Þjóðviljinn - 22.01.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Qupperneq 5
Daufur hugur og dauf hönd eftir Sighvat Björgvinsson Hvorn vilja lesendur Þjóðvilj- ans heldur fá sem forsætisráð- herra - Steingrím eða Steina Páls? Að óbreyttu koma nefni- lega ekki aðrir til greina. Ekki heldur þótt skipt verði um ríkis- stjórn. Ekki heldur þótt vinstri menn eigi hlut að málum. Barátta svokallaðra vinstri manna á íslandi hefur nú í heilan mannsaldur einkanlega boðið upp á þessa tvo kosti: Framsókn- armann eða Sjálfstæðismann í forsætisráðuneytið. Vinni flokk- arnir réttum megin við miðju kosningasigur þá er valið þetta. Vinni flokkarnir röngu megin við miðju kosningasigur þá er valið líka um þetta. Kosningarnar snú- ast sem sé um hvort vinstri menn eigi að fá að hafa áhrif á valið milli Framsóknar og íhalds. Hvort þeir eigi að hafa svona „medbestemmelsesret“ eins og verkamaður í Volvo hjá Gyllen- hammer eða félagsmaður í KRON hjá Presti. Hvort vilja les- endur Pjóðviljans vera „me- dbestemmende" hjá Steingrími eða Steina Páls? Á veisluborðinu er hafragrautur eða hræringur. Vessgú og spís! Þessu verður ekki breytt nema breyta miklu. Mikilsverð tíðindi Talsverður hópur af fólki hefur komið auga á, að þetta er ekki alveg nógu gottt. Hvers vegna ætti fjöldinn að snúast til fylgis „Hvort vilja les- endur Þjóðviljans vera „medbestem- mende“hjá Steingrími eða Steina Páls? Á veisluborðinu er hafragrautur eða hrœringur. Vessgú ogspís!“ við félagshyggjuöflin ef valið er eftir sem áður Steingrímur eða Steini Páls? Er þá ekki miklu betra að hafa traustar og fast- mótaðar skoðanir á stjórnmálum svo sem eins og að vera aíltaf á sama máli og menntamálaráð- herra, einhenda sér í orkujöfnun- argjaldið eða ganga í Grensás- vinafélagið? Auðvitað hefur mönnum líka dottið í hug að sameina krafta fólksins réttum megin við miðju og þá helst í einum stjórnmála- flokki. Miklir áhugamenn um sameiningarmálið hafa meira að segja sjálfir klofið alla vinstri flokka í landinu til þess að svo megi verða og er það víkingsskap og erfist. Vandamálið hefur hins vegar ævinlega verið undir hvaða merki skuli sameinast, hvernig og hverjir; enda væri vandamálið ekki vandamál væri ekki þetta vandamál. Hefðbundin lausn í stöðunni (fyrir utan að kjúfa flokka) er að setja nefnd í málið. Sú lausn hefur nú aftur skotið upp kollinum. Stuðningsflokkur Þjóðviljans hefur skipað 9 (?) manna nefnd til þess að ræða máið við aðrar nefndir réttum megin við miðju. Afskaplega eru það ánægjuleg tíðindi. Kaupin á eyrinni Hvernig skyldu svo kaupin ganga á eyrinni? Ætli Alþýðu- flokkurinn svari? Verða Guðrún Jónsdóttir og þær þarna frá Ak- ureyri í viðræðunefnd Kvenna- listans? Býður Bandalag jafnað- armanna fram regnhlífina? Svo verða náttúrlega skipaðar undir- nefndir - því þetta er alvarlegt mál. Skyldu þær ræða spurning- una um Steingrím eða Steina Páls? Svo væri auðvitað rétt að bjóða Gunnarsliðinu - tala við Jón Orm, Gutta Einars og kann- ski Ásgeir Hannes (Albert, sko). Biðja Ragga að orða málið við Jón Sólnes því þeir eru vinir síðan í Kröflunefnd og Jón hund- óánægður eins og allir vita. Svo verður auðvitað að tala við Grensásvinafélagið. Orða málið við Ása og Björn. Eru ekki 