Þjóðviljinn - 26.01.1985, Side 3
FRETTIR
Borgin
Sparað með varmadælum?
Meðþvíað nota betur heita vatnið vœri eftil vill hœgt aðgefa
virkjunarsvœðum Hitaveitunnar sumarfrí, nýtaþau betur ogfarasér
hœgt á Nesjavöllum, - en sú virkjun yrði að stœrð á borð við Kröflu!
Varmadœlutillaga samþykkt í stjórn veitustofnana
r
| byrjun janúar samþykkti
stjórn veitustofnana Reykja-
víkur tillögu Sigurðar G. Tómas-
sonar um að athuga hvort hægt er
að nota varmadælur til að nýta
þann hita sem nú fellur með frá-
rennslisvatni til sjávar. Reynist
þetta unnt mætti ef til vill virkja
betur orkuna í borholum hita-
veitunnar og gæfist þá ráðrúm til
að fara hægar í sakirnar á Nesja-
völlum í Grafningi sem nú er ver-
ið að hugsa um til virkjunar.
í sumum borgarhlutum er frá-
rennslisvatnið notað til að kæla
með of heitt vatn úr borholunum,
í öðrum rennur vatnið hinsvegar
beint til sjávar eftir notkun.
Vatnshitinn er trúlega frá 25 upp-
undir 40 gráður, og kynni að vera
hægt að nýta þá orku innan kerf-
isins með varmadælum. Varma-
dæla tekur varmann úr vatninu
og notar hann til að hita aftur upp
minna magn af vatni. Hitaveitan
á Akureyri notar slíkar varma-
dælur og tekst á þann hátt meðal
annars að hvíla virkjunarsvæði
sín yfir sumarið.
Fyrir utan almenna viðleitni til
sparnaðar sagði Sigurður bak-
Porlákshöfn
60 manna fundur
Alþýðubandalagsfélag
stofnað á fundinum
Svavar Gestsson og Margrét
Frímannsdóttir héldu fund í
Þorlákshöfn í fyrrakvöld fyrir
fullu húsi. Nýtt félag Alþýðu-
bandalagsmanna var stofnað á
fundinum, en í Þorlákshöfn hefur
ekki áður verið starfandi Alþýðu-
bandalagsfélag. Tuttugu manns
gengu í félagið þegar á fyrsta
fundi þess og var kosið í stjórn.
Nánar verður sagt frá fundinum
síðar.
grunn tillögu sinnar þann, að því
hefði verið haldið fram að hita-
veitan gæti ekki bætt við sig á nú-
verandi virkjunarsvæðum. Þess
vegna stæðu yfir umfangsmiklar
rannsóknir á Nesjavöllum og yrði
á þessu ári varið á annað hundrað
milljónum króna til þeirra. Sumir
segðu að orkan á núverandi virkj-
unarsvæðum væri á þrotum,
meðal annars vegna þess að orku-
öflun er þar í sífelldum gangi,
svæðin lítið hvíld, og því rynni
kalt jarðvatn að hitasvæðunum.
Án þess að leggja dóm á þessar
kenningar, sagði Sigurður, tel ég
rétt að athuga hvort varmadælur
geta leitt til að hægt sé að hvíla
svæðin á sumrin meira en gert er
og lengja þar með lífdaga þeirra.
Enn hefur ekki verið samþykkt
að virkja á Nesjavöllum, en Sig-
urður sagði þá virkjun, ef af yrði,1
verða mikið fyrirtæki, - að afli tíu
sinnum rneiri en háhitavirkjunin
við Svartsengi og að stærð á borð
við Kröflu. „Ég vil ekki að við
flýtum okkur svo mikið að ekki
verði snúið við.“
-m 1
Perla Seltjarnarnessins, Grótta, þarsem haft er fyrir satt aö
ekki sé rótt aö eiga nótt. Þar aka nú vörubílar og hefur sá misskiln-
ingur komið upp hjá sumum náttúruunnendum aö þarna sé verið
aö leggja bílveg, - en hér er ekkert slíkt á ferð heldur er verið aö
styrkja garðana sem verja á Gróttu fyrir ágangi sjávar sem löngum
hefur gert sér dælt viö eyna. Mynd: EÓI.
