Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 10
MINNING
ALÞYBUBANDALAGIÐ
Árshátíð og Þorrablót ABR
Árshátíö og þorrablót Alþýöubandalagsins í Reykjavík verður hald-
iö laugardaginn 2. febrúar í flokksmiöstöö Alþýðubandalagsins aö
Hverfisgötu 105.
Athugið að í fyrra var fullt út úr dyrum og komust færri aö en vildu.
Pantið því miöa strax í síma 17500.
Dagskrá nánar auglýst síöar. - Skemmtinefnd ABR.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Árshátíð
verður haldin laugardaginn 2. febrúar nk. Staðurinn er auövitað
Þinghóll Hamraborg 11 og verðurhúsiðoþnað kl. 20.30. Fjölbreytt
skemmtiatriði, m.a. mun Böðvar Guðlaugsson hagyrðingur flytja
gamanmál og fleiri kraftar munu koma fram. Heitur réttur verður
borinn fram síðla kvölds og aðrar veitingar verða að sjálfsögðu á
boðstólum. Veislustjóri verður Steingrímur J. Sigfússon. Verð að-
göngumiða er aöeins 350.- kr. Pantanir í símum: 45306 og 40163.
Athugið: Nauðsynlegt er að ganta miða tímanlega því í fyrra var
húsið fullt út úr dyrum! - ABK.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Félagsfundur
ABK heldur félagsfund í Þinghóli, miðviku
daginn 23. janúar kl. 20.30.
spjallar um félagslegt starf o.fl.
í sveitarstjórnarmál um. Logi Kristjánsson
Dagskrá: 1) Félagsmál 2) Félagslegt starf AB
Félagar! Mætið og takið virkan þátt í
umræðunni. b
Stjórn ABK.
Þorlákshafnarbúar og nágrannar
Verður kosið í vor?
Opinn fundur með Svavari Gestssyni formanni Alþýðubandalags-
ins og Margréti Frímannsdóttur þingmanni í Félagsheimilinu Þor -
I ákshöfn fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.30.
Svavar Margrét
AB fél. Selfoss og nágrennis
Opið hús
verður laugardaginn 26. janúar nk. Margrét Frímannsdóttir vara-
þingmaður mætir og spjallar við fólk. Kaffi og meðlæti.
Staður: Kirkjuvegur 7 Selfossi. Tími: Kl. 14.00-? Félagar fjöl-
mennið til skrafs og ráðagerða yfir kaffinu. - Stjórnin.
1X2 1X2 1X2
21. leikvika - leikir 19. jan. 1985
Vinningsröð:
X1 1-2X2-X1 X — 1 XX
1. VINNINGUR: 12 réttir, kr. 204.825.-
3718(3/11)+ 9831
2. VINNINGUR: 11 réttir, kr. 4.620,-
4408 39568+ 56012+ 89196+ 95426 50887(2/11)
9311 45168 85283 90830 95434 59271(2/11) +
35218 47537+ 86633 91131 182954+ 90495(2/11) +
36258 48078 87059 91589 3719(3/11)+ úr 20. viku:
39024 48808 87814 92838+ 45989(2/11) 86952
Kærufrestur er til 11. febrúar 1985 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstof-
unni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða
teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir
lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
Til sölu
Marantz stereotæki, Candy uppþvottavél, barnakojur
og lítill opinn skjalaskápur. Upplýsingar í síma 16289
e. kl. 18.00.
Jón Yngvi Yngvason
fœddur 11/2 1944 - dáinn 10/1 1985
Veruleikinn er stór og þeir eru
fáir sem helga líf sitt leit að eðli
hlutanna og kjarnanum í mann-
eskjunni. Um leið er eins víst að
þeir fyrirgeri lífshamingjunni og
einangri sig frá fjöldanum.
Við Jón Ýngvi vorum fyrst
samtíða í Núpsskóla en það var
fjórum árum síðar að sameigin-
legur kunningjahópur og áhuga-
mál efldu með okkur varanlega
vináttu. Þá starfaði Jón með
Leikhúsi æskunnar, fékkst við
myndlist, músík og sökkti sér í
lestur bókmennta. Við létum
okkur dreyma um fegurra
mannlíf og betri veröld, spurn-
ingin var bara með hvaða hætti
við gætum lagt fram okkar skerf.
Jón var fjölhæfur og hann gerði
sér ljóst að til þess að ná árangri
hlaut hann að fórna einhverju og
þótt hann síðar meir annað veifið
tæki upp pensilinn, spilaði á ýmis
hljóðfæri í glöðum hópi og gæfi
sig að því að setja upp leikrit, og
leika sjálfur, tók hann snemma
þá ákvöðun að leita sér tjáning-
arforms í skáldskap. Hvort sú leit
bæri árangur efuðumst við ekki
um, félagar hans, hæfileikarnir
voru til staðar. Hins vegar gerði
Jón þá kröfu til sjálfs sín að láta
ekkert frá sér fyrr en hann væri
sannfærður um gildi þess og þótt
honum lægi á þurfti hann fyrst að
kynnast skáldskap og heimspeki
liðinna tíma.
Jón var félagsvera í ríkum mæli
en leitaði fljótt í einveruna til
þess að vinna að takmarki sínu.
21 ára gamall er hann flúinn úr
þéttbýlinu, hliðvörður uppi í
Borgarfirði í tvö sumur, hann
gerist vetrarmaður í Biskups-
tungum og upp frá því eyðir hann
sífellt lengri tíma í Flatey á
Breiðafirði, stundum einn að
vetrarlagi, í þekkingarleit. í bréfi
frá Flatey veturinn 67/68 sé ég að
Jón býr þar einn og strýkur hús-
kettinum. Hann hefur að félags-
skap Spinoza, Strindberg,
Proust, Sartre og Beckett ásamt
trúarbragðasögu - og fleiri rit hef-
ur hann meðferðis.
