Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 7
 Skulina Kjartansdottir handmenntakennari i Fellaskola meö borinn. I trústautinn atti aö koma vir og uppa hann aö þræöast tappar: hrista. Myndir: eikj UMSJÓN: JÓNA PÁLSDÓTTIR Þriðjudagur 22. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Duknar, naglar, dósir: flest verður handliprum að hljóðfæri. Kennararnir Heiðrún Hákonardóttir, Hannes Baldursson og Unnur Kolbeinsdóttir að búa til tréspil (xylófón). Heiðrún er að finna hinn rétta tón í trénu. Við klukknaspil úr blómapottum: Námsstjóramir Njáll og Þórir, Júlíus leiðbein andi, Pétur Hafþór tónmenntakennari. Hvað er verið að segja við handmenntakennarann Sigríði Gunnlaugsdóttur? m Kennslu- miöstööin Skólinn smíðar og syngur Handmennt og tónmennt, - kannski má tengja þetta sam- an í skólunum? Með því að búa til hljóðfæri í smíðatímunum? Þegar við litum inn á Kennslu- miðstöð Námsgagnastofnun- ar á föstudag var saman- kominn hópur kennara með sagir, bora, þjalir og tálgu- hnífa: en þetta var ekki smíða- námskeið heldur einn liður í dagskránni „Syngjandi skóli“. Þarna réðu ríkjum þeir Júlíus Sigurbjörnsson, Þórir Sig- urðsson og Njáll Sigurðsson og kynntu fyrir kennurum ýmis einföld og auðgerð hljóðfæri. Fyrirmyndirnar eru fyrst og fremst hljóðfæri úr alþýðutólist og tónlist náttúrufólks, sagði Njáll, - hugmyndin með þessu er að benda kennurum á hugmyndir sem þeir geta svo notfært sér í skólanum. Við hittum seinni hópinn þennan dagskrárdag, en færri komust að en vildu: hand- menntakennarar, tónmennta- kennarar, venjulegir kennarar, fóstrur og kennaranemar. Hljóðfærasmíðadagurinn var bara einn, en dagskráin tók heila viku og heppnaðist vel, sagði Ing- var Sigurgeirsson hjá Kennslu- miðstöðinni. Þarna var fjallað um flesta þætti tónlistarnáms í grunn- skólum og not tónlistar í öðru skólastarfi; til dæmis í tungu- málakennslu. Þjóðviljamenn gátu ekki staldrað við lengi og fengu þess vegna aðeins smjörþefinn af framleiðslunni: gostappahrist- um, stroktrjám, tréspilum, naglahljóðfærum, klukkna- spili....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.