Þjóðviljinn - 26.01.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 26.01.1985, Side 5
INN SÝN Sjálfdauð ríkisstjórn getur ekki setið endalaust. Eitthvað í þessa veru mælti Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra, á opnum stjórnmálafundi á Austurlandi á dögunum. Þessi orð endurspegla nokkuð vel það viðhorf sem gætir mjög víða innan þingflokka stjórnarinnar um þessar mundir. Með góðri samvisku er heldur ekki hægt að segja annað en stjórnin sé á allgóðri leið með að moka ofan á sjálfa sig. Ágreiningur Þing byrjar í vikunni framund- an, og Steingrímur stritar með skallann sveittan við að smíða til- lögur til úrbóta í æ lasnari efna- hagsmálum þessarar blessuðu þjóðar. Hann virðist þó ekki hafa haft erindi þrátt fyrir ærið erfiði. Einsog hefur sést í stjórnarmál- gögnunum síðustu daga er ljóst að um smiðsgripi Steingríms ríki djúptækur ágreiningur milli stjórnarflokkanna. Agreiningurinn nær raunar til miklu fleiri mála en efnahagsins, einsog orð Haralds Ólafssonar, þingmanns Framsóknarflokks- ins, á bjórfundinum á Gauki í Stöng um síðustu helgi gáfu mæta vel til kynna. En þar nefndi Har- aldur fjögur atriði sem gætu hvert um sig að hans dómi orðið tilefni til slita á stjórnarsamstarfinu: .öryggis- og varnarmál, útvarps- lögin, vaxta- og verðtryggingar- stefnan að ógleymdum húsnæð- ismálunum. En húsnæðismálin virðast giska viðkvæm fyrir stjórnina um þessar mundir, þannig lýsti reiður þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Blöndal, því skorinort yfir í dag- blöðum að með því að gera Bú- seta kleift að hefja byggingar væri Framsóknarflokkurinn að rjúfa stjórnarsáttmálann. gefa upp öndina á árinu. Sá aðili sem tæki fyrr af skarið og lýsi heiðarlega yfir að stjórnin sé ekki lengur starfhæf muni því ná í hendur sér frumkvæði sem myndi duga í kosningabaráttu til að yfir- vinna slóða BSRB verkfallsins. Skoðana kannanir Forystan er hins vegar ekki í þessum hópi. Ráðherrar flokks- ins gera sér flestir ljós, að þeim mun ekki auðið framhaldslíf sem ráðherrar í annarri stjórn sem isflokknum greinilega ekki mikil hætta af honum. Verði niðurstaða væntanlegrar DV könnnar í sömu veru, þá eru miklar líkur til þess að Þorsteinn Pálsson og hópurinn kringum hann ákveði að knýja fram stjórnarslit og kosningar hið bráðasta. Peðsfórnin sem ekki tókst Hins vegar er fráleitt víst að Sjálfstæðisflokkurinn verði á Hver verður fyrstur Þetta gerðist þannig að mönnum úr forystuliði beggja flokkanna varð ljóst, að ekki yrði unnt að koma Þorsteini inn í stjórnina nema með því að gera „ráðherrabreytingar“, þ.e.a.s. líka þyrfti að skipta um einhvern af ráðherrum Framsóknar til að dæmið liti ekki þannig út að verið væri að sparka ráðherrum úr liði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans úr innsta hring Framsókn- ar var ákveðið að „fórna“ þeim Slítendur stjórnar Innan Sjálfstæðisflokksins hafa verið uppi tvenns konar við- horf til mögulegra stjórnarslita af hálfu flokksins. Annars vegar eru þeir, sem hafa þóst skynja að meðal almennings hafi straumur- inn legið í brottu, að flokkurinn hafi sætt nokkru fylgistapi, fyrst og fremst vegna BSRB- verkfallsins og frammistöðu hans þar. En meðal spámanna úr öllum flokkum hefur það verið næsta samhljóða skoðun, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst að minnsta kosti eitthvað af fylg- inu sem hann hafði fyrir verkfall. Þjóðviljanum er kunnugt um að þessi skoðun hefur átt fylgi að