Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 11
Atvinnuöryggi
fiskverkafólks
Að undanförnu hafa orðið all •
miklar umræður um atvinnuör-
yggi verkafólks í fiskiðnaði. í ljós
hefur komið, ekki síst vegna af-
stöðu dómstóla, að atvinnuör-
yggi í þessari starfsgrein er afar
bágborið. Að mínu áliti hafa at-
vinnurekendur í fiskiðnaði ofnot-
að og misnotað þær heimildir sem
þeir hafa til að svipta starfsfólk
sitt launum undir vissum kring-
umstæðum.
Lagareglur
Þrátt fyrir almennar skyldur
samkvæmt ráðningarsamningum
og þrátt fyrir þær meginreglur
laga og samninga að ráðningu
verði að segja upp með ákveðn-
um uppsagnarfresti, hefur sú
regla verið talin gilda í nánast
öllum atvinnugreinum, að vinn-
uráðningin falli niður, a.m.k.
tímabundið ef aðilar verða fyrir
ófyrirsjáanlegum áföllum, sem
þeim verður engan veginn kennt
um. Þessi regla er víða skráð i
lögum á afmörkuðum sviðum.
Þannig kveða sjómannalög á um
að ráðningarsamningar sjó-
manna falli niður fyrirvaralaust
ef skip ferst eða einhverjir
sambærilegir atburðir verða. Á
lagamáli er þessi regla kölluð
force majeur.
f fiskiðnaði gilda að þessu leyti
til tvær reglur. Fyrir þá sem hafa
kosið að gera kauptrygginga-
samninga, gildir sú regla, að upp-
sagnarfrestur, hversu langur sem
hann er, falli niður og atvinnu-
rekandi geti sent starfsfólk sitt í
launalaust leyfi með viku fyrir-
vara ef um „vinnslustöðvun" er
að ræða. Launaleysið verður
starfsfólk að þola á meðan ástand
þetta varir. Ráðningarsamning-
urinn tekur hins vegar gildi þegar
því léttir.
Hina regluna er að finna í 3. gr.
1. nr. 19/1979. Hvað fiskverka-
fólk snertir gildir hún um alla þá
sem ekki gera áðurnefndan kaup-
tryggingarsamning. Lagagreinin
heimilar atvinnurekanda að
svipta starfsfólk sitt launum fyrir-
varalaust ef hráefni er ekki fyrir
hendi hjá fiskiðjuveri.
Allt fram til ársins 1981 er mér
óhætt að fullyrða að það hafi ver-
ið samdóma álit verkalýðshreyf-
ingarinnar, að með orðinu
„vinnslustöðvun" í kauptrygging-
asamningi og með orðunum
„hráefni ekki fyrir hendi hjá fisk-
iðjuveri" í lögum nr. 19/1979 væri
átt við sams konar ófyrirsjáan-
lega atburði sem atvinnurekend-
ur ættu ekki sök á eða svokölluð
force majeur tilfelli eins og áður
er nefnt. M.ö.o. að „vinnslu-
stöðvun" og „hráefnisskortur" í
þessum skilningi yrði að eiga ræt-
ur í aflabresti, veðri, ófyrirséðum
áföllum, veiðibönnum eða öðr-
um sambærilegum atvikum sem
gerðu atvinnurekanda ómögu-
legt að efna skyldu sína sam-
kvæmt ráðningarsamningi. Þetta
viðhorf íslenskrar verkalýðshrey-
fingar á m.a. stuðning í lögum og
kjarasamningum hinna Norður-
landanna og nokkurn veginn í
öllu því sem kannað hefur verið
af skrifum vinnuréttar-
sérfræðinga í þessum löndum.
Grundvallaratriðið í þessum við-
horfum er það að peningaleysi
eða rekstrarörðugleikar sem ná
til einstaks atvinnurekanda, heils
landshlutar eða alls landsins í
atvinnugrein geti með engu móti
fallið undir hugtakið „vinnslu-
stöðvun" eða „hráefnisskortur“.
Rökin eru augljós. í fyrsta lagi
gildir sú regla á þessu sviði eins og
öðrum sviðum samninga, að pen-
ingaleysi sé aldrei afsökun og
leysi menn aldrei undan skyldum
samninga. í öðru lagi, að rekstr-
arörugleikar eigi sér undan-
tekningalaust eða undantekn-
ingalítið svo langan aðdraganda
að almennur uppsagnarfrestur sé
hreint smáatriði og atvinnurek-
endum sé í lófa lagið að virða
hann undir slíkum kringumstæð-
um.
Niðurstöður
dómstóla
Þegar mjög fór að bera á rekstr-
arörðugleikum í fiskvinnslu, varð
augljóst að skilningur atvinnu-
rekenda var annar á þessum
ákvæðum. f auknum mæli fóru
atvinnurekendur í fiskiðnaði að
skipuleggja vinnslustöðvanir og
skort á hráefni vegna langvarandi
rekstrarörðugleika. Þessar að-
ferðir voru ástundaðar með ýms-
um útfærslum í nokkur ár, en sú
algengasta er sú að láta skipin
sigla á erlendan markað, drekkh-
laðinn hráefni, en senda verka-
fólkið heim í launalaust leyfi á
meðan vegna hráefnaskorts.
