Þjóðviljinn - 08.02.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 08.02.1985, Page 1
GLÆTAN LANDIÐ < ■ - ■■■ :■ ■ :: • <■■ Aldraðir Þessi aðstaða fyrir sjúkra* og iðju helst í dag,“ segir Gunnar Sígurðs læknir á B-álmu Borgarspítalans sem fyrir sér hálfkarað húsnæðið ásamt þ Möller deildarstjóra t.v. Sesselju Gun ur deildarstjóra og Jónu Eggertsd agsráðgjafa á hjúkrunardeild aldra álmunni. Mynd - E.ÓI. / Auðir salir á 5 hæðum B-álma Borgarspítalans: Ríkisstjórnin skar niður framlögin. Meirihluti borgarstjórnar bregst einnig. Vantar 140 miljónir. Ríkið og borgin leggjast á eitt um að hindra framgang málsins. Sjúklingar bíða hundruðum saman. Fjárframlög til B-álmu Borgar- spítalans eru í ár skorin niður um % frá því sem áður var áætlað eða úr rúmum 60 miljónum niður í tæpar 20. Talið cr að um 140 miljónir þurfi til að Ijúka að fullu framkvæmdum við bygginguna. Aðeins tvær af sjö hæðum eru komnar i notkun. Framlög ríkisins sem eiga að standa undir 85% byggingar- kostnaðar hafa farið sflækkandi að raungildi í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Þau voru 22 miljón- ir 1983 en eru samkvæmt fjár- lögum í ár aðeins 18 miljónir. Þar til viðbótar kemur framlag Reykjavíkurborgar sem er skorið niður í sama mæli og ríkisins og telur aðeins 1.4 miljón kr. í ár. Þessi mikli niðurskurður mun m.a. valda því að ekki verður kleift að standa við fyrri áætlanir um að taka iðju- og þjálfunar- deildina á 1. hæð í notkun í ár, en sú aðstaða er mjög aðkallandi. Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar borgarinnar í nótt flutti Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi tillögu um 5 miljón kr. aukafjár- veitingu borgarinnar til B- álmunnar til að tryggja að hægt yrði að ljúka við iðju- og þjálfun- ardeildina í ár. Umræðum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. -Ig- Sjá bls. 3. Pappírsflóð 30 þúsund tonn Andvirði miljarðs. 125 kíló á mann Allir kannast við það pappírs- flóð, sem yfir hvern mann flæðir daglega í formi blaða, tímarita, sendibréfa, rukkana og kvittana og fleira og fleira. A síð- asta ári voru flutt til landsins 30 þúsund tonn af pappír, pappa, vörum úr pappír, blöðum, bókum og tímaritum. Og þetta mikla pappírsflóð kostaði alveg um einn miljarð króna. Þetta pappírsmagn nemur hvorki meira né minna en 125 kg. á hvert mannsbarn á íslandi og ef við miðum við meðal fjölskyldu er þetta um 36 kíló á mánuði eða um eitt kíló á dag. Pappír, pappi og vörur úr slíku var flutt inn í fyrra fyrir 862 milj- ónir króna, samtals 29.110 tonn. Af bókum á íslensku voru flutt inn 195 tonn fyrir 25.6 miljónir króna, bækur á erlendum tung- umálum 108 tonn fyrir 34 miljón- ir króna, blöð og tímarit 284.7 tonn fyrir 39.8 miljónir króna og bækur fyrir börn námu 22 tonn- um. - S.dór Sjómannadeilan UU að klofna Margir útgerðarmenn hafa leitað eftir samningum við SSI. Vaxandi óánægja meðframkomu stjórnar LÍÚ ísamningaviðrœðunum Nú þegar Ijóst er að stefnir í verkfall hjá sjómönnum, er kominn mikill taugatitringur í marga útgerðarmenn, sem eru óánægðir með framkomu LÍU í samningamálunum fram til þessa. Hafa nokkrir útgerðar- menn leitað hófanna bak við tjöldin um að þeir sem eru í and- stöðu við stjórn LÍÚ taki upp beinar viðræður við Sjómanna- sambandið. Ljóst er því að LÍÚ er að klofna í málinu. Að þessu sinni fer Vinnuveit- endasambandið með samning- amálin fyrir hönd LÍÚ, en það hefur aldrei gerst áður. LÍÚ hef- ur alltaf sjálft komið fram sem samningsaðili gagnvart sjó- mönnum. Þetta líkar mörgum út- gerðarmönnum illa. Það hefur einnig komið fram í fréttum Þjóðviljans, staðfest af nokkrum útgerðarmönnum, að þeir hafa nær allt síðastliðið ár yfirborgað sjómenn á bátunum til þess eins að halda góðum mann- skap. Þessir aðilar eru tilbúnir til samninga við sjómenn til að af- stýra verkfalli nú þegar vetrar- vertíðin er að hefjast fyrir alvöru og aflabrögð víðast með ágætum. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.