Þjóðviljinn - 22.01.1985, Page 6

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Page 6
FRÁ LESENPUM Niður með tóbakið Rakel Sigurðardóttir hringdi og var mjög óhress með greinina um að tóbakið væri allra meina bót, sem birtist í Þjóðviljanum fyrir skömmu. Henni þótti lítið til þess koma þótt læknir í Ástralíu fyndi upp á því að bera blak af tóbaksbrúk- un: Það þarf að haida áfram að selja tóbak og alltaf munu ein- hverjir finnast sem hjálpa til við það. Það getur verið að stundum fari menn offari í áróðri gegn reykingum - en það réttlætir ekki aðra eins léttúð og fram kom í þessari grein gagnvart rannsókn- um þeim um háska af tóbaki sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Og þið Þjóðviljamenn ættuð að hafa annað mjög í huga á krepputímum: Það er veruleg kjarabót fyrir alþýðufjölskyldur sem svo sannarlega hafa ekki of mikið handa í milli, ef að þær losna við þær fjárhagsbyrðar sem reykingamenn bera. Athugasemd ritstj. Við þökkum ábendingar Rak- elar en viljum um leið minna á að í Þjóðviljanum birtast skoðanir manna án þess blaðið leggi á þær dóm. Skömmu eftir að grein ást- ralska lœknisins birtist, kom í Það mun mál flestra að reykingar séu heilsuspillandi. Hins vegar virðast einhverjir til sem halda hinu gagn- stæða fram og grein eftir einn slíkan birtist í Þjóðviljanum fyrir skömmu. Hvað segja lesendur um málið? Hringið eða skrifið til okkar og við komum því á þrykk. blaðinu viðtal við krabbameins- sérfrœðing (með mynd á baksíðu) þar sem hann hélt fram þeirri skoðun að reykingar vœru heilsuspillandi. DAUFAR Framhald á bls. 5 eins tímaeyðsla. Á meðan menn eyða tíma sínum í svona leikara- skap breyta frjálshyggjuöflin samfélaginu eins og þau eru að gera. Feykileg sókn frá hægri er haf- in. Margföldun hennar er í undir- búningi. Máttugasta aflið til þjóðfélagsbreytinga er afl fjöl- miðlanna. Hver hefur það afl? Sjá menn ekki hvað bíður? Frjálshyggju- og frjármagnsöflin í þjóðfélaginu hafa þekkt vitjun- artímann löngu á undan okkur og þau hafa undirbúið byltingu á sviði fjölmiðlunar, sem mun leiða til róttækra breytinga á viðhorf- um og hugsunarhætti þjóðarinn- ar þessum öflum í vil. ísfilm er risafyrirtæki, sem er ætlað að ná NÝJU FÖTIN Framhald á bls. 5 vegna minnkandi verðbólgu. Á það má benda, að nú gerist hið gagnstæða, að greiðslubyrði minnkar sjálfkrafa og þessi lækk- un nýtist að fullu, þegar verð- bólgan eykst“ (undirstrikun mín). Þessi röksemdafærsla Davíðs Oddssonar er svo einfaldur blekkingaleikur að furðu sætir að hann skuli bera hann á borð fyrir alþjóð. Það er vissulega verð- bólga í þjóðfélaginu en hún skilar sér bara ekki í launaumslögin, ef undan eru skilin launaumslög borgarfulltrúa og þingmanna. Verðbætur á laun eru bannaðar og því getur verðbólgan ekki svipuðum yfirburðum í hljóð- varps- og sjónvarpsfjölmiðlun og MBL hafði á árunum á dagblaða- markaði. Þessi bylting mun eiga sér stað, vel undirbúin og þraut- skipulögð, á meðan vinstri menn í landinu fremja kaffihúsaraus með spekingssvip í ófrjóum og tilgangslitlum viðræðunefndum. Ekkert svar til Máttvana og ómarkvissar til- raunir til þess að halda í úrelt kerfi ríkiseinokunar í útvarps- rekstri, sem meirihluti lands- manna er andsnúinn, er ekkert svar við sókn frjálshyggjuaflanna á fjölmiðlasviðinu. Vinstri stefna er róttæk í eðli sínu. Sá róttæki krefst breytinga, ekki stöðnunar. Vinstri menn eiga auðvitað að mæta frjálshyggjuöflunum á þessum nýja vettvangi sem er að unnið með launafólki. Undarlegt að það skuli hafa farið framhjá borgarstjóranum! Launafolk borgar brúsann Varla telur Davíð Oddsson það markvissa fjármálstjórn að hækka skattaálögur á Reykvík- inga. Það kæmi mér á hinn bóg- inn ekki á óvart að hann teldi hækkaða verðlagningu á allri þjónustu borgarinnar falla undir þá skilgreiningu. Þau tvö og hálft ár sem núverandi meirihluta hef- ur setið að völdum hefur verð á allri þjónustu borgarinnar hækk- að langt umfram launahækkanir. Þannig hefur verð á heitu vatni hækkað um 355%, rafmagnsverð til almennings um rúm 200%, verða til en ekki festa sig í innan- tómu orðagjálfri og kaffihúsa- snakki. Slíkt er merki um doða hugans og dauða hönd. Sú gerbreyting sem varð á blaðamennsku Þjóðviljans haust- ið 1983 en virtist taka enda haust- ið eftir var t.d. meira virði fyrir vinstri hreyfingar á íslandi án flokkamarka en þúsund viðræðu- nefndir. Öflugur og óháður fjöl- miðill á sviði sjónvarps- og