Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 18
UM HELGINA
Menningarvaka
á Hellissandi
Óperufólk á ferð og flugi. F.v. Garðar, Ólöf Kolbrún, Halldór, Anna, John, Bjarni, Elín og Marc.
Óperan fyrir norðan
Á laugardag og sunnudag
verður haldin svoköluð Menn-
ingarvaka í grunnskólanum á
Hellissandi. Sex rithöfundar lesa
úr verkum sínum, tónlistarfólk
skemmtir og Alfreð Flóki sýnir
teikningar. Þetta er fyrsta sjálf-
stæða myndlistarsýning hans úti á
landsbyggðinni.
Dagskráin hefst kl. 21.00 á
laugardagskvöldið með ávarpi
Einars Ölafssonar skólastjóra.
Þar á eftir heldur Erlendur Jóns-
son rithöfundur fyrirlestur um
skáldskap undir Jökli sem hann
nefnir „Með sýn til Jökuls“. Á
eftir Erlendi les Þorri Jóhannsson
skáld úr verkum sínum. Tón-
listarfólk mun einnig skemmta
þetta kvöld. Bjarni Hjartarson,
Anna Flosadóttir og Hilmar Ósk-
arsson koma úr Búðardal og taka
lagið. Englendingarnir Stephen
Watkins, Wendy Watkins og Da-
vid Woodhouse leika á hljóðfæri
og syngja. Jóhann Hjálmarsson
opnar myndlistarsýningu Alfreðs
Flóka með spjalli um listamann-
inn og verk hans. Alfreð Flóki
verður á staðnum.
Á sunnudeginum verður
skólinn opnaður kl. 13.00 fyrirþá
sem vilja sjá myndlistarsýning-
una. Kl. 14.00 hefst svo dagskrá-
in að nýju. Þá munu eftirtaldir
höfundar lesa úr verkum sínum:
Jóhann Hjálmarsson, Árni Berg-
mann, Sveinbjörn I. Baldvins-
son, Eðvarð Ingólfsson og Anton
Helgi Jónsson. Þess má geta að
Jóhann og Eðvarð eru báðir upp-
aldir á Hellissandi. Tónlistarfólk-
ið frá kvöldinu áður mun
skemmta milli upplestra. -
Samkomunni verður svo slitið
seinni part dags.
Aldrei hafa jafnmargir þekktir
listamenn verið samankomnir á
Hellissandi og verða um þessa
helgi. Aðstandendur Menningar-
vökunnar hvetja hreppsbúa og
aðra Snæfellinga til að taka sér
hvíld frá dagsins önn og njóta
þessa einstæða viðburðar. Állir
eru velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
íslenska óperan setti sér það
markmið í upphafi að vera ópera
allra landsmanna. Förin út á land
er einn liður í að gera þetta mark-
mið að veruleika.
Sex óperusöngvarar, undir-
leikar og ljósameistari eru með í
ferðinni.
Flutt verður óperan Síminn,
eftir Menotti, atriði úr Carmen
eftir Bizet og La Traviata eftir
Verdi. Síminn sem er stutt gam-
anópera verður flutt í heild sinni,
en sögumaður kynnir nánar óper-
urnar Carmen og La Traviata
milli söngatriða.
Söngvararnir sem syngja í „óp-
eru á ferð og flugi“ eru: Ölöf Kol-
brún Harðardóttir, Anna Júlíana
Sveinsdóttir, Elín Sigurvinsdótt-
ir, John Speight, Halldór Vil-
helmsson og Garðar Cortes.
Stjórnandi og undirleikari er
Marc Tardue og ljósameistari
Sigurbjarni Þórmundsson.
„Ópera á ferð og flugi“ verður í
Skjólbrekku, Mývatnssveit, 16.
feb. kl. 21.30, Samkomuhúsinu
Akureyri 17. feb. kl. 15.00, Mið-
garði Skagafirði 17. feb. kl. 21.30
og Félagsheimilinu Blönduósi 18.
feb. kl. 21.00. Miðaverð er kr.
450.00.
MIR
List í Rússlandi
Nú um helgina verða síðustu sýn-
ingar á Aljónu og ívani,
rússnesku barnaleikriti sem nem-
endur Leiklistarskólans sýna í
Lindarbæ í samvinnu við nem-
endur Tónlistarskólans. Leik-
stjóri er Þórunn Sigurðardóttir
Sýningar verða í kvöld, á laugar-
dagskvöld og sunnudagskvöld kl
5 alla dagana. Sjálfvirkur sím-
svari 21971.
