Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Unglingar og fíknilyf Fréttir Þjóöviljans af vaxandi fíknilyfjaneyslu, einkum á meðal unglinga á höfuöborgarsvæö- inu, hafa að vonum vakiö nokkra athygli. Meöal annars leiddu þær til tillöguflutnings í borgar- stjórn Reykjavíkur og sjónvarpiö gerði máliö aö umræöuefni í Katljósi. Svo virðist sem hér á landi sé vandinn tiltölu- lega stærri en flestir gera sér grein fyrir, og aö minnsta kosti nógu stórtil aö erlendir kunnáttu- menn veröa forviöa á umfangi hans, einsog kom fram í viðtali Þjóöviljans viö Svíann Benny Carlson. Hins vegar vefst fyrir fólki að benda á leiðirtil aö draga úr honum. I þessu sambandi er vert að vara viö ofureinföldum lausnum sem gjarnan veröa fyrir mönnum. Þaö er til aö mynda hættulegt aö tengja málið um of viö ein- staka skemmtistaöi eða viö of slaka umsjón meö aldri þeirra unglinga sem staðina sækja. Vandinn hverfur ekki, því miöur, þó skemmti- stöðum sé lokað eða eftirlit meö aldri gestanna hert. Og þegar spurt er, hver sé hin raunverulega rót, má þá ekki gera ráö fyrir, aö þjóöfélag vinn- uþrælkunar, þar sem foreldrum gefst lítið færi á aö vera meö og sinna börnum sínum, eigi hér nokkra sök? Þjóðviljinn bendir á tvenns konar úrbætur sem sjálfsagt er aö opinberir aöilar beiti sér fyrir: - Eflingu útideildarinnar í Reykjavík. Úti- deildin er mjög merkt fyrirbæri. Starfsfólk henn- ar vinnur á grundvelli trúnaöar viö unglingana, þaö er sjálft úti á meðal þeirra og hefur því tök á að fylgjast náiö meö ástandinu hverju sinni. Þannig getur það líka fylgst með einstaklingum sem kunna að vera hætt komnir og reynt aö liðsinna þeim eftir mætti. Útideildin ætti því öör- um stofnunum fremur að duga í baráttunni viö fíknilyfjavandann meöal unglinga Reykjavíkur- svæöisins. - Neyðarathvarf þarf aö setja á stofn fyrir unga fíknilyíjaneytendur hiö fyrsta. Það er ekki nægilegt aö eiga þess kost að senda unga fíkn- ilyfjaneytendur í meðferð á stofnanir sem eru gerðar með þaö fyrir augum aö sinna vand- kvæðum fulloröinna. Fyrir því er víötæk reynsla. í dag er hins vegar ekki til neitt athvarf fyrir unglinga sem hafa orðið fíknilyfjum aö bráö og þarfnast skjótrar hjálpar. Þessar ábendingar þarf borgin að taka til skjótrar umhugsunar. Gullsandur Frumsýning íslenskra kvikmyndasætirævin- lega tíöindum. Góöu heilli ekki jafn miklum og áöur, því afsprengjum innlendrar kvikmynda- listar fjölgar óöum. Meö Gullsandi, sem frum- sýnd var 2. í jólum, hefur Ágúst Guðmundsson fariö höndum um efni sem er æði viökvæmt meðal þjóðarinnar og tekist aö gera um þaö mynd sem er skemmtileg á aö horfa. Gullsandur staöfestir aö íslensk kvikmynda- gerð er komin til manns. Hver myndin á fætur annarri, gerö innan lands, sýnir aö viö eigum í þessari grein á aö skipa úrvalsfólki sem gefur erlendum kvikmyndageröarmönnum eftir í engu. Þetta hefur gerst, þrátt fyrir aö greinin hafi oftar en ekki notiö lítils stuðnings opinberra aö- ila. í þessu sambandi má minna á, aö Guðrún Helgadóttir og Ragnar Arnalds fluttu breyting- artillögu viö fjárlög fyrir skömmu, um aö tillegg ríkisins til sjóösins yrði aukið úr 8 í 30 miljónir. Því var hafnaö. / KLIPPT 0G SKORIÐ Dr. Jón Óttar... skammar foringja frjálshyggjumanna. „Frækorn fasismans“ Jón Óttar Ragnarsson segir í föstudagspistli (21. desember) í Morgunblaðinu, að honum hafi loks tekist það sem hann hafði stefnt að, nefnilega að „fá ein- hvern af talsmönnum þessarar kreddudruslu til þess að afhjúpa hinn raunverulega kjarna í því æsiþreytandi trúboði sem hér hefur verið rekið um skeið“. Jón Óttar er að tala um blessaða frjálshyggjuna sem á árinu sem nú er að renna í aldanna skaut hefur verið ráðandi hugmynda- fræði í Sjálfstæðisflokknum. Jón Óttar hefur eftir Hannesi Hólmsteini dæmi um boð- skapinn: „Lítill minnihluti sækir Sinfóníutónleika. Ergó: Ríkið má ekki reka hana. Það geta þeir sjálfir gert sem njóta þessara hlunninda.“ Síðan segir Jón Óttar: „Það er akkúrt þessi smásmugulega og ófrjálslynda hugsun sem ég hefi leyft mér að kalla frækorn fasism- ans. Hygg ég að ýmsir munu taka undir það áður en yfir lýkur". Þúsundáraríkið „Förum og berjum þúsundára- ríkið augum þar sem engir ríkis- reknir spítalar (né Borgarspítal- ar!), skólar, eftirlit, lista- eða vís- indastofnanir eru lengur við lýði. I þessu þjóðfélagi „framtíðar- innar“ gildir sú einfalda regla að hver maður er sjálfum sér næst- ur. Hafi hann sérvandamál eða séráhugamál getur hann slegist í stærri hóp ellegar... Þarf þá ekki að leita lengi til að sjá í hvílíkum hremmingum þeir geta lent sem komast í þá aðstöðu að verða minnihluti í þesari sér- deilis frumstæðu þjóðfélags- gerð.