Þjóðviljinn - 26.01.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.01.1985, Blaðsíða 15
LEIKLIST Aljóna og Leiklistarskóli ísiands Ivan í Lindarbœ í rússnesku ævintýri getur allt gerst rétt eins og í ævintýrum annarra. Heiðarlegtfólkglímir við heldur vafasamar per- sónur úr heimi manna og dýra, úlfurinn að sjálfsögðu í sauðargæru. Hérinn sleppur meðskrekkinn. Erraunar nokkuð drjúgur að lokum, því hættan líður hjá eins og vera ber í ævintýri sem rís undir nafni. Úlfarnir, annar svartur og hinn grár, bjóða í umboði herra- mannsinstil veislu. Til boða stendur lostæti úr jurta- og dýraríkinu, og jafnvel sveppir sem veita hamingju. Sak- leysingjarnir Aljónaog ívan eru á báðum áttum. Hérinn alltaf logandi hræddur eins og hverjum sómakærum héra berað vera. Úlfar stunda ekki málþóf um sjálfsagða hluti eins og mat. Setja þau þess vegna í bönd og hérann líka, því hvað er fegurra á veislu- borði úlfsins en lostætur héri. Þetta og margt margt fleira getur gerst í ævintýrunum. Þórunn Sigurðardóttir leik- stýrir þriðjubekkingum í Leik- listarskóla íslands, sem glíma við að gæða hinn rússneska ævintýra- leik áhugaverðu lífi á sviðinu, í samvinnu við nemendur úr Tón- listarskólanum í Reykjavík. „Lev Ustinov nokkuð við aldur nú, hefur skrifað mörg ævintýri fyrir börn sem eru mikið leikin um alla Evrópu og víðar“, segir hún. Finnur Torfi Stefánsson, fyrrum þekktur í poppheiminum, seinna í lögfræði og pólitík, nú nemandi í tónfræðideild Tónlist- arskólans í Reykjavík, hefur samið tónlist við leikinn. Fimm mamma hljómsveit flytur. Með- limir grúppunnar vilja hafa allt á hreinu. „Kvintett" segja þau. „Hvað heitir kvintettinn?" Þau líta spyrjandi hvert á ann- að. „Heitir... Ætli við köllum hann ekki bara Skógarpúka- kvintettinn“... Minnsta mál í heimi að skíra hljómsveit. „Nemendur Leiklistarskólans koma úr öllum áttum“ segir Helga Hjörvar skólastjóri. „Kennsluvikan er 46-50 stundir á viku, frá því september og fram í maí“. Aðsóknin er tíu sinnum meiri en hægt er að taka við, bæt- ir hún við. Nemendum vefst tunga um tönn þegar þeir eru spurðir hvers vegna þeir fari í leiklistarskóla. Málið er rætt. Skemmtilegasta svarið sýnist vera að þá langi ósköp einfald- lega til að leika. Áhorfendum gefst kostur á að sjá hvað í þeim býr á næstunni því þau frumsýna Aljónu og fvar í þýðingu Úlfs Hjörvar á sunnu- daginn kl. 17.00. Sýna svo aftur 29. jan. og áforma nokkrar sýn- ingar í febrúar. Allt liðið hefur unnið að gerð leikmyndarinnar. Anna Jóna Jónsdóttir teiknar og saumar búninga, Ólafur Örn Thoroddsen sér um lýsingu og hljóð. Hinir verðandi leikarar, sem bregða sér í ýmissa kvikinda líki eru Bryndís P. Bragadóttir, Skúli Gautason, Eiríkur Guð- mundsson, Guðbjörg Þórisdótt- ir, Inga Hildur Haraldsdóttir, Valdimar Ö. Flygenring. í Skóg- arpúkakvintettinum eru: Ásdís Arnardóttir, Hanna M. Sverr- isd., Herdís Jónsdóttir, Jóhann Ingólfsson, Kristín Guðmunds- dóttir. Öllum þessum hóp til við- bótar er svo Jóhann Sigurðarson leikari, sem leikur gestaleik, Herramanninn, sem hverfur út í buskann. hágé. Boðið til veislu: Mítja (Eiríkur Guðmundsson) Aljóna (Bryndís P. Bragadóttir) og grái úlfur- inn Inga H. Haraldsdóttir. Sá hlær auðvitað best sem síðast hlær: Úlfarnir (Valdimar Örn Flygering og Ingahildur Haraldsdóttir) hérinn (Guðbjörg Þórisdóttir). Allt heila gengið. Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri er önnur frá hægri. VIÐ RÝMUM VEGNA FLUTNINGA fl teppabúmm SÍÐUMÚLA 31 Herramaðurinn (Jóhann Sigurðarson) vill heyra músik. Ivan (Skúli Gautason) og hérinn (Guðbjörg Þórisdóttir). Laugardagur 26. janúar 198o ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.