í okkar þjóðfélagi eru menn
krafðir afkasta og Jón tók það
nærri sér þegar þau létu á sér
standa. Hann var enn ekki reiðu-
búinn, svo margt var ólesið og
ennþá var langt í þá fullkomnun
sem hann þráði. Flest skrifa hans
urðu eldinum að bráð.
Við héldum um tíma félagarnir
að við hefðum heimt hann til
Reykjavíkur, þegar hann stað-
festist hér um tíma með konu og
dóttur, en töfrar Flateyjar og
friðurinn þar heilluðu hann til sín
að nýju. Þar sest hann að aftur
með fjöldskyldunni og lifir sín
ánægjuríkustu ár í burtu frá
skarkalanum og þeirri örvænt-
ingu sem oft vildi grípa hann,
jafnvel í stuttri heimsókn til
Reykjavíkur. Hann var orðinn
náttúrubarn og bestu stundir
hans voru kannski að vorlagi þeg-
ar hann reri til grásleppu á
lygnum morgni eða í leik við dótt-
ur sína.
Þeir eru margir sem heimsóttu
Jón og Ibbý á Flateyjarárunum.
Heimili þeirra var kjölfesta í
merku menningar- og félagslífi
sem beið mikinn hnekki þegar
þau fluttu burt. Jón tók gestum
vel og gladdist við hverja heim-
sókn og eftirminnileg voru böllin
í Flatey þegar Jón Ýngvi þandi
nikkuna fram á nætur.
Jón var vinmargur, en þegar
hann fluttist aftur til Reykjavíkur
fækkaði heimsóknum hans til
okkar vinanna sífellt meir. Hann
hafði lokað sig af. Einveran var
honum erfiðari hér en friðurinn í
Flatey og það var sú tegund ein-
veru sem jafnvel vinur megnar
ekki að bæta úr.
Jón Yngvi lést af slysförum
þann 10. þessa mánaðar. Við vit-
um það öll sem þekktum hann að
þar er dáinn góður drengur. Fyrir
hönd margra félaga Jóns í lífinu
votta ég samúð Sigrúnu, dóttur
hans, og móður hans, Guðrúnu.
Við syrgjum hann öll.
í ljóði sem Jón Ýngvi sýndi mér
fyrir nokkrum árum eru þetta síð-
ustu línurnar:
kaldur er ótti minn
við þann eld
sem heitar brennur í augum
og sem við skuldalúkníng
mun leiftra hvítur
á svörtum skjá
hinnar síðustu nætur.
Brynjar Víborg
Leiðbeiningar
við framtalsgerð
Verkamannafélagið Dagsbrún gefur félagsmönnum
sínum kost á leiðbeiningu við gerð skattframtala. Þeir
sem hug hafa á þjónustu þessari eru beðnir að hafa
samband við skrifstofu Dagsbrúnar og láta skrá sig til
viðtals. Síðasti frestur til skráningarinnar er I. febrúar
n.k. Frá I. feb. n.k. verða viðtalstímar lögmanns fé-
lagsins frá kl. 14-18 alla þriðjudaga.
Verkamannafélagið Dagsbrún.
Móðir mín
Ingibjörg Guðjónsdóttir
Sólheimum 23
andaðist að morgni 22. janúar á Landspítalanum.
Friðþjófur Björnsson.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og
útför
Oddnýjar Guðmundsdóttur
kennara.
Gunnar Guðmundsson
Sólveig Kristjánsdóttir
PállGunnarsson
Guðmundur Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson
Oddur Gunnarsson
Auglýsið í Þjóðviljanum
Margrét Árnadóttir
Kristín Gísladóttir
BRIDGE
Það hafa verið skrifaðar bækur
um bókstaflega allt sem getur
hent bridgespilara, bæði við
græna borðið og utan þess.
Meira að segja um svindl í bridge.
Hér er dæmi úr bókinni: Snares
and Swindles in Bridge eftir þá
félaga Reese/Trézel:
1096
D1042
ÁK
K654
K75
65
D7632
973
G832
ÁG973
5
ÁD2
Suður er sagnhafi í 4 hjörtum.
Utsþilið er tígulgosi. Getur þú að-
stoðað sagnhafa í þessu spili?
Hafirðu lesið fyrstu línurnar í
þessu spili, ættirðu ekki að vera
ýkja lengi að ráða fram úr þessu
„vandamáli". Mottóið er: Að leiða
andstæðingana á villigötur.
Við tökum snarlega á ás og
kóng í tígli og hendum laufatvist í
tígulkóng, gluðrum út hjartagrýl-
unni, Vestur tekur á kóng og horf-
andi á laufakónginn í borði (og
sagnhafi henti jú laufatvist) væri
aðeins mannlegt að spila laufa-
gosa í þessari stöðu (félagi gæti
átt laufaás og því spilað spaða til
baka).
Og ef við fáum laufagosa til
baka, er spilið einfalt til vinnings
þegar laufið brotnar 3-3, við
tökum á ás og drottningu, förum
inn í borðið á hjartatíu og hendum
tveimur spöðum niður í laufið í
borði. Gefum því 2 slagi á spaða
og 1 á hjarta.
Þetta var dæmi um árang-
ursríka blekkispilamennsku, sem
erfitt er að varast í vörninni.
ÁD4
K8
G10984
G108
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. janúar 1985