Þjóðviljinn - 23.01.1985, Síða 4
LEIÐARI
Skattheimtukóngar í borgarstjóm
Frá upphafi íslenskrar stjórnmálasögu hefur
enginn flokkur haft uppi jafn hástemmd loforð
um að minnka skattheimtu á landsmönnum og
Sjálfstæðisflokkurinn. Sagan hefur hins vegar
sýnt, að efndir hafa orðið allmiklu rýrari en orð.
Þetta sést einkar glöggt þegar stjórnun Da-
víðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins á mál-
efnum Reykvíkinga er skoðuð. Þá kemur það
nefnilega í Ijós, að þrátt fyrir allan slagorða-
vaðalinn um lægri skatta, þá er það fyrst og
fremst eitt sem hefur einkennt stjórnartíð Da-
víðs: stóraukin skattheimta.
Þessi skattheimta kom meðal annars fram í
því, að útsvarsprósentan var ekki lækkuð á síð-
asta ári, þrátt fyrir að stórlega hefði dregið úr
verðbólgunni. Þetta þýddi í rauninni að Sjálf-
stæðisflokkurinn lét borgarbúa greiða
verðbólgu-útsvar af kaupi ársins 1983 með
óverðtryggðum launum ársins 1984! Eða með
öðrum orðum: útsvarið hækkaði um 40% milli
áranna en ráðstöfunartekjur borgarbúa ekki
nema um 20%.
Fyrir svo utan hækkanir á beinni skattheimtu
Sjálfstæðisflokksins af borgarbúum, þá hefur
dulin skattheimta í formi annars konar álaga
einnig aukist geigvænlega. Hér er átt við stór-
felldar hækkanir á verðlagi ýmis konar þjón-
ustu, sem Reykvíkingum er nauðugur einn
kostur að kaupa. Lýsandi dæmi um þetta var að
finna í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,
borgarfulltrúa, sem birtist í Þjóðviljanum í gær.
Þar er frá því greint, að síðan Sjálfstæðis-
flokkurinn tók við stjórnartaumunum af vinstri
meirihlutanum árið 1982, þá hafa meðal annars
orðið eftirtaldar hækkanir á ýmissi þjónustu
borgarinnar:
* Verð á heitu vatni hefur hækkað um 355
prósent.
* Rafmagnsverð til almennings um rúm 200
prósent.
* Gjaldskrá dagvistarstofnana um rúm 150
prósent.
* Aðgangur að sundstöðum borgarinnar um
300 prósent.
* Fargjöld SVR um rúm 220 prósent.
Á sama tímabili hafa hins vegar laun verka-
konu ekki hækkað nema um 135 prósent.
Samkvæmt þeim tillögum sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur nú lagt fram að fjárhagsáætlun
fyrir Reykjavíkurborg á næsta ári virðist einsýnt
að verðhækkunardraugurinn er orðinn 13.
maðurinn í meirihluta Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn. Miðað við þær forsendur sem þar
koma fram, er nefnilega nokkuð auðsætt, að
enn er gert ráð fyrir stórfelldum hækkunum á
þjónustu við borgarbúa. Þannig er líklegt að
meirihlutinn muni enn hækka á árinu verðskrár
SVR, sundstaða, bókasafna, svo einhver dæmi
séu tekin.
Að sjálfsögðu veldur svo þessi stóraukna
skattheimta Sjálfstæðisflokksins því, að borgar-
sjóður stendur ekki illa að vígi. Það er í sjálfu sér
fagnaðarefni. En það er á hinn bóginn sjálfsagt
að spyrja: hvernig hefur Sjálfstæðisflokkurinn
varið þessu fé?
Svo eitt dæmi sé tekið: hvað hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn gert í málefnum aldraðra í Reykja-
vík? Því er fljótsvarað. Harla lítið, og í tíð núver-
andi meirihluta hefur til dæmis ekki ein einasta
íbúð fyrir aldraða verið tekin í notkun. Bendir
það til þess að kynslóðirnar sem hafa skilað
okkur ævistarfi sínu eigi góða elli vísa í borg
Davíðs?
KLIPPT 0G SK0RIÐ
Morgunblaöið berst um á hæl og hnakka fyrir kerfisbreytingum á kerfinu.
Ekki meir,
ekki meir
Á dögunum ætlaöi allt af göfl-
unum að ganga í stjórnarmál-
gögnunum NT og Morgunblað-
inu, af því svo stórfengleg
„uppstokkun" stóð fyrir dyrum.
Það átti að skipta út gömlum og
lélegum ráðherrum og setja yngri
og brattari inn í ríkisstjórnina.
Síðan átti að stokka upp ráðu-
neytin, í stað þeirra gömlu áttu að
koma ný svo hægt væri að ávarpa
ráðherrana með nýjum titlum;
Hæstvirtur Innanríkisráðherra
Alfreð Þorsteinsson og Hæstvirt-
ur Efnahagsmálaráðherra Guð-
laugur Bergmann. Til dæmis.
En ekki var nú Adam lengi í Par-
adís breytinganna, því bráðlætið í
NT og Mogganum var svo mikið,
að málgögnin fóru ævinlega
nokkrum gráðum lengra í
breytingunum en til tals hafði
komið milli ríkisstjórnarflokk-
anna hverju sinni. Þetta endaði
auðvitað með því að Albert sagði
ekki meir, ekki meir, - og ákveð-
ið var að breyta einmitt ekki
neinu. Síðan hefur ríkt vand-
ræðaleg þögn eftir yfirlýsingar
um að ríkisstjórninni verði ekki
breytt, nema hvað undarlegar yf-
irlýsingar og upphlaup koma
öðru hvoru. I gær sauð uppúr.
