Þjóðviljinn - 08.02.1985, Page 2
___________FRETTIR
Félagshyggja
Málfundafélag stofnað
r
Aannað hundrað manns voru á
stofnfundi Málfundafélags
félagshyggjufólks sem haldinn
var á Hótel Borg í fyrrakvöld.
Svanur Kristjánsson kynnti til-
lögur undirbúningsnefndar um
lög og fyrstu stjórn Málfundafé-
lags félagshyggjufólks. Ingibjörg
Fjölmenni á stofnfundinum á Hótel Borg
Sólrún Gísladóttir var fundar-
stjóri.
Birgir Björn Sigurjónsson, Jón
Sæmundur Sigurjónsson og Birg-
ir Árnason hagfræöingar fluttu
framsögu á fundinum um efnið
Ríkt land - lág laun - hvert fara
peningarnir? Nokkrar umræður
spunnust á fundinum, sem hald-
inn var í troðfullum fundarsal á
Hótel Borg.
Tillagan frá undirbúnings-
nefndinni um stjórn félagsins var
samþykkt samhljóða. Stjórnina
skipa: Ásta R. Jóhannesdóttir,
Bolli Héðinsson, Garðar Sverris-
son, Guðmundur Árni Stefáns-
son, Jón Sæmundur Sigurjóns-
son, Margrét Björnsdóttir,
Kristín Ástgeirsdóttir, Snjólaug
Stefánsdóttir og Birgir Árnason.
í varastjórn sitja Svanur Krist-
jánsson, Birgir Bjöm Sigurjóns-
son og Stefán Ólafsson. _óg
Fullt út úr dyrum á stofnfundi Málfundafélags félagshyggjufólks í fyrrakvöld (eik).
Mývatn
Gloppur í röksemdunum
Ármann Pétursson í Reynihlíð: Grynnkun vatnsins mikið til vegna náttúruhamfara.
Kemur hvergifram hjá Náttúruverndarráði. Hnekkir fyrir atvinnulífið ef Kísiliðjan hœttir.
Eg tel að það séu ýmsar gloppur
í röksemdir náttúruverndar-
manna gegn Kísiliðjunni, sagði
Ármann Pétursson í Reynihlíð
við Mývatn. - Hér hefur t.d. orð-
ið mikið landris vegna náttúru-
hamfaranna, ég gæti trúað að
meðal grynnkun vatnsins af þeim
Mótorskip
ástæðum væri allt að 25 sm. Það
mundi þýða að vatnsmagnið
hefði minnkað um 8-9 milj. ten-
ingsmetra.
Þetta kemur hvergi fram hjá
Náttúruverndarráði. Það er þessi
grynnkun sem ég álít að mest hafi
raskað lífríkinu. Mér kæmi ekki á
óvart þótt rannsóknir leiddu m.a.
þetta í ljós og best að spara stór
orð á meðan niðurstöður liggja
ekki fyrir.
í sambandi við lífríkið má líka
benda á, að þar sem vatnið var
áður silungslaust er nú kominn í
það silungur. Annars held ég að
vatnið sé allt að verða of grunnt
fyrir silunginn.
Nú, fuglalífið hefur breyst.
Minna er orðið um sumar fugla-
tegundir, sem hér hafa verið, en
aðrar eru komnar í staðinn eins
og t.d. álftin.
Ekki þarf á það að benda hver
hnekkir það yrði atvinnulífinu
hér ef Kísiliðjan hætti störfum.
Ég veit nú ekki nákvæmlega hve
mörgum hún veitir vinnu en þeir
skipta allmörgum tugum, sagði
Ármann Pétursson.
-mhg
Laus úr
varðhaldi
Akureyri
Varmadælur gefast vel
Játning liggur fyrir
Framkvæmdastjóri Mótor-
skips h.f. sem dæmur var í 7 daga
gæsluvarðhald um síðustu mán-
aðamót vegna gruns um meint
fjármálami' í'trli hefur nú verið
látinn laus, enda liggur játning
hans í málinu fyrir.
Erla Jónsdóttir hjá rannsókn-
arlögreglunni sem fer með málið
sagði í gær að rannsókn þess væri
langt komin, en hún vildi ekki
gefa upp að svo komnu máli um
hve miklar upphæðir hér væri að
ræða.
