og heitir „Befri Born- holm" - „Frelsum Borgundar- hólm". En satt best að segja var hér ekki um uppreisrfártivorað ræða gegn „vesturdönsku ríkis- valdi" eins og Jacob kallar óvin- inn. Þetta er gamansaga í eins- konaf revíustíl, þar sem margir nafnkenndir menn koma við sögu. Efnið er það, að upp rís á Borgundarhólmi hreyfing, sem vill gera eyjuna óháða í efnahags- legu tilliti og verða af þessu alls- konar uppákomur, sem sumum þóttu fyriánar en öðrum ekki. Þegar ég sagði Kristfnu f Norðurgötu frá þessari bók hló hún við og'sagði: Þessar eyjar eru aidrei til friðs, endilega vilja þær slíta sig lausar. Fyrst var það ísland, svo Fær- eyjar og nú Borgundarhólmur, herra minn trúr. í Bornholms Tidende hentu menn gaman af, náttúrlega. Þar var skrifuð grein (á mállýsku) um glæsilega möguleika Borgundar- hólmara til að græða á eigin brennivíni, frímerkjum, snússi og skattaflótta. Best væri þó ef þeir kæmu sér upp eigin kóngi - sem náitúrlega héti Kýrfótur fyrsti. Önnur tíðindi Annars var allt með friði og spekt. Bæjarstjórnin í Guðhjem var óhress yfir þyí að einhver hús- eigendablók hafði látið hús sitt standa autt í heilt ár og drabbast niður. Hedvig Vang var að hætta hjá sparisjóðnum eftir 27 ára starf og fékk nýtt reiðhjól að gjöf. Hugvitsmaðurinn Hans Chr. Ol- sen í Muleby hafði smíðað sér svefnhjól til að draga á eftir sér á ferðalögum - með öllum þægind- um. En það sýndist einhver ó- friður í uppsiglingu milli Svaneke og Nexö, vegna þess að í Nexö höfðu menn byrjað á markaðs- haldi sem þeir kalla „túristadag". Einn kaupmaður í Svaneke skrif- aði um þetta tiltæki ævareiður í málgagnið Östbornholm: „Túristadagur í Nexö! Nei, takk, eftirhermudagur skal hann heita. En sem betur fer er munur á okkur og ykkur. Mannlífið á markaðstorginu í SVaneke er eðlilegt og óþvingað. í Nexö er það gervilíf, stjórnað af gráðug- um kaupmönnum sem aldrei fá nóg". Ég veit ekki hvernig sú rimma fór. En maður veit það aldrei - það eru ekki nema tæpir 10 kíl- ómetrar á milli þessara tveggja elskulegu bæja á austurströnd Borgundarhólms. ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.