Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 1
VIÐHORF MANNLÍF ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Halldór Ásgrímsson: Mátti ekki vera ao því að tala við sjómenn frá Bíldudal. Ljósm. -eik. Bíldudalssjómenn Ráöherra vísaði okkur á d Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sleitfundi þegar sjómenn frá Bíldudal höfðu borið upp4spurn- ingar af8. Sjómenn telja ráðherra vera stjórnað af Rœkjuveri hf Ráðherra tók okkur þunglega, svaraði engri spurningu okk- ar og lýsti því loks yfir á miðjum fundi að hann gæti ekki átt lengri Breska olían Gerlar eyðileggja vélar skipanna samræður við okkur. Hafði okk- ur þá tekist að bera upp íjórar af þeim átta spurningum sem við höfðum fram að færa, sagði Snæ- björn Árnason skipstjóri á Bíldu- dal, en hann hafði orð fyrir sjó- mönnum er hittu Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra að máli sl. föstudag. Eftir að ráð- herra hafði staðið upp var ekkert annað fyrir okkur að gera en hverfa á brott, sagði Snæbjörn í samtali við Þjóðviljann í gær. Snæbjörn sagöi ennfremur að sjómenn á Bíldudal héldu því fram að Rækjuver hf. stjórni sjávarútvegsráðuneytinu, segi því fyrir verkum hvenær hefja eigi veiðar, hvort heldur er á rækju eða skel. Halda sjómenn því fram að óskum Rækjuvers í þessum efnum sé alltaf svarað strax, en óskum sjómanna seint eða aldrei. Því hafi úrslit fundar- ins á föstudag ekki komið á óvart. Þá hafa smábátaeigendur á Bíldudal sótt um leyfi til að vinna skel og rækju í samvinnu við frystihúsið á staðnum, en þeim óskum þeirra hefur ekki einu sinni verið svarað, en bréfið var sent 2. nóvember sl. Hvorki já, né nei. Þeir Bfldudalssjómenn spurðu ráðherra hvernig á því stæði að á síðasta ári var ónýttur skel- og rækjukvóti Bfldudalsbáta á milli 300 og 400 lestir, en samt var þeim ekki leyft að veiða af því að Rækjuver hf. vildi ekki taka við. Þessu svaraði ráðherra engu, frekar en spurningum um vinnu- leyfið og að sjómönnum verði leyft að selja aflann annað, með- an Rækjuver hf. svíkur á þeim mál og vog. -S.dór Ríkisbankarnir Bílafríðindin endurskoðuð Stefán Valgeirsson bankaráðsformaður: Breytum þessufyrir vorið. Helgi Bergs bankastjóri: Kannast ekki viðþetta. Ekkispyrja mig Norska blaðið Fiskaren segir frá því 3. janúar sl. að mörg Norðursjávarskip sem tóku gas- olíu í breskum höfnum fyrir jólin, hafi orðið fyrir miklum skaða af völdum gerla, sem bárust með olíunni um borð í skipin. Þessir gerlar llfa á olíu, en gefa frá sér vatn, brennisteinssýru og fleiri úrgangsefni. Þeim fjölgar mjög ört og gera þeir olíuna ónothæfa til brennslu að stuttum tíma liðn-. um. Hafa tvö norsk útgerðarfyr- irtæki, Johannes Östensjö í Haugasundi og Viking í Krist- jansand og eiga skip í förum á Norðursjó hafa orðið fyrir mikl- um skakkaföllum. Þegar vélin í Edda Farm gaf sig og farið var að rannsaka hana kom þetta í ljós. Rannsókn leiddi í ljós að olían í geymum skipsins var ónothæf til brennslu af völd- ^um þessara olíuetandi gerla, sem í hana höfðu komist. Þá kom það líka í ljós við rannsóknina að ' brennisteinssýran sem gerlarnir framleiða var farin að valda skaða á vélinni. Edda Farm var með 600 tonn af olíu í geymunum og varð að kasta henni allri. Verðmæti hennar var 1,3 miljón- ir norskra króna. Það tók eina viku að hreinsa skipið og síðan að sótthreinsa það. Östersjö-skipin sem ganga yfir Norðursjóinn hafa