50 þúsund í ASÍ! Hvað er það reiknað í þingmönnum? Og BSRB? En er ekki Kristján að hætta? Hvað - og Haraldur líka? Hvern á þá að tala við? Verður að finna hann. Kannski 20 þúsund manns í BSRB? Munar nú um minna! Á þetta kannski ekki að verða stærsti flokkur þjóðarinn- ar, eða hvað? Gálgahúmor Auðvitað er þetta gálgahúmor. Mikilvægu máli gert lágt undir höfði. Hvers vegna? Vegna þess, að ég er sannfærður um, að svona verklag ber engan árangur. Að- Framhald á bls. 6 Nýju fötin borgarstjórans eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Mbl. þann 29. des. sl. er eftir- farandi haft eftir borgarstjóran- um í Reykjavík, Davíð Oddssyni: „Ástæðan fyrir því að fjárhags- staða Reykjavíkurborgar hefur styrkst svo mjög að yfirdráttur hennar nú er aðeins 20 miljónir króna í Landsbankanum en var 190 miljónir króna við síðustu áramót er einkum sú, að ósk- hyggja var ekki iátin ráða gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1984. Fjárhagsáætlunin var byggð á raunhæfu mati. Þá hafa lóðir borgarinnar gengið vel út á árinu. Farið hefur verið varlega í fram- kvæmdir. Þá hefur verðlagsþró- un verið hagstæð til þessa.“ (undirstrikanir mínar). Skuldabaggi Borgarsjóðs En í hverju var þessi markvissa fjármálstjórn fólgin? Ef litið er á fjárhagsáætlun síðasta árs þá kemur í ljós að tekjuhlið þeirrar áætlunar hækkaði um 45% frá áætlun ársins á undan en hins vegar hækkuðu rekstrarútgjöld borgarinnar aðeins um 22%. í ljósi þessa mætti ætla að öflugar byggingaframkvæmdir á síðasta ári hefðu tekið til sín drjúgan hlut af tekjum borgarinnar. En því var ekki að heilsa. Það var „farið varlega í framkvæmdir" eins og borgarstjóri sjálfur segir, enda hækkaði framlagið til byggingafr- „Sjálfstæðisflokk- urinn lét Reykvík- inga borga verð- bólguútsvar með launum sem voru ekki verðbœtt“ amkvæmda aðeins um rúm 4% frá árinu á undan. í hvað fóru þá þessar auknu tekjur borgarsjóðs? Þær fóru í að greiða niður þann gífurlega skuldabagga sem Sjálfstæðis- menn bundu borgarsjóði árið 1983. Það ár létu þeir nefnilega óskhyggjuna ráða en ekki raun- hæft mat. Árið 1984 kom svo að skuldadögunum og þá fóru 272 miljónir króna í afborganir af lán- um meirihlutans. Er það sama upphæð og samanlagt framlag borgarinnar til fræðslumála og reksturs Borgarbókasafns það árið. Og skyldi nú engan undra þó borgin standi skuldlaus að mestu eftir slík ósköp. Útvarpsblekkingin Sjálf tekjuaukning borgarsjóðs á síðasta ári er svo kapítuli út af fyrir sig. Það er rétt hjá Davíð Oddssyni að lóðir borgarinnar gengu vel út, en það segir ekki nema hálfa söguna. Það sem vantar í frásögn hans er að Sjálf- stæðismenn í borgarstjórn hækk- uðu útsvör launafólks um rúm 41% á sama tíma og ráðstöfunar- tekjur hækkuðu ekki nema um 20%. Samt segir borgarstjórinn að þeir hafi lækkað opinber gjöld Reykvíkinga. Vissulega hafa þeir lækkað álagningarhlutfall út- svara úr 11.88% í 10.8%, ef til- laga þeirra í ár verður að veru- leika, en engu að síður þá hækk- uðu þeir útsvarið að raungildi á síðasta ári. Þeir notfærðu sér nið- urgreiðslur launafólks á verð- bólgunni og létu Reykvíkinga borga verðbólguútsvar með launum sem ekki voru verðbætt. Þetta veit Davíð Oddsson vel og þetta viðurkenndi hann í fyrra þegar hann sagði í ræðu við fram- lagningu fjárhagsáætlunar: „Ekki verður það véfengt, að óbreytt álagningarhlutfall leiðir til meiri skattbyrði gjaldenda við minnkandi verðbólgu, meðan gjöld ársins eru reiknuð af tekj- um næstliðins árs. Verðbólgu- hraðinn vinnur þá ekki með skattgreiðendum á sama hátt og verið hefur í óðaverðbólgu lið- inna ára.