Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 17
Tónlist Franz Liszt í Þjóðleikhúsinu Martin Berkofsky gengstfyrirtónleikum á mánudagskvöld og mun allur ágóði þeirra renna til samtaka um byggingu tónlistarhúss Myndimar eru til sýnis á Gallerí Borg en uppboöiö verður á Hótel Borg. Teikning eftir Gylfa Gíslason. Gallerí Borg Listmuna- uppboð á sunnudaginn Gallerí Borg gengst fyrir ööru listmunauppoði sínu f samráði við Listmunauppoð Sig. Bene- diktssonar hf. sunnudaginn 17. febrúar að Hótel Borg og hefst það klukkan 15:00. Tónlist verður leikin ira KiuKKan 15:00. Myndirnar og verkin sem upp verða boðin verða sýnd í Gallerí Borg föstudag og laugardag fyrir uppboð. 80 þús. manns á tónleikum Líklega gera margir sér ekki grein fyrir því, en á örfáum árum hefur fjöldi þeirra margfaldast, sem stunda tónlistarnám hér á landi, og eru tónlistarnemendur nú á níunda þúsund. Á síðasta vetri voru haldnir um 200 tón- leikar sóttir af um 80.000 manns; gömul tónlist, ný tónlist, konsert- ar einstaklinga og hljómsveita, og svo að sjálfsögðu nýjasta rósin í hnappagati tónlistarlífs á ís- landi, þ.e. íslenska óperan. Eins og á upphafsárum þessar- ar aldar þá hafa þessir tónleikar verið haldnir í kvikmyndahúsum, skólum, kirkjum, söfnum og Martin Berkofsky og Franz Liszt eru orðnir samofnir í hugum íslenskratónlistarunn- enda eftir Liszt-tónleika þess fyrrnefnda í Þjóðleikhúsinu vorið 1983. Berkofsky hefur verið ötull stuðningsmaður að byggjatónlistarhús í Reykja- vík og nú gengst hann fyrir tónleikum í Þjóðleikhúsinu á mánudagskvöld kl. 20.30 og mun allur ágóði þeirra renna til Samtaka um byggingu tón- listarhúss. Gerist þetta á svip- uðum tíma og Fílharmoníu- hljómsveit Lundúna heldur tónleika undir stjórn Vladimirs Askenasí til styrktarsama málefni. sína við Peabody tónlistar- skólann, hann var styrkþegi við ríkt lognmolla um píanóleik Vínarakademíuna og Yale há- skólann, þar sem hann lagði stund á fræðimennsku. Fræði- störf hans á sviði tónlistar eru allrar athygli verð, þannig hefur hann t.d. fundið og komið á framfæri konsertum eftir nokkra gamla meistara. Sem konsertpíanisti hefur Berkofsky komið fram í 4 heimsálfum. Hann hefur leikið m.a. með Lundúna- og Berlínar- symfóníunni, hann hefur leikið í yfir 70 útvarps- og sjónvarpsþátt- um beggja vegna Atlantshafs svo og á listahátíðum. Þegar hann kom fyrst fram í New York árið 1965, þá fullyrti gagnrýnandi Myndir Franz Liszt Nafn Franz Liszt kallar fram í hugann ýmsar öfgakenndar myndir; myndir af loddara og pí- anósnillingi, mynd af spjátrungi og djúphugulu tónskáldi, glaumgosa og ástríkum föður. Þessar andstæður eiga allar við um Franz Liszt, undrabarnið, sem varð eftirlæti aðalsins, sem varð bráðþroska listamaður og tónskáld, og sem 17 ára varð bók- staflega dauðvona vegna ástar- sorgar og varð naumlega forðað frá því að ganga í klaustur. Yfir- borðsmaður, en um leið vinur fremstu hugsuða síns samtíma á sviði lista og stjórnmála. Hann umbylti hefðbundinni tækni píanóleiks, og áhrifa hans sem