Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 18
Hagnýtsálar- frœði eða hvernig kjólar halda áfram aðveraóseldiríbúðum. Skrítlur Það er alltaf verið að segja mér að sálf ræði sé svo af skaplega hagnýttfag. Líka í viðskiptum. Það hjálpi svo vel til að átta sig á allskonar djúpstæðum ástæðum fyrir því, að menn gera það sem þeirgera, hætta við það sem þeir ætluðu að gera eða láta sig dreyma um eitthvað, sem þeir kannski mundu gefa ef þeir hefðu efni á því. Eða ef einhvertelur þeim trú um, að þeir hafi nú rétt til að kaupa sér vídeó eða eyða þúsundkalli í steik. Til dæmis, segir hagnýta sál- fræðin: hvernig á að selja fólki brjóstsykur og súkkulaði þegar allir vita að gotterí er óhollt og fitandi og guð má vita hvað. Jú - kamel síríussúkkulaði nóalakkrís saltaðar hnetur egilsbjór og svo framvegis. Þetta er fín auglýsing. Hún bregst aldrei. Eg hefi verið að hugsa mikið um þetta með sálfræðina, því ég er með svona fatabúð hérna í miðbænum. Hún hefur gengið bara vel. Ég segi bara við kúnn- ann: Þetta fer þér ágætlega. Þú yngist upp um þrjú ár (ég segi aldrei fimm ár því að ég veit að það borgar sig ekki að ljúga mjög miklu í eínu). Svona hefi ég haft það lengi. En ég veit að ég er ekki á eftir tímanum. Hvort heldurðu, spurði Gugga, að skipti meira máli, þú sjálfur eins og þú ert eða umbúðirnar utan um þig? þú grefur upp úr sálarkimanum ákveðið samhengi: þegar hann eða hún voru lítil, þá fengu þau gott ef þau voru góð. Ef þau til dæmis borðuðu hafragraut. Þá áttu þau skilið að fá 'kandís eða karamellu. Þetta ber að nota, segir hagnýta sálfræðin. Þú býrð til mynd af náunga sem er sveittur og brosandi að hvíla sig eftir að hafa grafið hundrað metra skurð á feiknarlegri gröfu, rekið hross til byggða yfir fjöll og firnindi eða neglt saman flekahús á hálfum degi. Og hann er að fá sér eitthvað sem honum þykir gott. Og textinn í auglýsingunni er: Nú á ég skilið að fá mér kók pepsíkóla Gugga var ósköp elskuleg og greindarleg á bak við gleraugun og ég var viss um að okkur mundi koma vel saman. En svo kom frú Thorlands ask- vaðandi, öll á taugunum eins og venjulega og sagðist ætla að kaupa sér dragt fyrir veturinn. Gugga brosti elskulega og spurði: í hvaða verðflokki? Það skiptir ekki máli, sagði frú Thorlands og ég heyrði það ekki vel fram í kompu þar sem ég sat, hvort hún var frekar hissa en móðguð. Að spyrja hana um verðflokk, drottinn minn! Skiptir ekki máli, sagði Gugga hugsi. Segið mér þá eitt frú: Eruð þér að kaupa dragtina vegna þess að þér þurfið á henni að halda, eða ætlið þér barasta að ná yður niðri á eiginmanninum með því að kaupa eitthvað sem er dýrt? Ha? sagði frú Thorlands. Kannski grunið þér hann um framhjáhald og teljið að þetta sé eina leiðin til að jafna metin? Ég á nú ekki orð, sagði við- skiptavinurinn. Eg segi yður satt: það er mjög dýrt form fjandskapar að eyða peningum sagði Gugga. Ég tel ráðlegast fyrir yður að hugsa mál- ið í nokkra daga. Eins og Freud sagði: ný dragt eyðir ekki hjú- skaparduld. Frú Arnalds sagði ekki orð en sigldi út eins og galías í sterkum vindi. Ég heyrði þetta, en ég sagði ekkert. Því ég hefi alltaf borið virðingu fyrir vísindum. Svo kom önnur kona, sem ég ekki þekki, og þó þekki ég allan bæinn eða svo gott sem. Hún sagði: Ég verð að fá eitthvað æsilegt. Ég er að fara í móttöku í Ráð- herrabústaðnum og ég vil fá kjól sem leggur alla