Þessa skartgripi hefur Rúrí gert.
Skartgripir í
Gallerí Langbrók
Á morgun klukkan 14.00 verð-
ur opnuð sýning í Gallerí Lang-
brók, Amtmannsstíg 1, á skart-
gripum eftir myndlistarmennina
Grím Marinó Steindórsson og
Rúrí.
Grímur hefur aðallega fengist
við skúlptúr og málverk hingað til
og fjallar oft um sjóinn í verkum
sínum. Hann hefur haldið nokkr-
ar einkasýningar hérlendis. Rúrí
hefur aðallega fengist við skúlp-
túr og performance og sækir við-
fangsefni sín í lífið og tilveruna.
Hún hefur sýnt víða, bæði á
einka- og á samsýningum, hér-
lendis og erlendis.
Meginhluti gripanna á sýning-
unni eru gerðir úr áli og stáli, sem
eru óvenjuleg efni í skartgripa-
gerð. Allir gripirnir eru módel-
smíð og í sumum þeirra er
skammt milli skarts og skúlptúrs.
Sýningin er opin virka daga kl.
12.00 til 18.00 og um helgar
klukkan 14.00 til 18.0.
Sýningunni lýkur sunnudagin 3.
mars.
Skartgripir eftir Grím Marinó Steindórsson.
Kjarvalsstaðir
Arnarhólstillögur
og Sveinn Björnsson
Tvær sýningar eru nú á Kjar-
valsstöðum og lýkur þeim báðum
um helgina. I vestursal sýnir
Sveinn Björnsson 56 málverk
sem öll eru til sölu. Sýningin er
sett upp í tilefni 60 ára afmælis
listamannsins.
í austursal er sýning á vegum
Seðlabanka íslands og Reykja-
víkurborgar á úrlausnum í hug-
myndasamkeppni um hlutverk
og mótun Arnarhóls og umhverf-
is hans. 31 tillaga barst. Dóm-
nefnd veitti 6 tillögum verðlaun,
og keypti tvær til viðbótar, og
veitti ennfremur tveim til við-
bótar viðurkenningu.
Á sýningunni liggur frammi
Hópurinn sem stendur að Aljonu og Ivani. Ljósm.: eik.
Leiklistarskólinn
Síðustu sýningar
á Aljonu
Nú um helgina verða síðustu
sýningar á Aljonu og ívani,
rússnesku barnaleikriti sem nem-
endur Leiklistarskólans sýna í
Lindarbæ í samvinnu við nem-
og Ivam
endur Tónlistarskólans. Leik-
stjóri er Þórunn Sigurðardóttir.
Sýningar verða í kvöld, á laugar-
dag og sunnudag kl. 5 alla dag-
ana. Sjálfvirkur símsvari 21971.
spurningarlisti þar sem gestum
gefst kostur á að tjá sig um fram-
tíðarskipulag Arnarhóls.
Sýningarnar eru opnar daglega
kl. 14-22 fram til sunnudags-
kvölds 17. þessa mánaðar.
Norrœna húsið
Kynning ó
lýðháskólum
Laugardaginn 16. febrúarefnir
Reykjavíkurdeild Norræna fé-
lagsins til kynningar á lýðhá-
skólum á Norðurlöndum. Kynn-
ingin fer fram í Norræna húsinu
og hefst kl. 15.00. Fjallað verður
um námsbrautir og námstilhögun
og sagt frá námskostnaði og
styrkmöguleikum. Sérstaklega
verður rætt um námsmat og
tengslin við framhaldsskólakerf-
ið íslenska.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Norðurljós
Sýningar
hefjast ó ný
Á sunnudag kl. 4 síðdegis hefj-
ast aftur sýningar á vegum kvik-
myndaklúbbsins Norðurljósa í
Norræna húsinu, fundarsal.
Þá verður sýnd danska gaman-
myndin Slá fprst Frede með
Morten Grundwald, Poul Bund-
gárd, Ove Sprogóe og fleirum í
aðalhlutverkum. Leikstjóri er
Erik Balling.
Slá fprst Frede er fyrsta mynd-
in í röðinni um andhetjuna Frede
Hansen, sem fyrir tilviljun lendir
í ýmsum ævintýrum og tekur þátt
í njósnum stórveldanna. Myndin
er skopstæling á 007 njósna-
myndunum og danski húmorinn
leynir sér ekki.
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. febrúar 1984