Þjóðviljinn - 26.01.1985, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 26.01.1985, Qupperneq 13
Jenný Axelsdóttir og Katrín Baldursdóttir: - Margt að gerjast í borginni. Ljósm. E.ÓI. NynT blað NU hefur göngu MENNING_____________________________ Tímarit Saga 1984 komin út Fjölmargar athyglisverðar greinar m.a. um hreyfingar dultrúarmanna og kommúnista í febrúarlok hefur göngu sína nýtt blað sem ber heitið NÚ. Að útgáfunni standatvær ungar konur, þær Katrín Bald- ursdóttir og Jenný Axelsdóttir. Blaðið mun koma út mánaðar- lega og er ætlað að vera handbók til að auðvelda fólki að njóta þess sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Þar verða upplýsingar um tónleika, námskeið, leiksýning- ar, myndlistasýningar, félags- starf, listi yfir veitingahús, bjór- líkiskrár o.s.frv. Hluta blaðsins verður varið til umfjöllunar um ofangreinda starfsemi. - Við viljum eindregið hvetja fólk til að hafa samband við okk- ur annað hvort bréfleiðis eða heiðra okkur með heimsókn á skrifstofuna í JL-húsinu, 2. hæð, segja þær stöllur Katrín og Jenný. Við leggjum mikið upp úr frjáls- legu og léttu útliti blaðsins en Einar Gunnar Einarsson er útlits- hönnuður. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum bæði í útliti og umfjöllun. Við viljum brjóta upp hið hefðbundna viðtalsform og gefa fólki tækifæri til að kynna sig á þann hátt sem það helst kýs. Blaðið verður ókeypis og verður dreift í sjoppur, stórmarkaði, krár o.s.frv. Við bendum fólki á að fara vel með blaðið eigi það að endast mánuðinn út, segja þær Katrín og Jenný að lokum. aró Út er komin Saga, tímarit Sögufélagsins, fyrir áriö 1984 í nýjum búningi. Ritiö er mikið að vöxtum, alls 407 blaðsíður, og margtforvitnilegt efni í því. Ritstjórareru sagnfræðing- arnir Helgi Þorláksson og Sig- urður Ragnarsson. Um efni Sögu 1984 er þetta helst að segja: Pétur Pétursson setur m.a. fram þá kenningu að dultrúar- hreyfingin hafi gegnt ákveðnu hugmyndafræðilegu hlutverki fyrir rísandi borgara- og millistétt á öðrum og þriðja ártugi aldar- innar. Jón Hneflll Aðalsteinsson ritar um önnunga, frjálsa en kú- gaða stétt á þjóðveldistíma, sem hann telur að sagnfræðingum hafi yfirsést til þessa. Ólafía Einars- dóttir ritar m.a. að konur hafi notið meiri réttinda og virðingar á íslandi undir lok þjóðveldisald- ar en víðast hvar annars staðar í rómversk-kaþólskum löndum enda hafi áhrifa páfakirkjunnar gætt minna hérlendis. Sigfús Haukur Andrésson ritar að sagnir um flutning íslendinga til Jótlandsheiða í móðuharðind- unum séu sprottnar af misskiln- ingi á þeirri hugmynd að flytja utan einungis bjargþrota fólk og eitthvað af lausingjum. Birt er at- hugasemd Sigurðar Líndal við þetta en hann er annarrar skoð- unar, telur að í raun hafi komið til tals að flytja alla þjóðina utan. Svanur Kristjánsson ritar um kommúnistahreyfinguna á ís- landi og svarar því hvort komm- únistar hafi verið þjóðlegir verkalýðssinnar eða handbendi Stalíns. Páll Lýðsson ritar um her- flugvöllinn í Kaldaðarnesi, segir frá áhrifum hans á atvinnulíf og frá samskiptum fslendinga og hermanna. Valdimar Unnar Valdimarsson ber saman endur- minningarit Einars Olgeirssonar og Eysteins Jónssonar um krepp- uárin og finnst þau vera bagalega hlutdræg. Birt er grein Nils Svenningsens, ráðuneytisstjóra í danska utanríkisráðuneytinu árið 1944, um skilnað Dana og íslend- inga og skeyti konungs 17. júní. Ólafur Egilsson ritar inngang. Loks svara þeir Stefán Karls- son og Trygve Skomedal, háskól- akennari í Osló, hvort samhengið við forntunguna, miðaldaís- lensku, hefði rofnað með öllu ef ekki hefði notið við Guðbrands- biblíu. Þá rita 15 menn ritdóma um einar 20 bækur. Loks má nefna að birt er félagatal Sögufé- lags en það var gert síðast fyrir fimm árum. KVIKMYNDIR Tónlistarkrossgátan Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Hvassaleiti 60,108 Reykja- vík. Merkt Tónlistarkrossgátan The Verdict Bandaríkin, 1983 Handrit: Davið Mamet, eftir sögu Barry Reed Stjórn: Sideny Lumet Kvikmyndun: Andrzej Bartkowiak Leikendur: Paul Newman, Charlotte Rampling, Jack Warden James Ma- son. Sýningarstaður: Nýja bíó. Sidney Lumet hefur verið að stjórna kvikmyndum í tæp 30 ár og oft hitt í mark, hann er t.d. höfundur mynda einsog 12 reiðir menn (1957), Veðlánarinn (1965), Serpico (1973), Morðið í Austurlandahraðlestinni (1974), Dog Day Afternoon (1975), Net- work (1976) og Equus (1977). Og