Þjóðviljinn - 26.01.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.01.1985, Síða 7
Faktorshúsið frá 1765. Listasmiður- inn Arnór Stígsson annaðist viðgerð- ina undir stjórn Hjörleifs Stefáns- sonar arkitekts. Ljósm.: GFr. Mér varð reikað niður alla Skutulsfjarðareyri, er ég var staddur á ísafirði um síðustu helgi, alveg niðuráSuður- tanga þar sem er iðandi at- hafnalíf: bátar, verksmiðjur, vélsmiðjur, verslanir og pakk- hús. Skyndilegaopnaðistsýn til ævafornatíma, húsagarðar með fornlegum danskættuð- um húsum á þrjár hliðar. Þarna var kominn Neðs- tikaupstaður með húsaþyrp- ingu sem á sér enga líka á íslandi, fjögur hús frá einok- unartímanum. Og það sem manni verður við fyrstu sýn einkum starsýnt á er Faktors- húsið svokallaða frá árinu 1765. Það hefur á undanförn- um árum verið gert upp svo að unun er á að líta og þar voru Ijós íglugga. Ung hjón, nýkomin frá löngu námi í því blautaHollandi, hafafengið húsið til búsetu. Hann heitir Jón Sigurpálsson og var í haust ráðinn safnavörður ísa- fjarðar en hún heitir Margrét Gunnarsdóttir og er píanó- leikari. Ég bankaði upp áog pantaði viðtal við Jón og var það auðsótt mál. Er viö höfum komið okkur fyrir í þessu undurfallega 220 ára gamla húsi spyr ég hvert sé verk- svið þessa nýja embættis, safna- varðar ísafjarðar. - Ég er starfsmaður þeirra nefnda sem sjá um friðlýstu húsin hér, Byggðasafnið og Listasafn ísafjarðar. - Og hver eru þessi friðlýstu hús? - Það eru þessi fjögur hús í Neðstakaupstað. Elst er Tjöru- húsið frá 1734, þá sölubúðin frá 1761, faktorshúsið frá 1765 og Turnhúsið frá 1784. Einnig Hæstakaupstaðarhúsið, sem er hér uppfrá, byggt árið 1788. Komið hafa upp hugmyndir um að færa það hingað niður eftir en mér finnst eðlilegra að láta húsið standa áfram og stækka lystigarð- inn á Austurvelli, sem er þar rétt hjá, þannig að hann nýttist í kringum það. Það hafa líka kom- ið upp hugmyndir um að kaupa stóru skemmuna í Hæsta- kaupstað en hún liggur að Austurvelli og gera hana að litlu leikhúsi, jafnvel þannig að hægt væri að opna gaflinn út í garðinn. Byggðasafnið og sérsýningar - En hvað um byggðasafnið? - Ég á að sjá um lagfæringar á munum þess og uppsetningu á sýningum. Byggðasafnið er mikið að vöxtum og ég hef mik- inn áhuga á að koma því í það horf að hægt verði að setja þar upp sérsýningar. - Hvernig sérsýningar þá? - Ég gæti t.d. vel hugsað mér að koma upp skíðasýningu á næstunni sem byggist þá bæði á sýningarmunum og ljósmyndum. Einnig mætti hugsa sér að taka muni úr safninu og sýna einstakar iðngreinar. Mér dettur t.d. í hug beykisvinnu eða skósmíðar. - Er mikið til af Ijósmyndum? Jón Sigurpálsson: Hér er hægt að gera fyrsta flokks safn. Ljósm.: GFr. Safnvörðurínn Fakforshúsinu - Já töluvert og það er brýnt að taka ljósmyndasafnið vel í gegn en það verður ekki gert í fljót- heitum. - Nú er byggðasafnið á rishœð- inni á sundhöllinni. Eru einhver áform um að flytja það? - Nei, þetta er í rauninni ágæt- isstaður fyrir safnið en það þarf þó að lagfæra húsið, þakið er óeinangrað og talsverður raki í safninu. - Hafa munir kannski eyði- lagst? - Ég hef alls ekki orðið var við það en þó er brýnt að gera þarna úrbætur. - Svo að við víkjum að öðru. Hefur þú einhverja safna- menntun? - Nei, ég er fyrst og fremst menntaður í myndlist. Ég tók for- skóla í Handíða- og myndlistar- skólanum en þaðan lá leiðin til Jón Sigurpólsson hefur nýlega ver- ið róðinn safn- vörður ísafjarðar og heyra undir hann friðlýst hús, Byggðasafnið og Listasafnið. Hann býr ósamt Mar- gréti, konu sinni, í nýuppgerðu 220 óra gömlu húsi ísafjörður UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Laugardagur 26. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.