fagna meðal nokkurra helstu for- ystumanna flokksins. Þessi for- ystukjarni hefur viljað bíða á- tektar, óttast að kosningar myndu leiða til verulegs taps og neyða flokkinn frá kjötkötlum stjórnarsetu. Hins vegar er svo nokkuð út- breidd sú skoðun að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi að slíta stjórnar- samstarfinu þegar fyrsta tækifæri gefst. Þeir sem þennan hóp fylla eru einkum flokksmenn í neðri lögunum. Þetta fólk lítur svo á að núverandi stjórn hafi brugðist yfirlýstum markmiðum sínum. Það er sáróánægt með ráðherra flokksins og telur að fyrst ókleift er að ná Þorsteini Pálssyni inní stjórnina, þá sé fráleitt að setja hina á. Meðal þessa hóps er uppi sú röksemd, að það sé alveg ljóst að ríkisstjórnin muni hvort eð er Stjómarsamstarfið - hvor slítur á undan? Sjálfstæðisflokkur kynni að eiga aðild að. Þeir sitja því sem fast- ast. Eftir þau áföll sem Þorsteinn Pálsson hefur mátt þola er líka ljóst að hann er hvorki eins beittur né ákveðinn og áður. Mótbyr innan flokksins hefur gert hann að aðhlátursefni ger- valls háðfuglahers hinna flokk- anna og fáir flokksformenn hafa mátt þola jafn miklar auðmýk- ingar og hann í upphafi ferils síns. Þrátt fyrir að honum sé ljóst orð- ið að hann mun ekki fá sæti í nú- verandi ríkisstjórn enn um hríð, og þrátt fyrir að það dyljist ekki að hann hefur djúpar efasemdir um getu ríkisstjórnarinnar, þá hefur hann ekki megnað að slíta stjórninni. Það er í sjálfu sér skiljanlegt: myndi hann leiða flokkinn út í kosningar sem hefur í för með sér verulegt fylgistap þá væru formannsdagar hans taldir. Allt hefur þetta hins vegar breyst með skoðanakönnun HP, þau tvö atriði hennar sem skipta Sjálfstæðisflokkinn mestu máli eru: í fyrsta lagi heldur flokk- urinn fylgi sínu vel. í öðru lagi þá er líka ljóst, að þrátt fyrir nokkra fylgisaukningu Alþýðuflokksins í kjölfar kosningar Jóns Baldvins til formanns, þá stafar Sjálfstæð- undan Framsókn að slíta. Innan þingliðs Framsóknarflokksins hafa lengi verið misstemningar með stjórnarsamstarfið og þær hafa magnast upp á síðkastið. Einn þingmaður flokksins orðaði þetta svo í spjalli við Þjóðviljann, að menn væru einfaldlega orðnir dauðþreyttir á samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og margir teldu óráð að hanga á því roðinu miklu lengur. Margir þingmann- anna benda líka á, að í veigamikl- um málum hafi Sjálfstæðis- flokknum tekist að þröngva vilja sínum uppá Framsókn. Vaxta- málin eru nefnd sérstaklega sem dæmi um það, en í dag er ekki hægt að finna neinn þingmann Framsóknar - nema ef vera skyldi Steingrím Hermannsson, - sem er ánægður með vaxtastefnu stjórnarinnar. í viðbót bætist svo óánægja tveggja áhrifamanna í þingliðinu yfir því hvernig reynt var að nota þá sem peð í refskák sem var tefld skömmu eftir áramótin til að koma Þorsteini Pálssyni uppí borð stjórnarinnar og vekja úr honum drottningu. Þessir áhrifa- menn eru Jón Helgason, land- búnaðarráðherra og Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra. Alexander og Jóni, og það var einungis fyrir eindregna sam- stöðu hinna þingmanna Fram- sóknar að af því varð ekki. Þetta hefur gert að verkum að ráðherrunum tveimur - sérstak- lega Alexander - er ekki beinlínis mjög umhugað um að lafa áfram aftan í íhaldinu. Þessa hefur líka séð staði síðustu daga. Alexander hefur óspart strítt Sjálfstæðis- mönnum með gömlum tillögum Alþýðubandalagsins um skyld- usparnað á hátekjur og skatt á