Sverrir vill
Þorstein
Morgunblaðið sér ástæðu til
þess að hafa eftir Sverri Her-
mannssyni í gær, eftirfarandi:
„Ég tel í hœsta máta eðlilegt og
einsog nú standa sakir nauðsyn-
legt að formaður Sjálfstœðis-
flokksins eigi sœti í ríkisstjórn-
inni“. Hvaða, hvaða, - var þetta
ekki útrætt mál? Síðar í fréttinni
kemur í ljós að deildar meiningar
eru uppi um landsfund Sjálfstæð-
isflokksins. Sverrir: „Þá verður
formanni okkar án efa veitt á -
framhaldandi umboð og honum
fengið vald lil að stjórna með okk-
ur“. Hingað til hefur Steini ekki
fengið að koma nálægt stjórnun-
arverkefnum, en sumsé það gæti
breyst eftir landsfund.
Valdimar
vill hann líka
Ekkert lát er á hálfum hollust-
ueiðum þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins þessa dagana. NT hefur
eftir Valdimar Indriðasyni í gær:
„Ég sagði að það vœri hœgara
fyrir Steingrím að stýra ríkis-
stjórninni ef formaður Sjálfstæð-
isflokksins vœri innan ríkisstjórn-
ar“. Þetta hefði getað verið ögn
afdráttarlausar sagt, en það eru
líka aðrir kostir uppi.
Mogginn ofsækir
Verslunarráðið
Það er nú ekki bara að því er
snertir aðra ráðherra sem Mogg-
inn og NT vekja upp drauginn um
aðra ríkisstjórn í gær. Morgun-
blaðið skammar Verslunarráð ís-
lands og fleiri hagsmunasamtök
kapítalsins og kallar alla aðstand-
endur „kaupmenn" í fyrirlitning-
artón.Þeir hafa ekki annað til
saka unniö en vera andvígir því
að fagráðuneyti viðskipta verði
lagt niður. Mogginn segir í fýlu-
leiðara í gær: „Vilji kaupmenn
beita sér sem þrýstihópur hafa
þeir jafnan snúið sér fyrr til við-
skiptaráðaneytisins. Nú mega
þeir ekki til þess hugsa að nokkur
breyting verði á aðstoðinni að
þessu leyti, þeir eru með sömu
kerfissjónarmið og aðrir þegar
rætt er um breytingar á þeirra
,fagráðuneyti“. “
Morgunblaðið lætur einsog ný
ráðuneyti þýði í sjálfu sér
eitthvað „andkerfislegt", minna
ríkisvald eða eitthvað í þeim
dúrnum - svo borin sé hönd fyrir
höfuð Verslunarráðs íslands í
Þjóðviljanum til tilbreytingar.
Lausnin
fundin?
Ákafi Morgunblaðsins og
löngun í ný kerfisráðuneyti í stað
hinna sígildu sem við höfum átt
að venjast undanfarna áratugi,
ríður ekki við einteyming. Þeir
skrifa síður upp og niður um nýju
ráðuneytin leiðara og langar út-
listanir landsfrægra kerfiskarla;
allt fyrir nýju ráðuneytin. Meira
að segja hefur Morgunblaðið
fengið yfirkerfisfræðing Fram-
sóknarflokksins, Eirík Tómas-
son, til að réttlæta nýju kerfis-
ráðuneytin. Er það svo að lausnin
sjálf sé fundin?
Skipt um
hórur
Þetta orðaskak um tilfærslur á
stólum og kerfisverkefnum milli
kerfisráðuneyta minnir klippara
á sögu sem sovétfróð vinkona
hans sagði af svipaðri uppákomu
eystra. Hagræðingarráðunautar
komu í ríkisstofnun og létu mik-
inn; með mælitæki og út-
reikninga. Gömul kona frá
Odessu horfði uppá vísindalegar
aðfarir þeirra og spurði: „Hvers-
lags gassagangur er þetta?“
„Skilurðu það ekki, María mín
Ivanóvna“, sagði deildarstjórinn.
„Þegar búið er að reikna allt uppá
nýtt og færa til skrifborðin og
hagræða svosem vera ber, þá
aukast afköst okkar að miklum
mun. Þetta er einfalt mál.“
„Því á ég bágt með að trúa“,
sagði María Ivanovna. „Þegar ég
á sokkabandsárum mínum vann í
hóruhúsinu í Odessu, þá gat það
náttúrlega gerst að afköstin
minnkuðu. En þá röðuðum við
ekki rúmunum upp á nýtt. Það
var skipt um hórur“.
-óg
DJðÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
0tg«fandl: Útgófufélag Þjóðviljans.
Rttst)órar: Ámi Bergmann, Ossur Skarphéðinsson.
Rltatjómarfulltrúl: Oskar Guðmundsson.
Fréttaatjórl: Valþór Hlöðversson.
Blaðamann: Álftieiður Ingadóttir, Ásdís Þórtiallsdóttir, Guðjón Friðriksson,
Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Möröur Árnason,
Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir).
yóamyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrtta- og prófarfcalaatur: Andrea Jónsdóttir, El.as Mar.
Framfcvæmdaatjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Sfcrífatofuatjórl: Jóhannes Harðarson.
Auglýalngaatjórl: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Afgreiðalustjóri: Baldur Jónasson.
Afgralðala: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarala: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húamæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Útfcayrala, afgreiðsla, auglýaingar, ritatjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333.
Umbrot og aetnlng: Prentamiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð I lauaaaölu: 30 kr.
Sunnudagaverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 300 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. janúar 1985