Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR
Samkeppni
Sparisjóðimir á hnjánum
Hafa algerlega orðið undir ísamkeppninni við stóru bankana í vaxtahringiðu og samkeppni
ársins 1984. Meðaltals innlánsaukning bankanna var 35 % en ekki
nema 29% hjá sparisjóðunum. Árið 1984 eitt versta árið ísögu banka ogsparisjóða
vegna vaxtasamkeppninnar
að er alveg rétt, sparisjóðirnir
hafa orðið undir í samkeppn-
inni við bankana í þeirri miklu
hringiðu og samkeppni um vexti
og verðbætur, sem áttu sér stað
árið 1984. Meðaltals innláns-
aukning hjá bönkunum varð rúm
35% en ekki nema 29% hjá spar-
isjóðunum og þetta sýnir betur en
allt annað að sparisjóðirnir hafa
orðið undir í samkeppninni. Hins
vegar segir þetta ekkert um raun-
verulega stöðu hvers sparisjóðs
fyrir sig, sagði Páll Jónsson spari-
sjóðsstjóri í Keflavík i samtali við
Þjóðviljann.
Þjóðviljinn hefur það eftir ör-
uggum heimildum að margir
sparisjóðir standi mjög illa og
hafi nokkrir tapað miklu fé á síð-
asta ári. Eins er ljóst að sú mikla
samkeppni í vaxtamálum, sem
sumir kalla vaxtabrjálæði, á síð-
asta ári hefur einnig leikið stóru
bankana grátt. Þjóðviljinn hefur
það fyrir satt að árið 1984 sé eitt
versta ár sem komið hefur í sögu
banka og sparisjóða hér á landi.
Páll benti á þá sérstöðu spari-
sjóðanna út á landi að þeir starfa
algerlega fyrir heimamenn. Sé
þar erfitt atvinnuástand eru erfið-
ir tímar hjá sparisjóðinn, hefði
aldrei verið eins mikið um vanskil
og nú. Það þarf að skuldbreyta
hjá u.þ.b. 3ja hverjum aðila,
sagði Páll. Það er ekki skipun
sem kemur að ofan, við einfald-
lega neyðumst til að gera þetta.
Við megum ekki gleyma því að
hið raunverulega sparifé í
bönkum og sparisjóðum í dag er
óeytt kaup heimilanna. Standi
þau illa, þá stendur banka- og
sparisjóðakerfið illa, sagði Páll.
Þykkvibœr
Nær öll upp-
skeran óseld
Allar kartöflugeymslur í Þykkvabœ
enn troðfullar. „Frístundabœnduru
búnir að selja alltsitt á sama tíma.
Grœnmetisversluninni kennt um.
Gunnlaugur Björnsson: 6-manna
nefndin bindur okkur í verði
Einungis um 12% af kartöflu-
uppskeru Þykkvabæjar-
bænda sl. haust hefur selst til
þessa og reikna bændurnir fast-
lega með því að þurfa að henda
stærstum hluta af uppskerunni.
„Ég sit hér uppi með 3000 poka
af kartöflum og mér fyndist furð-
ulegt ef tekst að selja þó ekki væri
nema helminginn af þessu. Svona
sitjum við uppi með nær alla upp-
skeruna á meða „hobbýbændurn-
ir“ hafa selt framhjá kerfinu nær
alla sína uppskeru", sagði Guð-
laugur Arnason kartöflubóndi á
Eyrartúni í Þykkvabæ. Líkt og
hjá Guðlaugi eru allar kartöflu-
geymslur í þorpinu fullar og lítil
von til þess að nema lítill hluti af
framleiðslunni seljist. Þarað auki
hefur töluvert af kartöflum
skemmst vegna þrengslanna í
geymslunum.
Kartöfluuppskeran í Þykkva-
Guðlaugur Árnason á Eyrartúni: Sit
uppi með 3000 poka sem líklega
verður að stærstum hluta hent.
Mynd-eik.
bæ í fyrrahaust var um 6.300 tonn
eða nær helmingur af heildar-
uppskerunni á landinu sem er
söluvara.