“ Traustið „Tökum t.d. manninn sem er svo ólánssamur að verða öryrki með fátíðan sjúkdóm sem kallar á dýra meðferð. Á hvað á hann að treysta? Bankakerfið? Góðgerð- arstarfsemi peningafólks? Eða manninn sem var einn þeirra örfáu í Bhopal á Indlandi sem óaði eiturbrasið í verksmiðju einni í bænum. Á hvað átti hann að treysta? Eftirlit Union Carbi- de? Viðtal við forstjórann? Eða manninn sem vill vinna að rándýrum rannsóknum í þágu föðurlandsins áður en samkeppn- isþjóðir fá forskot, en fáir trúa honum. Hvert á hann að snúa sér? Til Félags frjálshyggju- manna?“ Samhjálpin Og Jón Óttar fyrrverandi Eimreiöarhópsmaður heldur á- fram að kaghýða fornvin sinn í rökræðunni: „Það sem Hannes skilur ekki er það einfalda grundvallaratriði að það er til nokkuð sem heitir samhjálp: Aðstoði samfélagið ör- yrkjann getur jafnvel hann lagt eitthvað fram á móti. Það sem Hannes áttar sig ekki á er að Sinfóníutónleikar eru að vísu sóttir af minnihluta þjóðar- innar, en allir íslendingar eru meira en velkomnir í þann stóra hóp. Það sem Hannes gleymir að taka með í reikninginn er að Sin- fóníuhljómsveitin spilar líka í út- varpið og sjónvarpið og auðgar þannig jafnt og þétt okkar sam- eiginlega menningararf. Það sem Hannes kemur ekki auga á er að Sinfóníuhljómsveitin er um leið uppeldisstofnun fyrir unga músíkanta sem halda áfram að breiða út boðskapinn í hvern krók og kima þjóðfélagsins.“ Samhjálp eða steinaldarríki „Þannig er öll þessi umræða hlægileg. En hlægilegust er hún fyrir þá sök að Hannesi Hólm- steini er fyrirmunað að skilja að íslenskt þjóðfélag er ein samofin heild þar sem saman fer samhjálp og einkaframtak. f samanburði við okkar litla þjóðfélag er það „framtíðarland“ sem Friedman, og Hannes, dreymir um sem eitt steinaldarríki frá forsögulegum tíma.“ Frjálshyggjan á lokaskeiði? Frjálshyggjan hefur átt miklu fylgi að fagna innan Sjálfstæðis- flokkins á undanförnum árum. Hún varð þó ekki hættuleg ís- lenskum almenningi fyrr en Framsóknarflokkurinn tók að sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn að raun- gera þessa kaldhömruðu hug- myndafræði í núverandi ríkis- stjórn, einsog Geir Gunnarsson benti á í umræðu á alþingi á dög- unum. Hitt er ekki síður merkilegt, að hið „æsiþreytandi trúboð" frjáls- hyggjumannanna í Sjálfstæðis- flokknum hefur kallað á andsvör innan Sjálfstæðisflokksins á síðari hluta ársins. Við fram- komu forystu Sjálfstæðisflokks- ins í verkfallinu var einsog hóg- værir og frjálslyndir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins hefðu fengið yfir sig kalda vatnssturtu. Þeir áttuðu sig skyndilega á því að flokkurinn var orðinn annar og verri en sá sem þeir einu sinni aðhylltust. Og þó frjálshyggju- mennirnir og jábræður þeirra fari enn með völd í Sjálfstæðisflokkn- um, sjást ýmis teikn þess að dagar æsitrúboðsins séu brátt enda runnir. -óg. DJðÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgcfandi: Útgáfufélag Þjóóviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphóðinsson. Rltatjómarfulitrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttaatjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamann: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson, Jóna Pólsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Óiafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljóamyrvdlr: Atli Arason, Einar Karlsson. Otltt og hónnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrtta- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvaamdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrtfatofuatjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýalngaatjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýaingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgraiðaluatjórl: Baldur Jónasson. Afgreiðala: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarala: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húamœöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyr8la, afgreiösla, auglýaingar, ritatjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, simf 81333. Umbrot og aetnlng: Prentamiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöapront hf. Verð I lausasölu: 30 kr. Sunnudagsvorö: 35 kr. Áakrtftarverð á mánuðl: 300 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.