út- varpsrekstrar til mótvægis við risafyrirtæki fjármagns- og frjáls- hyggjuafla er okkur þúsund sinn- um meira virði en öll þau verk- efni samanlögð sem við gætum unnið í núverandi stjórnarand- stöðu. Sighvatur Björgvinsson er fram- kvæmdastjóri Norræna félagsins og fyrrverandi þingmaður Alþýð- uflokksins og gegndi stöðu fjár- málaráðherra um skelð. gjaldskrá dagvistarstofnan um rúm 150%, gjaldskrá sundstaða um rúm 300%, fargjöld SVR um rúm 220% og svona mætti lengi telja. Á þessu sama tímabili hafa launatekjur verkakonu hækkað um 135%. Er það markviss fjármála- stjórn hjá meirihlutanum að sækja það fé, sem hann þarf í hin ólíklegustu ævintýri, í hálftóma vasa Reykvíkinga og velta öllum kostnaðarhækkunum borgarinn- ar út í verðlagið? Er það markviss fjármálastjórn að hækka skattaá- lögur og fita borgarsjóð eins og púkann á fjósbitanum á niður- greiðslu launafólks á verðbólg- unni? Hvað finnst ykkur? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðsins. A DOFINNI Húsnæðismálin brenna á mörgum Reykjavík 14. jan. ’85 Virðulega ritstjórn og eða sá blaðamaður, sem hugsanlega gæti frætt lesanda blaðs ykkar um hvort einhver nefnd eða starfs- hópur varð til eftir Sigtúns- fundinn, sem efnt var til hér um árið. Og ef svo er hvort fólk má búast við einhverjum tilraunum úr þeirri átt til að reyna að knýja Látið Þjóð- viljann vinna fyrir ykkur Liggur ykkur ekki eitthvað á hjarta? Þurfið þið að komast í samband við einhverja í kerfinu? Hafið þið heyrt um eitthvað sem aflaga fer og ykkur finnst ráð að bæta úr? Lesendasíða Þjóðviljans er kjörinn vettvangur ykkar! Þið getið annað tveggja sent okkur línu eða hríngt og við vinnum úr málinu. Einnig eru allar ábend- ingar og spurningar vel þegnar og ekki skal standa á Lesendasíð- unni að afla svara. Hringið í síma 91-81333 eða skrífið til Þjóðvilj- ans Síðumúla 6, 108 Reykjavík. fram einhverjar breytingar í þágu allra þeirra hrjáðu ungu íslend- inga, sem eru að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Er það ekki verðugt verkefni fyrir blaðið okkar svo og aðra þá sem allavega í orði eru sí og æ að taka málstað lítilmagnans, að taka á þessum málum af festu og kanna í raun hver staða fólks er í þessum efnum ekki alltaf bara þá sem verst eru settir heldur nánast allra, því mín skoðun er sú að það þurfi meira en miðlungs tekjur til að standa við skuldbindingar af afborgunum og vöxtum af verð- tryggðum lánum. Eg held að ég tali fyrir munn margra þegar ég segi að þetta sé mál sem brenni á mörgum þessa dagana og þetta sé að leggja líf margra í rúst og þegar búið að því. í von um að þetta verði hugleitt hjá ykkur. Lesandi. Pennavinur 22 ára Austur-Þjóðverja lang- ar að skrifast á við íslendinga, á ensku eða þýsku. Hefur áhuga á íslandi. Heimilisfangið er: Tassilo Koch 5909 Wuthe Feldstr. 4 DDR/East Germany Bjarni Stefánsson, forstjóri Hljómbæjar h/f, Kristján Zophaníasson, sölustjóri, Ingvar Ásmundsson, skólastjóri og Loftur Jónsson, fjármálafulltrui, við afhendingu myndbandstækisins. Iðnskólinn Fékk gefins myndband í tilefni af 80 ára afmæli Iðn- VC 483 NS, með hraðspólun, það mjög hentugt við kennslu. skólans í Reykjavík gaf Hljóm- fjarstýringu og þrepastilli. Með Fáanlegt er fjölbreytt kennslu- bær h/f skólanum myndbands- honum er hægt að sýna hverja efni á myndsnældum og mun tæki. Tækið er af gerðinni Sharp hreyfingu, mynd fyrir mynd og er tækið verða notadrjúgt. Fyrirlestur Málefni flóttamanna Einn helsti sérfræðingur í mál- efnum flóttamanna á Norður- löndum, norski prófessorinn dr. Atle Grahl-Madsen, mun flytja fyrirlestur um þau efni miðviku- daginn 23. janúar. Mun hann þar ræða um með hvaða skilyrðum flóttamönnum er veittur landvistarréttur annars staðar á Norðurlöndum og hver réttarstaða þeirra er þar að öðru leyti. Hafa þau mál verið mjög til umræðu að undanförnu og mis- munandi sjónarmið uppi um það hve langt eigi að ganga í því að veita flóttamönum landvistar- rétt. Dr. Atle Grahl-Madsen er pró- fessor í þjóðarétti við háskólann í Bergen og talar hér í boði laga- deildar Háskóla íslands og Rauða Krossins. Hann er fulltrúi Norðurlanda í alþjóðlegum flóttamannasamtökum og hefur ritað ýmis grundvallarrit á sviði flóttamannaréttar. Fyrirlesturinn verður fluttur í Lögbergi, stofu 102, og hefst kl. 17.30. Ollum er heimill að- gangur. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þríðjudagur 22. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.