Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 1
HEIMURINN FURDUR ÍÞRÓTTIR KiarnorkuvGÐn Loðin raðheirasvör Geir Hallgrímsson svarar bréfi Þjóðviljans. Spurði ekki um áœtlanir Bandaríkjamanna. Samþykkir að leggja afrit Arkins fram í utan- ríkismálanefnd Alþingis. Isíðustu viku sendi Þjóðviljinn tólf spurningar til Geirs Hall- grímssonar utanríkisráðhcrra varðandi meðferð hans á upplýs- ingum sem bandaríski sérfræð- ingurinn William Arkin lagði fram um heimild til flutnings á 48 kjarnorkusprengjum til Islands. I svörum utanríkisráðherra kemur fram að hann hefur ekki fengið yfirlýsingu frá bandarískum yfir- völdum um hvort slíkar áætlanir séu til eða ekki. Geir Hallgríms- son spurði utanríkisráðherra Bandaríkjanna ekki um áætlun- ina sem Arkin sýndi íslenskum ráðherrum. Samkvæmt svörum við spurningum Þjóðviljans virð- ist utanríkisráðherra íslands því ekki hafa kannað málið til hlítar, m.a. ekki leitað eftir áliti annarra óháðra sérfræðinga eða rann- sóknastofnana. Þjóðviljnn spurði Geir Hall- grímsson að því hvort hann væri sammála því að Alþingi íslend- inga tæki af öll tvímæli með því að setja lög sem banni staðsetningu kjarnorkuvopna á íslandi en utanríkisráðherra kemur sér hjá því að svara þeirri spurningu. Hann skýtur sér einnig undan því að svara hvort yfirlýsing um að engin kjarnorkuvopn skuli vera á íslandi eigi einnig við á stríðstím- um. f svörum Geirs Hallgrímssonar kemur fram að hann fellst á að leggja afrit Arkins fyrir utanríkis- málanefnd en svarar því ekki hvort hann sé einnig reiðubúinn að leggja afritin fyrir Öryggis- málanefnd. Þótt utanríkisráðherra fari nokkuð út fyrir spurningar Þjóð- viljans í svarbréfi sínu víkur hann ekkert að þeim tveimur atriðum sem Gunnar Gunnarsson starfs- maður Öryggismálanefndar vakti athygli á í viðtali við útvarpið fyrir helgina. Gunnar Gunnars- son benti á að í svari fulltrúa Bandaríkjanna hefði verið talað um heimild til Bandaríkjahers en í frásögnum hefði Arkin sagt heimildina vera til varnarmála- ráðuneytisins en á þessu tvennu er mikill munur í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Einnig benti Gunnar Gunnarsson á að ef ætti að taka svar Bandaríkjanna bók- staflega hlytu þeir að ætla að halda því fram að skjalið sem Arkin sýndi hafi verið falsað. Enginn hefur hins vegar treyst sér að halda slíku fram og Geir Hall- grímsson kemur sér algerlega hjá því að fjalla um þann þátt máls- ins. Svarbréf Geirs Hallgrímssonar og spurningar Þjóðviljans eru birt inni í blaðinu. ÖS/ór Sjá bls. 2 Nýr ritstjóri ráðinn? Innan stjórnar Nútímans hf. er nú nánast frágengið, sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans, að nýr ritstjóri taki til starfa við hlið núverandi ritstjóra, Magnús- ar Ólafssonar, eftir nýárið. Tveir menn eru einkum nefndir til starfans, Guðmundur G. Þórar- insson fyrrverandi þingmaður, og sjónvarpsmaðurinn Magnús Bjarnfreðsson en nafn útvarps- mannsins Helga Péturssonar hef- ur líka heyrst nefnt. Innan NT er mat sumra að fyrirhuguð ritstjóraráðning sé liður í aðför að Magnúsi Ól- afssyni, sem er vinsæll meðal undirmanna sinna, en ekki að sarna skapi talinn leiðitamur for- ystu Framsóknarflokksins. Blaðamenn á NT hafa haft uppi raddir um að einhver úr þeirra hópi hljóti stöðuna, verði hún á annað borð veitt, og nafn séra Baldurs Kristjánssonar hef- ur heyrsta nefnt í því sambandi. Fyrir fundinn í gær munu blaða- menn hins vegar hafa sent stjórn- inni áskorun um að staðan verði auglýst. -ÖS íkveikja Stórskemmdir hjá Korpus íArmúlan- um. Brennuvargur- inn