Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Fjölmiðlafrelsi og peningavald Þeir á Morgunblaðinu eru stundum að státa sig af því, að ritstjórar þar og leiðarahöfundar eigi einn vilja sem opinberist í því að „Morgun- blaðið sem slíkt“ hafi tiltekna skoðun. Ekki vill þetta alltaf ganga upp. Nálægt áramótum birti Morgunblaðið Reykjavíkurbréf þar sem því var afdráttarlaust haldið fram að mesti vandi ís- lensks þjóðfélags væri sú holskefla engil- saxneskra fjölmiðlunaráhrifa sem nú dyndi yfir landsmenn. Um síðustu helgi var stefnt í þveröfuga átt í Reykjavíkurbréfi; þar var uppi venjuleg yfirborðsræða um hina mikla sælu hinna mörgu rása og takmarkalausu auglýs- inga og það var sagt sem svo, að tilraunir stjórnmálamanna eða annarra til að setja skorður við þeirri þróun væri barnaskapur. Háskinn bandaríski, sem var svo mikiil nálægt nýjári, var alveg gufaður upp úr þessu sam- hengi. Reykjavíkurbréfið nú um helgina var reyndar dæmi um ríkjandi viðhorf í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiölamálum, en það eru viðhorf hreinnar markaðstrúar. Höfundur bréfsins ræðst frá hægri að hið umdeilda stjórnarfrumvarp um útvarpslög sem nú er á dagskrá. Hann telur það óviðunandi ákvæði um að útvarpsréttarnefnd hafi rétt til að skipta sér af auglýsingamagni og inntaki þeirra, einnig telur hann, að það sé rangt, að láta mild tilmæli um málfrelsi í nýjum útvarpsstöðvum standa í frumvarpinu. Og glöggt er það enn hvað þeir vilja, þessir menn. Þeir vilja fyrst og síðast það frelsi, sem hæglega getur snúist upp í hægrieinokun, líkt því sem hefur verið að gerast á dagblaðamarkaði víða um lönd og þó hvergi sem hérlendis. Eins og menn vita hafa tvö hægriblöð náð undir sig gífurlega stórum hluta blaðamarkaðarins hér- lendis með samtvinnun pólitískra hagsmuna hinna fjársterku eigenda blaðanna og þeirra sem eru umsvifamestir auglýsendur. Það er rétt sem Alþýðublaðið segir í leiðara um þetta mál nú á laugardag: það er ekki í þágu frelsins að skapa hliðstætt ástand í útvarpsmálurh, eins og stofnun fjölmiðlarisans ísfilm bendir til að reynt verði að gera. Það hefur reyndar verið eftirlætisaðferð hægraliðsins í þessu máli, að neita því sem harðast, að afdrifaríktsamhengi sé milli pening- avalds og skerðingar á frelsi. Það mun seint veita athygli fréttum eins og þeim, að í Banda- ríkjunum er hafin fjársöfnun á vegum íhald- samra þingmanna, sem miða að því að kaupa upp meirihlutann í sjónvarpsstöðinni CBS. Ástæðan er sú að þessi hópur þingmanna er I óánægður með þá gagnrýni á Reagan forseta og stjórn hans sem fram hefur komið í CBS! Og það er eftir íhaldshræsninni í þessum málum, að samtök þau sem ætla að kaupa burt gagniýni á stórn landsins kalla sig hvorki meira né minna en „Freedom in Media“ - Frelsi í fjölmiðlum! Hræsnin er ósköp svipuð hér. Það er látið sem við íslendingar höfum til þessa búið við ófrelsi í fjölmiðlum, af því að við höfum haft ríkisútvarp sem hefur reynt að taka tillit til margra skoðanahópa, aldurshópa og lands- hluta. Samkvæmt þessari kenningu læturfrels- ið ekki á sér kræla fyrr en við höfum fyllt Ijósvak- ann af því efni sem vöruseljendur vilja helst tengja ótakmarkaðar auglýsingar sínar við. Samkvæmt þessari kenningu er stefnt á banda- rískt ástand í fjölmiðlum, einmitt það ástand sem einhver annar partur af Morgunblaðsrit- stjórn en síðast hafði orðið taldi fyrir skömmu mestan háska íslenskri tilveru. Og yfirmaður menningarmála í landinu, Ragnhildur