-S.dór
Jarðvarmadœlurnar spara miljónir fyrir norðan.
Fyrirmynd fyrir Hitaveitu Reykjavíkur?
Hér er um það að ræða að í stað
þess að henda bakvatninu
leiðum við það inn á varmadælur
og fáum út vatnsmagn er svarar
því, sem ein meðal borhola mundi
gefa, sagði Böðvar Bjarnason,
tæknifræðingur hjá Hitaveitu
Akureyrar, er við spurðum hann
eftir reynslunni af varmadælun-
um, sem Hitaveitan setti í gang í
aprfl í vor.
Dælurnar hafa gefist mjög vel.
Þær eru settar saman úr tveimur
dælum, sem gefa að jafnaði af sér
2,62 megavött, sem er sambæri-
legt við 80 stiga heitt vatn, er
kæmi beint úr borholu og væri
kælt niður í 40 stig. Dælurnar
hafa gengið að meðaltali með
nýtingarstuðli 4 sem þýðir, að
fyrir hverja eina kílóvattstund
sem við setjum inn á þær, fáum
við fjórar út.
Kostnaður við uppsetningu á
dælunum var um 12 milj. kr., sem
er sambærilegur kostnaður við að
bora eina meðal holu, en til þessa
hefur raunar aðeins ein af hverj-
um fjórum holum heppnast. Við
dælum heitu vatni frá fjórum
svæðum og það kemur í Ijós, að
rekstrar- og rafmagnskostnaður
við dælurnar er áþekkur þeim
rekstrarkostnaði, sem er á jarð-
hitasvæðunum nú, sagði Böðvar
Bjarnason, tæknifræðingur.-mhg
TORGIÐ
Þrjátíu þúsund tonn af pappír á
árí! Þá er ekki nema von að öll
þessi möppudýr skuli vera til.
Swing
Jazzhátíð
í aðsigi
Fremstu jazzarar
í Evrópu
Til stendur að haldin verði hér
jazzhátíð dagana 22. og 23. febrú-
ar n.k., hin fyrsta á landi hér að
sögn. Hefur verið unnið að undir-
búningi hennar í meira en hálft
ár, enda slíkt ekki hrist fram úr
erminni.
Það er hljómplötuútgáfan
Gramm og Ulli Blobel Konzert-
buro í Wuppertal sem í samein-
ingu hafa skipulagt þessa hátíð en
Goethe Institut í Þýskalandi, Plo
Helvetia í Sviss og aðarar menn-
ingarstofnanir viðkomandi landa
hafa veitt styrk til hátíðarinnar.
Á hátíðinni koma fram margir
fremstu tónlistarmenn í evrópsk-
um nútímajazzi, sem eiga það
sameiginlegt að vera brautryðj-
endur í þeirri stefnu evrópskrar
jazztónlistar, sem ýmist hefur
verið kennd við frjálsan jazz eða
spuna og á upptök sín um miðbik
7. áratugarins.
Blaðið mun segja nánar frá
þessari væntanlegu jazzhátíð.
-mhg
Skák
Agdestein
sigraði
Margeir teygði sig of
langt og lenti í miklu
tímahraki
Simen Agdestein bar sigur úr bý-
tum t einvígi sínu við Margeir Pét-
ursson um réttinn til að taka þátt í
millisvæðamóti. Hann stýrði
hvítu mönnunum af mikilli fími í
gærkvöldi og lagði Margeir í 41.
leik.
Einvíginu er því lokið og hlaut
Agdestein 2Vi vinning og Marg-
eir Vi
Margeir lenti í miklu tímahraki
undir lok skákarinnar í gær.
Hann varð að vinna skákina til að
eiga möguleika á einvíginu. Eru
menn á því að Margeir hafi teygt
sig einum of langt í gærkvöldi oe
því fór sem fór.
~>g-
Leiðrétting
í flokksauglýsingu Alþýðu-
bandalagsins í Þjóðviljanum í
gær var mishermt að Steinar
Harðarson væri varaformaður
Neytendasamtakanna. Hann er
varaformaður Neytendafélags
Reykjavíkur og nágrennis og eru
hlutaðeigandi beðnir afsökunar á
vitleysunni.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN