Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 15
hann hefði til þess leyfi Tyrkja- soldáns sem þá var hæstráðandi yfir ófrjálsu Grikklandi? Melina Merkúrí, fræg kvik- myndaleikkona og nú mennta- málaráðherra í vinstristjórninni grísku, segir umbúðalaust: Þess- um 2400 ára gömlum myndum, þessum þjóðardýrgripum, var rænt frá Grikkjum þegar þeir gátu ekki varið hendur sínar. „Útlendur maður, Tyrki, leyfði öðrum útlendingi, Breta, að ræna Parþenon og enginn spurði okkur Grikki hvort við vildum láta af hendi þennan einstæða vitnis- burð um fortíð okkar". Og Me- lína hefur heitið því að berjast fyrir endurheimt Elgin-mynd- anna svonefndu „þótt ég liggi dauð eftir". Þessu hefur fyrrnefndur for- stjóri British Museum, David Wilson, svarað á þá leið, að Bret- reyndar tollfrjálst t.d. í Vestur- Þýskalandi. Varðveisla þá oq nú Önnur helsta vörn þeirra, sem ekki vilja láta hin fornu listaverk af hendi, er sú, að safnarar Evr- ópulanda hafi bjargað mörgum dýrgripum frá glötun. Og það er rétt : slík dæmi eru vitanlega til - við hliðina á öðrum dæmum, sem sum voru nefnd áður, um að safn- arar hafi margt eyðilagt í græðgi sinni. Um þetta segir Richad B. Nunoo, þjóðminjavörður Ghana: „Þróunarlöndin kvarta ekki yfir því, að dýrgripir þeirra voru teknir og varðveittir á þeim tíma þegar landsmenn sjálfir höfðu ekki möguleika til að varð- veita þá sem skyldi. En við erum nú færir um að gæta menningar- arfs okkar sjálfir". Þessi marmarariddari er hluti af þeim lágmyndum sem Elgin lávarður hafði með sér frá Aþenu árið 1916 í kistum. Melína Merkúrí, menntamálaráðherra Grikklands, segist fyrr dauð liggja en hætta að berjast fyrir endurheimt þessa „einstæða vitnisburðar um gríska fortíð". sem aldrei verður bættur að kom í ljós, að ekki var eina einustu bronsmynd forna lengur að fá hvorki í Beninhéraði né annarstaðar í Nígeríu. Nígeríu- menn sneru sér til safna í Evrópu og báðu um þó ekki væri nema eina bronsgrímu eða styttu og þó ekki væri nema að láni. Ekkert svar. Safnið í Beninborg varð að láta sér nægja ljósmyndir af dýr- gripum þessum. Margar kröfur Svo mætti lengi áfram telja. írak vill fá aftur frá Austur- Berlín Istar-hliðið, sem þýskir fornleifafræðingar tóku niður við uppgröft í rústum Babýlonar rétt fyrir aldamót. írakar hafa jafnvel haft í hótunum við Austur- Þýskaland að hætta að selja þeim olíu ef þetta bláa og gullna mósa- íkverk fæst ekki afhent. Thai- lendingar hafa mikinn áhuga á að fá bronsstyttu af Avalokitshe- vara, helgum manni í Búddasið, sem er í Metropolitan safninu í New York. Og fá lönd hafa verið jafn oft og mikið rænd fjársjóð- um fyrri alda og Egyptaland. Ein- na verstur var Napóleon, sem fór með her þangað árið 1798 og hafði með sér mikinn fjölda dýr- gripa úr konungagröfum og ho- frústum. Að vísu lentu gripir þessir ekki hjá Frökkum, því Bretar náðu ránsfengnum á heimleið - er þeirra gripa síðan að leita á Englandi. Skemmdarverk Sumir „bara" hirtu það sem virtist liggja í reiðileysi eða undir skemmdum. En margoft hafa landkönnuðir, herforingjar og ævintýramenn gripið til sleggju, járnkarla og steinsaga til að ná þeim ránsfeng sem þeir sóttust Þessi mynd af guðnum Sjíva stóð öldum saman í musteri á Suður-lndlandi. Nýlega var henni stolið og ríkur safnari í Kaliforníu greiddi fyrir hana miljón dotlara: sagan heldur áfram en verðlagið breytist. eftir. Þjóðverjarnir Grúnwdel og Le Coq voru á fyrsta áratug ald- arinnar á flakki um Austur- Túrkestan. Þeir fluttu þaðan í 230 kistum um 600 veggmyndir sem þeir höfðu sagað út úr steinveggj- um búddaklaustra í hellum ná- lægt Turfan. Eru þessir gripir í Safni indverskrar listar í Berlin enn þann dag í dag. Bandaríkja- maðurinn Langdon Warner safn- aði kínverskri list fyrir Fogglista- safnið í Boston. Hann skildi eftir ljóta flekki í hellamusterunum í Dunhúang en þar losaði hann með eldi parta afveggmálverkum og hafði með sér til Bandaríkj- anna. Hinar villimannlegu aðfar- ir margra safnara hafa leitt til þess, að víða í gömlum musterum Asíu, Afríku og Rómönsku Am- eríku er ekki heila styttu að finna. Oft var erfitt að taka upp heila líkneskju og var þá gripið til þess að brjóta af þeim hausana og skilja búkinn eftir. Samþykkt sem dregur skammt Á síðari árum hefur verið reynt að sporna að minnsta kosti við því að haldið sé áfram á sömu braut. Árið 1970 gerði Menning- arstofnun Sameinuðu þjóðanna samþykkt, þar sem fordæmd er verslun með forn listaverk, sem ekki er gerð heiðarleg grein fyrir hvernig á markað sé komin. Um 50 lönd hafa undirritað þessa yfir- lýsingu, en það eru einkum lönd sem mest verða fyrir barðinu á listaverkaþjófum og smyglurum. Bretar og Frakkar hafa t.d. ekki skrifað undir enn og Bandaríkja- menn líta svo á, að undirskrift þeirra sé ekki skuldbindandi meðan svo sterkir aðilar ganga lausir ef svo mætti segja. Kaup eða rán Safnstjórar og aðrir þeir sem áhuga ríafa á þessum málum reyna að gera sem mest úr því, að gripirnir séu upphaflega keyptir á sæmilega heiðarlegan hátt. Til dæmis segir David Wilson, for- stjóri British Museum, að lág- myndirnar úr höfuðhofi Grikkja, Parþenon, hafi verið keyptar af Elgin lávarði árið 1816 fyrir 35 þúsund pund (kannski væru það svosem 90 miljónir króna nú). En hvaða rétt hafði herra Elgin til að taka þessar myndir - eins þótt British Mueum á um 2000 stórmerkar lagmyndir úr bronsi, sem breskir her- menn rændu í „refsileiðangri" í Nígeríu árið 1897.1 Nígeríu sjálfri er nú enga slíka mynd að finna. ar geti ekki byrjað á að gefa slíkt fordæmi - ef að grísku lágmynd- irnar verða afhentar, þá verði enginn endir á kröfugerð. og hann vísar til kaupanna. En aðrir eru þá fljótir til að benda á að á nýlendutímunum hafi vopnlitlir og/eða fáfróðir fbúar þeirra landa, sem byssur Evrópu lögðu undir sig, staðið heldur illa að vígi þegar um var að ræða kaup eða „skipti" - til dæmis á brennivíni og glerskartgripum og fornum merkisgripum. Samtþykkt UNESCO hefur haft lítil áhrif. Markaðsverð á forngripum fer mjög hækkandi og eftir því verða smyglarar út- smognari og sölumenn slóttugri. Ríku löndin banna hreint ekki innflutning á dýrgripum, sem eru fengnir með vafasömum hætti - víða gildir formúlan „flutt út ó- löglega - flutt inn löglega" - og Þess eru dæmi að slíkri stefnu sé fylgt. Einna skástir fyrrum ný- lenduþjóða (fyrir ulan Dani) hafa reynst Belgar og Hollend- ingar sem hafa skilað Zaire (áður Belgísku Kongó) og Indónesíu ýmsum gripum og aðstoðað beinlínis við að byggja upp söfn og þjálfa starfsfólk. Ástralíu- menn, Nýsjálendingar og Banda- ríkjamenn hafa líka látið eitthvað af hendi. Sannleikurinn er reyndar sá, að því fer fjarri, að þær þjóðir sem hafa verið dýr- gripum sínum sviptar á árum áður, geri tilkall nema til tiltölu- lega lítils hluta fjársjóðanna. Me- lína Merkúrí segir t.d. að Grikkir vilji ekkert annað heimta af Bret- um en lágmyndirnar úr Parþenon - að öðru leyti vilji þeir semja um að fá listaverk til láns á farands- ýningaj. Árni Bergmann tók saman JÓLABLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.