Þjóðviljinn - 19.12.1984, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Miðvikudagur 19. desember 1984 254. tölublað 49. örgangur
djúðviuinn
Ríkisstjórnin 1985
Skuldaklafiim þyngist
Erlend lán hœkkuðu á þessu ári um 10 miljarða króna. Fjórði hluti útflutningstekna
íslendingafer nú í að greiða afborganir og vexti aferlendum lánum.
Heildarlánsfjáröflun til opin-
berra aðila, Framkvæmda-
sjóðs og atvinnuvega nemur alis
9.868 miijónum króna, að því er
segir í fjárfestinga- og lánstjár-
áætiun fyrir árið 1985 sem lögð
var fram á alþingi í gær.
Gert er ráð fyrir lánsfjáröflun
innanlands að upphæð 2.568
miljónir króna, og tekið fram að
um mjög ótrygga fjáröflun sé að
ræða. Erlend lán eru áformuð
árið 1985 að upphæð 7.300 milj-
ónir króna til langs tíma en að
auki skammtímalán að upphæð
1200 miljónir króna eða nýjar
lántökur erlendis að upphæð
8500 miljónir króna.
í áætluninni segir að gert sé ráð
fyrir, að löng erlend lán muni í
árslok 1984 nema 42.660 miljón-
um króna á meðalgengi ársins en
eru talin vera í árslok 1983 32.126
miljónir króna. Greiðslubyrði
vegna afborgana og vaxta af
löngum erlendum lánum er talin
nema 23% í hlutfalli af útflutn-
ingstekjum en var 20.6 % 1983.
Gert er ráð fyrir að 4.700 milj-
ónir fari til að greiða af erlendum
lánum og síðan er áætluð lán-
tökuþörf vegna viðskiptahalla
4800 miljónir króna. Þrátt fyrir
þetta eru horfur á að greiðslu-
jöfnuður verði óhagstæður um
allt að 1000 miljónir króna, sem
jafnframt rýrir gjaldeyrisstöð-
una.
-6g
Rjúpan
Guðríður Guðmundsdóttir hjá Sláturfélagi Suðurlands í Austurveri heldur hér á nokkrum rjúpum „að norðan". Mynd: E.ÓI.
Togarauppboðin
Kaldar
kveðjur
Sjávarútvegsráðherra:
Verður að ganga
til uppgjörs.
„Það hefur allt verið gert sem
frekast er kostur varðandi
skuldbreytingar og það verður að
gera dæmið upp. Því lengur scm
þetta dregst því sárara verður
það“, sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra er uppboð
togara sem nú eiga sér stað komu
til umræðu í fyrirspurnartíma á
alþingi í gær.
Steingrímur J. Sigfússon sagði
að heimamönnum þar sem togar-
ar eru nú undir uppboðshamrin-
um þættu þetta litlar fréttir og lítil
svör frá ráðherra. Taka þyrfti sér-
staklega á vanda þessara skipa og
forða þeim frá uppboði.
Svavar Gestsson sagði að ráð-
herra væri að hlaupa frá vandan-
um. Alþýðubandalagið hefði lagt
fram ýtarlegar tillögur um hvern-
ig tekið skyldi á þessum vanda en
stjórnvöld ekki litið við þeim.
-•g-
Sjónvarp
Skonrokk hafnar Bubba
Umsjónarmenn telja
myndstungu Friðriks Þórs ekki nógu góða
Utgefendur Das Kapital, hljóm-
sveitar Bubba Morthens og fé-
laga, hafa skrifað útvarpsráði
bréf vegna þcss að umsjónar-
menn Skonrokks höfnuðu
myndstungu (vídeóklippi) þar-
sem hljómsvcitin leikur eitt af
lögum sínum á Lækjartorgsfundi
verkalýðsfélaga í haust.
Anna Hinriksdóttir annar um-
sjónarmanna sagði Þjóðvilja í
gærkvöldi að þeim hefði ekki
fundist efnið nógu vel unnið, -
myndgæðin ekki nógu góð.
„Þetta var feidandi úr og í fókus
og myndavélin rásandi til og frá“.
Skonrokki var boðin mynd-
stungan til sýningar sl. föstudag. í
hennar stað var sýnd önnur sem
sjónvarpsmenn gerðu sjálfir í
Gluggaþátt fyrir nokkru.
Ásmundur Jónsson í Gramm-
inu sem gefur út Kapítalsplötuna
sagðist telja stunguna betri en
ýmislegt annað Skonrokksefni,
Veiði-
tregða
Engin sérstök uppgrip hafa
verið hjá rjúpnaveiðimönnum á
þessari „vertíð“ og síst á Suður-
og Vesturlandi, að því er heimild-
ir blaðsins herma. Nokkru betri
mun veiðin hafa verið norðan- og
austanlands. Þó sagði viðmæl-
andi blaðsins á Akureyri að
minna hcfði veiðst af rjúpu á
Norðausturlandi en í fyrra.
Ekki er því þó um að kenna að
rjúpnastofninn hafi minnkað,
raunar þvert á móti, því hann
stækkaði í vor, að sögn þeirra,
sem með því fylgjast. En veiði-
skilyrðin hafa á hinn bóginn ekki
verið góð að þessu sinni, snjólétt
og rjúpan dreifð og stygg. Veiðin
er því fyrirhafnarsöm og af þeim
sökum hafa færri stundað hana
en ella. En þeir Norðlendingar,
sem lagt hafa sig fram og ekki
talið eftir sér sporin, munu ýmsir
hverjir hafa veitt vel í vetur.
-mhg
og þótti hart ef kvikmynd af
hljómsveit á tónleikum væri ekki
tekin gild til jafns við leiknar
stungur.
Friðrik Þór Friðriksson (Rokk
í Reykjavík, Eldsmiðurinn, Kú-
rekar norðursins) stýrði töku
stungunnar. Hann sagði að sér
virtist gagnrýnin ekki byggð á
miklum kunnugleika á kvik-
myndun kringum rokkmúsík.
Fjórar vélar hefðu verið notaðar,
þaraf tvær á hreyfingu, svipað og
í mynd sinni um rokk í Reykja-
vík. Hinsvegar væri auðvitað erf-
itt fyrir íslenskar hljómsveitir og
kvikmyndamenn að keppa við
milljónungana sem tækju myndir
af skonrokkstæi fyrir erlendar
stjörnur.
Friðrik og félagar vinna nú að
annarri myndstungu sem Skon-
rokki verður boðið að sýna næsta
föstudagskvöld.
Muggur
Ennþá
óupplýst
Maðurinn sem leitað var í sam-
bandi við stuldinn á listaverkinu
eftir Mugg er nú fundinn. Hann
gaf sig fram er blöðin gátu um
málið í gær og er hann nú ekki
grunaður lengur að sögn Helga
Daníelssonar hjá Rannsóknarlög-
reglunni. Helgi sagði að áfram
verði unnið að rannsókn málsins.
- GFr