Þjóðviljinn - 21.12.1984, Síða 10
ALÞYÐUBANDALAGIB
MINNING
JÓLAKVEÐJUR
JÓLAFRÍ
Starfsfólk skrifstofu Alþýðubandalagsins sendir öllum flokks-
mönnum og velunnurum Alþýðubandalagsins bestu óskir um
gleðileg jól.
Við þökkum ágætt samstarf á árinu sem er að líða og óskum okkur
öllum árangurs í flokksstarfinu á næsta ári.
Jafnframt tilkynnist að við ætlum að hafa skrifstofuna lokaða 27. og
28. desember. Við bendum á heimasíma ef mikið liggur við.
Við opnum aftur og hefjum starfið af fullum krafti 2. janúar 1985.
Einar Karl Haraldsson
Kristján Valdimarsson
Margrét Tómasdóttir
Gjaldkerar AB auglýsa
Aríðandi orðsending!
Hér með er skorað á alla þá sem enn hafa ekki gert skil
á flokks- og félagsgjöldum ársins að greiða þau fyrir
jól. Munið að þetta er megintekjulind flokksins og að
flokksstarfið geldur þess ef einhver skerst úr leik. Gíró-
seðla má auðvitað greiða í öllum bankaútibúum og
pósthúsum. Gjaldkerar Alþýðubandalagsins
ABR Breiðholt auglýsir
Opið hús á Hverfisgötu 105
Á morgun, laugardaginn 22. desember,verðuropið hús að Hverfis-
götu 105 frá kl. 18-23. Jólakaffi, kökurogjólag... (ekki blettir) frá kl.
19.00. Árni Björnsson lítur inn og spjallar um jólaglögg og Stefán
Jónsson ræðir um Sína menn. Söngvar, gamanmál og fleira.
Gangið við í Flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins meðan á jóla-
innkaupunum stendur og takið þátt í stemmningunni með okkur.
ABR Breiðholt
ABH og ÆFHaGa
Opið hús
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði og Æskulýðsfylkingin í Hafnarfirði
og Garðabæ halda opið hús í Skálanum, Strandgötu 41, laugar-
daginn 22. desember frá kl. 13.00-23.00.
Kaffi, kakó og handunnar kökur á boðstólum. Kíkið við í búðarráp-
inu og fáið ykkur kaffisopa.
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði og
ÆF Hafnarfirði og Garðabæ
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Jólafögnuður
Árlegur jólafögnuður ÆFAB verður haldinn föstudaginn 21. des.
að Hverfisgötu 105. Margt verður til skemmtunar. Húsið verður
opnað kl. 21.00 og því lokað aftur um kl. 24.00. Á boðstólum verða
piparkökur og annað jólalegt til að glöggva menn á tilgangi jólanna.
Mætum öll íðilhress.
Félagsmálaglöggvunarvandamálanefndin
81333
Er ekki tilvalið
að
gerast áskrifandi?
Þorsteinn Pjetursson
í dag föstudaginn 21. de-
sember, verður til moldar bor-
inn Þorsteinn Pjetursson fyrr-
verandi framkvæmdastjóri
Fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík.
Með þessu fáu línum vil ég f.h.
Fulltrúaráðsins flytja þakkir til
minningar um mann sem helgaði
stóran hluta ævi sinnar verkalýðs-
málum og mörg verkalýðsfélögin
í Reykjavík standa í mikilli þakk-
arskuld við.
Þorsteinn Pjetursson vann í
tugi ára mikið og óeigingjarnt
starf sem framkvæmdastjóri
Fulltrúaráðsins og í þágu verka-
lýðshreyfingarinnar í heild. Sér-
staklega var Þorsteinn vinnufús
fyrir smærri verkalýðsfélögin í
Reykjavík, en þau félög höfðu
ekki á þeim tíma neina starfs-
menn til að hugsa m.a. um gerð
kjarasamninga og úthlutun at-
vinnuleysisbóta, svo eitthvað sé
nefnt. Þau eru mörg handtökin
sem hann innti af hendi og oft
ekki spurt hver launin væru. Það
var ómetanlegt fyrir verkalýðs-
hreyfinguna að eiga menn að eins
ög Þorstein Pjetursson, alltaf
boðinn og búinn til starfa og
hjálpar, og verður seint fyllt það
skarð sem hann skilur eftir.
Síðustu árin hefur Þorsteinn
verið sjúklingur en alltaf var
hann með hugann við Fulltrúa-
ráðið og hvað þar væri að gerast.
Eftir að hann hætti störfum hjá
Fulltrúaráðinu, starfaði hann við
að koma röð og reglu á ýmis skjöl
varðandi verkalýðshreyfinguna
og var það hans takmark að skrif-
uð yrði saga Fulltrúaráðsins frá
upphafi, en því miður entist ekki
heilsa hans né aldur til.
