Þjóðviljinn - 22.01.1985, Síða 8

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Síða 8
MANNLIF Uppskriftir Kaffimeölæti, brauð og pizza úr Grundarfirði Matthildur Guðmundsdóttir í Grundarfirði lét Þjóðviljann fá nokkrar auðveldar uppskriftir þegar hún var sótt heim. Mynd. -eik. MatthildurGuðmundsdóttirer húsmóðir í Grundarfirði. Þangað er hún komin úr Stykkishólmi. Matthildurhefur búið í 17 ár í Grundarfirði og líkarvel. Húnvinnurallan daginn á leikskóla staðarins auk þess sem hún annast heimili og börn (og eiginmann sem er á kafi í bæjarmálum og íþróttum auk mikillar vinnu). Þjóðviljinn heimsótti Matthildi og fékk hjá henni nokkrar uppskriftir að meðlæti með kaffinu og auðveldri pizzu, sem er góð tilbreyting eftir jólaannríkið. Matthildur matreiðir ávallt í hádeginu og segist hún gjarnan hafa hakk með tómötum, gulrót- um og ananas. Fjölskylda Matthildar er mjög hrifin af kaffibrauði sem eftirfar- andi uppskrift er að: Efni: 7Vz dl. kaffi 500 gr. sykur 125 gr. smjörlíki 2‘/2 ds rúsínur 2% tsk. kanill 2/2 tsk. brúnkökukrydd 5 tsk. vanillusykur 560 gr. hveiti 2‘/2 tsk. natrón örlítið salt Aðferð: Allt nema hveiti og natrón soðið kröftuglega í 2-3 mínútur. Kælt smástund. Hveiti og natróni Mánaöaralmanak hrært út í. Bakað í u.þ.b. 1 klst. í 175°C heitum ofni. Hcimabakað brauð er mjög vinsælt á heimili Matthildar Guð- mundsdóttur. Uppskriftin er reyndar frá manni hennar, Ragn- ari Elbergssyni, en hann hefur ekki bakað brauð í langan tíma, svo við eignum henni bara heiðurinn: Efni: 1 kg. hveiti 150 gr. sykur (Ragnar segir miklu betra að hafa meira sykur) 9 tsk. lyftiduft salt mjólk Aðferð: Þurrefnið látið í skál. Mjólkinni hrært út í þangað til deigið er hæfilega þykkt. Látið í 2 form og bakað í um klukkustund í 175°C heitum ofni. Litiar kökur sem bakaðar eru í pappírsformum og kallast muff- ins, þykja einnig geysi-góðar. Krakkarnir í Grundarfirði hafa lært að baka þær í Grunnskóla Eyrarsveitar og er uppskriftin þaðan komin til Matthildar og síðan til okkar: Efni: 2 egg 2 dl strásykur 1 dl mjólk 100 gr. hveiti 3 dl hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. vanilludropar 2 msk. kakó Janúarfiskréttur sjávarútvegsráðuneytisins „Afbragðsmatur er ýsan feit, ef hún er bæði fersk og heit, soðin í sjóarblandi. “ Þannig orti Hallgrímur Péturs- son á sínum tíma og er vitnað í kveðskapinn þann á nýju alman- aki sem sjávarútvegsráðuneytið hefur látið gera. Þar er að finna fjölbreyttan fróðleik um sjávar- aflann. Með almanaki hvers mánaðar eru uppskriftir að sjá- varréttum og ýmsar upplýsingar um viðkomandi fisk. Og ef við teljum saltfiskinn sem sérstaka fisktegund getum við sagt að val- ið standi um 12 fiskrétti úr jafn mörgum kvikindum hafsins. Með janúaralmajiakinu fylgir uppskrift að „ufsa í ofni“ ásamt þessum fróðleik: „LJfsi er ekki algengur á borð- um íslendinga, en svipaður þorski og ýsu að samsetningu, þ.e. próteinríkur og fitusnauður. í allri matreiðslu á fiski þarf að gæta hófs. Ofsuða gerir hann þurran, fiskbragðið tapast og næringargildi rýrnar. Munum það líka, að fallega framreiddur fiskur eykur lyst og matarlöng- un.