flata. Gugga kinkaðí kolli ofur skiln- ingsrík: Komdu með mér. Hér erum við með ægilega smarta kvöld- kjóla fyrir fólk sem skortir sjálfs- traust. Sjálfstraust? Einmitt. Vissirðu ekki að föt eru eitt aðalmeðalið sem konur brúka til að berja niður skort á öryggi og sjálfstrausti? Eg er ekkert óörugg, sagði konan og var fúl. Af hverju viltu þá að allir liggi flatir í Ráðherrabústaðnum? Hvers vegna viltu ekki að menn taki þér eins og þú ert, en ekki umbúðunum utan um þig? Hef- urðu ekki fylgst með? Þú ert mjög lagleg og það er eitthvað merkilegt við þig sem þú ert að reyna að fela, guð má vita til hvers. Ég get svo sem selt þér nýjan kjól sem vekur athygli - ef þú endilega vilt. En þá kemstu heldur aldrei að því, hvort það varst þú sjálf eða dressið sem varð til þess að menn göptu af undrun og aðdáun. Mér fannst nú nóg komið. Ég gekk fram og sagði! Gugga mín, ef að konan vill kvöldkjól, leyfðu henni þá að skoða kvöldkjóla. Hvurslags er þetta eiginlega. Nei, sagði viðskiptavinurinn. Hún hefur rétt fyrir sér. Til hvers ætti ég að eyða tíu þúsundum til að fá að heyra eitthvað smjaður frá fólki sem er skítsama um það hvort ég er til eða ekki? Þakka þér kærlega fyrir hjálpina vina. Ég held þetta sé rétt hjá þér - ég hefi verið eitthvað svo óörugg og ekki einu sinni vitað af því. Svo gekk hún út og var tiltölu- lega ánægð á svipinn, en ég ekki. Gugga brosti til mín uppörf- andi eins og hún vildí segja: Þarna sérðu. Ég sá og skildi. Ég sagði henni upp. Ég efast um að sálfræðin séu vísindi. Að minnsta kosti ekki hagnýt. Skaði stældi og frumsamdi. Allt í lagi. Pétur, sagði kennarinn, enn einu sinni kemur þú of seint. Klukkan er tuttugu mínútur yfir átta. Það gerir ekkert til kennari. Mamma segir alltaf að ég eigi allt lífið framundan. Kjarakaup Blómaverslun ein í Verona festi upp svofellda auglýsingu í búðarglugganum: Hjá okkur eru blóm svo ódýr að meira að segja eiginmenn geta keypt þau. Tryggð Ég held því fram að tryggð þessa hunds eigi sér engan líka. Eg hefi selt hann þrisvarog þrisv- ar hefur hann komið til mín aftur. Ohapp Tveir fangar tala saman. Ann- ar segir við þjáningabróður sinn: Allir kvarta yfir því að þeir hafi verið óheppnir, þess vegna sitji þeir inni. Ég.trúi því ekki. Það er ekki til svona mikið af óheppni. Við erum bara svona gaga. Jæja? sagði hinn. En hvað um mig? Ég ætlaði að brjótast inn í sumarbústaðinn hans Fredda og heilum mánuði eyddi ég í að koma mér vel við hundinn hans, gaf honum kjötbita og spægi- pylsu og guð má vita hvað. En þegar ég svo var kominn inn í forstofuna í þessu sloti þegjandi og hljóðalaust - þá steig ég ofan á rófuna á kettinum! Mengunar- vandamál - Ég sé að vatnið hér er ilia mengað. Hvað gerið þið í mál- inu? - Fyrst síum við vatnið, svo sjóðum við það og svo bætum við í það nauðsynlegum steinefnum. - Fyrirtak. Og hvað svo? - Svo drekkum við bjór. Réttlætisbarátta Mamma, sagði Sigga litla. Hann Nonni heimtar að fá að éta hálfa tertusneiðina mína. Mér finnst það ekki rétt, því hann gat verið búinn að borða tertur í tvö ár áður en ég fæddist. Þarna er þessi frægi hönnuður - hann ætlar ekki að sýna þessa nýju vinkonu sína fyrr en á næstu bílasýningu. Viltu ekki vera svo vænn Jónmundur að fara og búa til kaffi handa okkur. 18 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN - JÓLABLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.