stóreignafólk, svo Steingrímur hefur mátt hafa sig allan við að sefa bálreiða þingmenn íhalds- ins. í stuttu máli: það er engum þingmanni Framsóknar umhug- að um að halda samstarfinu áfram öllu lengur. Þeir eru sér einnig mjög meðvitaðir um það, að þar sem þeir eiga forsætisráð- herrann, þá er möguleikinn til þingrofs tromp, sem þeir hafa á hendi. Með því að spila því út á réttum tíma gætu þeir mögulega ratað á vinningsleið. Þessa stundina virðist hins veg- ar sem Steingrímur Hermanns- son hafi engan hug á stjórnar- slitum, og það er til marks um styrk hans í flokknum, að enginn sem talað var við, taldi að þing- flokkurinn myndi leggjast gegn honum, a.m.k. fyrst um sinn. „Við höfum oft hreinskiptin skoðanaskipti, sem þið kom- marnir mynduð kannski kalla há- vaðarifrildi“, sagði einn úr þingf- lokknum, „en þegar á reynir erum við á bak við Steingrím“. Landsfundur Sjálfstæðis- manna Þrátt fyrir glímuskjálftann sem hefur óneitanlega hlaupið í suma þingmenn stjórnarflokkanna eftir birtingu skoðanakannana undanfarinna daga, þá virðist sú skoðun ríkjandi í herbúðum stjórnarliða að sambúðarslita sé ekki að vænta alveg á næstunni. Það kann hins vegar að breytast skjótlega, þegar menn eru búnir að melta hina nýfengnu upplýs- ingar. Flestir eru hins vegar á því, að stjórnarslit verði eigi að síður á árinu, og margir nefna haustið sem mögulegan tíma, sökum væntanlegra átaka á vinnumark- aði sem margir gera ráð fyrir að verði þá. „Við ætlum ekki að láta Albert og þá draga okkur útí sömu súp- una og í BSRB verkfallinu. Fyrr erum við farnir" sagði þingmaður Framsóknar. í Sjálfstæðisflokki tóku menn líka í þann streng, að stjórnin færi frá áður en til kjar- aátaka kæmi. Innan Sjálfstæðisflokksins virðast margir vera þeirrar skoð- unar, þrátt fyrir úrslit skoðana- kannanna, að lognmolla muni ríkja framað landsfundi flokks- ins. En honum hefur verið flýtt fram í apríl fyrir atbeina Þor- steins Pálssonar sem hyggst nota hann til að styrkja stöðu sína. Þar verður endurkjörinn formaður með yfirburðum og sú traustsyfir- lýsing mun væntanlega verða honum styrkur í bardögum sem þá verða framundan, hvort held- ur er við ráðherra flokksins verði stjórnin enn á dögum, eða í kosn- ingabaráttu. Þó erfitt sé að spá fyrir um at- burði á landsfundinum er vitað að ráðamenn í flokknum búast við því að „harðar“ tillögur muni koma fram, þær munu vera bæði í þá veru að krafist verði ráðherra- skipta (Þorstein inn) en líka um stjórnarslit og kosningar. í því fjölmiðlafári sem verður að öllum líkindum kringum lands- fundinn - bæði í Mogga og öðrum fjölmiðlum - þá er vísast að svo mikil stemning magnist upp að í kjölfar landsfundarins taki Sjálf- stæðisflokkurinn hatt sinn og staf og kveðji stjórnina, hafi Fram- sókn þá ekki orðið á undan. Allt getur gerst Ástandið á heimili stjórnarinn- ar er hins vegar það viðkvæmt að slitin gætu þess vegna orðið á morgun. í þingflokki Frantsókn- arflokksins er fylgi við hugmynd- ir um aukna skatta, til að afla fjár til húsnæðismála og til að eyða hallanum á fjárlögum. Gegn slík- um hugmyndum hefur forysta Sjálfstæðisflokksins tekið ein- dregna afstöðu. Það er því ekki ólíklegt að samkomulag um efna- hagstillögur náist ekki, og þá er erfitt að sjá hvernig stjórnin gæti lafað áfram. Stjórnarslitin gætu þess vegna orðið strax í upphafi þings í næstu v'^u Össur Skarphéðinsson Laugardagur 26. janúar 1985 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.