TOSHIBA stærstir í örbylgjuofnum
Framsóknarflokkurinn
Ráðstefna að
Hótel Hofi í dag
Öryggismál og kjarnorkuvopnalaus NorðurlÖnd
Idag hcldur Framsóknarflokk-
urinn ráðstcfnu um utanríkis-
mál undir heitinu Öryggi Islands
og kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum.
Fundurinn hefst með ávarpi
Guðmundar G. Þórarinssonar
klukkan tíu. Síðan munu flytja
erindi þeir Steingrímur Her-
mannsson, Þórarinn Þórarins-
son, Þórður Yngvi Guðmunds-
son, Gunnar Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri öryggismálanefnd-
ar auk Geirs Hallgrímssonar. Að
þeim loknum verða fyrirspurnir
og umræður og því næst verður
umræða um kjarnorkuvopnalaus
svæði á Norðurlöndunum. Páll
Pétursson og erlendir fulltrúar
munu taka.þátt í umræðunum.
Ráðstefnan er öllum opin.
Reynslan 1984 - Baráttan 1985
Aðalfundur verkalýðs-
málaráðs Alþýðubandalagsins
Föstudag 1. febrúar
Kl. 20.30-20.45 Þröstur Ólafsson formaður setur aðalfundinn með
ávarpi.
Kl. 20.50-11.20 Panelumræður: „Reynslan 1984- Baráttan 1985“.
Fulltrúar frá BSRB og ASÍ verða í panelnum.
1.-2. febrúar 1985
Fundarstaður: Hverfisgata 105, Reykjavík
Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins verður hald-
inn að Hverfisgötu 105 í Reykjavík föstudagskvöldið 1. febrúar og
laugardaginn 2. febrúar n.k.
Dagskrá
Laugardagur 2. febrúar
Kl. 10.00-12.00 Umræður um skipulag á starfi verkalýðsmálaráðs.
Framsögumaður verður Hansína Stefánsdóttir.
Kl. 12.00-13.00 Léttur hádegisverður að Hverfisgötu 105.
Kl. 13.00-13.30 Skýrsla um kjarabaráttu sjómanna: Hafþór Rós-
mundsson framkvæmdastjóri Sjómannasam-
bandsins.
Kl. 13.30-16.00 Almennar umræöur.
Kl. 16.00-17.00 Afgreiðslur. Stjórnarkjör.
Aðalfundur verkalýðsmálaráðs er opinn öllum Alþýðubandalags-
mönnum og öðrum áhugamönnum um verkalýðsmál.
BESTU KAUPIN
ÖRBYLGJU0FN
frá TOSHIBA Japan
10.877
stg.
Góöir
greiösluskilmálar
Bakaðar kartöflur á 5 mín
Steikir roastbeaf á 20 mín.
Bakar sandköku á 6 mín.
Steikir sunnud. lærið á 40 mín.
Sýður fisk á 5-6 mín.
Poppar á 3 mín.
Fáður þér Toshiba örbylgjuofn, - of n frá stærsta f ramleiðanda heims á
örbylgjuofnabúnaöi. FráToshiba koma nýjungarnar. Þaö nýjasta, ofnar
með DELTAWAVE dreifingu, meö eða án snúningsdisks. Ofnar búnir
fullkomnustu öryggjum sem völ er á.
Fáöu þérofn meö þjónustu: 190 blaösíðna matreiðslubókog kvöldnám-
skeiö fylgir. Fullkomin námskeiðsgögn á íslensku. Opinn símatími og upp-
lýsingarfrá sérfræöing okkar ímatreiðslu íörbylgjuofnum, Dröfn H. Faret-
sveit hússtjórnarkennara, menntaöri fráTilraunaeldhúsi Toshiba í Eng-
landi.
Fullkomin þjónusta og þú færö fullkomið gagn af Toshiba örbylgjuofnunum.
5 geröir fyrir heimili, 2 geröir fyrir hótel og mötuneyti.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTADASTRA.TI I0A • SlMI 16995