Helga- dóttir, lætur ekki sitt eftir liggja í þessum dansi - í nýlegum sjónvarpsþætti fannst henni það helst gleðilegt við væntanlegt útvarpsfrelsi, að ís- lenskir listamenn fengju vinnu við að búa til auglýsingar. Mikil er sú eymd. KLIPPT OG SKORIÐ 16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUK 19. JANUAR 1985 „Tortryggi þá sem finna stóra sannleikann“ — segir Edwin Fogelman, prófessor í stjórnmálafræði við Minnesota-háskóla „REAGAN foreeti mun þurfa aö leita neiri málamiðlana til þeas að friða alla þá ólíku bópa, sem að boo- i Ktanda, á þeauu kjörtfmabili en því fyrra,“ aagði prófeanor Edwin Fogelman frá Bandaríkjunum, með al annare, er blm. Mbl. átti við hann Ktutt Hamtal nl. fímmtudag. Edwin Fogelman er prófessor i stjórnmáiafræði við Minnesota- háakóla og kom hingað til lands til þess að flytja íyrirlestur á vegum utanríkismálanefndar SUS, um aviðhorf í Bandaríkjun- heilbrigðis- og félagsmála, j leitninni til þess að réttaj á fjárlögunum. Kn þá ktu heldur ekki hjá þvi aðj útgjöld til hermájj einnie Á milli vita Innan Sjálfstæðisflokksins fer fram hugmyndarfræðilegt upp- gjör um þessar mundir, án þess að svo margir flokksmanna viti af því. Frjálshyggjan sem hefur ver- ið alfa og omega þeirra undanfar- in misseri er í upplausn og hefur í rauninni verið hafnað af kjósend- um Sjálfstæðisflokksins (og fyrr- verandi stuðningsmönnum ríkis- stjórnarinnar) en einstaka fálkar halda uppi vörnum enn fyrir frjálshyggjusjónarmiðin bæði innan ríkistjórnarinnar og í Flokknum. í einstaka málaflokk- um (svosem útvarpsmálum) halda þeir á Mogganum og frjáls- hyggjuliðið áfram að klappa sömu steina, en í auknum mæli má sjá á síðum Morgunblaðsins merki um að frjálshyggjan sé á undanhaldi. Framkvæmda- stjóri á hlaupum Sem merki um framgang frjáls- hyggjunnar á sínum tíma í Sjálf- stæðisflokknum var uppgangur Friðriks Friðrikssonar forystu- manns í Félagi frjálshyggju- manna. Hann stjórnaði kosn- ingabaráttu Þorsteins Pálssonar til formannskjörs fyrir síðasta landsfund Flokksins - og svosem einsog að launum var hann gerð- ur að framkvæmdastjóra þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. Nú er hins vegar svo komið, að Friðrik hefur fengið framkvæmdastjóra- starf hjá fyrirtæki í borginni - og þingflokkurinn hefur ekki fengið (a.m.k. enn) annan fulltrúa frjálshyggjunnar til að stjórna sér. Grunnfærni Reagans Á vegum utanríkismálanefnd- ar SUS er hér á landi Edwin Fogelman, prófessor í stjóm- málafræði við Minnesota- háskóla. Eftir viðtölum í Alþýðu- blaðinu og Morgunblaðinu að dæma er þetta merkasti maður, Viðtalið í Mogganum er á bls. 16 sl. laugardag - og er samfelld gagnrýni á hugmyndafræði Reagan-stjórnarinnar í Banda- ríkjunum og þarmeð þá pólitík sem rekin er af sömu forsendum annars staðar í veröldinni (t.d. hér á landi). í viðtalinu segir Fogelman m.a. að svar Reagans við vand- amálum vestra hafi verið að láta einkaframtakið blómstra. „En að mínu mati þarf að breyta hlut- verki stjórnunar í þjóðfélaginu, ekki bara draga úr henni“. „Það er t.d. ekki nóg að segja fólki upp í óarðbæmm fyrirtækj- um, það þarf líka að gera ein- hverjar ráðstafanir því til aðstoð- ar. Það er grunnfærni og einföld- un að halda því fram, að það fyrra sé nóg til að tryggja arðsemi". Friedmannisminn óraunsær Þá segir Fogelman: „Einn af hópunum sem styðja Reagan em fylgismenn peningastefnu (mon- etarisma), sem aðhyllast þær kenningar Miltons Friedmans, er lúta að algeru frelsi á sviði