Þjóðviljinn - 28.12.1984, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 28.12.1984, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MÖDlflUINN Föstudagur 28. desember 1984 259. tölublað 49. örgangur Borgin Embættismennimir fitna Sjálfstœðisflokkurinn: dregið úr lýðrœði. Minnihlutaflokkum bolað úr nefndum. Aukin fámennisstjórn og miðstýring Asíðasta fundi borgarstjórnar voru samþykktar breytingar' á stjórnskipun Reykjavíkur sem auka miðstýr- ingu í borginni og efla embættis- mannavald á kostnað minnihluta- flokka. Þannig var ákveðið að all- ar nefndir og ráð yrðu skipaðar 5 mönnum sem þýðir að miðað við núverandi aðstæður eiga einungis Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag örugga fulltrúa í öllum nefndum. Alþýðuflokkur á ekki rétt á fulltrúum í neina nefnd nema fá stuðning annarra flokka. Hins vega hafa viðkomandi emb- æítismenii seturétt á nefndar- fundum. Þessar breytingar voru harð- lega gagnrýndar af öllum minni- hlutaflokkunum. Töldu þeir hér horfið frá lýðræðislegum stjórn- arháttum í átt til meiri valdþjöpp- unar. Á fundinum var einnig staðfest að fækka borgarfulltrú- um úr 21 í 15 en það er sú tala sem hefur verið frá árinu 1907. Talan 15 gerir Sjálfstæðisflokknum auðveldara áð halda meirihluta jafnvel þó að þeir fái minni hluta atkvæða. Ennfremur var ákveðið að fækka nefndum borgarinnar og fækka fundum í borgarráði. Allt þetta gerir minnihlutaflokk- unum erfiðara fyrir að fylgjast með borgarmálum og hafa yfir- sýn yfir þau. -GFr EM í skák Karl áfram í toppbaráttunni Gengið framhjá skipaverkfræðingum Eg náði frumkvæði í skákinni í dag gegn Hollendingnum Ny- boer, en missti það svo niður í jafntefli og er núna í 3.-5. sæti. sagði Karl Þorsteins skákmaður sem teflir nú í EM unglinga, 20 ára og yngri í skák í Hollandi. I gær var tefld 7. umferð á mótinu og þá tapaði spánski spútnikinn Alfonso Romero sinni fyrstu skák á mótinu, hann hafði unnið allar sínar skákir til þessa. Það má eiginlega segja að hann hafi sett allt mótið úr skorðum með þessari góðu frammistöðu sinni, manni sýndist hann ætla að sigla langt framúr öllum, en svo kom þetta óvænta tap hans í dag, sem var ósanngjarnt, sagði Karl. Hann sagði að frammistaða Spánverjans hefði komið mönnum mjög á óvart. Hann væri ekki hár að ELO stigum og í sumar er leið stóð hann sig ekki vel á unglingamóti í Finnlandi. En svo kemur hann núna, ger- breyttur maður og teflir eins og best verður gert og hreinlega hef- ur hann „rúllað" andstæðingum sínum upp þar til í dag. Ég sá aldrei tíl sólar gegn honum og þannig hefur það verið með alla Karl Þorsteins stendur sig vel á EM unglinga 20 ára og yngri í Groningen í Hollandi. andstæðinga hans þar til í dag, sagði Karl. Romero er með 6 vinninga, Helles frá Svíþjóð í 2. sæti með 5,5 vinninga og síðan kemur Karl ásamt tveimur öðrum með 5 vinninga. í dag teflir Karl við Helles frá Svfþjóð, en að sögn Karls er Romero búinn að tefla við alla sterkustu mennina á mót- inu. -S.dór Magnús Jóhannesson efna- verkfræðingur hefur verið skipaður siglingamálastjóri frá og með áramótum í stað Hjálm- ars Bárðarsonar sem lætur af störfum samkvæmt eigin ósk en hann hefur gegnt þessu embætti síðan árið 1970 að embættið var stofnað. í lögum um Siglingamálastofn- un segir að siglingamálastjóri skuli vera skipaverkfræðingur eða hafa sambærilega menntun. Af 5 umsækjendum um starfið voru 4 skipaverkfræðingar, fram hjá þeim öllum var gengið og efnaverkfræðingur ráðinn. Mjög mikil reiði ríkir hjá skip- averkfræðingum vegna þessarar embættisveitingar og taka sumir svo sterkt til orða að kalla hana hneyksli. Einn skipaverkfræðing- ur sem Þjóðviljinn ræddi við um málið sagði að skipaverkfræðing- ur ætti skilyrðislaust að sinna þessu embætti. Það væri fárán- legt að setja í lögin „eða sambæri- lega menntun", þvf í þessu starfi væri engin sambærileg menntun til. Þá væri allt eins hægt að skipa lækni sem apótekara, bók- menntafræðing sem prest o.s.frv. Aðrir umsækjendur um starf siglingamálastjóra voru Agnar Erlingsson, skipaverkfræðingur, Einar Hermannsson, skipaverk- fræðingur, Jón Bernódusson, skipaverkfræðingur og Ólafur Jón Briem, deildarverkfræðingur hjá Siglingamálastofnun ríkisins. «&***■ ss»^duui' r M úttekt , «. pe swður a "U vZuppt\32Ö slærö\nnW^nU IpVtt- • • rtúAeturW^ort'ð \töWubanKann. Iðnaðarbankinn f. >•■:«.' í ' ' ' .......................iðSSíSí&ftítíSÍ'sí SSSí '■A.-TV&,; -'ijá sáísSs jS&s&í $ ■ „o; ■ Sföðfö&KGS&SSSföSI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.