Þjóðviljinn - 22.01.1985, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Qupperneq 2
FRETTIR Skipulag Rís II hæða Skuggahverfi? Frumdrög að nýju skipulagi við Skúlagötu lögð fram í gœr. Öll hús neðan Lindargötu rifin Ef sérfræðingar Reykjavíkur- borgar í skipulagsmálum fá að ráða eru allar líkur á því að senn rísi nýr miðbæjarkjarni sunnan Skúlagötu og norðan Lindargötu. Flest núverandi hús á þessu svæði munu hverfa og má nefna auk íbúðarhúsa við Lindargötu, Völundarhúsið, hús Sláturfélags Suðurlands og skemmur Eimskips sem Kveldúlfur byggði á sínum tíma. Frumdrög að skipulagi Skugg- ahverfis voru lögð fyrir skipulags- nefnd Reykjavíkur í gær. Höf- undar tillögunnar eru þeir Guð- mundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson og Björn Hallsson. Þremenningarnir gera ráð fyrir blandaðri byggð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Auk húsa Völundar, Sláturfélagsins og Eimskips er gert ráð fyrir því að húsin númer 29, 39, 49, 61 og 63 við Lindargötu hverfi en ekki hefur verið tekin afstaða til ein- stakra annarra húsa. Þó þykir ljóst að flest hús milli Lindargötu og sjávar hverfi, að sögn heimild- armanna Þjóðviljans. Áætlað er að nýjar íbúðir á svæðinu verði tæplega 500 að tölu og að þar muni búa um 1100 manns þegar frá líður. Fjöldi barna á grunnskólastigi verður um 400. Gert er ráð fyrir því að Lindargötuskóli verði nýttur sem barnaskóli en að Austurbæjar- skóli þjóni sem unglingaskóli hverfisins. Tekið er fram að þess- ar hugmyndir séu settar fram án samráðs við Fræðsluráð. Hönnuðir skipulagstillögunnar gera ráð fyrir því að bflskýli verði byggð undir húsum í þyrpingun- um norðanverðum og undir sam- eiginlegum svæðum eftir því sem við á. Reiknað er með 1.5 bfla- stæðum á hverja íbúð. Á Vita- torgi er ætlunin að byggja verslunar- og þjónustumiðstöð ásamt íbúðum á efstu hæðum. Samtals eru því gert ráð fyrir 1050 bflastæðum á svæðinu öllu. Arkitektarnir gera í tillögu sinni ráð fyrir því að Skúlagata færist talsvert neðar, eða um götubreidd en norðan hennar komi Sætúnið, sem verður megin umferðaræðin að og frá gömlu Miðbæj arkvosinni. El Salvador Jólasöfnunin gekk vel Baráttudagur Frelsishreyflng- ar E1 Salvador er í dag, 22. janúar. Þennan dag árið 1932 hófst mikil bændauppreisn í E1 Salvador sem endaði í fjöldaaf- tökum 30.000 bænda. Fyrir 5 árum var þennan dag haldinn stærsti fjöldafundur í sögu lands- ins og með þeim atburði samein- uðust nánast öll pólitísk öfl í landinu, ef undan er skilið svart- asta afturhaldið. Þar með var sett á laggirnar sú þjóðfrelsishreyfing sem berst við afturhaldið undir forystu Duartes sem fjármagnað- ur er af Bandaríkjastjórn. Þannig segir m.a. í frétt frá E1 Salvadornefndinni á íslandi. í dag var ætlunin að hingað til lands kæmi Ola Heining sem ásamt öðrum er höfundur skyg- gnusýningar er ber nafnið E1 Dorado. Vegna bráðra veikinda getur ekkert orðið af sýningunni í bili, en það mun standa til bóta. Jólasöfnun E1 Salvadornefnd- arinnar hefur gengið vel og hafa safnast yfir 120.000 krónur. Nefndin bendir hins vegar þeim sem enn eiga eftir að gefa fé að hægt er að leggja inn á ávísana- reikning