Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 15
Þrjár hrelldar með örlagaríkt bréf. Hrellingarbréf ■ Þrjár konur fá bréf er heiti föstudagsmyndar sjónvarpsins kl. 22.30. Myndin gerist í smábæ í Bandaríkjunum og segir sögu þriggja kvenna sem eiga sameiginlega fjandmann, þokkadís staðarins. Eiginmenn kvennanna þriggja hafa allir átt vingott við dísina. Hún sendir þeim bréf og segir að þær þurfi ekki að hafa áhyggjur lengur hún sé farin burt úr bænum. Sá er bara gallinn á gjöf Njarðar að hún tók með sér eigin- mann einhverrar þeirra. Setur að þeim ugg, allar sjá þær bresti í burðarliöum hjónabands síns. Ein er ekki samboðin manni sínum, önnur úr sveit og gerði sig að fífli á dansleik fyrir mörgum árum og sú þriðja hefur stundum tekið vinnuna sína og frama framyfir eiginmann- inn. Með þvílíka og aðra eins stórglæpi á samviskunni er ekki furða að þær haldi hver um sig að eiginmaðurinn sé stokkinn. Endalok myndar- innar verða auðvitað ekki látin uppi hér en lysthafendur beðnir að gjöra svo vel að njóta þessarar bandarísku gamanmyndar í sinnemaskópi frá árinu 1949. Sjónvarp kl. 22.30. BRIDGE Vesturlandsmót í sveitarkeppni verður haldið í Hótel Stykkis- hólmi helgina 23.-24. febrúar nk. Gert er ráð fyrir að spila- mennskan hefjist kl. 10.30 laugardag. Áætlaður kostnaður er kr. 5.000.- pr. sveit miðað við fjögra manna sveit og er þá fæði og gisting innifalin. Þátttöku skal tilkynna til Karls vs. 1799, Jóns Ágústs vs. 7317 og Eggerts hs. 8316 fyrir 16. febrúar n.k. Kattavinafélagið Aðalfundur Kattavinafélagsins verður haldinn að Hallveigar- stöðum sunnudaginn 17. febrúar og hefst kl. 2. Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudag 17. febrúar kl. 13 - Jósepsdalur - Ólafs- skarð. Gengið um Sauðadali vestan Sauðadalshnúka í Jós- epsdal um Ólafsskarð, austur íyrir Blákoll á Þrengslaveg. Þetta er létt gönguferö um fallegt svæði. Verð kr. 350.- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Skíðagöngu frestað þar til færi batnar. Útivist Dagsferðir sunnudag 17. febrúar Kl. 10.30 Gullfoss í klakabönd- um - Geysir. Einnig farið að Faxa, Brúarhlöðum, Bergþórs- leiði og víðar. Fossinn og um- hverfi hans ertilkomumikið núna. Verð 600 kr., frítt f. börn. Kl. 13 Tröllafoss í vetrarbún- ingi - Haukafjöll. Klakamyndan- ir, stuðlaberg ofl.. Létt ganga fyrir unga sem aldna. Verð 350 kr., fríttf. börn m. fullorðnum. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, að vestanverðu. Helgarferð 22.-24. febrúar Hraunteigur-Hekluslóðir. Ný ferð um áhugaverð svæði. Gist í húsi. Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. Upplýsingar á skrif- stofu Lækjarg. 6a, sími: 14606 (Símsvari). Sjáumst. Blæóingasjúkdómafélag íslands Dregið var í Happdrætti Blæð- ingasjúkdómafélags fslands og komu vinningar á eftirtalin núm- er. Vídeótæki á miða nr. 2739. Ljósmyndvél á miða nr. 3465. Æfinga- eða reiðhjól á miða nr. 3679. Æfinga- eða reiðhjól á miða nr. 2331. Upplýsingar um vinninga eru veittar í síma 50 7 56. Skiptinemar Skiptinemasamband AFS á ís- landi efna til sinnar árlegu skíða- ferðar helgina 16. til 17. febrúar nk. Farið veröur í Skálafell og gist í skála íþróttafélags kvenna. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við skrifstofu félagsins í síma 25450. RÁS I Föstudagur 15. febrúar 7.00 Veöurfregnir. Frétt- ir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Dag- legt mál. Endurt. þáttur SiguröarG.Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15Veöurfregnir. Morgunorö- Kristján Þorgeirsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Pípuhatt- ur galdramannsins" eftirTove Jansson Ragnheiöur Gyöa Jóns- dóttirles þýðingu Steinunnar Briem (2). 9.20 Leikfimi. 9.30TÍI- kynningar. Tónleikar. 9.45Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. Forust- ugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Þaðersvomargt aðminnastá“Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tílkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James HerriotBryndísVíg- lundsdóttir les þýöingu sína (7). 14.30 A léttu nótunum Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tón- leikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar a. Fiðlukonsertnr. 1 íg- mollop.26 eftirMax Bruch. Anne-Sophie Mutterog Fílharmoníu- sveitin í Berlín leika; Herbert von Karajan stj. b. „Konsert í gömlum stil“op 122eftirMax Reger. Ríkishljóm- sveitin i Berlín leikur; Ot- marSuitnerstj. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dag- skrákvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Til- kynningar. 19.50 Daglegtmál. Vald- imar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Lögungafólks- ins. ÞóraBjörgThor- oddsenkynnir. 20.40 Kvöldvakaa.Frá safnamönnum Þáttur umþjóðleg efni.b. Sagniraf séraHalf- dani Einarssyni Björn Dúason les. c. í vinnu- mennsku á Kolviðar- hóli Jón R. Hjálmars- son spjallar viö Kristján Guönason á Selfossi. Umsjón:HelgaÁgústs- dóttir. 21.30 HljómbotnTónlist- arþátturí umsjón Páls Hannessonar og Vals Pálssonar. 22.00 LesturPassíu- sálma(11) 22.15 Veöurfregnir. Frétt- ir. Dagskrá rnorgun- dagsins. Orð kvöld- sins 22.35 Úrblöndukútnum - Sverrir Páll Eriends- son.(RÚVAK) 23.15 Asveitalínunni SJÓNVARPK) Föstudagur 15. febrúar 19.15 Á döf inni. Umsjón- armaður Karl Sigtryggs- son. KynnirBirna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir i hverf- inu. 9. Feðgarnir. Kan- adískur myndaflokkur í þrettán þáttum, um atvik ilífi nokkurra borgar- barna. Þýöandi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 60 ára afmælismót Skáksambands ís- lands. Skákskýringar- þáttur. 20.55 Kastljós. Þátturum innlend málefni. Um- sjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 21.25 Skonrokk. Umsjón- armenn: Haraldur Þor- steinsson og Tómas Bjarnason. 21.55 Njósnahnettir. Bresk heimildamynd sem sýnir hvernig unnt er aö fylgjast meö at- burðumog mannvirkjumájörðinni frá gervihnöttum stór- veldannaíhiming- eimnum. Þýöandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.30 Þrjár konurfá bréf. (A letter to Three Wi- ves). Bandariskgaman- myndfrá1949, s/h. Leikstjóri Joseph L. Mankiewicz. Aðalhlut- verk: Jeanne Carin, Ann Southern, Linda Darnell og Kirk Douglas. Þrjár konur i sama smábæ fá dularfullt bréf frá þokka- dis staðarins sem segist verafarinúrbænum fyrirfullt ogalltásamt eiginmannieinnar þeirrar. Konurnarfinna allarviö nánari athugun einhverja brotalöm á hjónabandinu og veröa á nálum um eiginmenn sína. Þýöandi Kristrún Þórðardóttir. 00.10 Fréttir í dagskrár- lok. RÁS II Föstudagur 15. febrúar 10:00-12:00 Morgunþátt- ur. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson og Sigurö- ur Sverrisson. 14:00-16:00 Pósthólfið. Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16:00-18:00 Léttir sprettir. Stjórnandi: Jón Ólafsson. HLÉ 23:15-03:00 Næturvaktin. Stjórnendur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1. DAGBOK APÓTEK Helgar-, kvöld- og nætur- varsla lyfjabúöa i Reykjavík vikuna 8.-14. febrúar er í Garös Apóteki og Lyfjabúö- innilðunni. Fyrrnefnda apótekið annast vörslu á sunnudögum og öör- um frídögum og næturvörslu alla daga frá kl. 22-9 (kl. 10 frídaga). Síðarnefnda apó- tekið annast kvöldvörslu frá kl. 18-22virkadagaog laugardagsvörslu kl. 9-22 samhliða því fyrrnefnda. Kópavogsapótek er opio allavirkadagatilkl. 19, laugardaga kl. 9-12, en lokað ásunnudögum. Haf narfjarðarapótek og Norðurbæjarapótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag frá kl. 10-13, ogsunnudagakl. 10-12. Akureyri: Akureyrarapótek og Stjörnuapótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort, að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö í því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.Áhelgidögumeropið frákl. 11-12og 20-21. Áöðr- um timum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upþlýsingarem gefnar í síma 22445. Apótek Keflavíkur: Opiö virka daga kl. 9-19. Laugar- daga, helgidaga og almenna fridagakl. 10-12. Apótek Vestamannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8-18. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30 og14. SJÚKRAHÚS Borgarspitalinn: Heimsóknartími mánudaga- föstudaga milli kl. 18.30 og 19.30- Heimsóknartimi laugardag og sunnudagakl. 15og 18og eftirsamkomulagi. Landspitalinn: Alladagakl. 15-16 og 19-20. Barnaspítali Hringsins: Alladagafrákl. 15-16, laugar- daga kl. 15-17 og sunnudaga kl. 10-11.30 og 15-17. Fæðingardeild Landspítalans: Sængurkvennadeild kl. 15- 16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Öldrunardeild Land- spítalans Hátúni 10 b: Alla daga kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspftala: Mánudaga-föstudagakl. 16- 19.00, laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. Heil8uverndarstöð Reykja- vikurvið Barónsstíg: Alla daga frá kl. 15.00-16.00 og 18.30-19.30. - Einnig eftir samkomulagi. Landakotsspítali: Alladagafrakl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Barnadeild: Kl. 14.30-17.30. Gjörgæsludeild: Eftir samkomulagi. Kleppspitalinn: Alladagakl. 15.00-16.00 og 18.30-19.00. - Einnig eftir samkomulagi. St. Jósefsspítali iHafnarfirðl: Heimsóknartími alla daga vik- unnarkl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alladagakl. 15-16og19- 19.30. Sjúkrahús Akraness: Alladagakl. 15.30-16 og 19- 19.30. LÆKNAR Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8 til 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans. Landspftalinn: Göngudeild Landspftalans opinmillikl. 14og16. Slysadeild: Opin allan sólar- hringinn,sími81200. - Upplýsingar um lækna og lyf jaþjónustu i sjálfsvara 18888. Hafnarfjörður: Dagvakt. Ef ekki næst í heim- ilislækni: Upplýsingar um næturvaktir lækna eru í slökkvistöðinni í síma 511 oo. Akureyri: Dagvakt f rá kl. 8-17 á Lækn- amiðstöðinni í síma 23222, slökkviliöinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Keflavfk: Dagvakt. Ef ekki næst íhei- milislækni: Upplýsingar hjá heilsugæslustööinni í síma 3360. Símsvari er í sama húsi með upplýsingum um vaktir eftirkl. 17. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna í síma 1966. LÖGGAN Reykjavík......sími 1 11 66 Kópavogur......sími 4 12 00 Seltj.nes......sími 1 11 66 Hafnarfj.......sími 5 11 66 Garðabær.......sími 5 11 66 Slökvilið og sjúkrabílar: Reykjavík......sími 1 11 00 Kópavogur......sími 1 11 00 Seltj.nes......simi 1 11 00 Hafnarfj.......sími 5 11 00 Garðabær.......sími 5 11 00 SUNDSTAÐIR Sundhöllln er opin mánu- daga til föstudaga frá kl. 7.20- 20.30. Á laugardögum eropiö kl. 7.20-17.30, sunnudögum kl. 8.00-14.30. Laugardalslaugin eropin mánudag til föstudags kl. 7.20-19.30. Á laugardögum eropiöfrákl. 7.20-17.30. Á sunnudögum er opið frákl. 8-13.30. SundlaugarFb. Breiðholti eru opnar mánudaga - föstu- daga kl. 7.20-20.30, laugar- daga kl. 7.20-17.30, sunnu- daga kl. 8.00-14.30. Uppl. um gufuböö og sólarlampa í afgr. Sími 75547. Vesturbæjarlaugin: Opin mánudaga-föstudaga kl. 7.20 til 19.30. Laugardagakl.7.20- 17.30. Sunnudaga kl. 8.00- 13.30. Gufubaðið i Vestur- bæjarlauginni: Opnunartima skipt milli kvenna og karla. - Uppl. ísfma 15004. Sundlaug Hafnarfjarðar er opin mánudaga-föstudaga kl. 7-21. Laugardaga frá kl. 8-16 og sunnudaga frá kl. 9-11.30. Böðin og heitu kerin opin virka daga frá morgni til kvölds. Sími 50088. Sundlaug Kópavogs er opin mánudaga-föstudaga kl. 7-9 og frá kl. 14.30-20. Laugar- daga er opið kl. 8-19. Sunnu- dagakl.9-13. Varmárlaug i Mosfellssveit eropin mánudaga-föstudaga kl. 7.00-8.00 ogkl. 17.00- 19.30. Laugardaga kl. 10.00- 17.30.Sunnudagakl. 10.00- 15.30. Saunatími karla mið- vikudaga kl. 20.00-21.30 og iaugardaga kl. 10.10-17.30. Sundlaug Akureyrar eropin mánudaga-föstudagakl. 7-8, 12-15 og 17-21. Á laugar- dögum kl. 8-16. Sunnudögum kl.8-11. ÝMISLEGT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns- og hltaveitu, sími 27311,kl. 17tilkl.8.Sami simi á helgidögum. Raf- magnsveitan bilanavakt 686230. FerðlrAkraborgar: Frá Frá Akranesi Reykjavík kl. 8.30 kl. 10.00 - 11.30 - 13.00 - 14.30 - 16.00 - 17.30 - 19.00 Hf. Skallagrimur Afgreiðsla Akranesi sími 2275. SkrifstofaAkranesi sími 1095. Afgreiðsla Reykjavík sfmi 16050. Skrif stofa Samtaka kvenna á vinnumarkað- Inum i Kvennahúsinu er opin frá kl. 18-20 eftirtalda daga f febriiar og mars: 6., 20. og 27. febrúar og 13. og 27. mars. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir kon- ur sem beittar hafa veriðof- beldi eða orðið fyrir nauðgun. Skrifstofa samtaka um kvennaathvarf er að Hallveigarstöðum, sfmi 23720,opiðfrá kl. 10-12 alla virkadaga. Pósthólf 405-121 Reykjavik. Gírónúmer 44442-1 Árbæingar-Selásbuar Munið fótsnyrtinguna f SafnaðarheimiliÁrbæjar- sóknar. Allar nánari upp- lýsingar hjá Svövu Bjarna- dóttur í sfma 84002. Kvennaráögjöfin Kvennahúsinu við Hallæris- planið er opin á þriðjudögum kl. 20-22, sfmi 21500. Sálfræðistöðin Ráðgjöf í sálfræðiiegum efn- um.Sími 687075. SÁÁ Samtök áhugafólks um á- fengisvandamálið, Sfðumúla 3-5, sfmi 82399 kl.9-17. Sáluhjálp í viðlögum 81515 (símsvari). Kynningarfundir i Síðumúla 3 - 5 fimmtudaga kl. 20. Silungapollur sími 81615. Skrlfstofa Al-Anon, aðstandenda alkóhólista, T raðarkotssundi 6. Opin kl. 10 -12 alla laugardaga, sfmi 19282. Fundiralladagavik- unnar. Stuttbylgjusendingar útvarpsins til útlanda: Norður- löndin: Alladagakl. 18.55- 19.45. Ennfremurkl. 12.15- 12.45 laugardaga og sunnu- daga. Bretland og Megin- landið: Kl. 19.45- 20.30 dag- legaogkl. 12.45-13.15 laugardaga og sunnudaga. USAog Kanada: Mánudaga- föstudaga kl. 22.30 - 23.15, laugardaga og sunnudaga kl. 20.30-21.15. Miðaðervið GMT-tíma.Sentá 13,797 MHZ eða 21,74 metrar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.