efna- hagsmála. Þeir tala eins og frelsið sé einangrað hagfræði- og efna- hagslegt fyrirbæri, en ekki póli- tískt. En þegar ríkisstjórn er ann- ars vegar verða engar ákvarðanir teknar á efnahagslegum gmnni eingöngu. Því er stefna þessara manna óraunsæ og framkvæmd hennar ósamræmanleg raunvem- leikanum". Þessi áfellisdómur yfir stefnu ungra Sjálfstæðismanna, flokks- eigendafélagsins í Sjálfstæðis- flokknum og ríkisstórnarinnar framan af er ekki síst merkilegur í Ijósi þess, að prófessorinn heldur fyrirlestur á vegum SUS. Gleymdu vandamálunum í viðtalinu við Morgunblaðið segir Fogelman, að til að koma á þessu frelsi yrði að endurskipu- leggja allt hagkerfi Bandaríkj- anna frá grunni. Ein afleiðing þessa yrði síðan geysileg aukning í hringamyndunum. Hann segir að algert frelsi sé því ekki lausnin „og þeir sem það vilja gleyma vandamálunum, sem urðu til þess að það var af- numið í upphafi“. Mannskæð stefna Prófessorinn í Morgunblaðinu tekur dæmi um frjálshyggjuna varðandi öryggismál flugfélaga, þarsem ákveðin þróun er í gangi í samræmi við lífsskoðun frjáls- hyggjumanna. „Það hefur verið slakað á eftir- liti með öryggisráðstöfunum flugfélaga í Ameríku, með þeim afleiðingum að litlu flugfélögin eru farin að spara á þessu sviði og vélar þeirra farast æ oftar“. Varað við stóra sannleika „Vandamálið er að of margir kunna of Iítið í mannkynssögu. Þeir þekkja ekki söguna og þess vegna halda þeir að þeir hafi upp- götvað stóra sannleikann þegar þeir detta niður á hugmynd, sem var afskrifuð fyrir tugum ef ekki hundruðum ára“. Han segir vera „tortrygginn gagnvart þeim sem eru búnin að finna stóra sann- leikann í eitt skipti fyrir öll“. Harðlínu- mennirnir burt Það er ekki síður athyglisvert sem Fogelman hefur að segja um breytingar á bandarísku þjóðfé- lagi úr iðnaðarþjóðfélagi í upp- lýsingaþjóðfélag. Um pólitísku þróunina segir hann m.a. að hægri sveiflan sé ekki í neinum hæðum um þessar mundir. Og einsog harðlínumennirnir í stjórnarflokkunum kútveltast niður velferðarbrekkuna á ís- landi eru harðlínumennirnir í kringum Reagan á leiðinni burt úr valdastólum, að sögn hins merka prófessors í Morgunblað- inu. óg DlOÐVIIIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgæfandl: Útgéfufélag Þjóöviljans. Rftatjórar: Ámi Borgmann, össur Skarphéöinsson. Rttatjómarfulltníi: Oskar Guömundsson. Fréttaatjóri: Valþór Hlöóversson. Btaöamann: Álftieiöur Ingadóttir, Ásdís Þórtiallsdóttir, Guöjón Friöriksson, Jóna Pélsdóttir, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Möröur Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víöir Sigurösson (íþróttir). Ljóamyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson. t>tftt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrtta- og prófartcalaatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrífatofustjórl: Jóhannes Haröarson. Auglýalngaatjóri: Ragnheiöur Óladóttir. Auglýaingar: Anna Guöjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgraiöaluatjóri: Baldur Jónasson. Afgraiöala: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmœöur: Bergljót Guöjónsdóttir, Ólöf Húnflörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiösla, auglýsingar, ritstjórn: Siöumúla 6, Reykjavík, síml 81333. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verö í lausaaöiu: 30 kr. Sunnudagsverö: 35 kr. Áakríftarvarö á mánuðl: 300 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 22. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.