Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 16
ALÞÝÐUBANDAIAGK) Bæjarmálaráð Akranesi Fundurmánudaginn 18. febrúarkl. 20.00. Dagskrá: Fjárhagsáætl- un 1985. Kaffi á könnunni. Stjórnin Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin í Húsi aldraðra á Akureyri laugardaginn 23. febrúar næstkomandi. ★ Hátíðin hefst kl. 20.00 stundvíslega með borðhaldi. ★ Vönduð skemmtiskrá verður auglýst síðar í Þjóðviljanum og/eða Norðurlandi. ★ Að loknu borðhaldi verður stiginn dans við undirleik Sig- urðar Sigurðssonar og félaga. Væntanlegir þátttakendur í hátíðahöldum þessum eru vin- samlegast beðnir að láta skrá sig sem fyrst hjá Ragnheiði í síma 23397 eða Óttari í síma 21264. Kvennafylkingin auglýsir Konur! Mætum í morgunkaffi! Alltaf heitt á könnunni í Flokksmiðstöð AB að Hverfisgötu 105 á laugardagsmorgnum frá kl. 11-14. Hittumst og spjöllum saman um það sem okkur liggur á hjarta. Miðstöð Kvennafylkingar AB Kvennafylking AB Konur, Konur Fundur í Kvennafylkingu Alþýðubandalagsins á fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20.30 að Hverf- isgötu 105. Rannveig Traustadóttir heldur áfram að fjalla um hugmyndafræði kvennafylkinga. Fjöl- mennum Miðstöð Kvennafylkingar AB Rannvelg AB Snæfellsnesi sunnan heiöa Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 17. febrúar kl. 21.00 að Hrossholti í Eyjahreppi. Dagskrá: 1) Bréf kjördæmisráðs AB um atvinnumál. 2) Bjarnfríður Leósdóttir kemur á fundinn og spjallar um verkalýðsmál. Heitt á könnunni. Mætið vel og stundvíslega. - Stjórnin. Alþýöubandalagið Akureyri Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði nk. sunnudag 17. febrúar kl. 20.30. Fundurinn verður í Lárusarhúsi. Rætt um drög að fjárhagsáætlun Akureyrar. Mikilvægt að allir mæti. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Skákmót Nú mæta allir jafnt ungir sem gamlir á febrúarskákmót Æskulýðs- fylkingarinnar. Teflt verður þriðjudaginn 19. febrúar að Hverfisgötu 105, 3. hæð. Hefst taflið kl. 20.30. Kaffi og kökur á boðstólum. Takið tafl og klukku með ef tök eru á. Sósíalíski skákklúbburinn. BÆJARÚTGERÐ ; Framhald af bls. 13 standa nær aldrei undir. Mengun í íslenskum smáiðnfyrirtækjum er iðulega þannig varið, að aldrei liðist í stóru fyrirtækjunum. Svona má lengi telja. Allt er þetta því tvíeggjað þegar vinstra fólk hefur tekið upp einhverja róm- antík um það, að það séu smáfyr- irtækin sem muni bjarga öllu í framtíðinni. Þetta er alltof mikil einföldun. Litlu fyrirtækin bjóða yfirleitt lægri laun, verri vinnuað- stöðu, minna atvinnuöryggi og eins og áður er sagt geta sj aldnast staðið að fullu við gerða kjara- samninga. Allt verður þetta að vera í bland, bæði stór og smá fyrirtæki sem geta boðið viðun- andi kjör. Rekstrarformin eru ekki það sem máli skiptir hvort fyrirtæki er einkafyrirtæki, hluta- félag, samvinnufélag, bæjarfyrir- tæki eða í ríkiseign. Aðal atriðið er að það sé þjóðhagslega hag- kvæmt þ.e.a.s. skili eðlilegum arði til launþeganna og til þjóð- félagsins. Það er óeðlilegt að rík- ið haldi uppi forríkri forréttinda- stétt í fyrirtækjum sínum. Það er óeðlilegt að það haldi uppi verð- mætum á hlutabréfum hjá einka- aðilum með þátttöku sinni í hlutafélögum með þeim. Gera verður strangar kröfur til hlutafé- laga þar sem ríkið á aðild að ásamt með einkaaðilum, að þar sé getið um hámarkshlutafjár- eign einkaaðila og þá sé einnig ákvæði um opna sölu á hluta- bréfum til almennings. Þá skulu hlutabréf ríkisins ævinlega vera til sölu. Mosfellssveit 1. febrúar Kristbjörn Arnason. SKÚMUR Ágæti ritstjóri. Eru ríkisstyrkir til atvinnu Hér á vinnustaðnum hafa menn deilt veganna réttlætanlegir? mikið um ákveðið mál og okkur langar til að fá að vita álit ykkar. Við komum til þess að aðvara þig um snjóflóðahættuna. En hugulsamt! Kom skaflinn fyrir dyrunum hjá mér hugmyndafluginu af stað? GARPURINN ÁSTARBIRNIR FOLDA Ákæran er: leyfislaus og á flakki. I BUDU OG STRHEHJ Þér eruð heppnar, lögreglu þjónninn sem tók Ha, hver nágranna okkar skyldi hafa kært Lúsí? Athugið þennan með snjókarlinn í garðinum. KROSSGÁTA NR. 59 Lárétt: 1 tala 4 menn 6 eðja 7 hæð 9 reykir 12 lykt 14 barn 15 utan 16 for- ræði 19draga20seðla21 guðhrædd Lóðrétt: 2 vanstillt 3 hrun 4 hugga 5 fugl 7 fá 8 lipurt 10 lögunin 11 skakkan 13 kona 17 sjör 18 tunnu Lausn á siöustu krossgátu Lárétt: 1 agat 4 vart 6 ani 7 rask 9 nafn 12 tinnu 14 kær 15 mói 16 árnar 19 urði 20 lafa 21 iðkar Lóðrétt: 2 góa 3 taki 4 vinn 5 ráf 7 rökkur 8 stráði 10 aumrar 11 neitar 13 nón 17 rið 18 ala 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.