ófundinn. Stórtjón varð í jjrentmynda- gerðinni Korpus í Armúla 24 og fleiri fyrirtækjum í sama húsi er eldur kom upp í húsinu snemma í gærmorgun. Talið er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða en brennuvargurinn er enn ófundinn. Það var um kl. 5 í gærmorgun að slökkviliðinu barst tilkynning frá vaktmanni um að eldur væri laus á efstu hæð hússins. Gler í útidyrahurð hafði verið brotið og greinilegt að innbrotsþjófurinn hafði skorið sig á rúðunni. Hann hafði síðan haldið upp á efsta stigapallinn í húsinu og kveikt þar eld. Var töluverður eldur í húsinu er menn komu að en fljótlega gekk að ráða niðurlögum hans. Nokkrar skemmdir urðu af eldinum en mestar urðu þær þó af völdum vatns og sóts í prent- myndagerðinni Korpus þar sem innandyra eru mjög viðkvæm framköllunartæki, og er óvíst hvenær starfsemi fyrirtækisins getur hafist aftur á eðlilegan hátt. Um hádegisbil í gær handtók Rannsóknarlögreglan tvo unga menn sem höfðu verið á ferli ná- lægt húsinu um nóttina en þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Málið er í rannsókn. -lg- Töluverðar skemmdir urðu á stigapallinum þar sem eldurinn var kveiktur, en mestar urðu þær af völdum vatns og sóts. Fulltrúar frá tryggingafélagi virða fyrir sér skemmdirnar. Mynd - E.ÓI. Bratist inn og kveikt í Jólaverslunin Aldrei annað eins Sigurður Haraldssonformaður Kaupmannasamtakanna: Ekki að merkja peningaleysi hjá félki. Annað látið víkja fyrir jólunum. að var gífurlega mikil sala í verslunum síðustu daga fyrir jól og allt fram á aðfangadag. Ég held að menn minnist ekki áður eins mikillar verslunar á aðfanga- dag og nú í ár, sagði Sigurður Haraldsson formaður Kaup- mannasamtakanna í samtali við Þjóðviljann. Sigurður sagði að kaup- mönnum bæri saman um að al- mennt hefði verið verslað meira fyrir þessi jól en menn þekktu áður dæmi um. Töluvert hefði borið á kreditkortagreiðslum, greinileg aukning frá í fyrra og líklega væru þau viðskipti um 15- 30% af heildarsölu. „Það var ekki hægt að merkja peningaleysi hjá fólki nú fyrir jól- in en ég held að það stafi ekki af því að fólk hafi nóg miili hand- anna, heldur segja mér eldri menn í verslun að það sé mjög ríkt í fólki að gera sér dagamun um jólin og menn láti því knapp- an efnahag ganga sem minnst yfir jólahátíðina. Hvað vtkur svo í staðinn er annað mál sem ég þekki ekki“, sagði Sigurður Har- aldsson. -lg- Nýyrði Frímerkill, hljóðtálmi Drekka sígrettir viski? r Inýútkomnu fréttabréfi Is- lenskrar málnefndar er meðal annars skýrt frá samþykktum ný- yrðatillögum. Orðið frímerkill um ástimplaðan miða úr sjálfsala í stað frímerkis hefur nú verið staðfest af Pósti og síma, mannvirki til að draga úr hávaða frá vélum og umfcrð skal kallað hljóðtálmi, og ýmis stig áfengis- varna eru forvarnir, ávanavarnir og neyðarvarnir. Að auki hefur nefndin lagt til að tökuorðið sparsl/spasl verði stafsett sparsl, en í Orðabók Menningarsjóðs er gefin rit- myndin spartl sem ekki er fylgt í framburði fagmanna. í grein í fréttabréfinu fjallar Baldur Jónsson um aðlögun tökuorða í tungunni, drepur á tvö slík og leggur til, bæði í gamni og alvöru, að whisky/viskí verði hér- eftir íslenskað sem viski, hvorug- kynsorð sem beygist einsog vesti og veski; ennfremur að sígaretta verði kölluð sígretta (sí-gretta) og er þarí framhaldi lýst reykinga- manpi: „Reykinn legguruppeftir andhtinu, og honum súrnar í auguþi. Maðurinn hallar höfði og grettir sig. Þeir, sem reykja með þessui lagi, eru sígrettir.1 -m I ! m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.