“ Þetta sagði Davíð fyrir einu ári en síðan hefur hann haft góðan tíma til að upphúgsa réttlætingu fyrir útsvarsálagningunni. Þau rök birtast í fyrmefndri Morgun- blaðsgrein og eru á þessa leið: „Það bar á því að reynt væri að draga úr gildi þess að útsvar var lækkað úr 11.88% í 11% á þessu ári (greinin birtist fyrir áramót - aths. mín) þar sem greiðslubyrði fólks léttist ekki að sama skapi Framhald á bls. 6 Þriðjudagur 22. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Amundi og dansmœrin Hjartaknúsarinn Róbert Red- ford lék fyrir nokkrum árum í hressilegri kvikmynd sem hét „Frambjóðandinn". í myndinni var því lýst, hvernig unnt er að pranga vitagagnslausum fram- bjóðanda inná hæstvirta kjósend- ur með því að nota svipaða aug- lýsingatækni og sápumógúlar nota westanhafs til að pranga framleiðslu sinni inná granda- lausar húsmæður. Nú höfum við íslendingar loks- ins eignast „Frambjóðanda“ sem fer á gandreið um landið og reynir að selja sig með svipuðum hætti og fyrrnefndir mógúlar sáp- urnar sínar. Þetta er auðvitað Jón Baldvin, eini maðurinn á Is- landi, sem hefur lýst því yfir í fullri alvöru að hann sé fæddur tU að verða forsætisráðherra, og er þarmeð eini íslenski stjórnmála- maðurinn sem er nógu heiðar- legur tU að viðurkenna að hann hafi að minnsta kosti snert af því sem fræðimenn kalla Messíasar- komplex. Félagi Jón hefur að undan- förnu ferðast um landið með það sem vinirnir westra kaUa „one- man-show“. Einsog í „Frambjóð- andanum“ er sviðsbúnaðurinn fluttur með á fundina, flögg og borðar með slagorðum, tilbúin stemmning í töskum, og kratism- inn þannig seldur í snyrtilegum neytendapakkningum einsog þorskurinn ytra. AUt er þetta yndislega amrískt og vantar í rauninni ekki neitt nema amerík- aníserað slagorð fyrir fólkið að hrópa, eitthvað á borð við: „HO- HEI - JÓN ER ÓKEI“. Með „Frambjóðandanum“ ferðast svo sérstakur umboðs- maður. Það er Ámundi. Hann er saga út af fyrir sig. Ámundi ber skjalatöskuna fyrir Jón. Setur upp flöggin og borðana. Pússar skóna hans. Flytur sviðsbúnað- inn á mUIi staða og gefur Jóni merki þegar hann er búinn að tala of lengi. Hins vegar vita ekki jafn marg- ir að Ámundi Ámundason var bú- inn að vera í „show-buisness“ löngu áður en félagi Jón kom tU sögunnar. Áður fyrr flutti hann nefnUega inn nektardansmeyjar, sem hann fór með um landið eins- og Jón núna. En einhvern veginn fór sá bransi tU andskotans og Ámundi gerðist dapur um skeið. En nú hefur Ámundi semsagt tekið gleði sína aftur. Hann ferð- ast um landið með sælubros á vör og sýnir nýja gripinn, sem trekkir að vísu ekki eins vel og þær dönsku forðum, enda ekki jafn góður að dilla brjóstum og bossa framan i landann og þær. En Ámundi brosir á ný og eins- og einhver sagði um parið: Á- mundi og nýja dansmærin gera það bara gott. RAUÐHETTA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.