nú er það Dómsorð. Fyrir skömmu var sýnd hér enn ein mynd hans, Prince of the City. Einsog vænta má eftir þennan lista, sem er að vísu mjög ó- fullkominn, er Dómsorð vönduð kvikmynd í alla staði, atvinnu- mannsleg. Hún segir frá for- drukknum lögfræðingi, Frank Galvin (Paul Newman), sem fær loks tækifæri til að rísa úr ösku- stónni og vinna mál, en virðist þó fram á sfðustu stundu ætla að klúðra öllu saman. Þetta er þó nokkuð spennand: tekst honum það, þrátt fyrir allt? Andrúm- sloftið í myndinni eykur á spenn- una: það er nöturlegt, í fullu sam- ræmi við sálarástand lögfræðing- sins og það mál sem honum er falið. Ung kona hefur legið í dauða- dái á kaþólsku sjúkrahúsi í Bost- on um nokkurra ára skeið, og er þar um að kenna handvömm tveggja lækna, sem báðir eru frægir sérfræðingar. Galvin tekur að sér að lögsækja sjúkrahúsið og læknana fyrir hönd stúlkunnar og Dómsorð orð, sem tólf „óvilhöllum aðil- um“ er gert að fella. Það má reyndar segja um þetta kviðdómskerfi að það er afar dramatískt og vel fallið til kvik- myndunar, þótt fátt annað virðist mæla með því. Hversu oft skyldi maður hafa lifað þetta ógnþrung- na augnablik þegar dómarinn hefur spurt: hafið þið komist að niðurstöðu? og áður en formaður kviðdómsins svarar. Hversu oft hefur maður ekki horft á andlit sakborningsins í nærmynd, svit- aperlurnar á enninu... En alltaf er það jafn spennandi! Spillingin í réttarkerfinu er augljós, rétt einsog spillingin í lögreglunni var augljós í Serpico og Prince of the City. Það er líka augljóst að Lumet er á móti spill- ingunni og myndir hans eru inn- legg í baráttuna gegn henni. Gall- in er bara sá að það þarf meira til en einn nýupprisinn kolbít, einn einmana Lukkuláka, til að tryggja framgang réttlætisins innan ramma þessa kerfis. Þess vegna eru myndir af þessu tagi ekki árás á kerfið heldur partur af kerfinu. í rauninni lofsyngja þær kerfið. Goðsögnin um hinn sterka einstakling sem sigrar að lokum er ekkert annað en Amer- íski Draumurinn sjálfur. Paul Newman leikur á alls oddi í þessu hlutverki. Traustur og góður leikari. Það hefur líka þótt einkenna myndir Lumets gegn- um árin að þar eru réttir leikarar í Paul Newman í hlutverki Galvins lögfræðings. réttum hlutverkum og ná yfirleitt mjög góðum arangri. Annað dæmi um það hér er Charlotte Rampling, sem leikur dularfulla konu í lífi lögfræðingsins. Hún er jafnmikil andhetja og hann, ef ekki meiri. Þótt hún segi ekki margt er nærvera hennar raf- mögnuð, ef svo má að orði kom- ast. Reyndar mætti telja upp all- flesta leikarana sem eitthvað koma við sögu og segja: pottþétt- ur leikur. Eitt verð ég þó að segja neitkvætt að lokum: eintakið sem sýnt er í Nýja bíói er fyrir neðan allar hellur. Það er beinlínis gat- slitið og stundum kemur þetta sér afar illa. í sumum samtalsat- riðum, þar sem textinn er knapp- ur og nákvæmur og ekkert orð má missa sín, falla út hálfar og heilar setningar sökum galla á eintakinu og þetta veldur því að áhorfandinn fær ekki allar þær upplýsingar sem hann á að fá og þarf að fá til að skilja það sem er að gerast. Þetta var sérdeilis bagalegt þar sem veittar eru upp- lýsingar um konuna sem Char- lotte Rampling leikur, og tíund- aður ferill hennar. Að vísu er þetta ekki einsdæmi í kvikmynd- ahúsum Reykjavíkur, því miður, en ég hef á tilfinningunni að þetta gerist nokkuð oft í Nýja bíói. INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR ættingja hennar. í staðinn fyrir að undirbúa málið hefur hann drukkið sér til óbóta og nú eru aðeins örfáir dagar til stefnu og allt ógert. Þar að auki er verjandi læknanna gamall klækjarefur sem hefur her ungra lögfræðinga á sínum snærum og góðan aðgang að fjölmiðlum og dómarann sín megin, hvað þá annað. Hér er komin gamla góða goð- sögnin um einstaklinginn sem berst einn gegn öllu, hefur rétt- lætið mér sér og sigrar. Hún er satt að segja orðin dálítið slitin þessi goðsögn og hefur kannski aldrei verið neitt sérlega trúverð- ug. Engu að síður hefur hún verið uppistaða í ótalmörgum býsna góðum kvikmyndum gegnum tíð- ina, og enn er hún nothæf. Sidney Lumet hefur áður fjall- að um réttlætið, eða öllu heldur skortinn á réttlæti, í sumum þeirra mynda sem nefndar voru hér í upphafi. Fyrsta mynd hans, 12 reiðir menn, gerðist öll í rétt- arsal og kviðdómsherbergi og efni hennar var þetta sama dóms- Laugardagur 26. janúar 1985 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.