Þjóðviljinn - 08.02.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.02.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Föstudagur 8. febrúar 1985 32. tölublað 50. örgangur dioðviuinn Sjómannasamningarnir Verkfallsboðun í dag? Samninganefndir SSÍ og FFSÍ koma saman til fundar um málið í dag Samninganefndir Sjómanna- sambandsins og Farmanna- sambandsins koma saman til fundar í dag, þar sem tekin verð- ur ákvörðun um hvað gera skuli í stöðunni eftir algcrlega árangurs- lausa samningafundi frá ára- mótum. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans eru allar líkur á því að verkfall verði boðað í dag. Sem kunnugt er af fréttum Þjóð- viljans hefur samninganefnd SSI heimild til að boða verkfall sjó- manna fram til 18. febrúar nk. Þolinmæði sjómanna útum allt land er á þrotum og forsvars- menn sjómannasamtakanna segja að eins og málin standa nú, þá sé ekki um annað að ræða en boða til verkfalls. Það eina sem Vinnuveitendasambandið hefur boðið, en það fer um samningana fyrir LÍÚ, er bein kauplækkun. Ekkert annað hefur frá VSÍ kom- ið. -S.dór Kísiliðjan: Förum í Syðriflóa Stjórnarformaður Kísiliðju: Kísilgúr í Ytriflóa endist ekki til ársins 2000 Auðvitað verður farið í Syðri- flóa, segir Sigurður R. Ragn- arsson stjórnarformaður Kísil- iðjunnar í viðtali við Víkurblaðið á Húsavík í fyrradag, en 60 Mý- vetningar hafa lýst því yfir að þeir muni beita öllum tiltækum ráðum til að hindra slíkt. Kísilgúrnám hefur til þessa verið einangrað við Ytriflóa í norðanverðu Mývatni. Stjórnarformaðurinn bendir á að kísilgúr í Ytriflóa endist ekki til ársins 2001, og því verði annað hvort að loka verksmiðjunni eða fara í Syðriflóa. Þar sé kísilgúr sem endist í hundruð ára þannig að aðeins verði tekið lítið svæði á næstu áratugum. Dýpkunin sem af því leiði muni aðeins nema 6-7 metrum. Sjá einnig bls. 2, og í Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans verður nánar fjallað um lífríki Mývatns og kísilgúrnám þar. -ÁI Olíumálin Utgerðarmenn hafna Óskar Vigfússon formaður SSÍ: Ekki hægtað taka mark á kvörtunum útgerðarmannafyrst þeir hafna þessu tækifæri Fyrst útgerðarmenn hafna til- boði sjómannasamtakanna um stofnun olíuinnflutningsfyrir- tækis, þá fæ ég ekki séð að hægt verði að taka mark á kvörtunum þeirra framvegis um mikinn olí- ukostnað. I þessu sainbandi er ég ekki að tala um þetta tilboð frá Olís sem er fráleitt, sagði Óskar Vigfússon formaður SSI í samtali við Þjóðviljann í gær. Útgerðarmenn hafa hafnað til- boði sjómannasamtakanna um að stofna olíuinnflutningsfyrir- tæki, sem flytti inn olíu á kostn- aðarverði og vitna þeir í því sam- bandi til umræðna um málið á þingi LÍÚ. í þessu sambandi má benda á að margir stærstu útgerð- armenn landsins eru jafnframt stórir hluthafar í olíufélögunum. Óskar sagði að það væri enginn vafi á því að hægt væri að lækka olíuverðið stórlega með því að út- gerðarmenn og sjómenn stofn- uðu innflutningsfyrirtæki og hann væri því samþykkur að þess- ir aðilar slægju til í málinu. -S.dór Askriftarsöfnun: Þjóðviljinn gerir lukku Tæplega 800 nýir áskrifendur á einum mánuði. „Hvet fasta áskrifendur til að bjóða vinum og kunningjum á- skrift með 30% kynningaraf- slætti", segir útbreiðslustjóri Þjóðviljans. Pað er greinilegt af viðtökun- um að fólk vill gjarnan lesa eitthvað annað en bara Moggann, því á einum mánuði gerðust tæp- lega 800 manns nýir áskrifendur að Þjóðviljanum, sagði Sigríður Pétursdóttir, útbreiðslustjóri blaðsins í gær. Eftir helgina sagði Sigríður að ný söfnun áskrifenda hæfist. Fólki gefst kostur á að gerast áskrifendur í 2 mánuði og er veittur 30% kynningarafsláttur á áskriftargjaldinu. „Það kom vel í ljós í síðasta rnánuði", sagði Sig- ríður, „að mjög margir lesa Þjóð- viljann á vinnustað. Mörgum finnst þess vegna óþarfi að gerast áskrifandi en hinn hópurinn er líka mjög stór sem hefur kynnst blaðinu með þessum hætti, líkar það vel og þiggur áskrift með þökkum." Sigríður sagði að útbreiðslu- deildin vildi gjarnan fá fasta áskrifendur Þjóðviljans í lið með sér. „Ég vil hvetja áskrifendur til þess að bjóða vinum sínum og félögum blaðið með þessum kjörum, því það er augljóst að ef hver áskrifandi finnur einn til við- bótar, þá tvöfaldast upplag blaðs- ins. Þetta hlýtur að vera takmark okkar, því fleiri sem lesa og kaupa blaðið, því stærra og sterk- ara blað.“ Ólafsvík Góð byrjun Veiðar vertíðarbáta frá Ólafs- vík hafa gengið vel það sem af er árinu. í janúar bárust alls að landi í Ólafsvík 1059 tonn af fiski þar af 905 tonn af bátaflotanum. Um 80% af þessum afla er þorsk- ur. Þrátt fyrir þessa veiði er með- alaflinn minni á hvern bát í róðri í ár miðað vð sama tíma í fyrra, eða 3.4 tonn nú á móti 4.8 í fyrra. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.