Þjóðviljinn - 19.12.1984, Síða 13

Þjóðviljinn - 19.12.1984, Síða 13
NYJAR B/€KUR Smásögur Guðbergs Aðalsteinssonar Af himnum ofan heitir safn smásagna eftir Guðberg Aðal- steinsson sem höfundur gefur út. Þetta er önnur bók Guð- bergs, en áður hefur komið út eftir hann skáldsagan Björt mey og hrein. f bókarkynningu segir á þá leið að bókin sé „safn smásagna“, ævintýri þar sem hið ómögulega getur gerst og gerist. Geimvera nauðlendir á glugga- sillu ungrar konu í Breiðholtinu. Upprennandi stjórnmálamað- ur leggur til atlögu tvið tvíhöfða, eldspúandi dreka. Árrisull skokkari hleypur fram á hafmey við Ægissíðuna". Bókin er 100 bls. Guðrún Sveinsdóttir Nýr barna- bóka- höfundur Nýr barnabókahöfundur kemur fram á vegum bókaút- gáfu ísafoldarprentsmiðju h.f., Guðrún Sveinsdóttir á Orm- arsstöðum á Fljótdalshéraði, húsfreyja innan við miðjan aldur. Þótt þetta sé fyrsta bók Guðr- únar, er hún orðin talsvert kunn af sögum sínum, sem lesnar hafa verið í barnatímum útvarpsins á undanförnum árum. Sagan, Jólasveinafjölskyldan á Grýlubæ41 segir frá hinum þekktu fjallabúum Grýlu og Leppalúða og sonum þeirra þrettán talsins, jólasveinunum. Einnig kemur dóttirin Leiðindaskjóða við sögu, svo og jólakötturinn. Nokkrir aðrir íbúar Tröllabyggðar ganga j b=u:" í" ,'jfa í>alj er Uf'ð ; .11 w. íí .. wí... at ri_yulegl og hálda rnætti, síður en svo. Segja má að Grýla sé aðalsögu- hetjan. Hún er búkona góð og hin rausnarlegasta í framgöngu, þótt komin sé hún til ára sinna. Og hjartalag hennar skelfir eng- an krakka. Þessi nýstárlega bók um jóla- sveinafjölskylduna er prýdd fjölda mvnda eftir unga stúlku, Elínu Jóhannsdóttur. Bókin er 103 bls. Landið þitt ísland Síðasta bindí kom- ið út með sérkafla umVestmanna- eyjarog Þingvelli Út er komið hjá Erni og Ör- lygi fimmta bindi bókaflokks- ins Landið þitt ísland eftir þá Þorstein Jósepsson og Stein- dór Steindórsson. í þessu bindi eru sérkaflar um Vest- mannaeyjar og Þingvelli. Guðj- ón Ármann Eyjólfsson skóla- stjóri ritar um Vestmannaeyjar en Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur um Þingvelli. Bókin er 272 blaðsíður. Litmyndir, teikningar og málverk eru 300. Hvunndagsljóð Sólveigar Pálsdóttur Hvunndagsljóð nefnist bók eftir Sólveigu Pálsdóttur sem Prentsmiðja Suðurlands gefur út. Bókin geymir stökur og tæki- færiskvæði, átthagakvæði og ferðaminningar, studdar rími og stuðlum, þá er og ljóðað óspart á ýmsa samferðamenn. Síðasta kvæði bókarinnar heitir Á ber- angri og er þetta niðurlag þess: En þó svo að fleyið mitt fái þanri dóm að farast við annesjakletta. Mig langar að svolítið berangurs blótn á braki þess megi spretta. Góði dátinn í fjórðu útgáfu Víkurútgáfan hefur gefið út þýðingu Karls ísfelds á Góða dátanum Svejk eftir tékkneska édr^^umsisf^rsnn Jsroslsv Hasek. Er þetta í fjórða sinn að þýðing Karls er gefin út, en hún kom fyrst út á striðsárun- um. Góði dátinn Svejk er, eins og margir vita, einhver fyndnasta lýsing á fáránleika styrjaldar sem sett hefur verið saman. Og góði dátinn sjálfur ein af eftirminni- legustu persónum heimsbók- menntanna - sá alþýðúmaðuf sem kýs að synda gegnurn þao forað sem yfirvaldið etur honum út í með þeim merkilegu slóttug- heitum að taka allt eða þykjast taka allt alvarlega, sem haft er uppi keisaranum og ríkinu og hetjuskapnum til dýrðar. Bókin er 368 bls. Krakkar mínir komið þið sœl! Út er komin í 4. útgáfu bókin Krakkar mínir, komið þið sæl! en í henni eru hinar sívinsælu vísur Þorsteins Ö. Stephensen um jólasveininn i útvarpinu og krakkana. Myndir í bókinni eru eftir Hall- dór Pétursson. Krakkar mínir, komið þið sæl! er prentuð í Vík- ingsprenti og bundin hjá Bók- felli. Útgefandi er Helgafelli. William Golding Erfingjarnir effir Golding Ægisútgáfan-Bókhlaðan hefur gefið út skáldsöguna Erfingjarnir eftir breska nób- elsverðlaunaskáldið William Golding. Golding hefur mjög lagt sig eftir hinu góða og þó enn fremur hinu illa í sögu mannsins. í þess- ari sögu bregður hann sér til for- sögulegra tíma - sagan fjallar um ýmisleg stórmæli sem verða með Neanderdalsmönnum, mann- fræði og fornleifafræði liggja að baki þessari skáldsögu um leið og spurt er um þá hluti sem sam- eiginlegir eru okkar rugluðu öld og löngu liðnum tímum. Ljóð og mynd í samfellu Jt er komin Svartllsi, íjoð og mynd eftir Kristján Kristjáns- son og Aðalstein Svan. í bók- inni eru 25 Ijóð og 18 dúkristur, 60 blaðsíður og er gripurinn prentaður í Hólum. Höfundarn- ir gefa út. Um þá er það helst að segja að þeir eru „að norðan", Kristján er frá Siglufirði og Aðalsteinn úr ná- lægum firði sem heitir Eyjafjörð- ur. Bókin er til sölu í helsíu bóka- versiunum iandsins. Sagnakver Skúla Gíslasonar Út er komin hjá Helgafelli önnur útgáfa af Sagnakveri Skúla Gíslasonar með formála eftir Sigurð Nordal. Séra Skúli Gíslason (1825-188) var einn af mestu skörungum ís- lenskrar prestastéttar um sína daga. Hann var prestur á Breiða- bólstað í Fljótshlíð. Hann skráði þjóðsögur og eru margar af bestu og frægustu þjóðsögum í safni Jóns Árnasonar frá honum. Fyrri útgáfa þessarar bókar kom árið 1947 og hefur Halldór Pétursson teiknað myndir við sagnirnar. Fimm íslenskar skáldsögur Skjaldborg a Akureyri hefur gefið út fimm nýjar íslenskar skáldsögur. Sumar á Síldarfírði heitir saga eftir Eyjólf Kársson (og er það dulnefni). Sagan gerist á árum síldarævintýrsins, fyrirmyndin er að líkindum Siglufjörður, þar segir frá ungum sveitapilti sem þarf að sjóast í gráu gamni síldar- plássanna. Háski á Hveravöllum heitir skáldsaga eftir Birgittu H. Hall- dórsdóttur. Þetta er ástar- og spennusaga og er lesanda gefið í kynningu undir fótinn með dular- fullu morði á Hveravöllum og háska sem vofir yfir knárri blaða- konu. Villt af vegi heitir sjötta bók Aðalheiðar Karlsdóttur frá Garði og fjallar ekki síst unt taugastríð ungrar konu sem flýr undan fötlun sem unnusti hennar verður fyrir. Sigrún heitir skáldsaga eftir ísól Karlsdóttur og er kölluð spennandi lífsreynslusaga ungrar stúlku. Súrt regn eftir Vigfús Björns- son er önnur skáldsaga höfundar- ins. Henni er svo lýst í bókar- kynningu að hún fjalli „um ástir heimasætunnar í dalnum, og tón- skáldsins í borginni, ómengaða íslenska náttúru, súrt regn, dap- urlegar framtíðarhorfur heims- byggðarinnar, gljáfægð dráps- tæki og regintröll sem heimta blóð“. CMRT 'XÍeKjP III BJÖRNSSON REGN ) | .úMIfou |fjÉ I Reimleikasögur Innlendar og erlendar Kynlegir farþegar nefnist safn reimleikasagna sem Bjall- an hefur gefið út. í bókarkynningu segir á þá leið að hér sé syrpa erlends og inn- lends efnis af ýmsu tagi sem spanni litrófið frá „hófstilltri hrollvekju til góðlátlegrar gam- ansemi“. Þorsteinn frá Hamri hefur valið innlenda efnið og þýtt það erlenda. Meðal innlendra höfunda eru Þórbergur Þórðar- son, Theódóra Thoroddsen og Grímur Thomsen, en meðal hinna erlendu Edgar Allan Poe, Knut Hamsun og H.G. Wells. Myndir eftir níu listamenn prýða bókina og er einn þeirra íslenskur, Hringur Jóhannesson. „Hvað sem líður öllum bolla- leggingum um trú og vantrú og hjátrú hafa reimleikasagnir ætíð gegnt djúpu hlutverki, jafnt í daglegu lífi sem í lífi bókanna. Þar fara saman fróðleikur og skemmtan auk heilabrota um hulin öfl“ segir í bókarkynningu. Ógnarráðu- neytið Hjá Máli og menningu er komin út bókin Ógnarráðu- neytið (The Ministry of Fear), ein þekktasta spennusaga Grahams Greene, í þýðingu Magnúsar Kjartanssonar. Söguhetjan, Arthur Rowe, er dagfarsprúður maður með erfiða fortíð. Áf einskærri tilviljun rekst hann inná útiskemmtun til að hafa ofan af fyrir sér, en óðara fara furðulegir hlutir að gerast: iijuSLia seinni heimsstyrjöldinni miöri. Og þótt hann vilji feginn sleppa heldur tilhugsunin um Önnu hon- um föstum f atburðarásinni. Sag- an er afar vel upp byggð og mann- lýsingar vandvirknislega unnar, bæði aðalpersóna og aukaper- sónur. Ógnarráðuneytið er 211 bls. og fvrsta Náttuglan í nvjum kilju- fíokki Máls og menningai. Anna V. Gunnarsdóttir geröi kapu. Miðvikudagur 19. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.