nú fengið um borð móteitur gegn slíkum olíu-gerlum. Vegna þess hví íslensk skip sigla mikið á Bretland tel ég rétt að þessi frétt komist til útgerðar- manna, skipstjóra og vélstjóra. -JJE. KÚId Bankaráð ríkisbankanna eru nú að láta endurskoða reglur um bflafríðindi til bankastjóra sem um langt árabil hafa notið ráðherraréttinda í þessum efn- um. Er þessi endurskoðun m.a. til komin vegna blaðaskrifa og andúðar almennings á þessum kostakjörum bankastjóranna auk þess sem fyrirspurnir og athuga- semdir skattrannsóknarstjóra við forstjórabflastyrki og annan risn- , ukostnað hefur ýtt við ráða- mönnum í bankakerfinu. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru margir bankastjórar ríkisbankanna mjög ósáttir við þessa endurskoðun enda stórar fjárhæðir í húfi. Sú regla hefur gilt um árabil að bankarnir greiða öll aðflutningsgjöld af bflum stjóranna og veita jafnvel hag- stæð lán fyrir eftirstöðvunum. Sé miðað við „venjulegan" bankast- jórabíl sem kostar liðlega 1 milj- ón í dag, þá greiðir bankinn um 600 þúsund kr. og lánar jafnvel fyrir afganginum. Á tveggja til þriggja ára fresti er bankastjór- unum heimilt að endumýja með sömu kjörum og geta þá selt fyrri bflinn fyrir jafnvel hærri upphæð en þeir þurfa að leggja út fyrir þeim nýja. „Það er rétt við höfum verið að ræða þessi mál en það er engin niðurstaða komin ennþá. Ég geri alveg ráð fyrir því að þetta breytist, en hvernig þori ég ekki að segja um. Það verður örugg- lega fyrir vorið. Ég reikna með að fljótlega eftir að þing kemur sam- an, munum við formenn banka- ráðanna hittast að máli“, sagði Stefán Valgeirsson formaður bankaráðs Búnaðarbankans er Þjóðviljinn bar þetta mál undir hann í gær. Hann sagði að ekki væri búið að taka neinar ákvarðanir ennþá en sig grunaði að þetta væri lengst komið í Landsbankanum. Helgi Bergs bankastjóri Lands- bankans sagðist koma af fjöllum og ekkert kannast við þetta mál. Hann vísaði á bankaráð. „Þú skalt ekki spyrja mig“, sagði Helgi. Ekki náðist í Pétur Sig- urðsson nýkjörinn formann bankaráðs í gær. -Ig. Laxeldi Gæti þurft að slátra Jón Helgason landbúnaðarráðherra: Verður að gera allt til að hreinsa stöðvarnar Við munum leggja allt kapp á að hreinsa laxeldisstöðvarnar af þessum sjúkdómi. Því gæti svo farið að slátra þyrfti laxi í laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Annars er of snemmt að segja til um málið á þessari stundu, það er enn til umfjöllunar hjá fisksjúk- dómanefnd. Þetta sagði Jón Uelgáson landbúnaðarráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær- kveldi, aðspurður hvað gert yrði í máli KoIIafjarðarstöðvarinnar, þar sem nýrnasjúkur lax hefur fundist. Jón var spurður hvort sérfræð- ingar óttuðust að sjúkdómurinn væri kominn í laxveiðiár landsins. Sagði hann að þessi veiki hefði komið upp í göngufiski í Elliða- ánum, en enginn gæti sagt til um það á þessari stundu hvort ár væru sýktar. Það þyrfti að rann- saka málið mjög vel og myndi hann gera allt sem í hans valdi stæði til að efla þær rannsóknir. Þá var Jón spurður hvort lax- eldisstöðinni í Höfnum, sem keypti sýkt seiði eða hrogn frá Kollafjarðarstöðinni og hefur ákveðið að skera allt niður til að koma í veg fyrir veikina, yrði bættur skaðinn. Sagðist Jón eiga von á því að reynt yrði að semja um það mál, svo ekki þyrfti að koma til málaferla. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.