Guðlaugur sagði framhjásöl-
una beint í verslanir hjá „hobbý-
bændum" m.a. afleiðingu þess að
Grænmetisverslunin væri 30 ára
staðnað fyrirtæki. „Þeir hafa ekki
fylgt tímanum, sinnt eingöngu af-
greiðslu en engri sölumennsku.
Þeir hafa brugðist okkur en ég
held að þetta standi til bóta“.
Gunnlaugur Björnsson for-
stjóri Grænmetisverslunarinnar
sagði í gær að málið snerist um
verðlagninguna. „Ef við megum
keppa í verði þá myndi okkur
sjálfsagt takast að selja mun
meira en nú er. Við erum bundnir
við verð sexmannanefndar og
það er enginn vandi fyrir
bóndann að selja kaupmanninum
á horninu á sama verði og hann
selur okkur í heildsölu. Eg trúi
því ekki að öll salan fari fram hjá
okkur beint í verslanir því bænd-
ur hljóta að vilja tryggja sín
verð“, sagði Gunnlaugur. -Ig.
Hugbúnaður
Órökstudd og ósönn ákæra
Vilhjálmur Þorsteinsson: Reynir Hugason getur ekki haldiðþvífram
að hann eigi eitthvað inní heilanum á mér
að er væntanlega verið að
halda því fram að við höfum
stolið hugbúnaði, en sú ákæra er
órökstudd og ósönn, sagði Vil-
hjálmur Þorsteinsson annar
eigandi íslenskrar forritaþróunar
sf., en fyrirtækið Tölvubúðin,
Reynir Hugason, hefur farið
fram á lögbann vegna dreifingu
og sölu á. Plús-hugbúnaði sem
Reynir telur vera Tölvubúðarinn-
ar.
- Ég tel það vera útí hött ef
Reynir Hugason getur haldið því
fram að hann eigi eitthvað sem er
inní heilanum á mér. Ég tel mig
geta sannað það með aðstoð sér-
fróðra manna að forritin sem slík
séu alls ekki þau sömu og hann
gefur í skyn að við höfum stolið
frá honum. Málarekstur getur
ekki orðið út af öðru en því hvort
útlit og hönnun á forritum sem ég
setti eftir mínum smekk séu
eitthvað sem Reynir geti átt. Þau
forrit, sem ég er að skrifa í dag og
selja, eru t.d. á allt öðru forrita-
máli en þau sem ég vann fyrir
Commodre-tölvur fyrir Tölvu-
búðina á sínum tíma. Að innri
gerð eru þau gjörólík, þó skjár-
inn líti eins út, einfaldlega vegna
þess að það er sami maður sem
skrifar, sagði Vilhjálmur Þor-
steinsson.
Vilhjálmur kvað nauðsynlegt
að þetta mál gengi rétta boðleið,
hann hefði ekki á móti því að
rekja það fyrir réttum aðiljum, -
þetta væri flókið mál. „Ég held að
þetta lögbann geti gert okkur
mikinn skaða, fyrirtækið er ungt
og með margt á prjónunum. Það
má nærri geta hvort lögbann
gerði okkur ekki erfitt fyrir. Það
eru geysilegir hagsmunir í húfi
viðvíkjandi samningum sem eru í
burðarliðnum. Þess vegna læðist
að manni sá grunur að lögbanns-
beiðnin sé tímasett þannig að
kæmi okkur sem verst. Maður
spyr sjálfan sig hvers vegna beið
hann í eitt og hálft ár með lög-
bannsbeiðnina? Ég hef átt í
löngum lagaþrætum við hann
einsog fleiri hafa átt við hann.
Hins vegar sakar ekki að geta
þess að Tölvubúðin er hlutafélag
og svo vill til að ég á 10% í því. Ég
minnist þess ekki að þetta mál
hafi verið lagt fyrir hluthafafund,
sagði Vilhjálmur Þorsteinsson að
lokum.
-óg-