Þegar að leiðarlokum er komið
vil ég f.h. Fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna í Reykjavík þakka Þor-
steini Pjeturssyni fyrir allt það
mikla brautryðjendastarf sem
hann innti af hendi fyrir Fulltrúa-
ráðið og verkalýðshreyfinguna.
Um leið og ég persónulega þakka
Þorsteini samfylgdina hjá Fullt-
rúaráðinu, • flyt ég eftirlifandi
eiginkonu hans Guðmundu Ól-
afsdóttur mína innilegustu sam-
úðarkveðju.
Blessuð sé minning Þorsteins
Pjeturssonar.
F.h. Fulltrúaráðs Verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík,
Hilmar Guðlaugsson.
Með Þorsteini Pjeturssyni er
fallinn frá einn þeirra manna sem
helgað hafa verkalýðshreyfing-
unni líf sitt. Þorsteinn hóf ungur
afskipti af stjórnmálum og verka-
lýðsmálum og sinnti störfum fyrir
verkalýðshreyfinguna fram í and-
látið. A löngum lífsferli var Þor-
steinn ein af burðarásum ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar. Ég
ætla ekki að rekja feril hans hér
en minni á að um árabil var Þor-
steinn starfsmaður fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykjavík
og sinnti allri daglegri þjónustu
við félagsmenn ýmissa smærri
verkalýðsfélaga sem ekki höfðu
skrifstofu. Hinu daglega amstri í
slíkri þjónustu fylgir mikið álag á
einstaklinginn og fjölskyldu hans
alla og sjaldan fá menn þær þakk-
ir sem vert er. En Þorsteinn var
ekki einasta skrifstofumaður
heldur virkur baráttumaður eins
og t.d. kom fram í baráttunni
gegn gerðardómslögunum 1942.
Eitt helsta áhugamál Þorsteins
var að saga verkalýðshreyfingar-
innar varðveittist í þjóðarvitund-
inni. Hann safnaði bókum og
skjölum um allt sem hreyfingunni
viðkom og forðaði þannig mörg-
um mikilsverðum heimildum frá
glötun. Hann færði Alþýðusam-
bandinu ómetanlegt safn sitt að
gjöf fyrir rúmum áratug og hefur
síðan unnið að flokkun þess
þannig að það kæmi að sem best-
um notum.
Fyrir hönd Alþýðusambands-
ins færi ég Þorsteini þakkir fyrir
mikilvægt starf hans í þágu
hreyfingarinnar og votta að-
standendum samúð.
Ásmundur Stefánsson
Þorsteinn Pjetursson fæddist í
Reykjavík 1906, í þann mund er
Verkamannafélagið Dagsbrún
var stofnað, og var elstur sex
barna Pjeturs G. Guðmunds-
sonar og fyrri konu hans, Ágúst-
ínu Þorvaldsdóttur. Pjetur átti
hlut að stofnun Dagsbrúnar og
varð síðar formaður hennar
nokkur ár, en allt til æviloka lifði
Þorsteinn og hrærðist í verkalýðs-
málum. í barnsminni var honum
verkfallið í grjótnáminu í Öskju-
hlíðinni 1913, þegar unnið var að
hafnargerð í Reykjavík, en því
lauk með viðurkenningu 10
stunda vinnudags og mishás álags
í eftir- og næturvinnu. Frá hlut
föður síns að verkalýðsmálum og
bæjarmálum fram til 1914 hefur-
Þorsteinn sagt í samtalsbók sinni,
Pjetur G. Guðmundsson, Upphaf
samtaka alþýðu.
Á Bolungarvík var Pjetur G.
Guðmundsson búsettur 1914 til
1919, og þaðan átti Þorsteinn
góðar bernskuminningar. Ásamt
Finnboga Bernódussyni og
fleirum stofnaði Pjetur þar
(skammlíft) verkalýðsfélag 1915,
og sat Þorsteinn stofnfund þess.
Aftur til Reykjavíkur kominn,
fór Þorsteinn að bera út Alþýðu-
blaðið þegar það hóf göngu sína
haustið 1919. Verkamannavinnu
fór Þorsteinn að vinna 1923, þá
17 ára gamall. Þá um haustið
gekk hann í Félag ungra kom-
múnista á eins árs afmæli þess og
varð einn máttarstólpa þess, á
meðan það starfaði. Fyrir þess
hönd sótti hann þing Alþjóða-
sambands ungra kommúnista í
Moskvu 1928, og hlýddi þá á
ávörp Stalins og Bukharins.