tónskálds má finna í tón- smíðum 20. aldar tónskálda eins og t.d. Bartok og Schönberg. En þó lífsstfll hans ylli hneykslun samtímamanna hans, og kæmi jafnvel páfastóli í vanda, þá hafði hann lokið flestum áfangaprófum að prestskap þegar hann lést. Pönkari síns tíma eða framsæk- inn hugsuður og listamaður? Sú flokkun skiptir líklega engu máli, enda eru þetta ekki endilega ósættanlegar andstæður. Ýmsir gagnrýnendur hafa í áranna rás haft tilhneigingu til að afgreiða tónsmíðar Liszt sem bil- legar tæknibrellur án dýptar. E.t.v. væri réttara að segja, að ýmis verk Liszt krefjist meiri dýptar af flytjanda verksins en flestir skólar í dag rækta með nemendum sínum. Hin rómant- íska túlkun hefur oft óverð- skuldað fengið óorð á sig, „býr- ókratar píanósins“ hafa fremur verið í fararbroddi. Það er því gæfa okkar hér norður við heimskautsbaug, að Martin Berkofsky telur sig ekki í hópi hinna síðasttöldu. Franz Liszt; pönkari síns tíma eða framsækinn hugsuður og listamaður? jafnvel í íþróttahúsum. Sem og ekki skyldi forsmá, ef góður hljómburður væri til staðar. En enn er ekki til hús á íslandi, sem er sérhannað með hljómburð í huga. Því miður. Það var því ekki að ófyrir- synju, að nokkrir menn tóku sig saman vorið 1983 og hófu undir- búning að stofnun samtaka til byggingar tónlistarhúss. Þátttaka í tónlistarlífinu hefur verið metin m.t.t. heppilegrar stærðar sala, kannaðir hafa verið möguleikar á að kaupa hús, og borgarlandið hefur verið fínkembt með bygg- ingu nýs húss í huga. Niðurstaðan hefur orðið sú, að heppilegast sé að byggja tónlistarhús með ein- um 1400 manna sal og öðrum fyrir 250 manns. Vilyrði borgar- yfirvalda hefur fengist fyrir lóð í Öskjuhlíð, og er nú undirbúning- ur fyrir hönnunarsamkeppni á lokastigi. Á efnisskrá tónleikanna á mánudagskvöld eru eftirtalin verk eftir Franz Liszt: 1. Ung- versk rapsódía nr. 9 „Le Carnival de Pesth“, 2. Harmonies de Soir (Nr. 11 úr „Études Transcenden- tales“), 3. Un Sospiro (Konsert- etýða í Des dúr), 4. Lyon (úr „al- bum d’un Voyageur - Impressi- ons et Poésies), 5. Valse Oubliée nr. 1, 6. Waldesrauschen Kons- ertetýða, 7. Eftir fyrirlestur Dantes (Fantasia quasi Sonata). Martin Berkofsky; ótaminn og eldlegur. En hver er þessi rúmlega fer- tugi Bandaríkjamaður, sem nú er nýkominn úr 6 vikna tónleika- ferðalagi á vegum U.S. State Department til Sovétríkjanna og annarra Austur-Evrópulanda auk Tyrklands og Kýpur, og sem nú býr suður á Garðskagavita ásamt eiginkonu sinni, píanóleik- aranum Önnu Málfríði Sigurðar- dóttur? Hann er fæddur í Was- hington, hlaut tónlistarmenntun New York Times: „Tónleikar þessir voru þeir áhrifamestu og áhugaverðustu í ár“. Aldrei hefur Berkofsky og eru flestir sammála um yfirburðatækni hans. Er því kannski rétt að enda á orðum gagnrýnanda sem skrifað um Liszt-tónleika hans í Stuttgart: „Aldrei heyrt slíkan flutning fyrr... ótaminn og eldlegur... djöfullega uppljómandi in- ferno... ótrúlega þrumandi”. Föstudagur 15. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.