Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 15
FRETTIR Verkamannasambandið Lífsafkomu stefnt í voða ♦ Fiskvinnslufólk algerlega réttindalaust. Rekið heim með vikufyrir vara þráttfyrir áratuga störf í greininni. VMSÍ mótmœlir. Eins og skýrt var frá í helgar- blaði Þjóðviljans vakti Verka- mannasamband íslands athygli fjölmiðla á atvinnuleysi og lélegri afkomu fiskverkunarfólks í síð- ustu viku. Alyktun verkamanna- sambandsins er svohljóandi: „Stjórn Verkamannasam- Uppsagnir Taumlaus ósvífni Guðmundur J. Guðmundsson: Fiskvinnslan er að missa sitt hœfasta fólk Það er taumlaus ósvífni að senda fólk heim með viku fyrirvara eftir 30 ára starf í fisk- vinnslu. Sífellt er gengið á lagið og nærri því regla að fólk sé sent heim fyrir jólin, sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambandsins í sam- tali við Þjóðviljann, en VMSÍ hef- ur vakið athygli á réttleysi fisk- vinnslufólks. Öryggisleysið veldur því meðal annars að fólk sækir í aðra vinnu. f Reykjavík er áberandi að hæft starfsfólk leitar eftir öðrum störf- um. Úti á landi gætir mikillar þreytu, sem veldur því að fólk verður oftast að flytja úr byggð- arlaginu ef það vill skipta um vinnu, þar sem fiskvinnslan er aðal uppistaðan. Þetta fólk fer ekki að vinna í frystihúsum þegar það kemur til Reykjavíkur. - Verður uppsagnarrétturinn kannski stórmál í ncestu samning- um? - Við munum gera harða hríð til að fá þessu breytt en við vitum að það verður harkalega tekið á móti. Með vorinu má reikna með ráðstefnu á vegum Verkamanna- sambandsins, þó um það hafi ekki verið tekin ákvörðun, þar sem við munum fjalla um áhrif bands Islands vill minna á þá staðreynd að höfuðútflutnings- grein landsins er fiskiðnaður. Hann er starfræktur af fólki þar sem konur eru 75% af vinnuafli. Án þessarar miklu þátttöku kvenna í þessari atvinnugrein mundu útflutningstekjur íslend- inga hrynja saman. Ótrúiegur fjöldi fjölskyldna á lífsafkomu sína undir því að þessi atvinna sé stöðug og traust. Sam- kvæmt samningum og lögum, sem ekki er hægt að fá breytt, er hægt að segja þessu fólki upp störfum með viku fyrirvara, hve- nær sem er, ef hráefni er ekki fyrir hendi. Og breytir það þá engu, hvort viðkomandi er búinn að vinna 3 mánuði eða 30 ár í viðkomandi starfsgrein. Það þykir ekki lengur tíðindi, þótt hundruðum kvenna sé sagt upp störfum og þær uppsagnir eigi sér helst stað í jólamánuðin- um. Nú eru t.d. á 3ja hundrað manns atvinnulausir á Akranesi, hliðstæð tala í Hafnarfirði, þó virðist ástandið vera verst á Suðumesjum, en þar eru á sjötta hundrað manns atvinnulausir. Meginhluti þessa fólks er fisk- vinnslufólk, aðallega konur. Þá er víða annars staðar á landinu atvinnuleysi hjá þessu fólki, þótt tölur séu lægri nema í Reykjavík. Þrautþjálfað fiskverkunarfólk sækir í vaxandi mæli úr þessari starfsgrein og víða úti á lands- byggðinni er um brottflutning að ræða af þessum orsökum. Verkamannasamband íslands mótmælir því réttindaleysi og atvinnuleysi sem þetta fólk býr við og varar við þeirri þróun að þrautþjálfað fiskverkunarfólk flýi í önnur störf vegna öryggis- leysis í atvinnu og lélegrar af- komu.“ Guðmundur J.: Við munum gera harða hríð til að fá þessu breytt en við vitum að það verður harkalega tekið á móti. bónusins og uppsagnarákvæðin. Ég býst við mikilli hörku um þau mál. Ef ekki verður breyting á, missir fiskvinnslan sitt hæfasta fólk, og afköst og gæði detta nið- ur með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. hágé Landflótti á nýjan leik? Fleiri fluttust frá landinu en að því á síðasta ári. Er það öfug þróun miðað við undanfarin ár. Árin 1981-1983 fluttust samtals um 1000 manns fleiri til landsins en frá því. Endanlegar tölur um árið 1984 liggja ekki fyrir en í skýrsiu frá Hagstofunni segir að tala brottfluttra hafi orðið fáeinum hundruðum hærri en aðfluttra. -jp SYNING "• •- ATILLQGUM UR HUGMYNDASAMKEPPNI LANDSBANKANS 21. -25. j anúar er haldin sýning á tillögum sem bárust í hugmyndasamkeppni Landsbankans. Sýningin er opin á venjulegum afgreiðslutíma í afgreiðslusal aðalbankans. LANDSBANKINN Banki allra landsmama L. VORTISKAN 1985 o^*t\K*a°s VORTÍSKANíEVRÓPUÁ600SÍÐUM f FYRIR AÐEINS 98. - KR. ý 9 . m Ja takk! Vinsamlega sendið mérnýja FREEMANS R pöntunarlistann ípóstkröfu 1 _ of London || rrccmon/ j Nafn: :_____________________________- Sendisttil FREEMANS í ofLondon c/oBALCOhf. p; Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfirði, sími 53900. 5 §1^ StaÖUr: j j Jp Heimili: v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.