Reglur laga og kjarasamninga
um almennan uppsagnarfrest
hafa þannig verið sniðgengnar og
þess eru dæmi að verkafólk í
heilum landshlutum hafi misst at-
vinnu sína með þessum hætti með
nokkurra daga fyrirvara. Rekstr-
arörðugleikum íslenskrar fisk-
vinnslu hefur þannig í auknum
mæli verið velt yfir á íslenskt lág-
launafólk í stórum stíl.
Það verður að játast að orðalag
3. gr. 1. 19/1979 er ónákvæmt og
orðalag kauptryggingasamninga
um sama efni í meira lagi losara-
legt. Menn voru þó svo vissir í
túlkun sinni á þessum ákvæðum
árið 1979 þegar lögin um upp-
sagnarfrest voru endurskoðuð,
að ekki þótti ástæða til að breyta
orðalagi greinarinnar.
Það mun hafa verið Verka-
lýðsfélag Akraness sem fyrst
missti þolinmæðina. Félagið
höfðaði mál fyrir Félagsdómi til
að fá úr því skorið, hvort fyrir-
tæki einu þar í bæ væri heimilt að
svipta starfsfólk sitt vinnunni
eftir Arnmund Backman
Uppsagnarfrestur
er nánast Ifefp'|Ja
eina trygging
verkafóiks fyrir
vinnunni t\ ..fm'V'- | % •
hér á landi. Íill!
með 7 daga fyrirvara vegna
stöðvunar sem í öllum aðalat-
riðum átti rætur að rekja til lang-
varandi rekstrarörðugleika.
Máli þessu tapaði Verkalýðsfé-
lag Akraness fyrir Félagsdómi.
Dómurinn rökstuddi niðurstöðu
sína m.a. með þeim orðum að
ekki væri fært að vísa á bug þeirri
skýringu fyrirtækisins að vinnsla
þess hráefnis sem fyrirtækið átti
völ á hefði orðið óhagkvæm
rekstrarlega séð.
Þessi niðurstaða Félagsdóms
varð auðvitað verulegt áfall fyrir
verkalýðshreyfinguna og hefur
raunar úrslitaþýðingu í þessu
máli, þar sem allur þorri fisk-
verkafólks í landinu hefur gert
kauptryggingasamninga við at-
vinnurekendur og byggja rétt
sinn á þeim.
Miklar umræður upphófust
þegar í stað og blaðaskrif.
Skyndilega var hér kominn upp
nýr og gjörbreyttur skilningur á
hugtakinu „vinnslustöðvun",
skiiningur sem gróf verulega
undan gildi kauptryggingasamn-
ings og starfsöryggi fiskverka-
fólks.
Enn er þó óreynt hver skilning-
ur dómstóla væri á hugtakinu
„hráefni er ekki fyrir hendi í fisk-
iðjuveri" í 3. gr. laga nr. 19/1979,
en það ákvæði varðar allt fisk-
verkafólk, sem ekki hefur gert
kauptryggingasamning.
Á árinu 1982 stóð verkalýðsfé-
lagið Fram á Seyðisfirði að máls-
höfðun fyrir hönd eins félags-
manna sinna gegn fyrirtæki þar í
bæ, til að fá úr þessu skorið.
Málavextir voru í stórum drátt-
um þeir, að fyrirtækið fékk hrá-
efni frá tveim skipum, eigin skipi
og skipi annars útgerðaraðila.
Atburðir þessir áttu sér stað á ár-
inu 1980. Fram kom í málinu að
allan fyrri hluta þess árs fór hagur
fiskvinnslu versnandi, einkum í
frystingu. Vegna langvarandi
rekstrarörðugleika og ákvörðun-
ar sem tekin var á fundi forsvars-
manna frystihúss á Austurlandi 2
mánuðum áður, voru bæði skipin
látin sigla með aflann seinni hluta
júlímánaðar og starfsfólk tekið
nokkurn veginn fyrirvaralaust af
launaskrá. Fyrirtækið bar fyrir
sig fyrirsjáanlega vinnslustöðv-
un, sem var rökstudd með því að
fáanlegt hráefni væri orðið svo
dýrt, að ekki borgaði sig að vinna
að miðað við þáverandi verðlag.
ljós var hins vegar leitt að afli
var nægur og jafnvel meiri en ver-
ið hafði undanfarin ár. Hinn erf-
iði rekstur fyrirtækisins leiddi
hins vegar til þess að annað skip-
anna, sem ekki var í eigu þess,
hætti að leggja því til hráefni. Af
gögnum málsins var hins vegar
augljóst að þar var um sameigin-
lega ákvörðun fyrirtækjanna að
ræða, enda var einn og sami mað-
ur stjórnandi þeirra beggja.