Einn af stofnendum Kommún-
istaflokks íslands varð Þorsteinn
1930. Litlu síðar var varnarlið
verkalýðsins stofnað („öðrum
þræði vegna þessarar svonefndu
atvinnuleysisbaráttu og hinum
vegna athafna og storkunar nas-
ista“) og var Þorsteinn formaður
þess. Hélt það saman nokkur ár
og var 60-80 manna lið. Kom Þor-
steinn við sögu í Gúttó-slagnum
9. nóvember 1933, og var daginn
eftir hnepptur í varðhald ásamt
Guðjóni Benediktssyni, Hauki
Björnssyni og Magnúsi Þorvarð-
arsyni.
Pjetur G. Guðmundsson var
einn þeirra forystumanna
Alþýðuflokksins, ásamt Héðni
Valdimarssyni, Sigfúsi Sigur-
hjartarsyni og öðrum, sem unnu
að samfylkingu við Kommúnist-
aflokkinn, og fylgdist Þorsteinn
vel með samfylkingarmálunum.
Minntist hann þess, að af útifundi
um útvegsmál og önnur atvinnu-
mál við Miðbæjarskólann 1936
fylgdust þeir Brynjólfur Bjarna-
son með Héðni heim til hans og
ræddu samfylkingarmálin við
hann. Framkvæmdastjóri
Kommúnistaflokks íslands var
Þorsteinn 1937, og sá hann um
starf hans fyrir alþingiskosning-
arnar ásamt Halldóri Jakobssyni.
í stjórn Dagsbrúnar átti hann sæti
1938- 1940, en Héðinn var þá for-
maður hennar. („Ekki illskaðist
Héðinn við mig, þótt ég liti mál
öðrum augum en hann. Hann
vildi aðeins ráða ferðinni.").
Stofnþing Sameiningarflokks
alþýðu, Sósíalistaflokksins, sat
Þorsteinn 1938, og var hann kjör-
inn í miðstjórn flokksins ásamt
föður sínum, og sátu þeir síðan
báðir framkvæmdanefnd hans.
Og fyrstu þrjá mánuðina eftir
stofnun flokksins var Þorsteinn
blaðamaður við Þjóðviljann. í
deilum þeim, sem urðu um af-
stöðu Sósíalistaflokksins til
vetrarstríðs Rússa og Finna,
1939- 1940, „Finnagaldursins",
skildu leiðir með Þorsteini og
fyrri skoðanabræðrum hans.
(„Ég gat ekki fallist á þá rök-
semdafærslu þeirra, að Rússar
hygðust aðeins treysta öryggi sitt,
varnir sínar.“).
Upp úr hernáminu vorið 1940
hófst Bretavinnan, og vann Þor-
steinn að byggingu Reykjavíkur-
flugvallar fram á haust 1914, að
hann hóf eyrarvinnu við höfnina.
Og hefur hann sagt svo frá: „Þá
voru verkföll ólögleg, og Dags-
brún bundin af formlegum samn-
ingum, svo að félagsstjórnin
treysti sér ekki til að hefjast
handa. Þegar liðið var fram í
apríl-maí 1942, hafði ég náð sam-
bandi við allmarga menn, sem
unnu hjá Ríkisskip og Eimskip.
Við afréðum að setja fram kaup-
kröfur til skipafélaganna. Til
stuðnings kröfum okkar gerðum
við þrjú verkföll hvert af öðru.
Eitthvað höfðum við upp úr þeim
öllum, þótt ráðamenn skipafélag-
anna neituðu að ræða við okkur í
því fyrsta. Við héldum smáfundi í
pakkhúsum hjá Ríkisskip og
Eimskip, og verkföllin gengu eins
og í sögu... Það má segj a, að þessi
átök við Reykjavíkurhöfn hafi
verið upphaf skæruhernaðarins á
vinnustöðum sumarið 1942, en
hann breiddist út um allt land.“
Starfsmaður Dagsbrúnar varð
Þorsteinn í september 1942 fram í
maí 1943, að hann var skipaður
fulltrúi Dagsbrúnar í nefnd þá,
sem fjallaði um verðlagningu
landbúnaðarvara. („Þegar
nefndin hafði gengið frá
samkomulagi sínu, bar ég það
upp á miðstjórnarfundi ASÍ, þar
sem það var samþykkt. Enn í dag
hvílir verðlagning landbúnaðar-
vara á þessu samkomulagi. Ég
tel, að á þeim tíma hafi án efa
verið rétt að gera þetta sam-
komulag.“). Og þegar fulltrúa-
ráð verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík opnaði skrifstofu, öðru sinni,
15. september 1943, varð Þor-
steinn starfsmaður á henni. Þar
voru unnin margs konar störf
fyrir lítil verkalýðsfélög, sem
engan starfsmann höfðu. Og upp
frá því vann Þorsteinn slík störf
og áþekk allt fram til 1979.
Þorsteinn Pjetursson var ákaf-
lega einlægur maður og einarður,
kappsamur og orðhvass. Með
honum er genginn jötunn dag-
legra félagsmála.
Reykjavík, 20. des. 1984
Haraldur Jóhannsson.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. desember 1984