“ Þess er jafnframt getið að veiðisvæði ufsans er umhverfis landið mest suðvestanlands á vertíð jan.-maí. Veiðarfæri eru net og botnvarpa og veiðitíminn er allt árið en mest í jan.-maí. -jP Ufsi f ofni 800 g ufsaflök, bein- og roð- hreinsuð, skorin í stykki 1 egg, hveiti og rasp ‘A hvítkálshöfuð, skorið ílitla bita 3 gulrætur, meðalstórar, hreins- aðar og skornar í litla bita 200 g ferskt selerí, skorið í litla bita 1 meðalstór rófa, afhýdd og skorin í litla bita 5 sneiðar (40g) magur ostur V4 lítri ósykruð jógúrt eða súr- mjólk matarolía til steikingar Flökunum er velt upp úr hveiti, eggi og brauðraspi. Þau eru síðan steikt í 2 msk. olíu á heitri pönnu í 2-3 mín. á hvorri hlið og þá tekin af hitanum. Grænmetið er sett í vel heitan pott með 2 msk. olíu og brúnaðí8-10mín.. Grænmetiðer síðan sett í eldfast mót og fisk- stykkjunum raðað ofan á. Ost- sneiðunum er raðað á fiskinn og síðan er jógúrt hellt yfir. Bakað í 180° heitum ofni í 10 mín.. Með þessum rétti er gott að bera fram soðin hrísgrjón og volgt hvít- lauksbrauð. Máltíð fyrir 6 manns. Súpur í kuldakasti Hvernig væri að ylja sér á súpu í kuldakastinu sem nú genguryfir okkur. Góð í forrétt á undan ufs- anum og einnig er hún fullkomin máltíð með brauðinu hennar Matthildar. Minestrone súpa 1 bolli garbartzo baunir 4 bollar vatn 2 stilkar sellerí, skornir í smátt 1 gulrót, skorin smátt 4-5 meðalstórir tómatar, skornir í bita eða 2 bollar niðursoðnir tó- matar 1 msk. olía súpujurtir sítrónusafi salt 2 meðalstór zucchini, smátt skorið Ve græn paprika, skorin smátt Þvoið garbanzo baunir og látið liggja í bleyti yfir nótt. Sjóðið næsta dag í sama vatni - notið þá grænmetissoð ef mögulegt er. Þegar baunirnar eru orðnar mjúkar bætið þá hinum efnunum í og sjóðið þar til grænmetið er meyrt. Mjög góð súpa. Nægir handa 6-8 manns. Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Bræðið smjörlíkið. Hrærið saman eggj- um og sykri. Blandið mjólk og smjörlíki saman við. Þá er þurr- efnunum blandað í. Deiginu hellt í lítil pappírsform (muffins), sem raðað er á plötu úr ofninum. Úr þessu verða um 40 kökur. Bakað í miðjum 200°C heitum ofni í 12 mínútur. Og til að vera ekki eingöngu með kaffimeðlæti fengum við uppskrift að pizzu sem lyftiduft er notað í en ekki ger. Börn Matt- hildar og Ragnars komu með þessa uppskrift úr skólanum og sagði Matthildur hana afar auðvelda og pizzuna mjög góða og vinsæla. Efni: 2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft V2 tsk. salt 1 msk. olía 1 dl mjólk IV2 dl tómatsósa 150 g pylsur 150 g ostur oregano og pizzakrydd Aðferð: Blandið þurrefnunum í skál. Mjólk og olíu hrært saman við. Hellið deiginu á plötu og gerið ef til vill 2 litlar pizzur úr því. Hellið tómatsósunni á. Skerið pylsurnar í sneiðar og raðið ofan á ásamt rifnum ostinum. Kryddið. Bakist í 225°C heitum miðjum ofni í 15 mínútur. -jp Ufsinn er próteinríkur og fitusnauður, líkist ýsu og þorski. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.