í aðalatriðum var staðan því
þessi: Hér var um að ræða alvar-
lega rekstrarörðugleika. Þeir áttu
sér margra mánaða aðdraganda,
ef ekki miklu lengri. Hráefnið var
nægilegt í sjónum, skipin öfluðu
sæmilega og uppsagnir starfs-
fólksins voru ekki rökstuddar
með neinum ófyrirséðum atburð-
um. Fyrirtækið hafði nægilegt
ráðrúm til að láta starfsfólk sitt
njóta lögbundins uppsagnarf-
rests.
Mál þetta vann starfsmaðurinn
fyrir undirrétti, en tapaði því síð:
an í Hæstarétti fyrir skömmu. í
ýtarlegum og mjög vandvirkum
dómi taldi undirréttur að at-
vinnurekandinn hefði nánast
framkallað sinn eiginn hráefnis-
skort vegna rekstrarörðugleika
og að slíkt gæti ekki fallið undir
undantekningarreglu 3. gr. 1. nr.
19/1979.
Hæstiréttur féllst hins vegar á
að rekstrarörðuleikar fyrirtækis-
ins og einkanlega þær afleiðingar
þeirra að annað skipið hætti að
leggja fyrirtækinu til hráefni, gæti
fallið undir hráefnisskort í skiln-
ingi greinarinnar. Niðurstaða
Hæstaréttar verður þess vegna
ekki skilin öðru vísi en svo að
fjárhagur og afkoma fyrirtækis
skipti máli um túlkun á umræddri
3. gr.
Niðurstaða:
Ekki þýðir að deila við dómar-
ann. Félagsdómur er endanlegur
um skilning á kauptrygging-
arsamningi hvað þetta varðar.
Hæstiréttur er endanlegur hvað
varðar túlkun á 3. gr. laganna,
a.m.k. þegar atvinnufyrirtæki á
ekki eða hefur ekki fullan ráð-
stöfunarrétt á þeim skipum serri
leggja því til hráefni. Báða dóm-
ana má skilja svo að fiskverka-
fólk standi berskjaldað gagnvart
rekstrarörðuleikum fyrirtækis,
jafnvel þótt þeir eigi langan að-
draganda og jafnvel þótt hráefni
sé nægilegt í sjónum og skipin
látin sigla.
Fyrrverandi skilningi verka-
lýðshreyfingarinnar hefur hér
verið gjörsamlega kollvarpað.
Dómarnir hafa m. a. haft þá þýð-
ingu og verið túlkaðir svo af at-
vinnurekendum, að siglingar eru
nú stundaðar í stórum stíl með
hráefni á erlendan markað, en
yfirþyrmandi atvinnuleysi er
hlutskipti fiskverkafólks.
Þar sem umrædd 3. gr.l. nr. 19/
1979 nær hins vegar til allra
starfsgreina á almennum vinn-
umarkaði, er þess nú eins að bíða
að atvinnurekendur í öðrum
starfsgreinum túlki niðurstöðu
dómstóla sér í hag og taki að
skipuleggja fyrirvaralausar
fjöldauppsagnir vegna lokana
sem eiga rætur að rekja til raf-
magnsskulda, hitaveituskulda,
olíuskulda, lélegrar bankafyrir-
greiðslu eða að hráefnisverð er
óhagstætt.
Hér er að vísu ekki um rétta og
sanngjarna túlkun á umræddum
Hæstaréttardómi að ræða. En
tónninn er vissulega gefinn þegar
fallist hefur verið á að rekstraraf-
koma fyrirtækis skipti yfir höfuð
máli varðandi túlkun á greininni.
Það merkilega í þessu máli öllu er
þó það að ef atvinnurekendur
hreinlega gefast upp f rekstri sín-
um og fara á hausinn, er löglegur
uppsagnarfrestur fólks sem miss-
ir vinnu sína fyrirvaralaust af
þessum sökum, greiddur af ríkis-
ábyrgð á launum, sem aftur á
endurkröfu í bú atvinnurekand-
ans.
Að mínu áliti er staða þessara
mála algerlega óviðunandi nú.
Uppsagnarfrestur frá störfum er
nánast eina trygging verkafólks
fyrir vinnunni hér á landi. Ef sá
grundvallarréttur er sniðgenginn
með talnaflóði og reiknikúnst-
um, þá er starfsfólkinu ofboðið.
Það leitar á önnur mið.
Ég legg til að þetta vandamál
verði eitt af meginviðfangsefnum
næstu kjarasamninnga og að
3. gr. laganr. 19/1979 verði breytt
í samræmi við það frumvarp sem
liggur fyrir Alþingi.
Arnmundur Backman er
hæstaréttarlögmaður í Reykja-
vík.
Föstudagur 15. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11