E1 Salvadornefndarinn- ar í Búnaðarbankanum við Hlemm og er númerið 59957. Merkja skal gíróseðilinn Jóla- söfnun, E1 Salvadornefndin póst- hólf 1032, 121 Reykjavík. f gær var dregið í Happdrætti Þjóðviljans 1984.1. vinningur, Corona tölva kom á miða nr. 12228,2. vinningur, farseðill með Samvinnuferðum Landsýn á miða nr. 17802,3. vinningur, húsgögn frá íslenskum húsbúnaði á miða nr. 14703,4. vinningur, húsgögn frá Furuhúsinu á miða nr. 23358,5. vinningur, húsgögn frá Árfelli á míða nr. 9450,6. vinningur, heimilistæki frá Fönix á miða nr. 14700, 7. vinningur, hljómtæki frá Japis á miða nr. 12104, og 8.-13. vinningar, bókaút- tektir frá Máli og menningu á miða nr. 18024, 25388, 10021, 3003, 6666, 24365. - Þjóðviljinn þakkar öllum þeim sem veittu honum stuðning með þátt- töku í happdrættinu. Vinninga má vitja á skrifstofu blaðsins, Síðumúla 6, sími 81333. Ljósm. E.ÓI. Rafeindavirkjar Fæðingum fækkar íslendingar verða að fara að huga að viðhaldi stofnsins ef svo fer sem horfir. Landsmönnum fjölgaði minna síðasta ár en fyrr eða aðeins um 0.94%. Tala lif- andi fæddra var 2-300 lægri en árið áður. Mannfjöldi á landinu var eftir bráðabirgðatölum Hagstofunnar 240.122 þann 1. desember 1984. Karlar eru 120.779 en konur ívið færri, eða 119.343. -jp 120 ganga úr félagi símamanna Rafeindavirkjar hjá hinu opinbera vilja sameinast með öðrum í Sveinafélaginu. Samgönguráðherra leggst á móti Samgönguráðherra hefur ný- lega sent frá sér bréf þar sem hann leggst gegn því að rafeinda- virkjar, áður símvirkjar, sem starfa í þjónustu ríkisins fái að ganga í Sveinafélag rafeinda- virkja. Telur ráðuneytið að höfðu samráði við menntamála- og Qármálaráðuneyti að varhug- avert sé að Ijá máls á því að þeir aðilar sem starfa að fjarskipta- málum innan Póst- og símamála- stofnunarinnar falli ekki undir lög og réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. Um 180 rafeindavirkjar starfa nú hjá Pósti og síma og nær 80 hjá öðrum opinberum stofnunum eins og útvarpi, sjónvarpi og flugmálastjórn. Nú um áramótin sögðu um 120 þessara starfs- manna sig úr félagi íslenskra símamanna þar af allir trúnaðar- menn símvirkja og hyggjast ganga í Sveinafélag rafeindavir- kja. í skoðanakönnun meðal sím- virkja hefur komið fram að nær allir starfsmennirnir vilja samein- ast í einni starfsstétt með öðrum rafeindavirkjum í Sveinafé- laginu. Samgönguráðuneytið vill hins vegar halda þessum starfs- mönnum innan vébanda opin- berra starfsmanna. Þeir 120 rafeindavirkjar sem standa nú utan stéttarfélaga óskuðu í sumar eftir viðræðum við samgönguráðuneytið um hvernig standa ætti að félaga- skiptunum. Þeirri beiðni hefur ráðuneytið nú svarað með áður- nefndu bréfi þar sem lagst er gegn félagaskiptum. Að sögn forráðamanna utan- garðsmanna eins og þeir kalla sig er ekki og mun aldrei verða samningsatriði hvort af samein- ingunni verður í Sveinafélaginu heldur hefur verið óskað eftir viðræðum um hvemig standa eigi að þeirri sameiningu. Málið er því enn í biðstöðu. -*g- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. janúar 1985 JTAJM , JLlJj.1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.